Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Mikið hefur gengið á varð-andi rússneska lista-markaðinn eins og framkom í síðasta pistli og þó segja sumir að það sem komið hef- ur upp á yfirborðið sé einungis topp- urinn á ísjakanum. Einnig álítur Oleg Setsjura, forstjóri uppboðshússins Gelos, að 80 prósent af rússneskri fornmunaverslun fari fram á svörtum eða gráum markaði. Grái markaður- inn er fyrir sölu framhjá pen- ingakassanum og opinberum gjöld- um, en svarti markaðurinn vísar til að um stolna eða falsaða vöru sé að ræða. Eins og fram kom eru miklir hags- munir í spilinu, voldugir aðilar undir- heima að baki og fáir sem hafa kjark til að rísa upp gegn lögmálum þagn- arinnar þegar slíkir eiga í hlut, rétt- ara sagt aðeins einn, bílasalinn Valer- ij Ussjin í Moskva. Einungis liðlega tvö ár liðin síðan hann hóf að safna málverkum frá nítjándu öld, en þá hafði hann uppgötvað að hann ætti peninga eins og honum mæltist sjálf- um, áður hafði hann komið sér upp safni hundrað íkona ásamt brons- og silfursmíði. Hinn hugaði 61 árs gamli Ussjin, sem er frá Krasnojarsk í Síb- eríu, sá landslag heimahaga end- urspeglast í málverkum Alexanders Kisjeloffs (1838–1911), um leið með- tók hann þau sem álitlega fjárfest- ingu. Aðra hverja viku varð Ussjin sér úti um málverk hjá listhúsaeigend- unum Tatjönu og Igor Preobrasj- enskij og fljótlega héngu verk 30 rússneskra landslagsmálara á veggj- um íbúðar hans í Moskvu. Ussjin lagði því sem nemur vel yfir 300 millj- ónum ísl.króna í þessa fjárfestingu og sérfræðingur frá hinni virtu rík- isreknu Graber listamiðstöð úrskurð- aði þau öll ekta. En svo gerðist í kvöldsamkvæmi, að einn vinur hans lét í ljós mikla undrun sína og segir: „Þú virðist eiga fleiri verk eftir Kisjeloff en öll rúss- nesku söfnin samanlagt (!), ertu viss um að þau séu öll ekta?“ Efinn tók að naga bílasalann svo að hann kallaði til sérfræðinga. Í ljós kom að minnst 17 verkanna voru föls- uð! Þannig sýndi sig að málverk Kisj- eloffs „Sumardagur“ sem Ussjin greiddi 840.000 danskar krónur fyrir er í raun „Sveitabýli við þjóðveg“ eft- ir danska málarann Janus la Cour (1837–1909). Það hafði verið selt á uppboði hjá Bruun-Rasmussen 2003 og slegið á 14 þúsund! Hagnaðurinn þannig 826.000 eða um og yfir níu milljónir ísl. króna. Bílsalinn var ekki á því að láta snuða sig möglunarlaust og hefur kært þau hjónin, og þar sem þau hafa neitað að taka málverkin til baka sem þó er venjan í slíkum viðskiptum kærði hann þau fyrir svik. Parið hef- ur verið í gæsluvarðhaldi í átta mán- uði og neitar allri sök, en Ussjin hef- ur ekki gefið upp alla von um að fá peninga sína til baka og vill draga listhúseigendurna og meðseka leppa fyrir dómstólana. En þrátt fyrir þessi áföll var Ussj- in í besta skapi og ljómaði eins og sól á heiðum himni er hann ræddi við Jens Hartmann, sem er lausa- blaðamaður fyrir Die Welt og Welt am Sonntag, svo og austurríska blaðsins Die Presse, og er búsettur í Moskvu. Þolandinn hafði nefnilega einmitt fengið staðfest af vestrænum sérfræðingum sem hann sótti sjálfur og flaug með til Moskvu, að tvö mál- verk eftir hollenska málarann Jan Brueghel yngri væru ekta. Heimildir mínar eru sóttar til Hartmanns og umfjöllun Politiken um falsanirnar. Málið allt kemur Dönum mikiðvið því að meintir rúss-neskir leppar hafa mark- visst sótt í danskan listmarkað eins og segir í grein eftir Camillu Stock- mann í sama blaði. Meira en 150 mál- verk horfin flest eftir þá sem teljast í öðrum flokki, sumir þó mjög vel þekktir líkt og Viggo Johansen, Pe- der Mønsted, Vilhelm Kyhn, H.A. Brendekilde, P.C. Skovgaard og Vil- helm Melbye. Rússnesk hjónakorn koma hér mikið við sögu og það sem seljendur undruðust var að þau höfðu engan áhuga á að kynna sér sögu málverkanna né hvort þau væru ekta. Þau virtust hafa mjög gott auga og skynbragð á myndlist en vildu hvorki mannamyndir né landslag eftir 17. aldar málara. Þegar um atvinnumenn er að ræða skilja þeir eftir nafn- spjöld, en þetta fólk skildi ekkert eft- ir sig ekki einu sinni símanúmer svo hægt væri að hringja í það ef inn kæmu ný verk sem þau hefðu áhuga á. Hér einungis keypt og borgað, og seljendur sáu ekkert meir til þeirra. Jens Hartmann vísar strax í upp- hafi greinar sinnar til alvöru málsins er hann segir að Vladimir Petrov, einn af færustu sérfræðingum Rúss- lands sem tekið hefur falsanir til rannsóknar, óttist um líf sitt og limi. Vildi ekki veita viðtal á opinberum stað, þess vegna fór það fram í aft- ursæti bíls hans í hliðargötu þar sem auðvelt var um yfirsýn. Hér um að ræða hneyksli er hefur þvingað mann sem mig segir Petrov, „sem allt lífið hefur haft brennandi áhuga á ljóð- rænum rússneskum landslags- myndamálurum, til að ráða sér líf- vörð“. Lífvörður hans stóð við bílinn og hafði vökult auga með götunni, samsíða Tretjakov-safninu, vinnu- stað Petrovs, sem er álitinn einn af færustu sérfræðingum Rússlands. Í 28 ár hefur hann gefið sérfræðiálit um myndlistaverk en hefur nú dregið tuttugu þeirra til baka, orsök rang- matsins meðal annars sú að sjálf efnagreining verkanna gaf ekki til- efni til minnsta gruns um falsanir, svo vel virðast forverðirnir hafa gengið frá þeim. Hann hefur gert eig- endunum viðvart og geta menn gert því skóna að ekki hafi það vakið óskipta hrifningu fórnarlambanna. Og í ljósi kringumstæðna eftir nefnd- ar uppljóstranir þótti ástæða til að ráða lífvörð þar sem Petrov leggur líf og limi að veði í þeim tilgangi að koma upp um stærsta hneykslismál í rússneskri list á síðari tímum. Sem fyrri daginn mikið alvörumál að rjúfa þögnina í kringum fölsunarmál, sem og annað kusk og óhreinindi tengt myndlistamarkaðinum. Nótt eftir nótt liggur Petrovyfir sýningarskrám/katalógum á Netinu í leit að „tvíburum“. „Sum málverkin fann ég undir þeirra rétta nafni og aðeins nokkrum sekúndum seinna fann ég þau á ann- arri heimasíðu sem rússneskar fals- anir,“ segir hann. Petrov hefur þegar fundið 120 slíka tvíbura og er í vafa um önnur 200 málverk, sem áður voru staðfest sem ekta, en eins og fyrr segir er þetta er trúlega einungis toppurinn af ísjakanum. Fyrir nokkrum mánuðum hætti Petrov að gefa sérfræðiálit, í þeim mæli þjakar listahneykslið hann: „Listfalsararnir hafa eyðilegt hundr- uð mikilvægra málverka vestrænna málara og þetta er ruddalegt her- virki,“ segir hann og bætir við að rússnesk list gjaldi þess sömuleiðis. „Hver getur yfirhöfuð skorið úr um trúverðugleik athafna rússneskra listamanna, ef við vitum ekki einu sinni hvaða verk eru útfærð af þeim?“ En listamafían gerir sem beturfer stundum mistök í sinnieilífu leit að skjótum gróða. Þegar Petrov rannsakaði málverk í listhúsi Köln sem átti að vera eftir Al- exander Makovskij, uppgötvaði hann tvær áritanir á léreftinu. Listföls- urunum hafði yfirsést áritunin Mull- er neðst í vinstra horni (!)… Poul Pilgaard Johnsen, blaðamað- ur Weekendavisen, fékk nasasjón af vægi þagnarinnar þegar hann af til- viljun var staddur á veitingahúsi í Kaupmannahöfn. Þar varð hann vitni að málsverði til heiðurs Samuel Kell- er, forstöðumanni listakaupstefn- unnar í Basel, sem ákveðinn danskur listasafnari ásamt með nokkrum öðr- um stórsöfnurum héldu hinum mikla áhrifamanni. Fannst blaðamanninum ærið tilefni að fjalla um viðbrögðin, en átti síður von á hinum harða hnykk sem fylgdi í kjölfarið. Eiga hann og blaðið jafnvel málshöfðun yf- ir höfði sér. Engum kemur við með hverjum maður borðar miðdegisverð og hvers vegna segir hinn ævareiði safnari. En það var einmitt og eingöngu vegna greinarinnar og uppþotsins sem hún olli, að Pilgaard Johnsen var sendur á listakaupstefnuna í Basel í júnímánuði, varð þar margs vísari og skrifaði forvitnilega grein um til- standið í kringum hana sem birtist í Weekendavisen 23. júní. Meðal ann- ars hringdi Camilla Nashill, tengilið- ur norrænu þátttökulandanna, í hann og bauð honum á málþing þar sem allt flóði í kampavíni sem framleið- andi og styrktaraðili kaupstefnunnar veitti. Sök sér, en í lok þingsins kom Nashill til hans og sagði að danskur blaðamaður hefði sagt sér að hann hafi skrifað mjög umdeilda grein um Meira af fölsunum og þagmælsku Það er ekki einungis í Rússlandi að þagmælska, diskretion, er lögmál sem stórhættulegt getur verið að rjúfa. Mun einnig á fullu á Ólympíuleikum listarinnar (svo segir New York Times) í Basel. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Byltingin mikla var þegartónlist var vistuð á staf-rænu sniði á geisladiskum,enda fól sú breyting í sér að hún var í raun frjáls frá geymslu- miðlinum, hægt var að sýsla með hana á óteljandi vegu og óháð duttl- ungum og hagsmunum útgefenda (eða tónlistarmanna). Ekki hafa menn bitið úr nálinni með þróun í dreifingu og sölu á tónlist í framtíð- inni en í þeim pælingum er netið veigamikill þáttur, til að selja tónlist- ina vitanlega, en þó fyrst og fremst til að kynna hana eins og menn eru að átta sig á betur og betur, aðallega fyr- ir tilstilli MySpace sem er löngu orðið ein helsta leið til að heyra nýja tónlist og komast í samband við flytjendur hennar og höfunda. MySpace, sem er rétt rúmra þriggja ára gamalt fyrirbæri, er vin- sælasta þjónustan af þeim sem menn hafa kallað félagsnet, en þau byggjast á því að notendur setja upp síðu þar sem þeir kynna sig og geta síðan sankað að sér vinum aukinheldur sem þeir geta sóst eftir því að vera við- urkenndir sem vinir annarra, til að mynda skráð sig sem vin á vefsíðu einhvers sem þeir þekkja eða, sem er víst algengara, einhvers sem þeir gjarnan vildu þekkja, en það er háð samþykki eiganda viðkomandi síðu, eða þess sem hefur ofurpaursaðgang að henni. Ekki bara stefnumótasíða Galdurinn við MySpace var að þótt vefsetrið sé fyrst og fremst til að auð- velda fólki að kynnast fólki, eins kon- ar stefnumótasíða, lögðu aðstand- endur þess sig í líma við að ná til tónlistarmanna, buðu þeim að setja inn lög sem notendur gátu hlustað á en ekki sótt til sín, gáfu þeim færi á að birta myndir og upplýsingar um sveitina, segja fréttir af hljómsveit- inni og blogga. Þetta varð fljótt mjög vinsælt meðal tónlistarmanna þó oft hafi það frekar orðið vinsælt meðal plötuútgefenda og markaðsmanna sem sáu sér leik á borði að nota nýja og vinsæla tækni meðal ungs fólks til að kynna fyrir því nýja tónlist. Ágætt dæmi um að ekki séu hljóm- sveitirnar alltaf með á nótunum er Arctic Monkeys, sem var ein fyrsta hljómsveitin sem nýtti sér MySpace til að ná verulegum vinsældum áður en fyrsta breiðskífan kom út – þegar platan kom loks út seldist hún gríð- arlega vel fyrstu dagana enda vissu tugþúsundir að hún væri væntanleg eftir að hafa fylgst með MySpace- síðu sveitarinnar og hlustað þar á lög- in af henni. Þegar hljómsveitarmenn voru síðan spurðir um MySpace í við- tali skömmu eftir að platan kom út sögðust þeir ekki vita hvað MySpace væri, það hlytu að hafa verið aðdá- endur sem komu síðunni upp, en flestir þekkja þó fingraför markaðs- manna. Selt fyrir 40 milljarða Newscorp, fyrirtæki fjölmiðlabrak- únsins Ruperts Murdochs, keypti fyr- irtækið sem stóð að MySpace fyrir um 40 milljarða króna fyrir rétt rúmu ári. Skráðir notendur MySpace eru í dag rétt rúmlega 100 milljónir, en sá 100 milljónasti skráði sig 9. ágúst síðastlið- inn. Að sögn frammámanna fyrirtæk- isins bætast því um hálf milljón not- enda á viku hverri. Ekki er gott að segja hve mikið er af tónlistarmönnum á síðum MySpace en þó að ríflega hálf milljón MySpace-síðna er helguð tón- listarmönnum og hljómsveitum. Íslenskar vefsíður á MySpace skipta þúsundum og fjölgar ört. Í samræmi við eðli MySpace er mikið af hljómsveitum og tónlistarmönnum á staðnum, til að mynda er þar að finna Mammút, Stafrænan Hákon, Diktu, AMPOP / Blindfold, NilFisk, Frank Murder, Michael Pollock, Úlpu, Björgvin Halldórsson, nevolut- ion, Brain Police, Kimono, Sigur Rós, Leaves, fræ og Jan Mayen svo dæmi séu tekin af handahófi. Ekki er bara að tónlistarmenn njóti lífsins á MyS- pace heldur er þar að finna grúa af öðrum listamönnum, kvikmynda- gerðarmönnum, rithöfundum og myndlistarmönnum. Tónlist og myndbönd Eins og getið er geta menn sett inn tónlist og hafa gert af miklum móð. MySpace var þó seint til að gera kleift að setja inn myndbönd og missti þar ákveðið forskot til ann- arrar ókeypis þjónustu sem er You- Tube.com, en þar er hægt að setja inn alls kyns myndskeið og eins horfa á myndskeið sem aðrir hafa sett inn. (Ákveðinn vísir að slíkri starfsemi hér á landi er kvikmynd.is.) Notendur fóru snemma að setja inn YouTube myndbönd MySpace-mönnum til ama að því er virtist því fyrirtækið gerði tilraun til að banna YouTube af síðum MySpace um tíma en varð svo að láta undan notendum sínum. Gríðarlegar vinsældir MySpace hafa ekki farið framhjá mönnum og ýmsir hafa orðið til að gagnrýna fyr- irtækið. Ekki hyggst ég víkja að gagnrýni á kauðskan HTML-kóða, ótta við barnaníðinga eða einelti eða vandamál með njósnahugbúnað (spyware) eða álíka rusl, en helsta gagnrýni sem tónlistarmenn hafa haft uppi er að skilmálar MySpace, sem fæstir lesa væntanlega, hafa falið það í sér að MySpace hefur mátt gera hvaðeina sem fyrirtækinu sýnist við það efni sem þar er sett inn sér að kostnaðarlausu. Að líkindum hafa þeir skilmálar upphaflega verið settir til að koma í veg fyrir að fyrirtækið fengi himinháa bakreikninga frá tón- listarmönnum sem sett hafi lög inn á síður sínar, en þeim var breytt fyrir nokkrum dögum til að árétta að menn Stefnumót við tónlist TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.