Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 37
Það er á grundvelli þess starfs, sem hér hefur verið fjallað um, á undanförnum árum og batnandi rekstrar, að stjórn Árvakurs hf. hefur blásið til nýrrar sóknar í starfsemi félagsins. Þar verður byggt á því breytta Morgunblaði, sem lesendur eru að kynnast um þessa helgi, þeim trausta grunni, sem lagður hefur verið að netútgáfu blaðsins, og þátttöku fé- lagsins í útgáfu á fríblaði, en Árvakur hf. á 50% hlut í útgáfu- félagi Blaðsins. Í þessari starfsemi felast mikil tækifæri. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 37 Á síðustu sex árum hefur starfsfólki ritstjórnar og framleiðsludeildar Morgunblaðsins verið fækk- að um allt að þriðjung til þess að takast á við breyttar rekstraraðstæður. En jafnframt hefur markaðsstarf verið aukið, sem ekki var mikill þáttur í rekstri Morgunblaðsins fyrr en upp úr 1990. Segja má, að með því mikla starfi, sem unnið hefur verið í vetur, vor og sumar á vegum ráðgjafa IMG, sem Stefán P. Eggertsson, stjórnarformað- ur Árvakurs hf., hefur átt beina aðild að, hafi smiðshöggið verið rekið á þetta verk. Jafnhliða þeim breytingum á útgáfu Morgun- blaðsins og hagræðingu í rekstri, sem hér hefur verið vikið að, hefur mikið starf verið unnið á veg- um Árvakurs hf. að uppbyggingu á netútgáfu blaðsins, sem að sjálfsögðu hefur kostað mikla fjármuni. Þessi netútgáfa er nú orðin sú víðles- nasta á Íslandi. Í henni felst mikill fjársjóður fyrir útgáfustarfsemi Árvakurs hf. á næstu árum. Það er á grundvelli þess starfs, sem hér hefur verið fjallað um, á undanförnum árum og batnandi rekstrar, að stjórn Árvakurs hf. hefur blásið til nýrrar sóknar í starfsemi félagsins. Þar verður byggt á því breytta Morgunblaði, sem lesendur kynnast um þessa helgi, þeim trausta grunni, sem lagður hefur verið að net- útgáfu blaðsins, og þátttöku félagsins í útgáfu á fríblaði, en Árvakur hf. á 50% hlut í útgáfufélagi Blaðsins. Í þessari starfsemi felast mikil tækifæri. Í Hádegismóum, þar sem hinar nýju höfuð- stöðvar Morgunblaðsins eru, er nú daglega unnið að víðtækustu fréttaöflun og upplýsingamiðlun, sem fram fer á Íslandi. Þessum fréttum og upplýs- ingum er komið á framfæri í tveimur dagblöðum, sem samtals er dreift í um 130 þúsund eintökum um land allt og eru þar með umfangsmesta dag- blaðaútgáfa á Íslandi. Jafnframt er sú frétta- og upplýsingamiðlun, sem fram fer á vegum mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, sú víðtækasta sem fer fram. Nú hefur starfsemi Árvakurs hf. verið skil- greind með víðtækari hætti en áður og stefnt að mikilli uppbyggingu netútgáfunnar með auknum umsvifum á grundvelli hennar svo og öflugri dreif- ingu Blaðsins, sem hingað til hefur borizt lesend- um um hádegisbil eða síðar. Grundvöllur að vel heppnaðri útgáfu fríblaða er dreifingin, sem í raun og veru skiptir öllu máli, því að auglýsingasalan byggist á dreifingunni. Líklega er dreifingin að verða aðalvandamálið í dagblaðaútgáfu á Íslandi. Í því góða efnahags- ástandi, sem hér hefur ríkt síðustu árin, hefur reynzt sífellt erfiðara að fá fólk til þess að bera út blöð eins og lesendur allra blaða hafa kynnzt á þessu sumri og m.a. áskrifendur Morgunblaðsins. Vonandi rætist úr þeim vandamálum með haust- inu. Segja má, að þegar hér er komið sögu hafi Morgunblaðinu tekizt að laga sig að breyttum að- stæðum á blaðamarkaðnum og að í stað samdrátt- ar sé að hefjast tímabil nýrrar uppbyggingar. Það markmið Morgunblaðsins er óbreytt að gefa út það dagblað á Íslandi, sem býður lesendum sínum upp á mest gæði. Og þó að stundum stormi svolítið um blaðið vegna efnismeðferðar þess og skoðana er það bara gott fyrir dagblað að það hvessi svolít- ið í kringum það við og við. Dagblað, sem hefur engin áhrif á tilfinningalíf þjóðarinar, skiptir ekki miklu máli. Blaðamarkaðurinn á heimsvísu Þ ær breytingar, sem hafa orðið á blaðamarkaðnum hér, eru endur- speglun á því, sem verið hefur að gerast í nálægum löndum, sérstak- lega þó í Evrópu. Frá því, að fyrsta ókeypis blaðið hóf göngu sína í Sví- þjóð, hefur útgáfa fríblaða aukizt jafnt og þétt. Að vísu er hæpið að tala um fyrsta fríblaðið vegna þess að lengi hafa verið til blöð, sem dreift hefur verið frítt, og m.a. hafa lengi verið til blöð, sem dreift hefur verið frítt í hús hér. Þar er átt við blöð, sem gefin hafa verið út í einstökum bæjarfélögum og hafa verið býsna lífseig enda vill fólk lesa fréttir og frásagnir úr sínu næsta umhverfi. En Metróútgáfan í Svíþjóð verður þó að teljast upphafið að þeirri þróun, sem orðið hefur síðustu árin. Útgáfa fríblaða hefur orðið til þess að lestur dagblaða hefur aukizt og þess vegna er það rangt, sem stundum er haldið fram, að blaðaútgáfa sé að dragast saman. Þvert á móti er lestur blaða að aukast eins og sjá má af því, að nú er dreift á Ís- landi um 230 þúsund eintökum af dagblöðum sex daga vikunnar og u.þ.b. 150 þúsund eintökum sjö- unda daginn. Það er ekkert lát á útgáfu fríblaða. Þannig hefur hið merka franska dagblað Le Monde skýrt frá því að á næstunni hefjist útgáfa fríblaðs á þess vegum. Og hinn mikli blaðakóngur Rupert Murdoch er að hefja útgáfu á fríblaði í London, þar sem hann á fyrir nokkur blöð, sem eru seld. Það blað verður kvöldblað. Raunar verður fróðlegt að fylgjast með þeirri tilraun Metró-útgáfunnar í Kaupmannahöfn að dreifa fríblaði bæði að morgni og síðdegis, þ.e. að ná til fólks á leið til vinnu svo og á leið úr vinnu. Öll er þessi þróun af hinu góða frá sjónarhóli þeirra, sem vinna að útgáfu dagblaða. Aukinn lest- ur skilar sér með ýmsum hætti og styrkir blöðin gagnvart ljósvakamiðlunum. Eftir sem áður er sú tilfinning sterk að unga fólkið hallist heldur að því að lesa netútgáfur. Stundum er sagt að Morg- unblaðið nái ekki til ungs fólks en staðreyndin er auðvitað sú, að sú frétta- og upplýsingamiðlun, sem fram fer á vegum Morgunblaðsins, nær til ungs fólks í stórum stíl bæði í blaðinu sjálfu og ekki sízt á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins. Það sem hins vegar veldur áhyggjum hjá þeim sem starfa við dagblöð um allan heim og alla vega í okkar heimshluta er sú staðreynd að auðvitað eru fríblöðin lakari blöð að gæðum en þau sem seld eru. Og þó er ástæða til að taka fram að Frétta- blaðið hefur frá upphafi verið betra blað en flest þau fríblöð, sem gefin hafa verið út t.d. á Norð- urlöndum. Segja má að beztu fríblöðin leggi áherzlu á að vera nógu góð. Þau nálgast ekki áskriftarblöð eða seld blöð að gæðum en þau leitast við að vera nógu góð til þess að fullnægja lágmarksþörfum lesenda, sem tæplega verður sagt að Metró-blöðin og áþekk blöð geri. Áhyggjur þeirra, sem á annað borð velta þessu fyrir sér, eru þær, að metnaði fríblaðanna um gæði séu takmörk sett en samkeppni þeirra við seld blöð leiði til þess að hin síðarnefndu geti ekki staðið við þær gæðakröfur, sem þau hafa sett sjálfum sér, og þær kröfur, sem aðrir gera til þeirra. Hins vegar má segja, að ritstjórn Morgunblaðs- ins telji sig hafa lært það af reynslu síðustu ára, að það er hægt að gefa út jafngóð blöð og jafnvel betri blöð með færra starfsfólki. Það er lengi hægt að finna leiðir til að draga úr útgjöldum, ef vel er að gáð og rétt haldið á útgáfustarfseminni. Starfsmenn Morgunblaðsins telja sig hafa fund- ið leiðir til þess á undanförnum árum og þess vegna ríkir nú mikil bjartsýni um framtíð Morg- unblaðsins og aukna starfsemi á vegum Árvakurs hf. í hinu fagra umhverfi við Rauðavatn. rbréf Morgunblaðið/Golli »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.