Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 64
Nafn
Heimilsfang
Póstfang
64 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
krossgáta
1 2 3 4 5 6 7
8
9 10 11
12
13
14 15 16
17
18 19 20
21 22
23
24 25
26
27
28 29
30
LÁRÉTT
1. Skáband sjós hjá hafmanni. (10)
4. Hrós með engu viðnámi heppnast í kviðu.
(9)
8. Er þeir frönsku við amur finnast birtist fyr-
irhafnarmikill. (9)
9. Mér heyrist útbúnaður málara finnast í
vindustiga. (10)
12. Stuðum ofn fyrir þá sem er sett á fót (7)
13. Hraði þess sem knýr bát sést í sérstökum
rákum í sívalningi. (12)
14. Munnskítur hjá ókurteisum. (8)
17. Það sem hluti af nefi sér vitnar um yf-
irborðsþekkingu. (10)
18. Athugið! Af norðaustri galeiðan lendir í at-
vinnumálunum. (12)
21. Spendýr sem eru drukkin? (6)
23. Bók kennd við langömmu. (4)
24. Áður dottnir en nú óbetranlegir. (10)
26. Er þjór trauðlega að tyggja. (6)
27. Rétt búinn hjá byrjandanum. (8)
28. Hæsnfugl föður Þórs. (9)
29. Náinn kunningi sem enginn annar á? (10)
30. Niður að einhvers konar framleiðslu. (7)
LÓÐRÉTT
1. Veikindi mömmu eru ímyndun. (9)
2. Tillaga karlmanns gerir hann að embættis-
manni. (8)
3. Svefnsæll er hann löngum. (9)
4. Hleraði einhvern veginn í Lejre. (7)
5. Sjá plön bitlaus að sið athyglinnar. (11)
6. Splittaði kylfu með verkfæri. (9)
7. Vökvinn sem við gefum stundum frá okkur
og drekkum. (5)
10. Höfðu peningar not af skepnum? (6)
11. Pláss prófaðir með sannindum. (11)
15. Geri ból flatt. (4)
16. Hvalur sem er einfaldlega að spyrja. (5)
18. Og enskur keltinn minnist á djöfulinn. (10)
19. Mér heyrist önugir vera við staðnar upp-
sprettur. (9)
20. Baráttuhugur við bát eða miðstöð báta. (9)
21. Lemja samtök um örugga netnotkun með
drykk. (9)
22. Hæla bæ á Ítalíu. (8)
23. Gáfaður elgur reynist vera kentári. (8)
25. Slæm við ró elskhuga. (7)
27. Þekktur Indverji snýr við vegna hluta við-
urhendingar. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseðilinn
með nafni og heimilisfangi
ásamt úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Skilafrestur
á úrlausn krossgátu 27.
ágúst rennur út næsta föstu-
dag. Nafn vinningshafans
birtist sunnudaginn 10. sept-
ember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn-
ing. Vinningshafi krossgátu 13. ágúst sl.,
Steingerður Steinarsdóttir, Neðstutröð 2,
200 Kópavogi. hlýtur í verðlaun bókina Nafn
rósarinnar eftir Umberto Eco, sem Edda út-
gáfa gefur út.
Krossgátuverðlaun S T Ó R B O K K I J Ó K E R B L Y S
T N R E R T
Á Á L S Ý N I S H O R N I Ð
L Æ Ð U P O K A S T L T G
S F U T A U G A S Í M I
L A U F A S K U R Ð U R M A
E D L A I G
G O L F R A N S K A N K N
I G A B S N Ú N I N G A R
N A M E L
N A Ð V E R S K A R L Í F S L Í K U R
E V G A T T Á
I Æ N E U Ð
F G S A M R Ý N D A R I R S
Á H L A U P I S N Á V I S T
S L E I N S T Æ T T S A A
I Í N T J U X F
N Ó A T Ú N I Ó G E I S J A
N I A B L Ó Ð R I S A N
A L S L A N L I N
ALLT bendir til þess að ráðast
þurfi í miklar framkvæmdir fyrir
vestan Skeiðará á allra næstu vik-
um ef ekki eiga að skapast vand-
ræði á þjóðvegi 1. Þetta segir
Ragnar Frank Kristjánsson, þjóð-
garðsvörður í Skaftafelli.
Í nýlegri flugferð starfsmanna
þjóðgarðsins í Skaftafelli yfir
Skeiðarársand, Langasjó og Laka
sáu þeir Skeiðará í miklum ham,
og minnstu munaði að varnargarð-
urinn hefði gefið sig, og þakkar
Ragnar það miklu snarræði hjá
vélavinnumanni að tekist hafi að
loka fyrir skarðið á síðustu
stundu. Segir hann þjóðveg 1 hafa
verið í stórhættu um tíma og tek-
ur fram að mikil mildi hafi þótt að
ekki skyldi vera nein úrkoma eða
veruleg hlýindi þegar menn voru
að berjast við að laga varnargarð-
inn.
Verktakar á vegum Vegagerð-
arinnar hafa unnið við varn-
argarða við Skeiðará í allt sumar,
en áin reynir nú að brjótast í
gegnum veikburða varnargarða
vestan ár, og ljóst að þar þarf að
ráðast í framkvæmdir.
Þörf á 3–4 km varnargarði
vestan við Skeiðará
„Allt bendir til þess að reisa
þurfi feikimikil mannvirki á vest-
anverðum Skeiðarársandi til þess
að halda ánni undir brú,“ segir
Ragnar og bendir á að þörf virð-
ist vera fyrir 3-4 km langan
varnargarð sem sé þokkalega
hár eða sambærilegum við þá
sem eru austanmegin við Skeið-
arár sem dugað hafa vel sl. þrjá-
tíu ár. Að sögn Ragnars reynir
hins vegar ekki mikið á varn-
argarðana austanmegin sökum
þess að Skeiðará ákvað á 30 ára
afmæli varnargarðanna að
breyta farvegi sínum. Spurður
hverju það sæti segir Ragnar
það stafa af því Skeiðarárjökull
hopi sífellt og lækki ört með
þeim afleiðingum að áin finni sér
nýtt flóðfar.
Spurður hvort líkur séu á því
að áin færi sig enn á ný segir
Ragnar allar líkur á því en að
ómögulegt að spá fyrir um til-
færingar Skeiðarár, enda sé hún
afar duttlungafull. „Þegar ég
nefndi það við eldra fólk hér í
sveitinni að ég óskaði eftir því að
áin myndi færa sig frá Skafta-
fellsbrekkunum þá var mér svar-
að að áin myndi eftir sem áður
haga sér eins og hún sjálf vildi
og að hún væri afar duttlunga-
full,“ segir Ragnar og tekur
fram að sumir sveitungar tali um
Skeiðará sem hálfgerða skessu.
Framkvæmda
þörf við
Skeiðará
Viðbragðsflýtir Varnargarðurinn hefur fengið á sig hlykkju eftir síðasta
áhlaup Skeiðarár. Mildi þótt að verktakar náði að bregðast skjótt við.
Ljósmynd/Helga Davids
Ófremdarástand Þjóðvegur 1 var í hættu um tíma í síðustu viku þegar
minnstu munaði að varnargarðar vestanmegin við Skeiðará færu.