Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 19 Þjóðverjar eru þekktir fyrir tortryggni í garð eftirlitsríkisins, en nú virðist hafa orðið breyting þar á. Í kjölfar þess að upp komst að tilraun hefði verið gerð til að sprengja tvær lestir í loft upp heyrast kröfur um hertar öryggisaðgerðir og eftirlit úr öllum hornum. Umræðan um öryggismál hefur tekið á sig nýja mynd. 31. júlí var töskum með sprengjum komið fyrir í tveimur lestum, annarri á leiðinni til Dortmund, hinni til Koblenz. Sem betur fer virkuðu þær ekki. Hundruð manna hefðu get- að látið lífið hefði tilræðið heppnast. Frétta- skýrendur hafa bent á að það var ekki vegna árvekni yfirvalda eða eftirlits að ekki fór verr heldur fákunnáttu hryðjuverkamannanna og því þurfi að herða aðgerðir. Yfirvöldum er hins vegar hrósað fyrir það hversu vel hefur gengið að hafa hendur í hári tilræðismannanna. Þrír menn hafa nú verið handteknir, einn þeirra í Líbanon á fimmtu- dag. Mennirnir tveir, sem komu sprengjunum fyrir, eru báðir frá Líbanon. Leitt hefur verið getum að því að innrás Ísraela í Líbanon sé kveikjan að tilræðinu og hafa menn spurt sig hvers vegna spjótin beinist að Þýskalandi, sem engan þátt hafi átt í þeim átökum. „Hvernig ber að skilja þessa röksemdafærslu?“ spurði blaðamaður vikuritsins Die Zeit Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands. „Hvaða rök voru að baki 11. september?“ svar- aði hann á móti. „Þá var ekkert Íransstríð og George Bush hélt frekar að sér höndum í utan- ríkismálum.“ Engir griðastaðir Schäuble sagði í viðtalinu að ekki væri rétt að spyrja „hvers vegna Þjóðverjar?“ heldur „Hvers vegna ekki?“ „Ég hef alltaf sagt: við erum hluti af því svæði, sem er ógnað og nær um allan heim,“ sagði Schäuble í samtalinu við Die Zeit. „Í baráttunni gegn hryðjuverkum er ekki um að ræða neina griðastaði hinna sælu. Nú er í fyrsta skipti í Þýskalandi um að ræða tilræði, sem var verið að framkvæma. Við vor- um einfaldlega heppin að sprengjurnar virk- uðu ekki. Svona nærri hefur hryðjuverkaógnin aldrei verið.“ Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001 leiddu til þess að auknar heimildir voru veittar til eftirlits í Þýskalandi og hryðju- verkin í Madríd og London höfðu sín áhrif á umræðuna. Þó hefur sú tilfinning verið fyrir hendi að Þjóðverjar væru í annarri stöðu en Bandaríkjamenn, Bretar og Spánverjar og þeir væru síður skotmark hryðjuverkamanna vegna andstöðu sinnar við Íraksstríðið. Nú er sú öryggiskennd horfin og átti sér kannski aldrei stoð í raunveruleikanum. Bandarískar herstöðvar í Þýskalandi, velvild í garð Ísr- aelsstjórnar og ákvörðunin um að senda þýska hermenn til Afganistans gæti að sögn sérfræð- inga verið hryðjuverkamönnum ástæða að- gerða í Þýskalandi. Meira öryggi Nú er umræðan hins vegar breytt og virðist gilda einu hvort leiðara- og dálkahöfundar hægri blaða á borð við Frankfurter Allge- meine Zeitung eða vinstri blaða eins og Süd- deutsche Zeitung eiga í hlut. Nánast alls stað- ar er krafist meira öryggis. Farið er fram á fleiri öryggismyndavélar, aukið eftirlit með því sem fram fer á netinu, vopnaða verði um borð í lestum og rækilegri gagnagrunna um grun- samlegt fólk, svo eitthvað sé talið. Hingað til hefur mikillar tortryggni gætt í garð eftirlits í Þýskalandi og krafan um var- kárni í meðferð upplýsinga verið hávær. Þar er ekki bara horft til þess hvernig fólk var dregið í dilka á dögum þriðja ríkisins, heldur einnig hinna víðtæku persónunjósna, sem áttu sér stað í Austur-Þýskalandi, þar sem gríðarlegri orku var eytt í að fylgjast með borgurunum. Þjóðverjar hafa áður glímt við ógn hryðju- verka. Nú er óttinn af öðrum toga en þegar Rauðu herdeildirnar létu til skarar skríða fyrir 30 árum. Ætlun þeirra var að dýpka gjána milli yfir- og undirstétta, en eins og Robert Leicht bendir á í grein í Die Zeit vakir ekkert slíkt fyrir hryðjuverkamönnum okkar daga: „Þessir hryðjuverkamenn vilja ekki skerpa á andúð vina og óvina í okkar samfélagi, vest- rænt þjóðfélag í heild sinni er óvinurinn.“ Í Þýskalandi er stórt samfélag múslíma, sem flestir koma frá Tyrklandi. Því hefur verið haldið fram að í Þýskalandi hafi meiri aðlögun múslímasamfélagsins átt sér stað en til dæmis í Bretlandi. Burhan Kesici, varaforseti Ísl- ömsku samtakanna í hverfinu Neukölln í Berl- ín, þar sem búa margir Tyrkir, segir að mikill þrýstingur sé á sig og aðra forustumenn í sam- félagi múslíma að bera kennsl á öfgamenn, en hann hafi litlu meiri upplýsingar en embætt- ismennirnir. „Við vitum ekki hverjir þeir eru og þeir koma ekki í moskurnar okkar vegna þess að við leggjum ekki stund á þeirra útgáfu af íslam,“ sagði Kesici í viðtali við dagblaðið Christian Science Monitor. „Þeir hafa sinn eig- in heim og þar eigum við ekki heima.“ Róttækni virðist hins vegar fara vaxandi. Á Spiegel Online, netútgáfu samnefnds tímarits, er fjallað um ástandið í Kiel þaðan sem annar tilræðismannanna kemur. Fram kemur að þar hafi færst í vöxt að öfgamenn í röðum múslíma reyni að afla fylgis við málstað sinn í röðum ungra manna. Í hverfinu Gaarden hafi þessi áróður byrjað fyrir alvöru eftir hryðjuverkin í London fyrir ári. Haft er eftir íbúa í hverfinu að þess séu dæmi að ungir menn hefji nám ein- göngu vegna þess að þá fái þeir fjárhagslega aðstoð frá ríkinu, en í raun vaki aðeins fyrir þeim að vinna að róttækri útleggingu íslams. Þess séu dæmi að við föstudagsbænir lesi til- tekinn ímam ekki lengur mikið úr Kóraninum heldur fjalli um stjórnmálaástandið í heim- inum og píslarvætti undir rós með því að tala um að mikilvægt sé að koma til móts við guð og fórna sjálfum sér. „Tólf ára krakki veit við hvað er átt,“ segir viðmælandi Spiegel Online. Nú spyrja Þjóðverjar sig hversu langt eigi að ganga í að fylgjast með þessum samfélögum í samfélaginu og bera sig saman við Breta og Bandaríkjamenn. Gera má ráð fyrir að hug- myndir um aukið eftirlit njóti nú meira fylgis en áður. Því ræður ógnin. En þegar heyrast raddir um að hertar aðgerðir megi ekki þrengja að grundvallaratriðum réttarríkisins, aðgerðir í þágu öryggis megi ekki verða til þess að skerða frelsið. Horfin öryggiskennd Reuters Hryðjuverkamanna leitað Lögreglukona stendur vörð fyrir utan hús í Köln þar sem ráðist var til inngöngu í leitinni að mönn- unum, sem komu tveimur sprengjum fyrir í lestum í Þýskalandi. kbl@mbl.is »31. júlí. Tveir menn setja töskur meðsprengjum í tvær lestir. Sprengjurnar springa ekki og finnast á lestarstöðvunum í Dortmund og Koblenz. » 2. ágúst. Yfirvöld komast að þeirri nið-urstöðu að málin séu tengd. » 19. ágúst. Lögregla handtekur Yussef Mo-hammed E.H. frá Líbanon á brautarstöð- inni í Kiel. DNA-sýni úr honum passar við sýni, sem fannst hjá annarri sprengjunni. » 22. ágúst. Lögregla lýsir eftir öðrum mannifrá Líbanon og leitar í íbúð hans. » 24. ágúst. Jihad H., hinn maðurinn semgrunaður er um tilræðið, gefur sig fram við lögreglu í Líbanon. Þýsk yfirvöld fara fram á framsal. Í HNOTSKURN » Eftir Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.