Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 31 Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfossi, s. 480 2900 - log.is Rekstur Snyrtistofu Löllu, sem staðsett er á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, er til sölu. Nánari upplýsingar veitir Steindór s. 480 2900 og einnig á www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. og Sigurður Sigurjónsson hrl. Snyrtistofa til sölu Eignarréttur í sjávarútvEgi: næstu skrEf  Dagskrá MáLfunDar 15:30 – 16:15 Yfirlit: Notkun eignarréttar í fiskveiðum í heiminum. Ross Shotton, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna. Reynsla Nýsjálendinga, þróun og horfur. Tom McClurg, framkvæmdastjóri Aotearoa ltd., Nýja Sjálandi. Íslenska kvótakerfið: Næstu skref. Ragnar Árnason prófessor, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. 16:15 – 17:00 Pallborðsumræður Gordon Munro prófessor, Háskólanum í bresku Kólumbíu (Vancouver). Ross Shotton, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna Tom McClurg, framkvæmdastjóri Aotearoa ltd., Nýja Sjálandi. Ragnar Árnason prófessor, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gary Libecap prófessor, Háskólanum í Kaliforníu (Santa Barbara) James Wilen prófessor, Háskólanum í Kaliforníu (Davis) Fundarstjóri: Birgir Þór Runólfsson dósent, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Málfundur RSE í Ársal, Hótel Sögu. Þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15:30           Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.rse.is. Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál INGIBJÖRG ,,Felix hefur alla tíð verið glaðvær og óskaplega þægileg- ur í uppeldi. Hann stríddi reyndar yngri bróður sínum á tímabili og það þurfti svolítið að taka á því. Ég vil ekki meina að hann hafi verði prakk- ari, í stað þess var hann alltaf fullur af alls kyns hugmyndum. Hann hef- ur alltaf haft gaman af því að syngja og þegar hann var átta ára, nýbyrj- aður í Melaskóla, sagði hann mér að sig langaði að syngja með skóla- kórnum. Ég sagði honum að fara til Magnúsar Péturssonar, stjórnanda kórsins, og bera málið undir hann. Hann gerði það en kom heim með það svar að skólakórinn væri stúlknakór. En Felix gaf sig ekki. Hann fór aftur á fund Magnúsar og í þetta sinn kom hann heim með það svar að hann gæti fengið inngöngu í kórinn ef hann fengi tvo til þrjá aðra stráka í lið með sér. Felix var ekki lengi að pína bróður sinn og tvo til viðbótar til þess að ganga í kórinn. Þeir voru í kórnum alla tíð og Felix varð fljótlega einsöngvari. Þessi saga er dæmigerð fyrir Felix. Hann var ekki frakkur strákur og ég er stolt af því að hvetja hann til þess að fara og athuga málið. Felix byrjaði að leika á sviði í Melaskóla og ellefu ára gamall lék hann í Krukkuborg, leikriti sem sýnt var á fjölum Þjóðleikhússins. Síðan hefur lífið snúist um leiklist. Á þessum árum reyndi stundum á mömmuna. Það var mikið um hlaup um allt húsið til þess að finna til leik- tjöld, leikmuni, hárkollur og alls kyns fatnað. Mamma þurfti svo sannarlega að vera ,,stand by“. Börnunum mínum lá mikið á að koma í verk öllu því sem þau höfðu áhuga á burtséð frá önnum okkar foreldranna. Fljótlega eftir að Felix lauk stúdentsprófi stofnaði hann, ásamt Þóri bróður sínum og fé- lögum þeirra, leikfélag sem þeir kölluðu Veit mamma hvað hún vill og færðu upp tvö leikverk. Þá voru þeir sextán og sautján ára gamlir pjakkar. Það var því heljarinnar leiklist- arútgerð á heimilinu og stundum átti maður fullt í fangi með að fylgj- ast með þessu öllu saman. Leiklistin er Felix svo sannarlega í blóð borin. Það kom því mjög á óvart þegar hann og félagar hans unnu Músíktil- raunir og Felix fór að syngja með Greifunum. Þetta var eiginlega ein- hvers konar hliðarstökk. Hann var í fjórða bekk í Versló þegar þeir unnu keppnina og þegar hann var í fimmta og sjötta bekk spiluðu þeir á böllum á sumrin. Eftir að Felix lauk náminu í Ed- inborg starfaði hann fyrst á Ak- ureyri og síðan í Reykjavík. Mér fannst spennandi að fara á frumsýn- ingar og beið spennt eftir gagnrýni. Nú upp á seinni tímann, þegar hann hefur tekið starfsframann alfarið í eigin hendur og stjórnar lífi sínu sjálfur, er hann svo kraftmikill og sí- fellt með eitthvað á döfinni og ég er hætt að fylgjast eins náið með því sem hann er að gera. Þetta er hans líf, auðvitað kíki ég á hann á skján- um eins og hvert annað sjónvarps- efni en ég er ekki mikið að velta þessu öllu fyrir mér. Ég er sátt við það sem er Felix er að gera. Þegar Felix sagði okkur Bergi að hann væri samkynhneigður kom það okkur gjörsamlega í opna skjöldu. Okkur hafði aldrei grunað það. Við vorum auðvitað fákunnandi um þessi málefni og ég vona að í dag eigi foreldrar auðveldara með að gera ráð fyrir því að börnin þeirra geti hugsanlega verið samkyn- hneigð. Á þessum tíma var samkyn- hneigt fólk upptekið af því að afneita kynhneigð sinni, einfaldlega vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Það vissi að þjóðfélagið leit á samkynhneigð sem afbrigðilega og átti engar raunverulegar fyr- irmyndir hvað það varðaði. Nú tek ég mikinn þátt í starfi samkynhneigðra eins og ég tók áður mikinn þátt í foreldrafélögum skól- anna. Við hjónin störfuðum í for- eldrastarfi, bæði í Melaskóla og Hagaskóla. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að foreldrar séu nálægt börnunum sínum og fylgjast með því sem þau eru að fást við. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa getað leyft börnunum mínum að springa út og blómstra án þess að hafa gengið í gegnum það að þurfa að stunda vinnu með námi. Börn eiga að læra og leika sér. Mikilvægast er að kenna börnum hvernig þau eiga að umgangast annað fólk og taka tillit til annarra. Ég lagði mikla áherslu á það við öll börnin mín og það hefur komið þeim vel í samskiptum þeirra við aðra. Í framtíðinni verður ef til vill minni þörf fyrir foreldrafélög í skólunum því nú eru upplýsingar fyrir foreldra aðgengilegar í gegn- um tölvur og netið. Skólarnir verða að gæta þess að nota þá miðla til þess að sinna upplýsingahlutverki sínu. Ég gekk strax í Samtökin ’78 þeg- ar Felix kom út úr skápnum og tíu árum seinna, árið 2000, hugsaði ég með mér að það myndi vera áhuga- vert að taka þátt í foreldrastarfi á þessum vettvangi ef það væri fyrir hendi. Um haustið það sama ár fór ég að starfa með foreldrafélagi sem hafði verið stofnað stuttu áður. Árið 2003 stofnuðum við svo félagið FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og þar er unnið gefandi og skemmtilegt starf. Mað- ur þarf virkilega að helga sig þessu starfi því það er mikilvægt að fólk geti gengið að alls kyns upplýs- ingum vísum og öllu því fjölmarga sem er að gerast í málefnum sam- kynhneigðra. Félagsmenn hafa lagt mikla vinnu í að kalla til og styðja við bakið á öðrum foreldrum. Við höfum eflt fræðslu um kynhneigð og verið í samstarfi við kirkjuna. Við áttum til dæmis þátt í því að halda þrjú málþing með kirkjunni um mál- efni og hjónaband samkynhneigðra. Það er mikilvægt að geta lagt lóð á vogarskálarnar með því að vera sýnilegur sem foreldri. Við Felix erum mjög samrýnd og það sama má segja um Felix og pabba hans. Mér þykir vænt um að þeir Baldur skyldu hafa keypt gamla húsið okkar. Baldur er frá- bær og þeir eru hamingjusamir með börnunum sínum, þeim Guðmundi og Álfrúnu Perlu. Ég er svo sannarlega sátt við son minn og ég vil sérstaklega taka það fram hvað ég er stolt af því hvað hann hefur verið ófeiminn við að tala um samkynhneigð sína og persónu- legan rétt sinn á því að fá að vera sá sem hann er og njóta lífsins með eig- inmanni sínum. Ég er bæði þakklát og stolt yfir því hvað þeir hafa lagt mikið af mörkum í þágu þessa mál- efnis.“ Ærslafullur og hugmyndaríkur Þegar Felix sagði okkur Bergi að hann væri sam- kynhneigður kom það okk- ur gjörsamlega í opna skjöldu. Okkur hafði aldrei grunað það. Eftir Þórunni Stefánsdóttur Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.