Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 17
Bændasamtök Íslands ætlaað láta gera úttekt á þvíhvernig eignarhald á jörð-
um hefur breytzt á síðustu árum
og meta áhrif þeirrar þróunar á
ábúð og nýtingu jarða og sveit-
arfélögin, sem þær eru í.
Haraldur Bendiktsson á Vestra-
Reyni, formaður bændasamtak-
anna, segir að þetta mál hafi kom-
ið inn á síðasta búnaðarþing og
ljóst, að það hafi brunnið misjafn-
lega á bændum og landeigendum
eftir landshlutum. Til dæmis hefðu
menn fyrir sér Borgarfjörð og
Suðurland, þar sem fólk hefur
byggt upp jarðir í öðru en hefð-
bundnum landbúnaði. Sagði Har-
aldur ekki ástæðu til annars en
fagna því.
Hins vegar hefðu menn nefnt
dæmi þess að jarðir væru mark-
visst keyptar og búskapur legðist
þar af, en slíku fylgdi mikil röskun
fyrir sveitirnar og nefndi Har-
aldur í því sambandi fjallskil og
alla félagslega þjónustu.
„Þetta eru tveir hópar: Annar
kaupir lönd til að byggja þau upp
á fastri búsetu, en svo er hinn,
sem kaupir jarðir til þess að safna
þeim.
Við viljum kortleggja þessa
hluti til þess að sjá hvar við stönd-
um og hvert leiðin liggur.
Það hefur lengi verið svo, að
menn hafa fjárfest í jörðum í sam-
bandi við laxveiði, en nú virðast
menn veðja á fleira; hækkandi
landverð og nýtingu fleiri hlunn-
inda, eins og varma og vatnsfalla.
Sagðist Haraldur hafa það á til-
finningunni að þessi hópur færi
stækkandi; að nokkrir ein-
staklingar eða félög væru eig-
endur að mörgum jörðum, en
sagðist ekki hafa neinar tölur á
bak við þá tilfinningu.
„Eitt af því sem við viljum fá
fram með úttektinni er, hvort
jarðir á Íslandi séu að safnast á
færri hendur í varhugaverðum
mæli og hvernig ábúð er þá hátt-
að. Er okkur nauðsynlegt að setja
einhverjar reglur um þessi mál?
Við sjáum strangar takmarkanir í
Noregi og enn strangari í Dan-
mörku sem byggjast á búsetu
manna á jörðum sínum.
Hjá okkur gerðist tvennt sem
jók hraðann á hlutunum; jarðalög-
unum var breytt þannig að frelsi í
viðskiptum með land jókst og
bankarnir komu inn á markaðinn
með aukið lánsfé.
Það var vissulega tímabært að
jarðarverð hækkaði, en okkur er
nauðsynlegt að reyna að sjá, hvert
þróunin leiðir okkur. Við viljum að
hún styrki sveitirnar, en ekki sjá
hana leggja jarðir í eyði og byggð-
ir í rúst bara af því að það er góð-
ur fjárfestingarkostur af ein-
hverjum öðrum ástæðum.“
Vill kanna jarðakaupin Haraldur Benediktsson segir tímabært að jarða-
verð hækkaði, en þróunin eigi að styrkja sveitirnar en ekki leggja í rúst.
Bændasamtökin gera
úttekt á jarðakaupunum
Morgunblaðið/Ásdís
AÐ SÖGN Haraldar Benedikts-
sonar, formanns bændasamtak-
anna, er skilgreining á búskap orð-
in það umfangsmikil, að fjöldi
manna getur nú kallað sig bændur.
Í svari sínu segist hann komast
næst framleiðslulandbúnaðinum
með þessum tölum; um 800 kúa-
bændur (791 fær beingreiðslur
vegna mjólkurframleiðslu), 1800
sauðfjárbændur (1794 bein-
greiðsluhafar eru í sauðfjárrækt),
20–30 framleiðendur fuglakjöts, 13
svínabú, 25–30 loðdýrabú og 40–50
garðyrkjubændur og plöntu-
framleiðendur.
Samkvæmt samantekt ríkisskatt-
stjóra voru þeir, sem stunduðu jarð-
yrkju, garðyrkju og búfjárrækt,
3.652 árið 2003 og 3.570 árið eftir.
Samkvæmt yfirliti Hagstofu Ís-
lands störfuðu 4.020 við landbúnað
2005; 2.770 karlar og 1.250 konur.
4.020
starfa við
landbúnað
Meira á morgun
» Í Morgunblaðinu á morgun, mánudag, verður umfjölluninni umjarðakaupin haldið áfram með efni frá Vopnafirði; samtölum,
sem þær Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Steinunn Ásmunds-
dóttir tóku við bændur og mann sem fjárfestir í jörðum í Vopnafirði.
Dags.: Tími:
Samningatækni og ákvörðunartaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 . og 15 . sept . kl . 12:00 – 18:00
Skilvirk samskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 . og 29 . sept . kl . 09:00 – 13:00
Stjórnandinn og forystuhlutverkið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 . okt . kl . 08:30 – 14:30
Mannauðsstjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 . og 27 . okt . kl . 12:00 – 18:00
Frammistöðustjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 . nóv . kl . 12:00 – 18:00
Að laða fram það best (The Coaching Clinic) . . . . . . . . . . . . . . 23 . og 24 . nóv . kl . 08:30 – 14:30
Breytingastjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 . nóv . kl . 12:00 – 18:00
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Helga Hamar
Verkefnastjóri
Sími: 599 6404
gudrunhelga@ru.is
Ofanleiti 2, 3. hæð
103 Reykjavík
Sími: 599 6200
Fax: 599 6201
www.stjornendaskoli.is
STjórnun Fyrir
ATvinnulíFið
NÁmsLíNa
skráning er hafin – Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef stjórnendaskólans.
Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornendaskoli.is
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6
Leiðbeinendur:
Aðalsteinn Leifsson,
Þórhallur Gunnarsson,
Guðrún Högnadóttir,
Ásta Bjarnadóttir,
Finnur Oddsson og
Hulda Dóra Styrmisdóttir
STJÓRNENDAAKADEMÍA
STJÓRNENDASKÓLA HR
Stjórnendaskóli HR býður nú upp á vandaða og öfluga námslínu þar sem
kennd eru stjórnunarfræði eins og þau gerast best. Námið er fyrst og
fremst ætlað fólki sem er í stjórnunarstöðu innan fyrirtækja/stofnana,
og stefnir að framúrskarandi árangri í leik og starfi.
Tækniþróunarsjóður
kynningarfundur í Húsi atvinnulífsins 30. ágúst
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi
atvinnulífsins , Borgartúni 35 miðvikudaginn 30.
ágúst kl. 8:30-10:00
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en umsóknarfrestur í sjóðinn er til
15. september.
Dagskrá:
● Ragnheiður Héðinsdóttir Samtökum iðnaðarins er fundarstjóri.
● Sveinn Þorgrímsson formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs gerir grein
fyrir hlutverki sjóðsins.
● Snæbjörn Kristjánsson og Oddur Már Gunnarsson starfsmenn Rannís fjalla
um umsóknar- og matsferli sjóðsins.
Boðið verður upp á morgunverð á fundinum.
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr.
4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.
Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og
tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og
háskólar.