Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 0 5 0 Halla Tómasdóttir Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands stýrir fundinum. LEIÐIN AÐ JAFNVÆGI Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um helstu efnahagsstærðir, s.s. vexti, verðbólgu og laun, í umhverfi íslenskra heimila og fyrirtækja 2006–2010. HVERT STEFNIR KRÓNAN? Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun gengis krónunnar á næstu misserum. HVERT STEFNIR ÍBÚÐAVERÐ? Ingvar Arnarson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs á næstu misserum. FRAMÞRÓUN Á INNLENDUM FJÁRMÁLAMARKAÐI Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fjallar um framþróun á innlendum fjármálamarkaði og þróun íslenska bankakerfisins. Skráning fer fram á www.glitnir.is og í þjónustuveri bank í síma 440 4000. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI Morgunverðarfundur Glitnis þriðjudaginn 29. ágúst kl. 8.15–10.00. HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM Glitnir efnir til opins kynningarfundar um horfur í efnahagsmálum og hvernig þær snerta fyrirtæki og heimili. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica í sal A/B. Hjónin Andri Teitsson og Auður HörnFreysdóttir hafa keypt Grímstungu í Vatnsdal, sem er þá sjöunda jörðin í þeirra eigu. Þau horfa einkum til sauðfjárræktar, en einnig veiðimöguleika og eina jörð hafa þau keypt vegna rjúpnaveiði.Fyrirætlanir þeirra hjóna í Húnaþingi vestra ganga út á sauð- fjárbúskap með 1600 ærgildi að Fremri Fitj- um í samstarfi við fyrri eigendur þar, sem bjuggu með 600 fjár. Nú hafa 200 bætzt við í nafni þeirra hjóna og síðan er meiningin að bæta öðrum 200 við í haust og fara svo smátt og smátt upp í 1600 fjár. Til þess er ætlunin að byggja annað 800 kinda hús á Fremri Fitj- um. Þau Auður og Andri hafa kynnt sveit- arstjórninni þessar hugmyndir sínar, sem fela í sér kaup á þremur heiðarjörðum, sem eru í eyði og þau vilja nýta sem beitiland fyrir fjárbúið á Fremri Fitjum. Andri segir þau ekki hafa fengið skýr svör, en þessar hug- myndir hafi fengið góðar undirtektir og þau bíði niðurstöðunnar þolinmóð. Á Grímstungu er nú hlé á sauðfjárbúskap vegna riðu, en Andri segir ætlunina að byggja þá jörð upp aftur, þegar það má. Aðrar jarðir í eigu þeirra hjóna eru Galtanes og Auð- unarstaðir í Víðidal, þar sem hrossabúskapur er stundaður og skógrækt fyrirhuguð, Húkur í Vesturárdal í Miðfirði að hluta og Fjall í Skagafirði, þar sem hugmyndir ganga ekki út á búskap heldur veiði og svo Hallsstaðir í Dölum, sem eru í útleigu, en þar segir Andri þau meðal annars vera að fjárfesta í afburða góðu rjúpnaveiðilandi. Þegar Andri er spurður um verðmæti þess- ara fjárfestinga með vísan til sögusagna um, að þau hafi gefið á annað hundrað milljónir fyrir Grímstungu segir hann. „Ég vil ekki gefa upp nákvæmar tölur um þetta, en get þó sagt, að við höfum verið óhrædd við að bjóða hátt verð fyrir góðar jarðir. Heildarfjárfesting okkar í jörðum og framleiðslurétti nemur hundruðum milljónum króna.“ „Fyrir hvaða landbúnað?“ spyr Andri snöggt, þegar undir hann eru bornar raddir, sem segja samþjöppun á eignarhaldi bújarða með tilheyrandi hækkun jarðaverðs óheppi- legar fyrir þróun landbúnaðarins. „Það er at- hyglisvert að sjá hverjir telja sig hagsmuna- handhafana í landbúnaðinum, þegar þessi mál ber á góma. Ég er í landbúnaði og þar sem ég hef komið nálægt, hefur landbúnaður frekar eflzt heldur en hitt. Það er jákvætt fyrir þá sem vilja selja jarð- ir sínar að þeir geta nú fengið gott verð fyrir þær. Má vera að einhverjir séu skúffaðir yfir því að geta ekki bætt nágrannajörðinni við sig fyrir spottprís, en á því eiga þeir auðvitað engan rétt. Það er einfaldlega þannig, að heildar- mynstrið í íslenzkum landbúnaði er að breyt- ast; mönnum fækkar í hefðbundnum búgrein- um og búin stækka. Þetta hefur gerzt mjög hratt í mjólkinni, en sauðfjárbúskapurinn hef- ur setið eftir, mest fyrir það, að hann er frek- ar lífsstíll heldur en lífsviðurværi, þar sem um 80% þeirra sem sauðfjárbúskap stunda hafa umtalsverðan hluta tekna sinna af vinnu utan búsins. Þetta er að breytast og lagast og ég held að nú sé komið að sams konar kafla- skilum í suðfjárbúskapnum og mjólk- urbúskapurinn gekk í gegn um. Og þrátt fyrir allar þessar hækkanir á jarðaverði má enn víða um land kaupa jörð fyrir það verð sem fengist fyrir íbúðarhúsið á henni, ef það stæði í Reykjavík. Það má þá al- veg eins segja, að menn fái landið og annað í kaupbæti. Og ef ungt fólk ræður ekki við að kaupa jörð á 30 milljónir með heimili inniföldu í verðinu, þá er eitthvað mikið að í sauð- fjárbúskapnum.“ – Hvernig hafa bændur tekið ykkur hjón- um? „Mjög vel. Við finnum fyrir því að menn fagna því sem við erum að reyna að gera til þess að efla landbúnaðinn.“ Og Andri segir þau hjónin ekki hafa slegið botninn í jarðakaup sín og vill ekkert útiloka að mjólkurbúskapur verði ofan á, „ef gott tækifæri gefst“. Þau Andri og Auður eru bæði fædd og upp- alin á Akureyri og Andri var aldrei í sveit sem krakki. Hann fékk ungur áhuga á stang- veiði og það var hún sem leiddi hann til fund- ar við landið með þeim eftirköstum sem að framan greinir. Með sjö jarðir undir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stórhuga jarðakaupendur Andri Teitsson og Auður Hörn Freysdóttir ásamt börnum sínum; tvennum tvíburum og tveimur einburum: fremstur er Óðinn, þá tvíburarnir Iðunn (í rauðri peysu) og Urður (í blárri), Eir og Andri og Auður Hörn með tvíburana Ás Teit og Ask Frey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.