Morgunblaðið - 27.08.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 27.08.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 57 Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um styrk. Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í janúar 2007 og verður að upphæð kr. 500.000. Umsóknarfrestur er til 29. september næstkomandi Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Netfang: rotary@simnet.is. SKRÁNING Á NÝJA TÓNVINNSLU- NÁMSKEIÐIÐ ER HAFIN Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu. Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni. Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta hljóðveri landsins; Sýrlandi. Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af fremstu hljóðversmönnum landsins. FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ TÓNVINNSLUNÁM Skráningarsími: 534 9090 DAGSKRÁ Jazzhátíðar Reykjavík- ur, sem hefst 27. september og stendur til 1. október, hefur smám saman fengið á sig lokamynd. Eins og á undanförnum hátíðum verður í ár boðið upp á það helsta sem er að gerast í innlendri jazztónlist og auk þess munu ýmsir þekktir erlendir jazztónlistarmenn prýða hátíðina. Stórtónleikar í Háskólabíói Stærsta erlenda nafnið að þessu sinni er vafalaust bandaríski jazz- söngvarinn Kurt Elling sem af mörgum er talinn sá færasti á sínu sviði en hann hefur verið útnefndur besti karljazzsöngvari ársins, þrjú ár í röð, af jazztímaritunum Down Beat og Jazz Times. Hann mun syngja á stórtónleikum í Há- skólabíói ásamt tríóinu Laurence Hobgood á fjórða kvöldi hátíð- arinnar en á undan þeim leikur kvartett hljómsveitarstjóranna Eyj- ólfs Þorsteinssonar og Andrésar Þórs. Einn virtasti hljómsveitarstjóri heims, Bill Holman, kemur fram á Nasa ásamt Stórsveit Reykjavíkur á opnunarkvöldi hátíðarinnar og verða þar leikin lög og útsetningar eftir hljómsveitarstjórann. Holman er lifandi goðsögn á meðal jazzunn- enda en hann kom þar fyrst á sjón- arsviðið í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Ungur að aldri fór hann að semja og útsetja tónlist fyrir stór- sveitir og hefur hann samið meðal annars fyrir þekkta tónlistarmenn eins og Natalie Cole og Tony Benn- ett. Holman hlaut Grammy verðlaun árið 1987 fyrir útsetningu sína á lag- inu „Take the ’A’ Train“. Fjölbreyttur hópur Innlendi flytjendahópurinn verð- ur skemmtilega fjölbreyttur í ár. Bassaleikarinn Valdi Kolli, sem spilar meðal annars með tríóinu Flís, fær til liðs við sig þau Tobias Delius og Han Bennink en þau munu flytja bræðing á jaðarkant- inum á Nasa á fimmtudeginum, öðru kvöldi hátíðarinnar. Eftir þeim stíg- ur á svið hin Rafmagnaða „fusion“ hljómsveit Gammar en hún kemur sérstaklega saman til að spila á há- tíðinni. Kvintett Ásgeirs Ásgeirssonar leikur nýja tónlist á Nasa á föstu- deginum en lögin sem þar verða spiluð voru tekin upp í New York í maí síðastliðnum og stendur til að plata með þeim komi út á þessu ári. Lokakvöld og uppskeruhátíð verður svo á sunnudeginum 1. októ- ber. Þá verða haldnir tíu ára sam- starfstónleikar Kristjönu Stef- ánsdóttur söngkonu og Agnars Más píanóleikara. Kvartettinn Oriental Express mun auk þess flytja verk eftir Jóel Pálsson og Sigurð Flosa- son. Hæfileikaríkur Kurt Elling er af mörgum talinn einn af fremstu karldjasssöngvurum í heimi. Kurt Elling á Jazzhátíð Reykjavíkur Nánari upplýsningar um hátíðina má nálgast á www.jazz.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.