Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 25
búningum og synda síðan yfir ána. Veiðimenn voru ekki mjög ánægðir með þetta athæfi og mæltust til þess að konurnar hyrfu á braut, en þær svöruðu fyrir sig fullum rómi, sögðust ekki sjá neitt skilti sem bannaði þeim að svamla um veiði- staðinn. Niðurlag sögunnar var það að teljarinn í laxastiganum sýndi að lax ruddist upp stigann eftir að konurnar lögðust til sunds; hafa ef- laust haldið að selir væru komnir í hylinn. Þar voru sannkölluð tröll Guðbrandur segist hafa verið haldinn veiðibakteríunni frá barns- aldri. Tveir gulir veiðihundar aftur í bíl hans bera vitni um ástríðu fyr- ir gæsaveiðum og laxinn hefur löngum heillað. Karlarnir sem veiddu við Selfoss sögðu honum til og hvernig ætti að bera sig að við veiðarnar. „Þar var oft rosaleg veiði; stund- um voru þrír menn hlið við hlið með laxa á samtímis,“ segir Guð- brandur. Hann veiddi árum saman á Langholtssvæðinu í Hvítá og lærði mjög vel á það. Þar veiddi hann sinn stærsta lax, 10,9 kíló. Og eitt sumarið tók hann þar tvo 10,5 kílóa fiska með átta daga millibili. „Það voru sannkölluð tröll í Lang- holtinu. Eitthvað hefur komið fyrir þann stofn. Laxinn hrygndi við Langholt. Þegar maður var að vaða við Arn- arhólma steig maður niður í hol- urnar sem hann hafði verið að út- búa. Þá drap maður hróðugur 14 punda hrygnur þar niður af og hugsaði ekkert út í að þær áttu einhverjar af þessum holum. Nú hef ég ekki veitt þarna í ein sex, sjö ár en það var gaman með- an á þessu stóð.“ Hann fór nokkur haust í Hofsá og Grímsá. „Það var á þeim árum þegar maður kunni ekki að sleppa laxi og fyllti kistuna af legnum fiski – og var í standandi vandræð- um á vorin.“ En nú er Guðbrandur í fiski allt sumarið í Ytri-Rangá, hjálpar fólki við að veiða, og hann og blaðamað- ur kasta í kvöldinu á Klöppina og Neðra horn, en þótt laxinn sýni sig tekur hann ekki. „Það er alltaf fjör þegar allir eru í fiski í ánni – þótt maður geti ekki gert neitt við því ef svæðin eru fisk- laus. Það er mjög mikilvægt að fiskur sýni sig; þótt hann taki ekki vita menn að hann er þarna. Einu sinni var ég með erlendri konu við Árbæjarfoss, þar var mik- ið af fiski en hann stökk ekkert. „Af hverju er verið að refsa mér?“ spurði konan og taldi víst að hún hefði verið sett á fisklaust svæði.“ 57 laxar upp stigann á 4 tímum Við ljúkum vaktinni aftur uppi á Horninu. Í tíu mínútur dansa ólíkar flugur um hylinn, laxar stökkva og loks tekur einn í langa Collie dog. Hann tollir samt ekki á. Þegar við lítum á teljarann í bakaleiðinni sjáum við að 57 laxar hafa farið upp stigann á þessum fjórum tímum. Við veiðihúsið er Jóhannes Hin- riksson veiðivörður önnum kafinn við að skrá afla veiðimanna sem streyma að, glaðhlakkalegir með laxa í pokum. Þrátt fyrir að mörgum löxum sé stungið í frysti hafa fleiri veiðimenn en við fengið viðkvæmnislegar tök- ur þennan dag og átt erfitt með að festa í fiski. Um 20 komu á land, á meðan aðrir dagar vikunnar gáfu um eða yfir 50. Í kvöldkyrrðinni heyrast dynkir neðan frá ánni. Laxinn heldur áfram að stökkva. Það er eins og hann sé enn kátari nú þegar allir veiðimenn eru komnir í hús. En eins og Guðbrandur segir er alltaf betra að vita að maður sé að kasta á lax – og þessa dagana er svo sannarlega mikið af honum í Ytri- Rangá. sælgæti Morgunblaðið/Einar Falur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 25 NLPNámskeið Neuro - Lingustic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu sem að þú vilt vinna bug á?          - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á?          Með NLP          og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð      NLPNámskeið verður haldið 15.-17. og 22.-24.september. Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma: 894-2992 Netfang: kari@ckari.com           www.ckari.com Í DAG er veitt með Guðbrandi Ein- arssyni, yfirleiðsögumanni í Ytri- Rangá. Hann var mættur að ánni 20. júní og fylgist með þar til veiði lýkur 20. september. Guðbrandur er raf- virkjameistari, búsettur í Þorlákshöfn en starfar á Selfossi. Hann veiðir mik- ið; lax á sumrin og gæs á haustin. Guðbrandur bjó fyrstu ár ævinnar í Njarðvík og sótti þá í að veiða á bryggjunni. Sjö ára gamall fluttist fjölskyldan að Laugadælum við Sel- foss og þar kom hann að vitjun laxa- neta; metveiðin þar var um 2.000 lax- ar eitt sumarið. Eitt sumarið komu tveir 28 punda laxar þar í net. „Við krakkarnir veiddum silung og sjóbirting í Laugardælavatni og í Ölfusi. Fyrsta laxinn setti ég í við Laugarbakka, hann sleit girnið á steini, en fyrsta laxinn sem ég landaði fékk ég á miðsvæðinu við Selfoss. Hann var 18 pund.“ Fyrsti laxinn var 18 pund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.