Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón HjaltalínHermundsson fæddist á Strönd í Vestur-Landeyjum 17. september 1923. Hann lést á Landa- kotsspítala 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermundur Ein- arsson, f. á Skeggja- stöðum í Vestur- Landeyjum 17. júlí 1880, d. 8. júní 1964, og kona hans Guð- rún Jónsdóttir, f. á Strönd í Vestur-Landeyjum 29. apríl 1890, d. 20. september 1961. Systkini Jóns eru Eiður, f. 25. mars 1920, Ingigerður Anna, f. 25. maí 1921, d. 14. mars 1989, og Kristín, f. 17. september 1923, d. 21. febrúar 2003. Jón átti einn hálfbróður, Halldór Elíasson, f. 2. desember 1913, d. 30 desember 1996. Jón kvæntist 17. júní 1956 Ásu Magnúsdóttur frá Lambhaga í Vest- mannaeyjum, f. 15. júlí 1931. Foreldrar hennar voru Guð- rún Þorsteinsdóttir, f. 14. ágúst 1889, d. 4. október 1982, og Magnús Jónsson Frá Vetleifsholti í Ásahreppi, f. 19. ágúst 1875, d. 29. febrúar 1939. Ása og Jón eiga tvo syni, þeir eru a) Her- mann Gunnar, f. 23. febrúar 1956, kvæntur Emmu K. Garðarsdóttir, sonur þeirra Hall- dór Garðar og b) Magnús Rúnar, f. 18. febrúar 1958, kvæntur Auði Gunnarsdóttur, þau eiga tvö börn, Jón Gunnar og Sigrúnu Ásu, unn- usti Sigurður Jón Sigurðsson, sonur þeirra Sigurður Rúnar. Útför Jóns var gerð frá Garða- kirkju 17. ágúst, í kyrrþey að ósk hins látna. Mér kom á óvart í morgun þegar hringt var frá Íslandi að hann Jón, frændi, Hermundsson væri dáinn. Hann lézt einum mánuði fyrir 85 ára afmæli sitt, 17. september 1923. Nonni, eins og ég þekkti hann, var fæddur á Strönd í Vestur-Landeyj- um, sonur Hermundar Einarssonar og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Hann ólst upp á Strönd í stórum systkinahópi. Það voru þau Eiður Hermundsson, Kristín Hermunds- dóttir (tvíburasystir hans), Inga Hermundsdóttir og hálfbróðir Hall- dór Elíasson. Öll eru nú látin nema Eiður sem býr á elliheimili í Hvera- gerði. Nonni fór snemma til sjós á vertíð eins og það var kallað. Fór hann til Vestmannaeyja, að sið karlmanna á Strönd. Í Vestmannaeyjum kynntist hann konu sinni, Ásu Magnúsdótt- ur, sem var ættuð úr Landeyjunum. Giftust þau um 1955 og ári seinna áttu þau sitt fyrsta barn, Hermann Gunnar að nafni. Tveimur árum síð- an var seinni sonurinn, Magnús Rúnar, fæddur. Héldu Nonni og Ása sitt heimili í Vestmannaeyjum þar til gosið árið 1973 þröngvaði þeim upp á meginlandið. Þau sett- ust að í Kópavogi og bjuggu þar ætíð síðan, eða þar til Ása dó fyrir nokkrum árum og nokkru seinna fluttist Jón á heimili aldraða þar í bæ. Nonni var alltaf mjög líflegur, söngelskur og hafði gaman af að lifa. Hann var bjartsýnn að mestu leyti og hrókur alls fagnaðar á sam- komum og fjölskyldumótum. Hann var elskaður af fjölskyldu sinni og vinum og vandamönnum, Honum þótti vænt um Ísland og náttúru landsins og fannst gaman að ferðast um landið. Nonna hafði líka gaman af skáld- skap, sögum og bókum og las mikið og söng á yngri árum. Honum fannst gaman að tefla og tilheyrði ýmsum taflklúbbum í gegnum árin. Hann var einnig leirskáld gott og bjó til ýmsar vísur og bögur. Man ég eftir einni. Gloppan fríða, fáséða, finnst mér príða sveitina. Fjárgöturnar fínnast þar, um fallegar grænar lautirnar. (Gloppan var hóll og kennileiti vestur frá Strönd sem seinna meir var rudd til að gera pláss fyrir tún.) Ég horfi út í fjarskann um fjöll og órageima og fjarlægðin er endalaus bak við huga minn. Ég læt mig halda áfram að doka við og dreyma, dreginn burt í anda firða langt um sinn. En þegar þér finnst ég vera öllu órafjarri og ekkert samband náist við duldan huga minn, skynja ég þó albezt í skýrleika mér nærri skaparann og lífið og sjálfan alheiminn. Felldu ekki dóm yfir förlum huga mínum, þó fari þessar leiðir um hávíddanna geim. Komdu með mér,vinur, eig þátt í þessum sýnum þá ertu að komast á rétta veginn heim. (Jón Hj. Jónsson.) Kæri Nonni minn, megi góður Guð gefa þér vel verðskuldaða hvíld frá erfiði ævidagsins. Megi Guð styrkja ástvini, vini og vandamenn á þessum erfiða tíma 1ífsreynslunnar Herbert Númi. Jón H. Hermundsson ✝ Halldóra LiljaGunnarsdóttir fæddist á Akranesi 17. apríl 1956. Hún lést á Vífilsstað- arspítala 6. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Margrét Teitsdóttir sjúkraliði og Gunn- ar Þór Þorbergsson sjómaður, látinn. Bræður Lilju eru Örn Arnar, Rúnar Gunnarsson, Teitur Gunnarsson og Sig- ursteinn Gíslason. Lilja ólst upp á Akranesi til 5 ára aldurs, þaðan flyst hún með for- eldrum sínum í Kópavoginn og býr þar til 11 ára aldurs. Eftir það bjó fjöl- skyldan á Stokks- eyri í eitt ár og það- an flytja þau til Akraness. Hinn 29. desem- ber 1979 giftist Lilja Gísla Arasyni, f. 8. júní 1949. Sonur þeirra er Ari Gunn- ar, f. 16. mars 1985. Bjuggu þau lengst af á Melabraut á Seltjarnarnesi. Útför Lilju var gerð í kyrrþey. Mig langar í örfáum orðum að minnast mágkonu minna Halldóru Lilju Gunnarsdóttur sem lést á Vífils- staðaspítala 6. ágúst sl. Ég kynntist Lilju þegar hún kom inn í líf Gísla bróður míns, Gísli starfaði sem sjó- maður á þeim tíma og fór Lilja oft í siglingar með honum á þeim árum, kynni okkar Lilju voru ekki mikil á þessum árum, en eftir að Lilja og Gísli eignuðust Ara Gunnar urðu sam- skiptin meiri. Lilja átti við þunglyndi að stríða og var ekki mikið að ræða sín mál. Á þeim tímum var heldur ekki talað um andleg veikindi sem sjúkdóm, en sem betur fer hafa þeir hlutir breyst. Á seinni árum var Lilja haldin lungnasjúkdómi. Sl. sex ár var Lilja búin að vera meira og minna á spítala og dvaldi hún á Vífilsstaðaspít- ala sl. 3 ár. 17. apríl sl. varð Lilja fimmtug og heimsóttu þá vinir og ættingjar hana á Vífilsstaði, búið var að útbúa fínasta kaffiborð með öllu tilheyrandi en þá var Lilja orðin það máttfarin að hún komst ekki fram úr rúmi. Þrátt fyrir það var hún þakklát og ánægð með hvað margir komu til hennar þennan dag. Gísli og Ari Gunnar eru búnir að vera henni mikil stoð og stytta í veik- indum hennar. Sendi öllum ættingj- um og vinum Lilju mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Lilja, hvíl í friði, Karen. Halldóra Lilja Gunnarsdóttir Glæsilegt parhús á 2 hæðum á skjólríkum og barnvænum stað. Húsið er skráð 165,1 fm og bílskúrinn 37,1 fm. samt. 202,2 fm. Fullbúið hús á vand- aðan máta, eikarhurðir, parket og flísar á gólfum, innfeld halogenlýsing í loftum, upptekin viðarloft, gólfhiti í forst., eldhúsi og baði. Verð 45 millj. Sigurður tekur vel á móti þér. Opið hús kl 14-17 Fjallalind - Kóp Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr, alls 217,3 fm. Skiptist m.a. í 4-5 svefnherb. stofur m/arni, verönd m/heitum potti o.fl. Rúmgóður bílskúr. Eftirsótt staðsetning. Verð 55 millj. Heiðrún sýnir. Opið hús kl 14-17 Boðagrandi - raðhús Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI KRISTINN HANSSON áður Digranesvegi 62, Kópavogi, andaðist fimmtudaginn 24. ágúst á Hrafnistu í Reykjavík. Björg R. Árnadóttir, Ármann J. Lárusson, Ingibjörg Árnadóttir, Ragnheiður D. Árnadóttir, Bragi Sigurjónsson, afabörn og fjölskyldur. JÓN SANDHOLT JÓNSSON plötusmiður, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Alda Jónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigurjón Stefánsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Guðný Stefánsdóttir. ✝ Laufey Karls-dóttir fæddist í Hafnarfirði 9. júní 1912. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 16. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Kristjánsdóttir úr Hafnarfirði og Karl Slinning frá Álasundi í Noregi. Guðrún giftist 1915 Jóni Jóhanns- syni og átti með honum átta börn. Þrjú þeirra eru á lífi og búa öll í Bandaríkjunum. Karl átti þrjú börn sem öll eru látin. Sonur Laufeyjar og unnusta hennar Þórðar Ásgeirssonar er Karl Svanhólm, f. 23. janúar 1934, kvæntur Ingi- björgu Sölvadóttur. Sambýlismaður Laufeyjar var Gunn- ar Ásgeirsson, f. 6. október 1910, d. 25. apríl 1987, börn þeirra eru: Guðrún, f. 13. september 1937, gift Stefáni Kjartanssyni; Bjarndís, f. 30. mars 1943, gift Jóni Björgvini Björgvins- syni, þau slitu sam- vistir; og Sigvaldi, f. 6. október 1945, kvæntur Sig- urlaugu Garðarsdóttur. Laufey á 17 barnabörn, 40 barnabarnabörn og sjö barna- barnabarnabörn. Útför Laufeyjar var gerð í kyrrþey. Ég kynntist Laufeyju þegar ég giftist elsta syni hennar, Karli Svan- hólm. Þar sem ég bjó vestur á fjörð- um hófust kynni okkar Laufeyjar ekki almennilega fyrr en við hjónin fluttum á Akranes árið 1990. Við Laufey áttum margar góðar stundir saman, þar sem hún naut þess að rifja upp og segja mér frá sínum yngri ár- um. Ekki var ævi hennar laus við erf- iðleika, þó það jákvæða hafi staðið upp úr í frásögnum hennar. Aðeins 6 ára gömul fór Laufey til vandalausra. Fósturforeldrar hennar bjuggu á Hofgörðum í Staðarsveit ásamt börnum sínum. Dugnaður Laufeyjar og lagni við skepnur þótti alveg einstakt og sagði ein fóstursyst- ir hennar að Laufey hefði verið undrabarn í þeim málum. Þegar hún var ung stúlka í Stað- arsveit bauð hreppsnefndin henni að kosta hana til náms í ljósmóðurfræð- um. Laufey hafnaði því en sagði: ,,Ef þið kostið mig í dýralækninganám þá mun ég ekki láta á mér standa.“ En það stóð henni ekki til boða. Laufey var mikill dýravinur og sat hest með mikilli reisn. Hún átti oft mikla gæðinga og fór vel með hesta sína sem og aðrar skepnur. Þá var hún einnig mjög sterkbyggð kona og var við sveitastörf karlmannsígildi. Það var henni mikill metnaður að vera ekki eftirbátur annarra í verkum og vafalaust hefur stolt hennar reynst henni stundum erfitt. Dæmi um styrkleika hennar var að þegar hún var ung stúlka tókst henni að lyfta ,,fullsterkum“ sem er í steinataki á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi. Þá var Laufey einstaklega gestris- in kona og þegar gest bar að garði svignuðu borð hennar undan kræs- ingunum. Haft var eftir ungum manni sem bjó í nágrenni við hana að hann vildi alltaf fara með foreldrum sínum í heimsókn til hennar því þar var alltaf svo gott með kaffinu. Þegar aldur fór að færast yfir hvöttu börn hennar hana til að flytjast á Dvalarheimilið Höfða. Að lokum ákvað hún að fara og fékk litla íbúð þar. En það átti ekki við Laufeyju. Henni fannst ömurlegt að horfa upp á gamla fólkið, lasið og gangandi með hækjur. Svo hún ákvað að þar ætti hún ekki heima og flutti aftur á gamla heimilið sitt. Hún var mjög ánægð með ákvörðun sína og rak heimilið þar til þrekið fór að minnka og lík- aminn að bila. Hátt á níræðisaldri flutti hún aftur á Höfða og fór fljót- lega á sjúkradeild þar sem hún dvaldi þar til yfir lauk. Öll umönnun á Höfða er til mikillar fyrirmyndar. Starfsfólkið er einstak- lega ljúft og gott við heimilisfólkið. Ég er viss um að Laufeyju hefði hvergi getað liðið betur en þar síðustu æviár- in. Laufey mín, ég er sannfærð um að vel hefur verið tekið á móti þér í nýj- um heimkynnum, Guð veri með þér. Ingibjörg Sölva. Laufey Karlsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningar- greinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu-eða þriðjudegi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.