Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEDUR                      !  "#   $ %&  ' (                       )'  *  +, -  % . /    * ,   /                         01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '    "                    #" $ )#9:                                        !   "   #   $         % &' )  ## 9 )   %& '  &   $  ( ;1  ;  ;1  ;  ;1  %$' )  *+",  :<9 =         5  1  >   > 7   76  -  "' "&" &  ""   . ,   ( " &  "/  #  0   " .      9  1"2* &  .   ' "  3  1"2"4  "   . , &  2" &  "    . . !              !  . . . . . . . . .! . . . . . 2&34 ?3 ?);4@AB )C-.B;4@AB +4D/C (-B                 E  Það er skemmtileg hugmyndhjá þeim hjónum Sigríði Snæ- björnsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurði Guðmundssyni land- lækni að taka sig upp og fara til Malaví, þar sem þau munu starfa í eitt ár við uppbyggingu á heil- brigðisþjónustu.     En jafnframter hægt að spyrja með rök- um, hvort þetta sé ekki bezta aðferðin fyrir okkur Íslend- inga til að láta gott af okkur leiða fyrir fá- tækt fólk í þriðja heim- inum.     Bæði búa þauyfir yf- irburða þekk- ingu á því verk- efni, sem þau eru að taka að sér í Malaví.     Þetta framtak þeirra hjóna ertil fyrirmyndar.     Það er ljóst að við getum lagtmikið af mörkum til heil- brigðismála í þriðja heiminum. Við getum líka lagt mikið til mála í uppbyggingu skóla í þessum löndum. Við getum hjálpað til við að byggja upp innviði lítilla sam- félaga og grunnþjónustu í þeim.     Í ákvörðun þeirra Sigurðar Guð-mundssonar og Sigríðar Snæ- björnsdóttur felst kannski vísir að nýrri stefnumörkun okkar Ís- lendinga varðandi aðstoð okkar við þriðja heiminum.     Það er ástæða til að óska þeimhjónum til hamingju með þessa ákvörðun. Hún verður öðr- um, sem búa yfir sérþekkingu á þeim sviðum, sem að gagni koma, hvatning til að feta í fótspor þeirra. STAKSTEINAR Sigríður Snæ- björnsdóttir Til fyrirmyndar UMHVERFISSAMTÖKIN Land- vernd efndu á dögunum til fundar þar sem framtíðaráform samtak- anna um Reykjanesskaga voru kynnt. Kom þar fram að þrátt fyrir að um fátt annað sé rætt en orku- vinnslu þegar skagann ber á góma sé svæðið ákjósanlegt til útivistar og ferðaþjónustu. Bergur Sigurðsson, umhverfis- efnafræðingur og framkvæmda- stjóri Landverndar, segir að ferða- mönnum á Reykjanesskaga megi skipta í tvennt. Annars vegar sé um að ræða þjónustusinnaða ferðamenn sem sækja í ákveðna þjónustu. Þar hafa orkufyrirtækin staðið sig vel og nefnir Bergur m.a. Bláa Lónið og áætlanir um auðlindagarðinn Orku- verið jörð, sem mun vera starfrækt hjá Reykjanesvirkjun. „Hin tegund ferðamannanna vill njóta ósnort- innar náttúrunnar og upplifa ró og næði í náttúrunni,“ segir Bergur og ítrekar að taka verði tillit til þeirrar tegundar af ferðaþjónustu. „Við megum svo ekki gleyma öllum Ís- lendingunum sem heimsækja Reykjanesið. Að eiga ósnortin víð- erni eins og Brennisteinsfjöllin í tún- fætinum er óviðjafnanlegt og í raun um að ræða hlunnindi sem fáir borg- arbúar í Evrópu geta státað af,“ seg- ir Bergur. „Við viljum að náttúruvernd, úti- vist, ferðaþjónusta og nýting jarð- varma fá öll sitt pláss á skaganum. Orkufyrirtækin hafa nú þegar fengið mikið svæði á skaganum og sækjast sífellt eftir meira svæði,“ segir Berg- ur. Hann segir að ný tækni og stöð- ugar framfarir á sviði jarðvarma- virkjana geri orkufyrirtækjum kleift að vera með starfsemi sína á minna svæði en nú hefur verið. Ef áætlanir um djúpboranir gangi eftir geti virkni svæðanna 5–10-faldast og segir Bergur það skjóta skökku við ef fleiri virkjanir verði byggðar á svæðinu í stað þess að stuðla að áframhaldandi þróun þeirra virkj- ana sem fyrir eru á svæðinu. Landvernd telur tíma kominn til þess að taka ákvarðanir varðandi framtíð Reykjanesskagans. „Viljum við halda svæðinu að mestu ósnortnu og stuðla að öflugri ferðaþjónustu þar eða viljum við ráðast í virkjana- framkvæmdir af fullum þunga?“ spyr Bergur að lokum. Ljósmynd/Landvernd Útivist á Reykjanesskaga Horft yfir Hvammahraun úr Eldborgarhrauni í Brennisteinsfjöllum Unnið verði í sátt við náttúru Reykjanesskaga Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Sigurður Guðmundsson Í Morgunblaðinu í gær voru tvær villur í umfjöllun um skaflinn í Gunn- laugsskarði í Esjunni. Í fyrsta lagi var sagt að þetta hefði verið síðasti skaflinn í Esjunni en hið rétta er að hann var sá síðasti í suðurhlíðum Esjunnar. Enn er snjór í norð- urhlíðum fjallsins. Í öðru lagi var sagt að í fyrra hefði síðasti skaflinn bráðnað 18. október en rétt dagsetn- ing er 18. ágúst. Sú dagsetning á einnig við um suðurhlíðarnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Skaflinn í Esjunni PÓST- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjar- skiptafyrirtækið Hive hafi brotið gegn lögum um fjarskipti með því að hringja í símanúmer fjögurra einstak- linga, þrátt fyrir að símanúmer þeirra væru merkt þannig í símaskrá að bannað væri að hringja í þau í tengslum við sölu- og markaðsstarfs- semi. Hive kaus að taka tilboði í úthringi- lista sem ekki tók tillit til bannmerk- inga í símaskrá heldur í þjóðskrá, enda reyndist það ódýrara en listar þar sem bannnúmer voru merkt sér- staklega eða tekin út. Í kjölfarið ósk- aði Hive eftir rafrænum aðgangi að símaskrá hjá Já ehf. sem rekur síma- skrá Símans en tilboð Já reyndist hærra en Hive gat sætt sig við. Hive benti á að verð sem Já bauð fyrir gagnagrunn símaskrár í heild sinni hefði verið um 29,5 milljónir. Fast gjald fyrir beintengingu við gagnagrunn með uppflettingu var 775.000 kr. á mánuði og hver uppflett- ing átti að kosta 31 kr. Stofngjald við beintengingu var 300.000 krónur. Í ákvörðun Póst- og fjarskipta- stofnunar er m.a. bent á að upplýs- ingar um bannmerkt númer sé hvort tveggja að finna í prentaðri útgáfu símaskrár og í rafrænni útgáfu henn- ar. Í ákvörðun stofnunarinnar er Hive reyndar ekki nefnt með nafni heldur er nefnt fyrirtækið X. Af samhenginu að ráða er þó augljóst að átt er við það fyrirtæki. Aðspurður hverju nafnleyndin sætti sagði Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, að það væri ekki gert þegar um væri að ræða kvartanir frá ónafngreindum einstaklingum. Meiru skipti að menn drægju lærdóma af ákvörðununum. Hive þarf ekki að greiða sekt vegna brotanna og sagði Hrafnkell að lögin væru heldur ekki refsiglöð. Ávallt hefði verið tekið mið af ákvörðunum stofnunarinnar en ef fyrirtæki létu sér ekki segjast mætti beita dagsekt- um eða jafnvel sviptingum á tíðnisvið- um. Aldrei hefði komið til þess. Hringdu í bann- merkt númer ÍSLENDING- AR urðu að bíta í það súra epli, að enda í sjö- unda sæti á Evr- ópumótinu í brids en sex efstu sætin gáfu keppnisrétt á heimsmeistara- móti, sem fer fram í Kína á næsta ári. „Auðvitað erum við vonsviknir yfir því að lenda í 7. sætinu, sér- staklega vegna þess að skorið okk- ar hefði venjulega dugað til að enda í 3.–5. sæti,“ sagði Björn Ey- steinsson, fyrirliði íslenska liðsins. Íslendingar spiluðu við Svía í 33. og síðustu umferðinni í gærmorg- un og urðu að vinna leikinn 20:10 til að ná sjötta sætinu. Leiknum lauk hins vegar með jafntefli, 15:15. Efstu þjóðirnar í sérflokki Ítalir voru langefstir á mótinu með 661 stig og unnu sinn sjöunda Evrópumeistaratitil í röð. Írar urðu óvænt í 2. sæti með 594 stig, Norðmenn voru þriðju með 590 stig, Svíar fjórðu með 582, Hol- lendingar fimmtu með 581 stig og Pólverjar sjöttu með 580. Íslend- ingar fengu 572 stig og Frakkar enduðu í 8. sæti með 554,5 stig. Að jafnaði skoraði íslenska liðið rúm17,3 vinningsstig í leik. Björn sagði, að efstu þjóðirnar sjö hefðu verið í nokkrum sér- flokki og í raun lítill munur á sveitunum sem enduðu í 2.–7. sæti. Hann sagði að íslensku spilararnir gætu verið nokkuð sáttir við spila- mennskuna á mótinu. Þeir hefðu átt góða spretti en inn á milli komu áföll eins og alltaf gerist og í lokaumferðunum hefðu úrslit í leikjum annarra þjóða ekki verið hagstæð Íslendingum. „Til að enda í efstu sætunum þarf bæði að spila vel og hafa byr í seglunum. En í þessu móti var allt undir okkur komið síðustu vik- una,“ sagði Björn. EM í brids lokið Ísland missti naumlega af HM-sætinu Björn Eysteinsson »Reykjanesskagi hefur jarð-fræðilega sérstöðu sem felst m.a. í því að þar má berlega sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhrær- ingum. »Landvernd telur að þeim hags-munum sem fólgnir eru í sér- stöðunni megi ekki fórna á grund- velli skammtímasjónarmiða um ótímabæra uppbyggingu á stóriðju. Í HNOTSKURN ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.