Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sólin skín í heiði í Fljótshlíð-inni. Fyrir neðan veg liggjamakindalegar kýr á beit.Utangátta blússar blaða- maður fram hjá heimreiðinni upp að Kirkjulæk, þangað sem ferðinni er heitið og við næsta afleggjara rekur hann augun í skilti í vegkantinum: „Lóðir til sölu.“ Jarðakaup er einmitt umræðu- efnið næsta klukkutímann á Kirkju- læk þar sem hjónin Eggert Pálsson og Jóna Kristín Guðmundsdóttir ráða ríkjum. Þar eru þau með 40 kúa bú á jörð sem hefur verið í eigu fjölskyldu Eggerts í 104 ár. „Við Jóna höfum búið hérna í um 30 ár og ég er hérna fæddur og uppalinn. Við höfum því ákveðinn metnað fyr- ir jörðina og höfum mótað okkur þann búskaparstíl sem er okkur að skapi. Helst myndum við vilja að landbúnaður og matvælaframleiðsla yrði áfram á Kirkjulæk,“ segir Egg- ert. Hann bendir þó á að málið eigi sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. „Mér finnst neikvætt þegar einhverjir aðilar safna upp jörðum og kaupa þær bara til að kaupa þær. Hingað í Fljótshlíðina hafa hins vegar komið þéttbýlisbúar sem hafa keypt hluta úr jörðum, þetta tvo til fjóra hektara, undir sumar- bústaði. Þetta fólk hefur flest aðlag- ast samfélaginu hérna og það er bara uppbygging að því. Hingað hafa líka komið aðilar sem gera bú- háttarbreytingar og fara í skógrækt eða ferðaþjónustu og það er ekkert við það að athuga. En ég er á móti ofurbúum, þar sem farið er út í ein- hvers konar verksmiðjubúskap. Ég vil heldur setja dýravelferð og gott aðgengi að landinu í fyrirrúm um leið og lögð er áhersla á gæði mat- vörunnar. Þetta snertir líka sam- félagið í sveitunum. Við byggjum samfélagið upp á fólki og það fólk þarf að vera. Og kaupi fólk jarðir án þess að byggja þær kemur það líka niður á öðrum atvinnurekstri í sveitinni. Það styrkir ferðaþjón- ustuna að það sé blómlegur búskap- ur í sveitinni.“ Síðasti ættliðurinn í sveitinni? Nokkuð er um að bændur í Fljótshlíðinni hafi selt hluta úr landi sínu undir sumarhús en haldið áfram með búskap eða ferðaþjón- ustu á þeim hluta jarðarinnar sem eftir liggur. Engu að síður segja þau Jóna og Eggert búskap hafa dregist feikilega saman á síðustu árum og áratugum. „Ætli sauðfé hafi ekki fækkað um tvo þriðju hluta á síðustu 25 árum eða svo. Í dag eru ekki nema sjö kúabú í Fljótshlíð en þegar ég var krakki voru þau um 60,“ segir Eggert. „Áður voru landþrengsli í Fljótshlíð en nú er því ekki fyrir að fara.“ Sjálfur keypti hann næstu jörð til að stækka eigið land á sínum tíma. „Ég er hlynntur því að bændur sem vilja búa hæfilega stóru búi geti keypt og lagt saman jarðir. Það er nauðsynlegt að hafa slíkt svigrúm.“ Þau benda hins vegar á að sam- fara því sem rýmra verður um þá bændur sem halda áfram búskap dúkki upp annað vandamál. „Það fer að vanta fólk til að smala landið. Reyndar er ekki mikið um eyði- jarðir en það eru margir sem eru ekki með búskap og nokkrir eru ekki með fasta búsetu. Samfélagið hér er orðið allt öðruvísi en það var því fólkinu hefur fækkað svo mikið.“ Eggert segir þó erfitt að gagn- rýna bændur sem selja jarðir sínar þegar þeir fá góð tilboð í þær. „Vit- anlega þurfa bændur að fá við- unandi verð fyrir sínar eignir, ekki síst vegna þess að þeir eru með lé- legan lífeyrissjóð og þetta skapar þeim ákveðinn lífeyri. Við verður samt að sjá til þess að þetta verði ekki síðasti ættliðurinn í sveitinni. Ungt fólk þarf að geta komið og haldið uppi áframhaldandi landbún- aðarmenningu á Íslandi ef við ætl- um að hafa landbúnað og neyslu á íslenskum landbúnaðarvörum í landinu.“ Bóndinn sé frjáls eigna sinna Hann segir hátt verð á jörðum og kvóta standa oft ungu fólki, sem vill hefja búskap, fyrir þrifum. „Þegar jarðarverðið er hátt þurfa afurðir búsins að standa undir þessari fjár- festingu og oft á tíðum er mjög erf- itt að ná því saman. Hins vegar er ástandið skárra í dag en var hér áð- ur að því leyti að nú fá menn þó lán, sé talið að jörðin standi undir af- borgunum.“ Talið berst að þeim bændum sem búa áfram á jörðum sínum eftir að þeir hafa selt þær og hvort þar séu ekki á ferðinni leiguliðar nútímans. „Ég held að það sé erfitt að stemma stigu við því, óski menn eftir að verða leiguliðar,“ segir Eggert. „Menn sem hafa yfir fjármagni að ráða eiga að geta keypt ef bóndinn vill á annað borð selja því það er grundvallaratriði að hann sé frjáls eigna sinna. Ég vil fá að ráða sjálfur hvað ég geri við mína jörð. Sjálfur myndi ég ekki fara út í slíkt en ég get ekki sagt að ég myndi aldrei gera það ef neyðin ræki mig út í það, ef ég stæði til dæmis frammi fyrir því að annaðhvort tapaði ég jörðinni eða seldi hana. Þó ég telji að slík leiguábúð sé ekki góð fyrir sveitirnar skiptir í mínum huga ekki öllu máli hver á jörðina, svo fremi sem það er búseta á henni og menn byggi upp samfélagið.“ Eitt af því sem heyrst hefur fleygt í umræðuna um jarðakaupin er að jarðeigendur sem byggja ekki jörðina séu tregir til að viðhalda girðingum og smala land sitt, eins og kveðið er á um í lögum. Þau hjón vita af þessu vandamáli í nærliggj- andi sveitum. „Og það er vandamál sem á eftir að vaxa mikið,“ segir Eggert sem segir þetta þó alls ekki algilt. Þannig smali nágranni hans, búsettur í Reykjavík, ávallt með sveitungunum á haustin, passi upp á girðingarnar sínar og mæti á Þorrablótið í sveitinni. „Ég geri töluverðan greinarmun á fólki sem reynir að samlagast samfélaginu og þeim sem halda sig til hlés. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það sé best að bændur byggi jarðirnar því þeir séu skástu vörslumenn lands. Við erum tengdir því á allt annan hátt. Við lifum á því og ber- um virðingu fyrir því og viljum sjá það batna og verða öðrum aðgengi- legt. Það hefur aðeins borið á því að þéttbýlisbúar setji upp skilti á heimreiðar að býlum sínum sem á stendur „Einkavegur“ og vilji ekki fá fólk á landið þegar þeir eru búnir að kaupa það. Það hefur ekki verið hugsun bænda. Þeir hafa leyft Ís- lendingum að fara um landið þó svo að þeir væru vörslumenn þess.“ Þau taka undir að þessi umræða virðist vekja upp margvíslegar til- finningar meðal fólks. „Ég hef heyrt að mönnum standi stuggur af þess- ari jarðasöfnun, þar sem menn eru að kaupa upp jarðir og safna,“ segir Eggert. „Sjálfum finnst mér ekkert æskilegt að bændum sé að fækka en ef það er ekki þörf fyrir þá þýðir ekki annað en að taka mið af stað- reyndum.“ Hvað varðar eigin framtíð í þess- um efnum segja þau ekki sjálfgefið að þau myndu selja jörðina hæst- bjóðanda, stæði valið t.d. á milli ungs bónda eða kaupanda sem byði betur í hana. „Við myndum ekki selja hæstbjóðanda upp á að hann færi með jörðina í brask,“ segir Eggert og Jóna kinkar kolli. „Auð- vitað getum við ekki ráðið því hvað yrði um jörðina þegar við höfum selt hana því sá sem kaupir af okk- ur hlýtur auðvitað alltaf að fara með hana að eigin vild. En við myndum ekki selja hana vitandi af því að ætl- unin væri að fara með hana í brask.“ Raunar benda þau brosandi á að það sé auðvelt fyrir þau að tala digurbarkalega í þessum efnum því ólíklegt sé að þau muni standa frammi fyrir slíku vali. Stefnt sé að því að sonur þeirra taki við jörðinni þegar þau hætta búskap. „Hins veg- ar höfum við ekki farið út í að brytja jörðina niður eða selja hana undir sumarbústaði, heldur höfum við nýtt hana til búskaparins að fullu.“ Skástu vörslumenn lands Morgunblaðið/Sverrir Vilja ekki jarðabrask Hjónin Eggert Pálsson og Jóna Kristín Gunnarsdóttir segja best að bændur byggi jarðir, vilja áfram sjá landbúnað og matvælaframleiðslu á Kirkjulæk í Fljótshlíð þar sem þau reka fjörutíu kúa bú. í báðum stjórnunum; Árni Marías- son og Jón Þorsteinn Jónsson eru þar líka, og auk þeirra sitja Ólafur Wernersson og Gunnar Þorláksson í stjórn Lífsvals og Ágúst Sindri Karlsson er varamaður í stjórn Svartagils. Hvað kemur í búið með þessum samruna lá ekki á lausu, þegar þessi grein var unnin, en það kann að hækka framangreinda jarðatölu Lífsvals. Sú tortryggni, sem við fundum að gætir í garð Lífsvals, og beinist að fyrirferð og framkomu fyrirtækisins á jarðamarkaðnum, á vafalaust að stórum hluta rætur að rekja til þeirrar þagnar, sem forráðamenn félagsins hafa hjúpað það og starf- semi þess. Enginn veit hvaða fram- tíðarsýn fyrirtækið byggir á og það sem menn þekkja ekki, það hræðast þeir. „Sporin hræða,“ sagði einn við- mælandi okkar og kvaðst vísa til þess „að jarðir væru sýstematískt settar í eyði“. „Er ekki búið að kaupa allt Suðurland án þess að Lífsval kæmi þar nærri?“ spurði annar viðmælendi blaðsins, sem kvaðst fagna framtaki félagsins, sem væri mikil lyftistöng fyrir landbún- aðinn í landinu. Og hann bætti við, að kannski stöfuðu þessi læti í kring- um félagið einmitt af hlut þess í hefðbundnum búskap, þar sem menn teldu höggvið nærri annarra hagsmunum. Magnús Leopoldsson fasteignasali minnir á að samtök manna um jarðakaup séu hreint ekki ný af nálinni hér á landi og að hans mati er núverandi umræða um upp- kaup á jörðum einum of kraftmikil miðað við málavexti. Andri Teitsson og Jóhannes Kristinsson hafa tekið annan pól í hæðina en Lífsvalsmenn. Þögnin er ekki þeirra mál, þótt allt sé ekki bor- ið á torg. Andri er ekkert að fara með sín jarðakaup og fyrirætlanir með löndum, nema hvað hann vill ekki gefa upp kaupverð einstakra jarða! Hann er líka óhræddur að taka slaginn og spyr fyrir hvaða landbúnað þróunin sé talin óheppi- leg og segir athyglisvert að sjá hverjir telji sig hagsmunahandhafa í landbúnaðinum, þegar þessi mál ber á góma. Þar sem hann hafi komið ná- lægt, hafi landbúnaður frekar eflzt en hitt. Ráðsmaður óskast í sveit Því fer fjarri að búskapur sé úr sögunni á öllum jörðum sem komast í hendur þéttbýlisbúa. Þar sem kaupendur búa ekki sjálfir á jörð- unum, er nokkuð um að seljendur búi þar áfram samkvæmt samningi við nýja eigendur. Ýmsir viðmæl- endur okkar vilja meina að þessir bændur myndi leiguliðastétt nú- tímans. Slíkt búskaparform sé letj- andi og ekki eftirsóknarvert. Aðrir benda á hversu miklu jákvæðara það sé að jörð haldist í ábúð í stað þess að leggjast í eyði. Annað búskaparform, sem við- mælendur okkar benda á í þessu sambandi, er þegar kaupandi jarðar ræður til sín ráðsmann eða -menn til að sinna búinu. Er viðkomandi þá einfaldlega á launum við starfann. Hann þarf þá ekki að hafa áhyggjur af fjármögnun búsmala, jarðar og aðstöðu, en á hinn bóginn er hann næsta valdalaus þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi framtíð býlisins. Frá lífsstíl í lífsviðurværi Hvað sem öllu líður er ljóst að ís- lenzkur landbúnaður gengur nú í gegn um miklar umbreytingar. Þessi stórfelldu jarðakaup eru hluti þeirra, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr. Umræðan mun nú bein- ast fyrst og fremst að því, hvort nauðsynlegt sé að setja þessum um- breytingum einhverjar leikreglur, þegar hér er komið, eða hvort bezt fer á því að frelsið verði áfram ótak- markað. Nýrri búgreinarnar eins og til dæmis ferðaþjónusta og frí- stundabyggð virðast falla vel að landinu og lund landsmanna. Á hefð- bundnu hliðinni er mjólkurbúskap- urinn kominn vel á veg í nýsköpun og nú er röðin komin að sauð- fjárbúskapnum, að hann fari af „lífs- stílsstiginu“ yfir í að vera „lífsvið- urværi“ svo notuð séu orð Andra Teitssonar. ben@mbl.is, freysteinn@mbl.is Gunnar Sigbjarnarson, Egilsstöðum „Ég er al- gjörlega á móti því. Þetta er óeðlileg þróun. Við búum fá í þessu stóra landi og út í hött að fá- ir auðmenn eignist stóran hluta þess. Mér finnst að allt sem er út- hlutað til nytja eða þar sem menn hafa eignast einhvern rétt eigi að skilyrðast af búskap á viðkomandi jörðum.“ Karen Erla Erlingsdóttir, Egilsstöðum „Ríkið á að eiga þær jarðir þar sem búskap er hætt, þær eiga að vera sameign þjóð- arinnar til almennra nota. Ég er á móti því að margar jarðir séu í eigu sama einstaklingsins, fleiri eiga að geta notið jarðagæðanna. En auðvitað lúta jarðakaup lög- málum framboðs og eftirspurnar eins og margt annað og bændur sem eru að bregða búi eru ánægðir að fá eitthvað fyrir jarðir sínar.“ Erna Magnús- dóttir, Selfossi „Mér finnst nauðsynlegt að jarðirnar séu nýtt- ar og búið á þeim en ekki sé braskað með þær. Eigand- inn þarf að nýta jarðirnar undir búskap.“ Björgvin Helga- son, Selfossi „Mér heyrist á mönnum til sveita að það sé ekki gott og ég er sammála þeim.“ Ragnar Sverris- son, Akureyri „Framtíðin er sú að búin fækka og stækka, þessi þró- un er því hið besta mál því landbún- aðurinn eflist. Ég þekki þónokkra bændur sem hafa selt jörðina en búa þar enn og reka búin fyrir fjársterka aðila, og þeir eru ánægðir – enda komast þeir nú í sumarfrí eins og aðrir Íslend- ingar. En það verða alltaf til stór- bændur á Íslandi og þeir selja ekki auðjöfrum jarðir sínar.“ Þorbjörg Halldórsdóttir, Akureyri „Ég er á móti þessari þróun. Ég vil að einyrkinn fái að njóta sín og leggi áherslu á líf- ræna ræktun. Áfram bændur!“ Völundur Völundarson, Reykjavík „Þetta er nátt- úrulega ekki af hinu góða, það er alveg ljóst. Er þetta ekki hálf- gerð einokun landsins, upp að vissu marki? Þegar menn eiga peninga þá virðast þeir geta gert allt.“ Svanlaug Kjartansdóttir, Reykjavík „Það er svo sem allt í lagi að þeir kaupi jarðirnar en mér finnst þá að þeir verði eitthvað að nota þær, undir hagagöngu eða annað. Ekki bara að kaupa þær til að eiga þær.“ „Hvað finnst þér um að fjársterkir einstaklingar og hópar kaupi upp jarðir á landsbyggðinni án þess að hyggja á búskap þar sjálfir?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.