Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 57 Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um styrk. Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í janúar 2007 og verður að upphæð kr. 500.000. Umsóknarfrestur er til 29. september næstkomandi Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Netfang: rotary@simnet.is. SKRÁNING Á NÝJA TÓNVINNSLU- NÁMSKEIÐIÐ ER HAFIN Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu. Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni. Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta hljóðveri landsins; Sýrlandi. Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af fremstu hljóðversmönnum landsins. FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ TÓNVINNSLUNÁM Skráningarsími: 534 9090 DAGSKRÁ Jazzhátíðar Reykjavík- ur, sem hefst 27. september og stendur til 1. október, hefur smám saman fengið á sig lokamynd. Eins og á undanförnum hátíðum verður í ár boðið upp á það helsta sem er að gerast í innlendri jazztónlist og auk þess munu ýmsir þekktir erlendir jazztónlistarmenn prýða hátíðina. Stórtónleikar í Háskólabíói Stærsta erlenda nafnið að þessu sinni er vafalaust bandaríski jazz- söngvarinn Kurt Elling sem af mörgum er talinn sá færasti á sínu sviði en hann hefur verið útnefndur besti karljazzsöngvari ársins, þrjú ár í röð, af jazztímaritunum Down Beat og Jazz Times. Hann mun syngja á stórtónleikum í Há- skólabíói ásamt tríóinu Laurence Hobgood á fjórða kvöldi hátíð- arinnar en á undan þeim leikur kvartett hljómsveitarstjóranna Eyj- ólfs Þorsteinssonar og Andrésar Þórs. Einn virtasti hljómsveitarstjóri heims, Bill Holman, kemur fram á Nasa ásamt Stórsveit Reykjavíkur á opnunarkvöldi hátíðarinnar og verða þar leikin lög og útsetningar eftir hljómsveitarstjórann. Holman er lifandi goðsögn á meðal jazzunn- enda en hann kom þar fyrst á sjón- arsviðið í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Ungur að aldri fór hann að semja og útsetja tónlist fyrir stór- sveitir og hefur hann samið meðal annars fyrir þekkta tónlistarmenn eins og Natalie Cole og Tony Benn- ett. Holman hlaut Grammy verðlaun árið 1987 fyrir útsetningu sína á lag- inu „Take the ’A’ Train“. Fjölbreyttur hópur Innlendi flytjendahópurinn verð- ur skemmtilega fjölbreyttur í ár. Bassaleikarinn Valdi Kolli, sem spilar meðal annars með tríóinu Flís, fær til liðs við sig þau Tobias Delius og Han Bennink en þau munu flytja bræðing á jaðarkant- inum á Nasa á fimmtudeginum, öðru kvöldi hátíðarinnar. Eftir þeim stíg- ur á svið hin Rafmagnaða „fusion“ hljómsveit Gammar en hún kemur sérstaklega saman til að spila á há- tíðinni. Kvintett Ásgeirs Ásgeirssonar leikur nýja tónlist á Nasa á föstu- deginum en lögin sem þar verða spiluð voru tekin upp í New York í maí síðastliðnum og stendur til að plata með þeim komi út á þessu ári. Lokakvöld og uppskeruhátíð verður svo á sunnudeginum 1. októ- ber. Þá verða haldnir tíu ára sam- starfstónleikar Kristjönu Stef- ánsdóttur söngkonu og Agnars Más píanóleikara. Kvartettinn Oriental Express mun auk þess flytja verk eftir Jóel Pálsson og Sigurð Flosa- son. Hæfileikaríkur Kurt Elling er af mörgum talinn einn af fremstu karldjasssöngvurum í heimi. Kurt Elling á Jazzhátíð Reykjavíkur Nánari upplýsningar um hátíðina má nálgast á www.jazz.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.