Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ 29. ágúst 1976: „Reynslan hefur leitt í ljós, að verulegra umbóta er þörf á starfi ým- issa meiriháttar stofnana í þjóðfélagi okkar. Það er ekki síst framvinda síðustu mán- aða í ýmsum sakamálum, augljóst misrétti í skatta- málum og misnotkun í banka- kerfinu, sem hefur sannfært menn um að nauðsynlegt sé að taka starfsemi þessara stofnana til rækilegrar end- urskoðunar. Í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í gær við Geir Hallgrímsson víkur forsætis- ráðherra að þessum við- horfum og segir m.a.: „Það er útilokað að sætta sig við, að slík mál velkist árum saman, án þess að niðurstaða fáist. Vafalítið er skipulagi þessara mála ábótavant. Hér er líka um að ræða, að margvísleg fjármálaleg samskipti þegn- anna, sem voru ekki iðkuð í sama mæli eða með sama hætti áður, þegar minna var umleikis, hafa leitt til þess að réttarkerfið, bankar og skattakerfi hafa ekki reynzt þess megnug að mæta sem skyldi breyttum aðstæðum.“ . . . . . . . . . . 24. ágúst 1986: „Síðan Ron- ald Reagan Bandaríkja- forseti skýrði frá því fyrir rúmum þremur árum, að Bandaríkin ætluðu að láta rannsaka hvort unnt væri að koma fyrir varnarkerfi í geimnum gegn langdrægum eldflaugum, hafa Sovétmenn sett fráhvarf frá þessum áformum sem skilyrði í af- vopnunarviðræðum. Á síð- ustu dögum hefur á hinn bóg- inn komið fram, að Sovétmenn telja rannsóknir á geimvörnum samningsatriði. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur lagt til að risaveldin virði ABM- samninginn um takmörkun gagneldflaugakerfa næstu fimmtán ár. Með þessum samningi er Bandaríkjunum og Sovétríkjunum bannað að setja upp varnarkerfi gegn eldflaugum, sem geti varið allt landsvæði þeirra.“ . . . . . . . . . . 25. ágúst 1996: „Eins og kunnugt er hóf Póstur og sími fyrir nokkru samkeppni við einkafyrirtæki á sviði al- netsþjónustu. Þessi sam- keppni var gagnrýnd vegna þess, að einkafyrirtækin höfðu byggt upp þessa þjón- ustu og hið ríkisrekna fyr- irtæki Póstur og sími var þar með að ryðjast inn á vett- vang, þar sem einkafyrirtæki voru þegar fyrir og þjónusta þeirra ekki talin ámælisverð nema síður væri. Þá var held- ur ekki kunnugt, að rík- isstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa hefðu tekið sérstaka ákvörðun um að hefja starfsemi í þessum nýja geira atvinnulífsins. Þá þegar bentu talsmenn einkafyrirtækjanna á, að Póstur og sími væri að nota sér aðstöðu sína til að selja alnetsþjónustuna á lægra verði en einkafyrirtækin gátu gert. Því var svarað af hálfu Pósts og síma, að þetta væri hægt vegna tæknibúnaðar, sem allir aðilar gætu út af fyrir sig komið upp.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M orgunblaðið tekur töluverðum breytingum um þessa helgi. Að baki þeim liggur mikil vinna á ritstjórn blaðsins og öðrum deildum sem hófst snemma á þessu ári. Síðasta stóra breytingin, sem gerð var á uppbyggingu og útliti Morgunblaðsins, var gerð á árinu 1994. Hún var að því leyti til mun umfangsmeiri en sú breyt- ing, sem nú er verið að gera, að þá höfðu ekki verið gerðar grundvallarbreytingar á blaðinu í áratugi heldur blaðinu breytt smátt og smátt og lagað að þörfum nýrra tíma en 1994 var tekin upp alveg ný flokkun á efni blaðsins auk útlitsbreytinga. Nú er byggt á þeim grunni, sem þá var lagður, en engu að síður er veruleg breyting á þeirri hugs- un, sem uppbygging blaðsins byggist á. Markmið- ið með slíkum breytingum er jafnan að gera Morg- unblaðið aðgengilegra fyrir lesendur og auglýsendur og líflegra. Að baki breytingum á Morgunblaðinu liggja alltaf miklar umræður inn- an blaðsins og hugmyndir, sem kannski hafa verið ræddar í nokkur ár áður en látið er til skarar skríða. Að þessu sinni var einnig leitað eftir við- brögðum svonefndra rýnihópa við fyrirhuguðum breytingum og sýnishorn af breyttu blaði prentað og sýnt viðskiptavinum. Viðbrögð lesenda eru yfirleitt á sama veg. Þeir gera athugasemdir við tilfærslu fastra dálka og þá ekki sízt ef þeir hverfa úr blaðinu. Mestu athuga- semdir nú eru við þá ákvörðun að hætta birtingu á dagskrám erlendra sjónvarpsstöðva. Í gær, föstu- dag, hringdu margir áskrifendur, sérstaklega af eldri kynslóð, og mótmæltu þeirri ákvörðun. Dag- skrá erlendu sjónvarpsstöðvanna verður færð inn í blaðið á ný. Einnig voru gerðar töluverðar at- hugasemdir við tilfærslu á veðurkorti, sem áður var á næstöftustu síðu en er nú á bls. 8. En í öllum meginatriðum hafa viðtökur lesenda við breyting- unum verið góðar. Skýrasta dæmið um athugasemdir lesenda var þó, þegar ákveðið hafði verið að myndasagan Ferdinand færi út úr blaðinu. Líkja má viðbrögð- um lesenda við uppreisn. Ferdinand fór inn í blað- ið aftur. Að þessu sinni eru breytingar á Morgunblaðinu hluti af mun stærra verkefni, sem unnið hefur ver- ið að innan blaðsins mestan hluta þessa árs. Þær eru þáttur í sérstöku verkefni, sem unnið hefur verið að undir forystu ráðgjafa frá IMG til þess að auka hagkvæmni í útgáfu og rekstri Morgunblaðs- ins og leitt af Einari Sigurðssyni, sem nú hefur verið ráðinn forstjóri Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins. Rekstrarráðgjafar hafa áður komið að vinnu í tengslum við rekstur Morgun- blaðsins og að þessu sinni brugðu þeir upp annarri mynd af rekstri blaðsins en áður hafði blasað við. Í samræmi við þá mynd var tekin ákvörðun um að fella niður útgáfu þriggja tímarita, Tímarits Morgunblaðsins, Lifunar og M-blaðsins, en efni þeirra í þess stað fellt inn í sérstakan hluta að- alblaðsins, sem nefnist Daglegt líf og á sér rætur aldarfjórðung aftur í tímann en hefur tekið mikl- um breytingum á þeim tíma. Nú verður sá þáttur mun umfangsmeiri en áður. Ástæðan fyrir því að tímaritin hafa verið lögð niður er einfaldlega sú, að þau reyndust ekki hagkvæm í rekstri en tiltölu- lega auðvelt að fella efni þeirra inn í blaðið sjálft. Þetta var því spurning um að bjóða lesendum upp á svipað efni í öðru formi. Jafnframt því að breyta útgáfunni á þann veg, sem nú blasir við lesendum, hefur verið unnið að verulegum breytingum á skipulagi ritstjórnar Morgunblaðsins. Á síðustu þremur áratugum hef- ur ritstjórninni smátt og smátt verið skipt upp í fleiri deildir og meiri sérhæfing orðið. Sl. vor var blaðinu snúið við að því leyti til að deildum innan ritstjórnar var fækkað verulega. Markmiðið með því var að ná fram betri nýtingu á starfskröftum blaðsins. Í samræmi við þetta var gerð breyting á yfirstjórn ritstjórnar, sem leiddi til fækkunar yf- irmanna. Þessi breyting var framkvæmd sl. vor en það tekur tíma að festa hana í sessi. Starfsmenn hafa enn tilhneigingu til að hugsa og starfa á grundvelli hinnar gömlu deildaskiptingar en það breytist smátt og smátt. Þriðja stóra verkefnið, sem unnið hefur verið að í tengslum við þessar breytingar á rekstri Morg- unblaðsins, eru breytingar á framleiðsluferli þess. Að því er stefnt að smátt og smátt taki blaðamenn- irnir meiri þátt í endanlegri vinnslu á einstökum síðum. Þessi þáttur breytinganna er kannski erf- iðastur en næst í gegn á nokkrum mánuðum. Eins og sjá má er hér um umfangsmiklar breyt- ingar að ræða á starfsemi ritstjórnar og fram- leiðsludeildar Morgunblaðsins og að baki þeim liggur gífurleg vinna. Mesti þungi þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á Morgunblaðinu sjálfu, hefur legið á herð- um Árna Jörgensen, fulltrúa ritstjóra, sem mótað hefur bæði útlit og efnistök blaðsins í þrjá áratugi. Hann nýtur algerrar sérstöðu í því starfi hér á landi og þótt víðar væri leitað. Sigurbjörg Arnars- dóttir hefur verið hans nánasti samstarfsmaður í þessu verkefni. Að öðru leyti hefur þessi vinna að langmestu leyti hvílt á aðstoðarritstjórum blaðs- ins, þeim Ólafi Þ. Stephensen og Karli Blöndal, og Birni Vigni Sigurpálssyni fréttaritstjóra. En margir aðrir hafa að sjálfsögðu komið við sögu. Breytingar á framleiðsluferli blaðsins eru í hönd- um forystumanna framleiðsludeildar, Guðbrands Magnússonar framleiðslustjóra og Kristjáns Bergþórssonar. Þótt þessi nöfn séu nefnd er það svo, að mjög stór hópur starfsmanna ritstjórnar kemur að svo umfangsmiklum breytingum. Batnandi afkoma M arkmiðið með breytingum á út- gáfu Morgunblaðsins, útliti blaðsins, uppbyggingu og efn- istökum, skipulagsbreytingu á ritstjórn og breytingum á framleiðsluferli er að auka hagkvæmni í rekstri blaðsins. Afkoma þess á fyrstu sex mánuðum þessa árs er mun betri en verið hefur síðustu 2–3 ár. Þær breytingar, sem nú er verið að gera, skila sér í bættum rekstri á næstu misserum en batnandi rekstrarárangur til þessa er afrakstur af mikilli vinnu, sem segja má, að hafi verið unnið nokkuð samfellt að frá byrjun nýrrar aldar. Eftir mikinn uppgang síðustu ár tíunda áratug- arins varð nokkur samdráttur í efnahagslífi strax í byrjun árs 2001 og raunar mátti sjá þess merki á auglýsingamarkaðnum síðustu mánuði ársins 2000. Í febrúarbyrjun árið 2001 óskaði Hallgrímur B. Geirsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Morg- unblaðsins, eftir því við ritstjórn blaðsins, að gerð- ar yrðu ráðstafanir til að draga úr kostnaði vegna samdráttar í efnahagslífi og þar með auglýsinga- tekjum. Við þeim óskum var brugðizt þá þegar. Útgáfa Fréttablaðsins þá um vorið, sem þeir feðg- ar Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson stóðu fyrir, varð upphafið að miklum breytingum á dagblaðamarkaðnum. Ókeypis blöð höfðu rutt sér til rúms á Norðurlöndum og víðar en þeir inn- leiddu þá nýjung að dreifa slíku blaði í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu. Þessi athyglisverða hug- mynd breytti rekstrarumhverfi blaðanna sem fyr- ir voru og Morgunblaðið hlaut að laga sig að breyttum aðstæðum. Það kom sér því vel fyrir blaðið, að hafin var hagræðing í rekstri áður en Fréttablaðið kom upphaflega út. Reykjavíkur Laugardagur 26. ágúst BREYTT VIÐHORF HJÁ ÍSRAELSMÖNNUM? Það er óneitanlega athyglisvertað fylgjast með þeim um-ræðum, sem nú fara fram í Ísrael eftir að hernaðarátökum í suð- urhluta Líbanons er lokið, alla vega þessa stundina. Þegar leið á þessi átök var orðið ljóst, að Ísraelsmönnum gekk ekki jafn vel, að uppræta starfsemi skæruliða í suðurhluta Líbanons, eins og þeir höfðu sjálfir talið. Þegar horft er á þessa atburði úr fjarlægð verður ekki séð að það hafi tekizt. Bush Bandaríkjaforseti segir að vísu að árangurinn hafi orðið meiri en sýnist og hann býr auðvitað yfir betri upplýsingum en allir aðrir um það. Staðreynd er engu að síður að rík- isstjórn Ísraels liggur undir mikilli gagnrýni heima fyrir og er sökuð um misheppnaðar hernaðaraðgerðir en í Arabaheiminum líta menn á skæru- liðana, sem sigurvegara. Og kannski munu Arabaríkin líta svo á að í starfsaðferðum skæruliðanna hafi þeir fundið leið til þess að koma höggi á hernaðarveldi Ísraelsmanna án þess að verða of illa úti sjálfir. Allt er þetta heldur öfugsnúið fyrir Ísraelsmenn, sem hafa verið taldir búa yfir langsterkasta heraflanum á þessu svæði. Þeir hafa að vísu áður lent í svipuðum hremmingum og náð sér upp úr þeim. Spurning er hins vegar hvort þessi átök og misheppnaðar tilraunir Ísr- aelsmanna til að ná undirtökunum í viðureigninni við skæruliðana gæti leitt til þess að Ísraelsmenn sjái stöðu sína í Miðausturlöndum í nýju ljósi, að þeir átti sig á því, að það er kannski betri kostur að beita öðrum aðferðum í samskiptum við nágranna sína en vopnavaldi. Þeir, sem nú ráða ferðinni í Ísrael, hafa haft það að markmiði, að yf- irgefa herteknu svæðin bæði á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu. Hugs- unin á bak við þá stefnu hefur verið sú, að Ísraelsmenn væru einfaldlega í sterkari stöðu að verja landamæri sín en dreifa herafla og lögreglu um hernumdu svæðin, þar sem þær sveitir eru í stöðugum aðgerðum við að halda niðri uppreisn íbúanna. Nú er auðvitað spurning, hvort breyting verður á þessari stefnu hjá ríkisstjórn Ísraels, að hún treysti sér einfaldlega ekki til þess í ljósi veikr- ar stöðu eftir átök undanfarinna vikna. Svo er líka hugsanlegt að rík- isstjórnin neyðist til að efna til þing- kosninga og að harðlínumenn komist til valda í kjölfar slíkra kosninga. Alla vega er ljóst að Ísraelsmenn eru ekki í þeirri sterku stöðu, sem þeir voru fyrir þessi átök. Hefði kannski verið skynsamlegra að senda sérsveitir til þess að finna her- mennina tvo í stað þess að leggja suðurhluta Líbanons og efnahags- kerfi landsins í rúst til þess að hafa uppi á þeim? Átökin í Miðausturlöndum eru fyr- ir löngu orðin mjög þreytandi fyrir umheiminn. Aðrar þjóðir leggja bæði fram mikla fjármuni og í sumum til- vikum herafla til þess að halda stríð- andi fylkingum í skefjum. Er kannski kominn tími til að láta þess- ar þjóðir afskiptalausar og gefa þeim svigrúm til að leysa ágreiningsmál sín? Hafa afskipti hinna gömlu her- velda í Evrópu og síðar Bandaríkja- manna skilað nokkrum árangri, sem máli skiptir? Þessar spurningar hljóta að fara að sækja stíft á þær þjóðir, sem mest hafa komið við sögu, sem eru Banda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar og kannski að einhverju leyti Rússar. Höfuðstöðvarnar í Hádegismóum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.