Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Upplýsingar: Valhöll fasteignasala Magnús Gunnarsson símar: 588 4477 og 822 8242 Miðsvæðis í hjarta Kópavogs í góðri nálægð við almenningssamgöngur. Greið aðkoma og næg bílastæði eru við húsið. Gert er ráð fyrir göngusvæðum og aðgengi gangandi vegfarenda er gott. Til leigu í miðbæ Kópavogs Skrifstofu- og þjónustubygging • Jarðhæð: verslun og þjónusta • 2. hæð: skrifstofur Samtals 1986,6 m² Til afhendingar haust 2006 Byggingaraðili: Ris ehf. Leigusali: Eignarhaldsfélagið Krókháls ehf. nýbygging við Digranesveg 1 Nýkomið í sölu mikið endurnýjað og glæsilegt 182 fm atvinnuhúsnæði, endabil, auk ca 50 fm millilofts með góðum gluggum (skrifstofur, kaffistofur o.fl.), samtals 230 fm. Verslunargluggi - innkeyrsludyr 4x4 metrar. Góð staðsetning og aðkoma. Laus strax. V. 27,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Melabraut - Hf. Nýkomið í sölu gott 360 fm atvinnuhúsnæði, góð lofthæð og innkeyrsludyr 4x4 metrar. Byggingarréttur, rúmgóð lóð. Góð staðsetning. Verðtilboð. Melabraut - Hf. Nýkomið í sölu mikið endurnýjað og glæsilegt 182 fm atvinnuhúsnæði, endabil, auk ca 50 fm millilofts með góðum gluggum (skrifstofur, kaffistofur o.fl.), samtals 230 fm. Verslunargluggi - innkeyrsludyr 4x4 metrar. Góð staðsetning og aðkoma. Laus strax. V. 27,5 millj. Kaplahraun - Hf. Nýkomið í einkasölu sérlega gott 120 fm atvinnuh. með innkeyrsludyrum, sérlega góð staðsetning og óvenju rúmgóð lóð. Laust strax. V. 18,5 millj. Kaplahraun - Hf. Nýkomið sérlega gott atvinnuhúsnæði m. góðri lofthæð og innkeyrsludyrum, 158,3 fm endabil. Góð staðsetning, tilvalin eign fyrir fiskvinnslu, léttan iðnað íbúð o.fl. V. 21,5 millj. Eyrartröð - Hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Álfhólsvegur 80 – Opið hús www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Falleg nýstandsett 72 fm íb. á 1. hæð m. sérinngangi í Steni-klædu húsi. Sérinng. Nýl. glæsil. eldhús, baðherb., gólfefni, lagnir o.fl. 50 fm glæsil. sólpallur sem er afgirtur. Laus strax. Frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu. Opið hús verður í dag (sunnudag) milli kl. 14 og 17. Allir velkomnir. V. 15,9 m. Sími 588 4477 SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega og nýlega endurnýjaða 3ja herbergja risíbúð í fallegu steinhúsi á þessum eftirsótta stað í Þingholtunum. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, eldhús með ljósri viðarinnréttingu og vönduðum eldhústækjum, tvö góð svefnher- bergi og flísalagt baðherbergi þar sem tengt er fyrir þvottavél. Stór geymsla í kjallara fylgir svo og geymsluloft yfir íbúð. Íbúðin er laus á byrjun september. Verð 22,5 millj. Páll sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Gengið inn frá garði. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali GRUNDARSTÍGUR 8, RIS OPIÐ HÚS NÚ ER skólahald að hefjast í öllum skólum borgarinnar. Síðast- liðið haust hófu vagnar á stofnleið- unum sex hjá Strætó bs. að ganga á tíu mínútna fresti við þau tíma- mót, gagngert til að þjóna nem- endum höfuðborgarsvæðisins bet- ur. En þetta haustið keyra vagnarnir áfram á sumartíma, á 20 mínútna fresti og stofnleiðum hefur verið fækkað um eina. Þessa þjónustuskerð- ingu má rekja til tregðu sveitarfélag- anna sem standa að Strætó bs. til að gefa almenningssam- göngum sömu tæki- færi og öðrum sam- göngumátum. Um 15 þúsund íbúar á höf- uðborgarsvæðinu nota strætó á hverj- um degi og flestar ferðir eru farnar á haustmánuðum. Á þessum tíma er einnig mest um umferðaröngþveiti á götum borgarinnar því allir skól- arnir hefja göngu sína á svipuðum tíma. Nemendur þurfa á tíðum strætóferðum að halda á þessum árstíma og borgaryfirvöld eiga að kappkosta að hafa þjónustuna það góða að nemendur komist á bragð- ið og kjósi að ferðast með strætó til og frá skóla. Ekki þarf að tí- unda þá búbót fyrir auralitla nem- endur sem almennilegar almenn- ingssamgöngur þýða, sér í lagi á dögum snarhækkandi bensínverðs. En kannski þarf að tíunda það sérstaklega fyrir núverandi vald- höfum Reykjavíkurborgar því þessi hugsun ræður ekki för hjá þeim þetta haustið. Hagsmunum strætófarþega er kastað fyrir róða en þess í stað er samþykkt stefnumótun um mislæg gatnamót fyrir hundr- uð milljóna sem eiga að koma betur til móts við þarfir einka- bílsins. Rafræn skólakort Síðastliðin ár hefur rafrænt greiðslukerfi verið í þróun hjá Strætó bs. og senn munu strætófarþegar njóta ótvíræðra kosta þeirra. Við sem stýrð- um málum hjá Strætó bs. getum verið stolt af uppbyggingu síð- astliðinna ára sem er loksins farin að skila sér til farþega. Í ár er annað árið sem boðið er upp á skólakort og þau eru nú þegar einn vinsælasti greiðslumát- inn, enda sá ódýrasti. Rafrænu kortin eiga einnig að fela í sér möguleika á fríferðum fyrir einstaka hópa eða á sér- stökum tímum. Vonandi verða þeir möguleikar nýttir, þó svo ekki megi búast við of miklu af núver- andi stjórn Strætó bs. sem hefur það helst að markmiði að minnka rekstrarkostnað. Rekstrarvandi eða sjálfsögð framlög? Svo farið sé ofan í saumana á rekstrarvanda Strætó bs., er hann tilkominn vegna þess að starfs- menn fengu tímabæra launahækk- un í upphafi árs og einnig var sér- stakt olíugjald lagt á. Hjá sveitarstjórnum hefur tíðkast að bæta fyrirtækjum kostnað vegna kjarasamninga en það hafa sveit- arfélögin sem standa að Strætó bs. ekki verið tilbúin til að gera. Reykjavíkurborg var búin að lýsa því yfir að hún myndi greiða sem nemur auknum launakostnaði en það breyttist með nýjum meiri- hluta. Ef sami háttur væri hafður í öðrum borgarstofnunum hefði kennslustundum í skólum verið fækkað í stað þess að bæta skól- anum upp aukna tekjuþörf vegna kjarasamninga kennara og starfs- fólks. Tillaga Samfylkingarinnar Fyrir borgarráði liggur óaf- greidd tillaga frá Samfylkingunni frá því 20. júlí síðastliðnum þar sem lagt er til að áform um nið- urlagningu leiðar S5 í Árbæj- arhverfi verði endurskoðuð. Einn- ig lagði Samfylkingin til að stofnleiðir haldi áfram að aka á tíu mínútna fresti, að minnsta kosti í vetur eða þar til reynslan sýnir að þjónustan falli ekki í kramið hjá höfuðborgarbúum. Þrátt fyrir yf- irlýsingar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks um vilja þeirra til að efla almenningssamgöngur stendur til að skera niður hjá Strætó bs. um 360 milljónir á þessu ári. Orð þeirra eru hol og tóm og áformin vega að almenningssamgöngum í þéttbýli. Vænta má enn frekari niðurskurðar á næsta ári, ef áform sveitarfélaganna sem standa að Strætó bs. ná fram að ganga. Tap eða gróði Forgangsröðun borgaryfirvalda í samgöngumálum er með ein- dæmum. Á tímum hækkandi bens- ínverðs og mengunar vegna út- blásturs bíla ætti auðvitað að Það haustar að hjá Strætó Björk Vilhelmsdóttir skrifar um almenningssamgöngur ’Um 15 þúsund íbúará höfuðborgarsvæðinu nota strætó á hverjum degi og flestar ferðir eru farnar á haustmánuðum.‘ Björk Vilhelmsdóttir Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.