Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ríkisjarðir telja 437 lögbýlisamkvæmt upplýsingumlandbúnaðarráðherra á síðasta Alþingi. Á árunum 2000 til 2004 var 101 ríkisjörð seld og er ætlað að um 20 ríkisjarðir verði seldar ábúendum og sveit- arfélögum árlega næstu ár og 5– 10 jarðir fari í frjálsa sölu. Sig- urður Þráinsson hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins segir ríkisjarðir einkum seldar eftir þremur leiðum; sveitarfélög óska eftir landi til sinna afnota, ábú- endur óska eftir að uppfylltum skilyrðum að fá jarðir keyptar og nokkrar jarðir eru seldar á frjáls- um markaði. Þegar ábúendum eru seldar jarðir, heldur ríkið forkaupsrétti í tíu ár eða við fyrstu sölu á sam- bærilegu verði og það seldi jörð- ina. Framleiðsluréttur í kjöti og mjólk fylgir með í kaupunum án verðlagningar, en nýr eigandi eignast þann rétt ekki að fullu fyrr en eftir tíu ár. Sigurður sagði mega greina aukningu í eftirspurn sveitarfé- laga og ábúenda og í vaxandi mæli mætti sjá félög, einkahluta- félög eiga hæsta boð í þær rík- isjarðir sem seldar eru á frjálsum markaði. Birgir Guðmundsson hjá rík- iskaupum, sem hefur annazt verðlagningu á jörðum fyrir rík- ið, segir verðið á frjálsa mark- aðnum hafa hækkað gífurlega mikið hin síðustu ár, þar sem það virðist kappsmál þeirra, sem pen- inga hafa, að eignast jarðir. Um verðlagningu ríkisjarða til ábúenda segir Birgir að reynt sé að fylgja þróuninni á landbún- aðarlegum forsendum; að gera bændum kleift að eignast jarð- irnar til búskapar. Þar sé horft til vísitölu byggingarkostnaðar sem hafi samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkað um 2–3% á ári. Verðlagning þessara jarða er því ekki í neinum tengslum við jarðaverð á frjálsa markaðnum og því er sala rík- isjarða skilyrðum háð. Í Jarðalögum eru greinar um ríkisjarðir, sem ekki skal selja vegna útivistargildis þeirra, sögulegs gildis og auðlinda. Fjörutíu jarðir eru á þessari þjóðjarðaskrá. Á þriðja tug ríkisjarða settur í sölu á hverju ári Morgunblaðið/Sverrir Verður ekki seld Sauðlauksdalur í Vesturbyggð, Barðastrandarsýslu, er kirkjustaður og ríkisjörð. Vegna sögulegs og menningarlegs gildis er jörð- in Sauðlauksdalur skilgreind sem ein 40 þjóðjarða, sem ekki verða seldar. Jón Benediktsson, Auðnum íLaxárdal, formaður Bún-aðarsambands Suður- Þingeyinga og Veiðifélags Laxár og Krákár, var einn þeirra, sem mæltu með tillögu allsherj- arnefndar búnaðarþings um að bændasamtökin láti gera úttekt á breytingum á eignarhaldi jarða og áhrifum þeirra. „Ástæður þessarar samþykktar eru áhyggjur mínar og fleiri af því, hvert stórfelld jarðakaup fjár- sterkra aðila og stórhækkað jarð- arverð leiðir okkur, en það gæti haft mikil og ef til vill neikvæð áhrif á landbún- aðinn og byggða- þróun í landinu. Umfang þessara jarðakaupa virðist fjarri öllu lagi og verðið slíkt, að við, sem viljum auka við okkur í land- búnaðinum, erum ófærir um að keppa við það. Ég held, að það sé orðið fullmikið um menn sem keppast við að safna jörðum og eftir þeim fregnum sem ég hafði af málum fyrri hluta sumars, þá var ásóknin í jarðir að herða á sér og verð að hækka. Ég veit hins vegar ekki hvort eitthvað hefur hægt á þessu í takt við fast- eignamarkaðinn.“ Jón sagði að segja mætti að ásókn væri í hvaða jarðnæði sem er, hvar sem er, eyðijarðir jafnt og bújarðir. Aðalmálið virðist vera að landið liggi sæmilega við vega- sambandi, sem þarf þó ekki til, þegar um veiðihlunnindi er að ræða. Menn kaupa jarðir á ýmsum for- sendum. Sumir byggja þar upp ferðaþjónustu, sem Jón sagði í sjálfu sér gott mál. Einnig nefndi hann hestamennskuna, sem hefði lagt undir sig litlar láglendisjarðir sunnanlands og vestan. Þá væri mikil ásókn í öll hlunnindi, sér- staklega veiði, dæmi er um að aug- lýst hafi verið eftir jörð til rjúpna- veiða, og landi til útivistar. Nefndi hann að í vor hefðu verið seldar lóðir undir sumarhús á Suðurlandi á 900 króna fermetraverði, sem legði hektarann á 9 milljónir. Á Vesturlandi voru seldar jarðir, sem voru komnar úr ábúð, með fallegu landi sem hentar vel undir sum- arhús, á 40 milljónir króna, en það verð sagði Jón uppi í skýjunum fyrir nágrannabóndann, sem kynni að vilja bæta við sig landi. Jón sagðist ekki sjá, að svo hátt jarðarverð stæði undir nokkurri arðsemi af hefðbundnum búskap, en væri eflaust fjárfesting til fram- tíðar með enn hækkandi jarð- arverði og svo mætti alltaf búta jarðirnar niður í sumarhúsalóðir og fá þannig mikla peninga út úr þeim. Svo sagði Jón sótzt eftir jörðum með greiðslumark, sem þá væri oft flutt af jörðunum og sameinað ann- ars staðar, en eftir stæðu jarðir í eyði, nema kannski að íbúðarhúsin væru eitthvað nýtt. „Þetta hefur talsvert verið að gerast í næsta ná- grenni við mig; að menn kaupa jarðir, flytja saman greiðslumörk og auka umsvifin á einum stað en leggja annan í eyði.“ Þegar Jón var spurður, hvort hann ætti við fyrirtækið Lífsval, játaði hann því. En hefur þá verið eitthvað um það að bændur í ná- grenni hans, sem vilja auka við land sitt, hafi falazt eftir jörðum, sem Lífsval hefur flutt greiðslu- markið af? Ekki sagðist Jón þekkja dæmi þess, enda treystu menn sér ekki í slík viðskipti miðað við það verð, sem Lífsval hefði keypt jarð- irnar á í upphafi. En sér Jón ekk- ert jákvætt við þessa þróun? „Jú, það er út af fyrir sig jákvætt að bændur sem vilja hætta, geta selt jarðir sínar við góðu verði. Og þau dæmi, þar sem há- tekjufólk hefur keypt jarðir og flutt lögheimili sín þangað frá þéttbýl- inu, eru jákvæð; þetta fólk verður tekjulind fyrir við- komandi sveit- arfélög, má eiginlega kalla það gullfugla. Í allri þessari umræðu um jarða- kaup sagði Jón, að ekki mætti líta fram hjá þeirri geðfelldu löngun fólks að eignast sitt eigið land. Það væri þó ekki hún, sem íslenzkum landbúnaði stafaði ógn af, heldur hinu, þegar menn væru að safna jörðum til annars en að halda þeim í byggð. Í stórum stíl gæti slíkt hamlað endurnýjun í bændastétt og staðið mannlífi í sveitunum fyrir þrifum. Þegar Jón var spurður, hvort og þá hvaða takmarkanir hann vildi sjá í jarðamálum, sagðist hann fyr- ir það fyrsta vera ósáttur við þá breytingu með nýju jarðalögunum, að eina bremsan; forkaupsréttur sveitarfélaga, var felld niður. Þá er nú engin búsetuskylda bundin jarð- areign og engin takmörk fyrir því, hvað margar jarðir hver má eiga. Skattalöggjöfin sagði Jón að hlífði í raun jarðeigendum, sem njóta arð af veiðifélögum, en hafa hvorki bú- setu né rekstur á jörðunum, því þær greiðslur eru skattlagðar sem fjármagnstekjur, en hjá þeim sem hafa rekstur á jörðum sínum eru tekjurnar skattlagðar sem hverjar aðrar persónutekjur. Þessi mis- munun sagði Jón gera bændur ger- samlega ósamkeppnishæfa um kaup á jarðnæði til að auka við sinn rekstur. „Við eigum að líta til nágranna- landanna, til dæmis Noregs og Danmerkur þar sem ströng ákvæði eru um búsetuskyldu og eign á fleiri jörðum. Meira að segja í Eng- landi með öllu sínu engilsaxneska frelsi, hafa menn sett reglur um þessa hluti. Ég held að sú þróun sem við horfum nú upp á hér á landi kalli á einhverja reglusetn- ingu um jarðaeign.“ Þróunin kallar á reglusetningu Vill sjá reglur Jón Benedikts- son er hlynntur reglum um búsetuskyldu og jarðafjölda hvers og eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.