Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 29
en eru meðal annars algengar hjá
þungarokkurum.
„Tattúið er enn svo ungt hér,“
áréttar Helgi. „Fyrst fengu menn
sér sjóaramyndir af akkerum og
skipum en upp úr 1980 læðast inn
áhrif frá Japan. Myndirnar urðu
fínlegri og það tók að bera á drek-
um og öðrum dýrum. Tíu árum síð-
ar tók kvenfólkið við sér og í Hol-
landi fá jafnmargar konur sér tattú
og karlar og þær eru á öllum aldri.
Íslendingarnir eru mikið fyrir
kínversk tákn eða ættbálka-
mynstur. Mickey Sharp kynnti kelt-
nesk mynstur þegar hann kom
hingað til lands en það hefur ekki
náð fótfestu. Annar vinur minn,
Marco Leoni, Ítali sem lærði hjá
Sharp á sama tíma og ég, bjó síðan
til ættbálkamynstrið,“ segir Helgi,
en margir kannast við það undir
nafninu „træbaltattú“ og sást meðal
annars gægjast upp undan hálsmál-
inu hjá Einari Ágústi þegar hann
söng fyrir hönd þjóðarinnar í Jú-
róvisjón hér um árið.
„Ættbálkamynstrið varð bara til í
fikti hjá Marco Leoni á stofunni
minni í Hafnarfirðinum. Okkur datt
aldrei í hug að neinn vildi þetta.“
Raunin varð önnur því enn sér
ekki fyrir endann á vinsældum ætt-
bálkamynstursins.
Undir verndarvæng Vítisengla
Lífið var orðið nokkuð eðlilegt
hjá Helga í lok 10. áratugarins.
Hann vann við tattúið, Kiddý vann
enn í fiski og börnin gengu sæl og
prúð í skóla. Samt fannst Helga
eitthvað að og þá fór hann að
bryðja amfetamíntöflur. „Það er
erfitt að vinna á meðan maður er að
sukka. Það reyndi á samband okkar
Kiddýjar meðan ég var í þessari
neyslu.“
Ég spyr Kiddý hvort hún hafi
líka notað amfetamín.
„Ég prófaði það aðeins til að vera
með en annars var ég bara upp-
tekin við að ala upp börnin mín,“
svarar hún hreinskilnislega.
Hvernig er að ala upp börn þar
sem er amfetamínsjúklingur er til
heimilis?
„Heimilislífið var mjög eðlilegt,
enda var heimilið líka alltaf frið-
helgt. Amfetamínið var ekki uppi á
borðum og það komu aldrei neinir
rónar heim til okkar,“ segir Kiddý.
Henni fannst aftur á móti oft erf-
itt þegar Helgi var á bak við lás og
slá. „Stundum tóku illskeyttar
kjaftasögur um Helga að breiðast
út og það var ekki auðvelt að koma
í veg fyrir að börnin heyrðu þær.“
Þegar húsnæðið sem Helgi hafði
leigt undir stofuna var selt hreiðr-
aði hann um sig á Laugaveginum.
Þar urðu erlendir ferðamenn fljót-
lega stór hluti viðskiptavinanna en
þeir vildu fá tattú til minja um Ís-
landsferðina og þá helst ramm-
íslenska rúnastafi og galdratákn.
Þessi sæla entist ekki lengi því í
kjölfar árásanna á Tvíburaturnana
dró úr ferðamannastraumnum hing-
að til lands. „Það var mjög slæmt
því við vorum nýbúin að kaupa okk-
ur fimm herbergja íbúð við Grett-
isgötuna auk þess sem ég hafði
fjárfest í skartgripum fyrir hálfa
milljón til að nota í gatanirnar,“
segir Helgi og á við skart sem fólk
lætur koma fyrir til dæmis í nafla,
geirvörtum og augabrúnum. „Allt í
einu birtist Davíð Oddsson í sjón-
varpinu og sagði okkur að herða
sultarólina. Bankinn heimtaði borg-
un, áhyggjurnar steyptust yfir mig
og til að flýja þær jók ég sukkið.“
Við svo búið mátti ekki standa.
Helgi vissi það alveg sjálfur og því
ákvað hann að flytja til Amsterdam.
Þangað hafði hann oft farið til að
viða að sér þekkingu í tattúlistinni
og komist í leiðinni í kynni við
mann sem sjaldan er kallaður neitt
annað en Big Will. Hann er formað-
ur mótorhjólasamtakanna Hell’s
Angels, eða Vítisenglanna eins og
samtökin heita á íslensku. „Mér
fannst ég hafa áorkað öllu því sem
hægt væri á Íslandi í tattúlistinni.
Ég vildi komast til útlanda og sjá
hvernig ég stæði í greininni. Þetta
hafði lengi blundað í mér. Ég
hringdi til Big Will og bað hann um
vinnu en hann rekur tattústofuna
Hanky Panky. Tveimur mánuðum
síðar bauðst mér starf á stofunni og
við Kiddý héldum út. Tæpara mátti
ekki standa því ég var gjörsamlega
búinn að vera eftir allt sukkið. Ég
var fúlskeggjaður og svolítið mikill
um mig þegar ég kom til Amst-
erdam. Hinir strákarnir sem unnu á
stofunni héldu að ég væri umrenn-
ingur.“
Vænghaf Vítisenglanna er víð-
feðmt því Big Will gerði sér lítið
fyrir og útvegaði Helga og Kiddý
íbúð. Hann gerði reyndar gott bet-
ur því hann hjálpaði Helga líka að
venja sig af amfetamíninu. „Big
Will er sá almesti karakter sem ég
hef kynnst á ævinni. Engum nema
honum hefði tekist að þurrka mig
upp.“
Er ekki svolítið undarlegt við að
erkiengillinn sjálfur skuli hafa losað
þig undan fíkniefnunum þegar Vít-
isenglarnir eru þekktir fyrir að
selja eiturlyf?
„Englarnir eiga bari í Hollandi
sem selja lögleg fíkniefni en sjálfir
nota þeir þau ekki. Þetta eru ljúfir
náungar en maður þarf samt að
vera skrítinn til að fá þá upp á móti
sér,“ segir Helgi og brosir. Hann
virðist hafa ótrúlega gott lag á að
kynnast fólki og skiptir þá engu af
hvaða stétt og stigu það er. Þegar
þetta er borið undir Helga svarar
hanni: „Erlendis hef ég það með
mér að vera Íslendingur sem þykir
alltaf forvitnilegt. Síðan er ég líka
venjulega einn á ferð í stað þess að
hafa með mér flokk áhangenda. Ég
kem bara til dyranna eins og ég er
klæddur.“
Þegar Helgi bruddi amfetamín-
töflurnar á stofu sinni á Laugaveg-
inum varð hann smátt og smátt var
við að heilsan fór að láta undan. Til
dæmis fékk hann lungnabólgu sem
sífellt ágerðist. Síðan fór hann að fá
verki í handlegginn. Eitthvað var
sættust?„Kiddý hafði nýverið
skroppið til pabba í heimsókn og
hafði því verið að tala um hann. Síð-
an fór ég út að keyra og einhverra
hluta vegna var ég svolítið meyr,
enda hafði ég heimsótt mömmu fyrr
um morguninn. Hún hefur haft
samviskubit gagnvart mér síðan ég
var lítill en ég hafði tekið utan um
hana og sagt henni að það tilheyrði
bara fortíðinni. Ekkert væri fengið
með að rifja það upp og þá féll hún
saman. Síðan ók ég ofan í bæ og áð-
ur en ég vissi af var ég kominn inn
á herbergi til pabba á Grund þar
sem ég brast í grát.“
Hvernig varð gamla manninum
um?„Æ, hann brosti bara og tók ut-
an um mig,“ segir Helgi brosandi
og þá virðast hauskúpurnar á háls-
inum á honum líka brosa.
Eftir sáttagjörð þeirra feðga var
ekkert því til fyrirstöðu að þau
Kiddý og Helgi yrðu gefin saman á
Grund. Sr. Gylfi Jónsson, frændi
Helga, gaf brúðhjónin saman við
fallega og látlausa athöfn fyrir örfá-
um vikum. „Ég vil vera gift Helga
þegar hann deyr,“ segir Kiddý al-
varleg. „Ég vil hafa verið konan
hans.“
Um það á engum eftir að bland-
ast hugur.
að. Það var aftur á móti ekki fyrr
en í Hollandi sem hann fór loks til
læknis. „Hann sagði að ég gæti
bókað að ég væri með krabbamein.
Það var kjaftshögg.“
Sáttur við alla
Hann kom endanlega heim frá
Hollandi í júní sl. Eins og fyrr
sagði hefur hann kosið að eyða síð-
ustu mánuðum ævinnar heima hjá
sér í stað þess að þiggja lyfja-
meðferð inni á sjúkrahúsi. Von er á
Ólafi, yngri bróður Helga, heim frá
Hawaii og Helgi hlakkar til að sjá
hann. Nú ríður á að reyna að skilja
vel við alla í fjölskyldunni til að
gera þeim sorgina bærilegri. Ertu í
góðu sambandi við foreldra þína?
„Já, ég talaði við pabba fyrst fyr-
ir fáeinum vikum. Þá hafði ég ekki
verið í sambandi við hann í sex ár.“
Af hverju ekki?
„Pabbi er úr sveit og hefur annan
hugsunarhátt en ég. Það hafði setið
í mér hvað hann stóð sjaldan með
mér þegar ég var skammaður fyrir
óknytti þegar ég var strákur. Hann
tók alltaf annaðhvort svari kenn-
aranna eða lögreglunnar. Síðan
vildi hann ekkert af mér vita þegar
ég sat inni hér áður fyrr.“
Hvað varð síðan til þess að þið
Galdratákn Björg söngkona og Didda skáldkona komu saman og fengu sér ægishjálm, íslenskan galdrastaf sem verndar gegn öllu illu. Björk er líka með lítið tákn tattúverað á bak við eyrað.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 29