Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 www.thingholt . is SUMARBÚSTAÐIR ÞINGHOLT KYNNIR: Sumarhús í Hallkelshólum Grímsnesi. Mjög gott nýtt sumarhús til sölu, rúmgott og mjög skemmtilega skipulagt. 3 stór svefnh. og er eitt þeirra stærra með sjónvarpsaðst. Heildarst. er um 69 fm. Útigeymsla er áföst við bústaðinn. Rafmagnshiti, gasv.hitari, gashelluborð. Halogen í stofu. Góður pallur er við húsið. Landið er um 1 ha. með mjög hagstæðum langtímaleigusamningi. Staðst. innst í botnlanga svo umferð er nær engin um svæðið. Góð kaup, verð aðeins 13,9 millj. Bókaðu skoðun í dag í símum: 590 9500 og 820 9505. Frístundahús og eignarland í Vallarholti nr. 3 í landi Reykjavalla, Bláskógabyggð. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is í sex íbúða fjölbýlishúsi. Þrjú stór svefnherbergi, vandað eldhús og stór stofa. Suðvestursvalir og mikið útsýni yfir borgina og víðar. Stutt í verslun, skóla og sundlaug. Magnús og Linda taka á móti gestum í dag milli kl. 13:00 og 15:00. Verið velkomin! Straumasalir 7 - 201 Kóp. Ný, fullbúin 150 fm endaíbúð á efstu hæð Einbýlishús á sunnanverðu Seltjarnanesi Sjávarlóð - Frábært útsýni Einstaklega vel staðsett 407 fm einlyft einbýlishús á um 1.400 fm sjávarlóð sem nær niður að flæðarmáli. Húsið stendur á frábærum útsýnisstað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Tvöfaldur bíl- skúr fylgir húsinu. Lóðin er að mestu grasflöt með stórri verönd, heitum potti o.fl., hönnuð af Stanislas Bohic. Að norðanverðu er lóðin hellulögð og með góðum bílastæðum. Húsið skiptist m.a. í forstofu, hol, þvottah., snyrtingu, stofu með arni, borðstofu, sjónvarpsstofu, stórt eldús, baðherbergi, fimm til sex barnaherbergi og hjónaherbergi. Í kjallara er um 60 fm rými sem skiptist í hobbýherbergi/svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson löggitur fasteignasali. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 LAUS VIÐ KAUPSAMNING! SÍÐASTA ÍBÚÐIN! SÓLEYJARIMI - 112 RVK SÍÐASTA 3ja! 50 ÁRA OG ELDRI! GLÆSILEGT ÚTSÝNI YFIR BORGINA: LAUS VIÐ KAUPSAMNING! 3ja herb. á 3.hæð með frábærum suðursvölum. Fullbúin án gólfefna í góðu lyftuhúsi, sérstæði í bílageymslu. Sjónvarpsdyrasími, þvottahús í íbúð. Mjög falleg íbúð með vönduðum innréttingum úr eik og frábæru útsýni yfir Höfuðborgina, mjög stórar svalir. VERÐ 23,9 millj. Upplýsingar gefur: Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi: 822-7300 Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali RÍKISSKATTSTJÓRI hefur far- ið mikinn undanfarið vegna svokallaðra skúffufyrirtækja í eigu Íslendinga sem skráð eru í skattap- aradísum hinna ýmsu smáríkja. Miðvikudag- inn 16. ágúst er um- fjöllun um þessi skúffufyrirtæki í Fréttablaðinu þar sem ríkisskattstjóri lýsir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að koma á löggjöf til að sporna við því að aðilar geti komið sér undan skattgreiðslum með þessu fyrirkomulagi. Þá er vitnað í annan starfsmann embættisins sem gaf dæmi um með hvaða hætti þessir aðilar framkvæmdu hina meintu skattasniðgöngu. Þessi starfsmaður tók dæmi um Jón (heimska) sem stofnaði skúffufyr- irtæki utan Íslands og léti allan virðisauka verða eftir þar þó virðisaukinn yrði í raun til hjá hinu íslenska fyrirtæki Jóns (heimska). Jón snjalli færi hins vegar öðru- vísi að en væntanlega eru starfsmenn rík- isskattstjóra ekki bún- ir að átta sig á þeirri aðferð enn enda eru þeir talsvert aftarlega á merinni hvað þessa hluti varðar og bréfrit- ara er til efs að nokkur vilji sé til þess í raun hjá yfirvöldum að upp- ræta umrædda skattasniðgöngu nema þá hjá þeim aðilum sem ekki eru þóknanlegir stjórnvöldum. Jón snjalli myndi kaupa sér nýtt skúffufyrirtæki sem aldrei hefur verið notað. Stofnendur eru rík- isborgarar þess smáríkis sem fyr- irtækið er skráð í og eru ekki tengdir Jóni snjalla á nokkurn hátt. Til þess að koma í veg fyrir að Jón snjalli verði nokkurn tímann bendl- aður við umrætt skúffufyrirtæki leigir hann sér þarlenda aðila fyrir smáaura til að vera nýir eigendur og stjórnarmenn að skúffufyrirtæk- inu, svokallaðir „nominees“. Þessir aðilar gefa síðan Jóni snjalla óaft- urkallanlegt umboð (POA) til þess að stofna bankareikninga og fara með fjármál skúffufyrirtækisins. Með skráningarskjöl skúffufyr- irtækisins og umrætt umboð getur Jón snjalli nú opnað bankareikn- inga sem hann gerir utan Íslands og einnig utan skráningarlands skúffufyrirtækisins. Ef svo ólíklega vill til að fyrirtækjaskrá þar sem skúffufyrirtækið er skráð veiti upp- lýsingar um hluthafa og stjórn- armenn þá er engin leið að bendla Jón snjalla við umrætt skúffufyr- irtæki. Og umboðið sem Jóni snjalla var „veitt“ til fjárhagslegs reksturs liggur hvergi frammi til upplýsinga þar sem það er per- sónulega milli hans og „nominee“ stjórnarmanna. Jón snjalli getur nú látið íslenska fyrirtækið sitt borga sér vinnukonulaun til að nýta per- sónuafsláttinn sinn á Íslandi en hina raunverulegu framfærslu hef- ur hann hins vegar í gegn um skúffufyrirtækið án þess að greiða krónu í skatt af því. Einhver nísk- umilljónerinn hér afsakaði lágar skattgreiðslur hér með því að hann ætti lögheimili á Kýpur og væri skattskyldur þar. Honum láðist hins vegar að segja frá því að hann greiðir skatta þar í hlutfalli við dvöl sína þar og hann gætir þess vandlega að koma aldrei inn fyrir landamærin þar til að þurfa ekki að greiða krónu í skatt þar heldur. RSK í skúffu Örn Gunnlaugsson skrifar um skattamál ’… hin meinta skatta-sniðganga með þessum hætti hefur verið stunduð hér á landi í a.m.k. tvo áratugi. ‘ Örn Gunnlaugsson Í MORGUNÞÆTTI Rík- isútvarpsins 25. ágúst 2006 fjallaði Þorkell Helgason orku- málastjóri um skýrslu þá sem Grímur Björnsson jarðeðlisfræð- ingur sendi honum árið 2002 og mjög hefur verið til umræðu í fjöl- miðlum nú síðsumars. Þorkell upplýsir að hann hafi vísað málinu til væntanlegs rekstraraðila virkj- unarinnar, Landsvirkjunar, enda hafi flestar athugasemdirnar lotið að rekstrarhagkvæmni virkjunar- innar. Rétt er að hafa í huga að margir hafa efast um að upphaf- legar rekstraráætlanir hafi verið nægjanlega traustar. Nú spyr ég í ljósi þessara nýju upplýsinga, og tel að almenningur jafnt sem þingmenn í þessu landi eigi rétt á að forstjóri Landsvirkjunar svari: Var rekstrarhagkvæmni virkj- unarinnar endurmetin í ljósi at- hugasemda Gríms og í ljósi þeirra aðgerða sem þær athugasemdir kölluðu á skv. upplýsingum orku- málastjóra? Þórólfur Matthíasson Endurreiknuð rekstr- arhagkvæmni Kárahnjúkavirkjunar? Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (VHHÍ).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.