Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 42

Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 42
42 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 www.thingholt . is SUMARBÚSTAÐIR ÞINGHOLT KYNNIR: Sumarhús í Hallkelshólum Grímsnesi. Mjög gott nýtt sumarhús til sölu, rúmgott og mjög skemmtilega skipulagt. 3 stór svefnh. og er eitt þeirra stærra með sjónvarpsaðst. Heildarst. er um 69 fm. Útigeymsla er áföst við bústaðinn. Rafmagnshiti, gasv.hitari, gashelluborð. Halogen í stofu. Góður pallur er við húsið. Landið er um 1 ha. með mjög hagstæðum langtímaleigusamningi. Staðst. innst í botnlanga svo umferð er nær engin um svæðið. Góð kaup, verð aðeins 13,9 millj. Bókaðu skoðun í dag í símum: 590 9500 og 820 9505. Frístundahús og eignarland í Vallarholti nr. 3 í landi Reykjavalla, Bláskógabyggð. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is í sex íbúða fjölbýlishúsi. Þrjú stór svefnherbergi, vandað eldhús og stór stofa. Suðvestursvalir og mikið útsýni yfir borgina og víðar. Stutt í verslun, skóla og sundlaug. Magnús og Linda taka á móti gestum í dag milli kl. 13:00 og 15:00. Verið velkomin! Straumasalir 7 - 201 Kóp. Ný, fullbúin 150 fm endaíbúð á efstu hæð Einbýlishús á sunnanverðu Seltjarnanesi Sjávarlóð - Frábært útsýni Einstaklega vel staðsett 407 fm einlyft einbýlishús á um 1.400 fm sjávarlóð sem nær niður að flæðarmáli. Húsið stendur á frábærum útsýnisstað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Tvöfaldur bíl- skúr fylgir húsinu. Lóðin er að mestu grasflöt með stórri verönd, heitum potti o.fl., hönnuð af Stanislas Bohic. Að norðanverðu er lóðin hellulögð og með góðum bílastæðum. Húsið skiptist m.a. í forstofu, hol, þvottah., snyrtingu, stofu með arni, borðstofu, sjónvarpsstofu, stórt eldús, baðherbergi, fimm til sex barnaherbergi og hjónaherbergi. Í kjallara er um 60 fm rými sem skiptist í hobbýherbergi/svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson löggitur fasteignasali. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 LAUS VIÐ KAUPSAMNING! SÍÐASTA ÍBÚÐIN! SÓLEYJARIMI - 112 RVK SÍÐASTA 3ja! 50 ÁRA OG ELDRI! GLÆSILEGT ÚTSÝNI YFIR BORGINA: LAUS VIÐ KAUPSAMNING! 3ja herb. á 3.hæð með frábærum suðursvölum. Fullbúin án gólfefna í góðu lyftuhúsi, sérstæði í bílageymslu. Sjónvarpsdyrasími, þvottahús í íbúð. Mjög falleg íbúð með vönduðum innréttingum úr eik og frábæru útsýni yfir Höfuðborgina, mjög stórar svalir. VERÐ 23,9 millj. Upplýsingar gefur: Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi: 822-7300 Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali RÍKISSKATTSTJÓRI hefur far- ið mikinn undanfarið vegna svokallaðra skúffufyrirtækja í eigu Íslendinga sem skráð eru í skattap- aradísum hinna ýmsu smáríkja. Miðvikudag- inn 16. ágúst er um- fjöllun um þessi skúffufyrirtæki í Fréttablaðinu þar sem ríkisskattstjóri lýsir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að koma á löggjöf til að sporna við því að aðilar geti komið sér undan skattgreiðslum með þessu fyrirkomulagi. Þá er vitnað í annan starfsmann embættisins sem gaf dæmi um með hvaða hætti þessir aðilar framkvæmdu hina meintu skattasniðgöngu. Þessi starfsmaður tók dæmi um Jón (heimska) sem stofnaði skúffufyr- irtæki utan Íslands og léti allan virðisauka verða eftir þar þó virðisaukinn yrði í raun til hjá hinu íslenska fyrirtæki Jóns (heimska). Jón snjalli færi hins vegar öðru- vísi að en væntanlega eru starfsmenn rík- isskattstjóra ekki bún- ir að átta sig á þeirri aðferð enn enda eru þeir talsvert aftarlega á merinni hvað þessa hluti varðar og bréfrit- ara er til efs að nokkur vilji sé til þess í raun hjá yfirvöldum að upp- ræta umrædda skattasniðgöngu nema þá hjá þeim aðilum sem ekki eru þóknanlegir stjórnvöldum. Jón snjalli myndi kaupa sér nýtt skúffufyrirtæki sem aldrei hefur verið notað. Stofnendur eru rík- isborgarar þess smáríkis sem fyr- irtækið er skráð í og eru ekki tengdir Jóni snjalla á nokkurn hátt. Til þess að koma í veg fyrir að Jón snjalli verði nokkurn tímann bendl- aður við umrætt skúffufyrirtæki leigir hann sér þarlenda aðila fyrir smáaura til að vera nýir eigendur og stjórnarmenn að skúffufyrirtæk- inu, svokallaðir „nominees“. Þessir aðilar gefa síðan Jóni snjalla óaft- urkallanlegt umboð (POA) til þess að stofna bankareikninga og fara með fjármál skúffufyrirtækisins. Með skráningarskjöl skúffufyr- irtækisins og umrætt umboð getur Jón snjalli nú opnað bankareikn- inga sem hann gerir utan Íslands og einnig utan skráningarlands skúffufyrirtækisins. Ef svo ólíklega vill til að fyrirtækjaskrá þar sem skúffufyrirtækið er skráð veiti upp- lýsingar um hluthafa og stjórn- armenn þá er engin leið að bendla Jón snjalla við umrætt skúffufyr- irtæki. Og umboðið sem Jóni snjalla var „veitt“ til fjárhagslegs reksturs liggur hvergi frammi til upplýsinga þar sem það er per- sónulega milli hans og „nominee“ stjórnarmanna. Jón snjalli getur nú látið íslenska fyrirtækið sitt borga sér vinnukonulaun til að nýta per- sónuafsláttinn sinn á Íslandi en hina raunverulegu framfærslu hef- ur hann hins vegar í gegn um skúffufyrirtækið án þess að greiða krónu í skatt af því. Einhver nísk- umilljónerinn hér afsakaði lágar skattgreiðslur hér með því að hann ætti lögheimili á Kýpur og væri skattskyldur þar. Honum láðist hins vegar að segja frá því að hann greiðir skatta þar í hlutfalli við dvöl sína þar og hann gætir þess vandlega að koma aldrei inn fyrir landamærin þar til að þurfa ekki að greiða krónu í skatt þar heldur. RSK í skúffu Örn Gunnlaugsson skrifar um skattamál ’… hin meinta skatta-sniðganga með þessum hætti hefur verið stunduð hér á landi í a.m.k. tvo áratugi. ‘ Örn Gunnlaugsson Í MORGUNÞÆTTI Rík- isútvarpsins 25. ágúst 2006 fjallaði Þorkell Helgason orku- málastjóri um skýrslu þá sem Grímur Björnsson jarðeðlisfræð- ingur sendi honum árið 2002 og mjög hefur verið til umræðu í fjöl- miðlum nú síðsumars. Þorkell upplýsir að hann hafi vísað málinu til væntanlegs rekstraraðila virkj- unarinnar, Landsvirkjunar, enda hafi flestar athugasemdirnar lotið að rekstrarhagkvæmni virkjunar- innar. Rétt er að hafa í huga að margir hafa efast um að upphaf- legar rekstraráætlanir hafi verið nægjanlega traustar. Nú spyr ég í ljósi þessara nýju upplýsinga, og tel að almenningur jafnt sem þingmenn í þessu landi eigi rétt á að forstjóri Landsvirkjunar svari: Var rekstrarhagkvæmni virkj- unarinnar endurmetin í ljósi at- hugasemda Gríms og í ljósi þeirra aðgerða sem þær athugasemdir kölluðu á skv. upplýsingum orku- málastjóra? Þórólfur Matthíasson Endurreiknuð rekstr- arhagkvæmni Kárahnjúkavirkjunar? Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (VHHÍ).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.