Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ V ið Ytri-Rangá gengur Guðbrandur Einarsson yfirleiðsögumaður á milli veiðimanna sem eru að leggja upp í síð- degisvaktina og gefur leiðbeiningar um flugur, akstursleiðir og töku- staði. „Blátt virkar oft vel hérna,“ segir hann. „Eins og Black & Blue túpur, en líka til dæmis Collie dog og Snældur; blá, svört og þýsk. Nýi fiskurinn getur tekið hvað sem er en það borgar sig að sýna þeim sem eru orðnir legnir eitthvað nýtt.“ Bílarnir hverfa með veiðimenn til ólíkra veiðistaða þessarar miklu áar og eftir stendur Guðbrandur ásamt blaðamanni í sólbjörtum deginum og bendir að Rangárflúðunum neð- an við veiðihúsið. „Við eigum flúð- irnar næstu tvo tímana,“ segir hann. Rangárflúðirnar eru þetta sum- arið, eins og oftast nær, gjöfulasta veiðisvæðið í Ytri-Rangá. Í fyrra gáfu þær 735 laxa; þetta var þá besti laxveiðistaður landsins. Þá veiddust 2.810 laxar í Ytri-Rangá og á vesturbakka Hólsár, en Hólsá eru sameinaðar Ytri- og Eystri- Rangá, auk Þverár í Fljótshlíð. Ytri-Rangá, rétt eins og systirin sú Eystri, er eitt af ævintýrunum í laxveiði á Íslandi. Með þrautseigju og dugnaði, fiskvegagerð og stór- felldu seiðaeldi, hafa aðstandendur ánna byggt upp laxagengd og stuðl- að að veiði á laxi í stórfelldu magni. Áin er að upplagi of köld og botn- inn of sendinn til að lax geti hrygnt svo nokkru nemi, þannig að úrval hrygna og hænga sem veiðast í ánni er kreist í eldisstöðvum og seiðin alin þar upp. Snemmsumars er seiðunum komið fyrir í tjörnum við ána og sleppt nokkrum vikum síðar, þegar þau eru komin í sjó- göngubúning. Eftir ár í hafi snúa þau aftur sem fullvaxnir laxar – og stundum sem stórlaxar eftir tvö ár. Gæti farið í 4.000 laxa Þegar Guðbrandur gengur með blaðamanni niður að Rangárflúðum þennan næstsíðasta miðvikudag í ágúst, hafa um 2.600 laxar veiðst í Ytri-Rangá, hún trónir á toppnum sem aflahæsta á landsins. Hann býst samt við að hún eigi eftir að bæta sig mikið enn; núna um helgina má byrja að veiða með spún og maðki auk flugunnar, og Guð- brandur segir öruggt að þá muni margir laxar renna á þetta nýja agn. Búast megi við dögum sem gefi yfir 100 laxa. „Það kæmi mér ekki á óvart að áin færi í 4.000, við veiðum það lengi, til 20. sept- ember,“ segir hann. Upp með breiðri ánni glittir í þökin á Hellu; aftar rís Hekla tign- arleg yfir sviðinu. Fyrir framan okkur eru Rangárflúðir; eftir róleg- an strauminn á Tjarnarbreiðunni rennur áin í misvísandi strengjum yfir hraunhellur og grjót, og klofn- ar um hólma. Þarna er lax um allt – það fer ekki á milli mála því hann stekkur svo víða. Guðbrandur veður út með tví- henduna, tekur stutt köst til að byrja með og strax í þriðja eða fjórða kasti rýkur lax á svarta og bláa túpu. Maður og fiskur togast á, en eftir nokkur kröftug stökk og baráttu hefur Guðbrandur hendur á sprækum hæng. „Svæðið hér í kring, neðan brúar við Hellu og niður fyrir Ægissíðu- foss er líklega í uppáhaldi,“ segir Guðbrandur þegar hann er spurður um sitt eftirlætissvæði í ánni. Hann stendur við hlið blaðamanns sem veiðir og bendir á hvar fiskurinn liggur. Það þarf þó ekki að leita mikið; einn stekkur fyrir aftan okk- ur og annar svo nálægt að það skvettist á gleraugun. Laxinum líst þó ekkert á keilutúpuna sem hon- um er sýnd og leiðsögumaðurinn segir að honum bregði eflaust í brún um helgina þegar spúnar og maðkur birtist fyrir framan hann. „Það er svo merkilegt, að eftir að þetta nýja agn hefur sést í hylj- unum í tvo, þrjá daga fer hann aft- ur að taka fluguna eins og sælgæti. Það hef ég sannreynt.“ Við veiðum okkur áfram yfir Rangárflúðir en lax Guðbrands er sá eini sem tekur að þessu sinni. Við ræðum um starf leiðsögu- mannsins sem er án efa áhugavert fyrir veiðifíkla, en þeir þurfa að hafa í sér ríka þjónustulund og geta sagt viðskiptavinum til. „Leiðsögumaðurinn þarf að vita hvar laxinn liggur og ekki síður hvar líklegt er að hann taki. Sumir staðir eru betri tökustaðir en aðrir. Svo getur líka skipt miklu máli hvernig agnið berst að fiskinum.“ Fiskurinn sýnir sig Eftir klukkustund við Rangár- flúðir vöðum við yfir ána og göng- um upp með austurbakkanum, þar sem Guðbrandur veiðir fyrst niður álinn, gegnt Tjarnarbreiðu. Fiskur er að sýna sig víða í ánni; það er alltaf skemmtilegra að veiða þar sem vitað er af fiski undir, hvað þá þegar þeir stökkva jafn glæsilega og fiskarnir sem við erum að kasta á. Ekki líður á löngu þar til Guð- brandur lyftir stönginni, hann hefur sett í lax. Hann tekur á fiskinum, sem stekkur tvisvar sinnum, og byrjar að lempa hann að landi. Skyndilega er flugan laus. Guðbrandur brosir og hristir höf- uðið. „Straumurinn er svo hægur hérna að tökurnar vilja verða mjög mjúkar. Þeir vita hvernig þeir eiga að losna hérna! Ég skil þetta ekki. Um daginn náði ég fjórum hérna en missti sex!“ Blaðamaður tekur við, undir er leynifluga sem leiðsögumaðurinn dregur úr pússi sínu. Og hún virk- ar. Ekki er búið að taka mörg köst þegar fiskur strekkir mjúklega á línunni. Þetta er ekki stór lax en hann er samt ekkert ógurlega lengi að losa sig. Enn einn fiskurinn er sloppinn. En það er ekki bara hjá okkur. Köll berast yfir ána frá félögunum sem þar eru við veiðar. „Andsk … Ég reif bara út úr hon- um!“ Þegar við komum að Ægis- síðufossi, sem er fyrsta fyrirstaðan fyrir lax sem gengur í Ytri-Rangá, blæs suðaustan strengur upp eftir ánni. Þarna er laxastigi og í honum teljari; hátt á fimmta þúsund laxa hefur gengið upp í sumar. Einn sól- arhringinn gengu 357 laxar. Laxar sýna sig neðan fossins en þarna er óhægt um vik að bakka vegna kletta í gilinu og gengur ekki of vel að koma flugunni út móti vindinum. Það þarf samt ekki að kasta langt. „Hérna í pytt- inum,“ segir Guðbrandur og bend- ir í djúpið við fætur okkar, „fengu hjón sem voru með mér átta laxa um daginn, þar af tvo maríulaxa. Svo fengu þau líka sex laxa á Klöppinni.“ Klöppin er neðan við fossinn. Þar eru feðgar við veiðar og togast á við lax. „Þetta er mjög góður staður,“ segir Guðbrandur. Við förum upp fyrir fossinn, vöð- um yfir vestari kvíslina og veiðum Hornið, fallegan streng við gras- bakka. Þarna stoppar fiskurinn oft eftir að hann fer upp laxastigann. „Sástu þennan!“ kallar Guð- brandur upp þegar einn lyftir sér undir flugulínunni. Sá var stór og dökkur. Rétt á eftir fleygir annar minni og silfraður sér upp og skellur niður. Við rennum Collie dog, stórri rækjutúpu og að lokum litlum Sunray shadow yfir hylinn. Flug- urnar hreyfa við löxum en þeir taka ekki. Þegar við förum aftur niður hjá fossinum sýnir teljarinn okkur að 35 laxar hafa gengið upp stigann meðan við veiddum Hornið! Þegar við göngum niður að Klöppinni segir Guðbrandur mér eina af mörgum furðusögum sem gerast á bökkum ánna. Veiðimenn voru að veiða Ægissíðufoss en ákváðu að hvíla hann um stund og fóru upp á Hornið. Þaðan sjá þeir hvar tvær konur koma niður að ánni neðan fossins, klæðast frosk- Stangveiði | Veitt með Guðbrandi Einarssyni í Ytri-Rangá Laxinn tekur fluguna eins og Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Átök Guðbrandur Einarsson landar nýrunnum laxi á Rangárflúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.