Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 53
dóttur ættaðri úr Húnavatnssýslu. Með henni átti hann þrjú börn, Sig- mar, Margréti og Sesselju, sem ein lifir systkini sín. Dóra vann ýmis störf eins og títt var um unglinga. Var ung send með yngri bræður sína norður í Húnavatssýslu til sum- ardvalar. Sigmar var þá svo lítill að hann pissað á sig. Og þá greip hún til þess ráðs, sem hún hagði æ sam- viskubit yfir. Hún tók snáðann og dýfði rassinum á honum í bæjarlæk- inn. En það dugði. Hann hætti al- veg. Hún bjó á Grundarstígnum til ársins 1948 er afi bað hana að flytja niður í Þingholtsstræti 7 til að ann- ast um bróður hans, Sigurð, sem þá var ekkill og og orðinn lasburða. Hann lést árið 1952, en Halldóra bjó þar áfram allt til 1980. Grundarstíg- ur 5 var svona fjölskylduhús og var í eigu fjölskyldunnar yfir 90 ár. Sama var með Þingholtsstrætið, þar bjuggu líka fjöskyldumeðlimir, en á báðum stöðum var líka til húsa fólk, okkur óskylt. Mikil samheldni var í fjölskyldunni og haldið upp á alla af- mælisdaga og um jólin var farið í heimsóknir til skiptis, jafnvel milli hæða t. d. þegar Kristján bjó þar með sinni fjöldkyldu á neðri hæð- inni. Við bjuggum á Spítalastíg 10, en þaðan var stutt að skreppa til ömmu, afa, Möggu, Sellu og Dóru og fá mjólk og kleinur. Og á aðfanga- dagskvöld var ófrávíkjanleg regla að fara í kaffi, og Simmi frændi stjórn- aði barnakórnum í borðstofunni. Fyrir stuttu sagði Dóra mér frá því að hún hefði verið á leið til Reykjavíkur, norðan úr landi og stoppaði hjá okkur í Hvalfirðinum. Foreldrar mínir báðu hana að taka mig með suður. Hún hafði rifbeins- brotnað og leist nú ekki vel á að taka mig með í rútuna. En pabbi var í vinnu þarna þetta sumar og þau mamma þurftu að fara til að ná í bræður mína sem hafði verið komið fyrir í sveit aðeins norðar. Dóra samþykkti, en þar sem ég var bara 3ja ára, þurfti hún að halda á mér í bílnum sem hristist og skókst á mal- arvegunum. Nógu sárt hafði verið fyrir hana að hristast ein, og hún kveið því að taka mig með. En það kom á daginn að ég studdi við rif- beinin, þar sem ég sat í fanginu, þannig að henni leið mikið betur. Hún sagði að ég hefði virkað eins og spelka. Hún var svo með mig í nokkra daga þar til mamma og pabbi komu í bæinn. Ekki launaði ég henni umönnunina fallega, því um leið og ég sá foreldra mín sagði ég „Dóra, út“. En það var hún löngu búin að fyrirgefa mér. Þau Dóra og eftirlifandi maður hennar Guðmundur bjuggu sér fal- legt heimili í Hraunbænum. Hún var mjög heimakær og sjálfri sér nóg. Henni var það í blóð borið að hafa snyrtilegt í kringum sig og ekki var verið að endurnýja hlutina, gamla innbúið frá Sigurði föðurbróður hennar var sem nýtt, svo vel var um allt hugsað. Enda leit hún svo á að hún væri með hlutina að láni. Og nægjusöm og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert, var hún svo sannarlega. Hún var alla tíð mjög trúuð og var í KFUK frá barnæsku. Og þegar Elli kerling fór að herja á fyrir u. þ. b. 3 árum, var hún æðru- laus. Hún vissi að tími hennar var að renna út. En það var henni mikil raun að fara að heiman þegar að því kom. Hélt reyndar að hún kæmist til betri heilsu og gæti farið aftur heim. Hafði áhyggjur af Guðmundi og heimilinu en viðurkenndi samt van- mátt sinn. Síðasta árið dvaldi hún á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Hún spurði lækninn sinn öðru hvoru hvort hún gæti ekki farið heim að hugsa um bónda sinn. Nokkrum dögum áður en hún lést, veiktist svo Guðmundur og liggur nú á sjúkrahúsi, þrotinn kröftum. En Dóra frænka hefur nú hlotið sína hinstu hvílu við hlið móð- ur sinnar, sem hún tregaði svo mjög alla tíð. Við, fjölskylda Dóru, sendum Guðmundi samúðarkveðjur. Og starfsfólkinu á Skjóli sendum við sérstakar þakkir. Viðmót þeirra allra á 6. hæðinni var einkar ljúft og notalegt. Minningin mun lifa um góða systur og frænku. Nína Draumrún. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 53 Ég veit, að margir gætu tekið undir með mér, þegar ég segi, að Kristín Ágústsdóttir hafi skapað fagra minningu í huga mér. Við kynnt- umst fyrst við prestsverk í fjöl- skyldu hennar og Sigurðar Arnar Einarssonar, eiginmanns hennar, en svo síðar og æ betur vegna samstarfs okkar Sigurðar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi. Hún var yndisleg kona, mætti okk- ur vinum þeirra hjóna ætíð rík af hlýju og kærleika, sannri um- hyggju fyrir okkur og velferð okk- ar. Slíkir samferðamenn eru meira virði en margir ætla, en þegar dýpra er hugsað, sjáum við, að þeir eru meðal gleggstu varðanna við veg lífshamingjunnar. Þau Sigurður bundust ung ævi- tryggðum. Á þeim árum sóttu þau mikið í hið góða samfélag innan KFUM og K, þannig að trú þeirra og kærleikur fléttuðust saman og gáfu þeim fagrar vonir um gæfu- ríka framtíð. Saga þeirra sýnir, að bænir þeirra í þeim efnum hafa verið heyrðar. Ég vitna stundum til bygging- arlistar Forn-Grikkja, þegar ég þarf að lýsa fallegu hjónabandi og heimilinu, sem er umgjörð þess. Opinberar byggingar þeirra voru bornar uppi af súlum. Bygging- arlistin nefnir þrjár þær þekktustu Visku, Styrk og Fegurð. Kynni Kristín Þórdís Ágústsdóttir ✝ Kristín ÞórdísÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1940. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 18. ágúst. mín af Kristínu segja mér, að andi þeirra heita hafi verið mjög sterkur í öllu hennar lífi. Það hefur verið Sigurði ómetanlegt að eiga slíkan lífs- förunaut og okkur vinum þeirra að mæta slíkum hug í öllum okkar sam- skiptum. Þetta hefur ekki síst verið mik- ilvægt, bæði honum og okkur reglubræðr- um hans, er hún hef- ur staðið falleg og sterk við hlið hans, hvar sem hann hefur komið fram fyrir hönd frímúrara bæði innan lands og utan. Þakklætið fyrir þá hluti hljómar nú sterkt frá okkur bræðrunum og eiginkonum okkar. Erfið veikindi hafa sett mark sitt á síðustu árin. En þá fannst mér hún ætíð tala á sama veg og Helen Keller, er sagði: Horfðu mót ljósinu, þá sérðu ekki skuggana. Þannig gerði hún erfiðleikana að skapandi afli í lífi sínu og ávann sér ekki síst með þeim hætti virð- ing og vináttu. Trú hennar skipti þar sköpum. Og hún var ekki bara samfléttuð kærleikanum, heldur einnig voninni, hinni kristnu von og vissu um líf eftir líf, líf í hand- leiðslu Krists, þar sem huggunin sterka er ekki síst fólgin í því sem listaskáldið góða orðaði svo vel, að anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Orðin eru fá og fátækleg, en bak við þau býr þakklæti fyrir fagra minning, vel þeginn kærleika og þá trú og von, sem í dag skipta mestu máli. Með mér í þessu öllu er stór bræðrakeðja, öflugur vin- ahringur, sem vill umvefja Krist- ínu og ástvini hennar því besta, sem lífið geymir. Þórir Stephensen. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN CHRISTIANSEN, Sjónarhóli v/Vatnsveituveg, lést á Landakotsspítala mánudaginn 14. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á deild L1 Landakoti fyrir góða aðhlynningu og umönnun. Kristrún Anna Tómasdóttir, Gerður Tómasdóttir, Lilja Björk Tómasdóttir, Sesselja Dröfn Tómasdóttir, Hjálmar Rósberg Jónsson, Sigurður Andrés Jónsson og ömmubörn. Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUNNARS ÍVARSSONAR fyrrverandi verslunarstjóra og fulltrúa skattstjóra, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Ugga Agnarssyni hjartalækni, læknum, hjúkr- unarliði og öðru starfsfólki á hjartadeildum og gjörgæsludeild Landspíta- lans, sem og séra Braga Skúlasyni. Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir A. Jónsson, Þóra Hafsteinsdóttir, Sonja B. Jónsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Ívar Jónsson, Lilja Mósesdóttir, Fannar Jónsson, Elísabet S. Auðunsdóttir, Jón Þór Sigurgeirsson, Guðrún Iðunn Sigurgeirsdóttir, Einar Bjarni Sigurðsson, Birkir Kristján Guðmundsson, Jón Reginbaldur Ívarsson, Hrafnhildur Fannarsdóttir, Fannar Gunnsteinsson og Óskar Þór Einarsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför EIRÍKS MAGNÚSSONAR. Regína M. Bragadóttir, Eva Katrín Eiríksdóttir, Michael W. Ditto, Bragi Magnús Eiríksson, Lilja Eiríksdóttir, Bragi Líndal Ólafsson, Steingrímur Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, STELLA STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Halldór Sigurðsson, Gunnar, Stefán Hrafn, Ólafur Þór, Jón Hannes og aðrir aðstandendur. Bróðir minn og frændi okkar, HÖSKULDUR KRISTJÁNSSON, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri miðviku- daginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Höfðakap- ellu á Akureyri mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Steinunn Kristjánsdóttir og systrabörn. Góðar minningar á ég um vinkonu mína og frænku El- ínu Guðbjörnsdóttur. Við Ella (eins og hún var ávallt kölluð af vinum og skyldfólki) kynntumst á Vífilstöðum fyrir langalöngu og fórum þaðan á Vinnuheimilið á Reykjalundi. Þar unnum við sam- an við saumaskap. Það var ynd- islegt að vera í nálægð við Ellu, mér fannst hún alltaf brosandi. Við fórum mikið í gönguferðir, til dæmis gengum við einu sinni uppá Reykjarhyrnu fyrir sunnan Reykjalund og þegar við náðum á Elín Rósa Guðbjörnsdóttir ✝ Elín Rósa Guð-björnsdóttir fæddist á Gauts- hamri í Kaldr- ananeshreppi í Strandasýslu 16. september 1918. Hún lést á Landspít- alanum 24. júlí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð í kyrrþey. toppinn veifuðum við með hvítum klút til þeirra sem niðri voru, það átti að vera sönnun að við værum nær himni en þeir. Ég man eftir því að við gengum þrjár saman eftir hita- veitustokknum alla leið til Reykjavíkur, og eitt sinn yfir í Mosfellsdal, austan við Helgafell. Já, Ella var hörku göngugarpur í þá daga en nú er tími kominn til að hvílast. Ég minnist heimsóknanna til þeirra systra Önnu og Ellu seinni árin þegar þær bjuggu á Grett- isgötunni og síðast á Norðurbraut 1. Ég minnist Ellu með söknuði og þakklæti fyrir samferðina hér og einnig það sem hún gaf mér til minningar um sitt góðhjartaða skap og gleðiríkar stundir. Guð geymi hana. Ég votta aðstandend- um Ellu innilega samúð. Pálína Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.