Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 47
allri hæðinni, en heimilismenn þar eru samtals 29. Tvisvar í viku er annar þeirra hjúkrunarfræðingur sem sinnir öllu húsinu (fjórum hæð- um) og eðli málsins samkvæmt oft bundinn við hjúkrunarverkefni. Auðvitað er þetta alltof fátt fólk. Það er hverjum manni ljóst, ekki síst þegar tillit er tekið til þess að aðstoða þarf flesta við að matast, fara á salerni, hátta – og svo eru sumir rúmliggjandi. Þetta hefur gengið einhvern veginn. Aðstand- endur hafa hlaupið undir bagga með ýmsum hætti og telja það ekki eftir sér. Þá hafa sumir aðstand- endur gripið til þess neyðarúrræðis að ráða fólk á eigin vegum til þess að fara inn á heimilið og aðstoða við umönnun fólksins síns. Slík lausn er ekki annað en plástrun og auð- vitað með öllu óásættanleg til lengri tíma litið. Til þess að knýja á um að bætt verði úr aðstöðu heimilisfólks stóðu aðstandendur þess á fimmtu hæð í bréfaskriftum sl. vor og funduðu með stjórn heimilisins, Landlækn- isembættinu og Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Landlæknir, sem má líta á sem eftirlitsaðila, hef- ur tekið undir sjónarmið okkar um mönnun. Í bréfi hans frá 12. júní sl. kemur fram, að hjúkrunarklukk- ustundir á íbúa/sólarhring á Skjóli séu töluvert undir meðaltali ann- arra hjúkrunarheimila í landinu. Athyglisverðust eru þau lokaorð bréfsins, að landlæknir taki undir athugasemdir aðstandenda íbúa á 5. hæð Skjóls um að mönnun sé ekki næg, og eigi það við um flest hjúkrunarheimili. Brýnt sé að leitað verði leiða til að bæta úr því ástandi. Hér lýsir landlæknir því, að mönnun á flestum hjúkr- unarheimilum landsins sé ófull- nægjandi og brýnt að bæta þar úr. Til stendur að stofna aðstand- endafélag heimilisfólks á Skjóli og hefur stofnfundur verið boðaður 4. september. Í maíbyrjun sl. komu 36 aðstandendur saman til að ræða að- stæður ættingja sinna, en á heim- ilinu eru 108 heimilismenn. Léleg mönnun var oftast nær rót vanda- mála og óánægju sem fundarmenn lýstu. Mikilvægt er að taka fram að það var einróma skoðun okkar allra að starfsfólkið, sem annast aðstand- endur okkar, standi sig sérstaklega vel. Úrbætur í launamálum þessara góðu starfsmanna þóttu mikilvægar og eru enn. Aðstandendafélag mun einsetja sér að bæta hag heim- ilisfólksins og styðja viðleitni sem stefnir að því. Líta ber á slíkt félag sem stuðning við heimilið. Slíkt fé- lag mun án efa krefjast fleiri og betri hjúkrunarheimila, fyrir hönd annarra sem ekki eiga ættingja í þeirri aðstöðu að geta talað fyrir þá. Höfundar eiga mæður sem búa á 5. hæð á Skjóli. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 47 Hlíðarvegur - Kóp Góð 91 fm íbúð á þriðju hæð (efstu) í litlu vel staðsettu fjölbýli. Þrjú svefnherbergi og möguleiki á því fjórða. Sér- inngangur og frábært útsýni. Verð 20.9 millj. Sölumaður: Þórhallur, sími 896 8232. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Ægir Breiðfjörð, lögg. fasteignasali. Netfang: borgir@borgir.is • www.borgir.is Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ein stö k k jö r; all t a ð 95 % lán sh luf all HELLUVAÐ 1-5, Norðlingaholti SÖLUSÝNING Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13.OO-15.OO Dæmi um greiðslukjör á 4ra herbergja íbúð Útborgun (eigið fé) kr. 1.280.000,- Lán frá Íbúðalánasjóði (40 ára lán) kr. 17.000.000,- Lán frá sparisjóði (40 ára lán) kr. 2.050.000,- Lán frá seljanda (20 ára lán) kr. 5.070.000,- Heildarverð íbúðar kr. 25.400.000,- Greiðslubyrði 128 þús. á mánuði. *miðað er við fasta vexti 4,7% frá Íbúðalánasjóði, 5,4% frá sparisjóðum og 6,9% frá seljanda. Til sýnis í dag 4ra-5 herbergja glæsilegar, fullbúnar íbúðir (án gólfefna) í lyftuhúsi. Örstutt er í frábær útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðavatn. Sérinngangur er í allar íbúðir og sértimurverönd fylgir íbúðum á jarðhæð. Sölumenn Eignamiðlunar og Borga verða á staðnum og sýna íbúðirnar í dag (sunnudag) frá kl. 13.00-15.00. Verið velkomin. Í GREIN Jóhanns J. Ólafs- sonar og Jónasar H. Haralz (Í til- efni af Reykjavíkurbréfi, Mbl. 22. ágúst) gætir ákveðinnar óná- kvæmni í umsögn þeirra um skatt- lagningu fjármagnstekna: „Næst fjallar Reykjavíkurbréfið [13. ágúst] um skattamál, sem einnig hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu, og þá ekki síst sá mis- munur sem er á sköttum á launa- tekjur og fjármagnstekjur. At- hyglisvert er að í bréfinu er lögð áhersla á að úr mismuninum megi draga með lækkun skatta af launa- tekjum ekki síður en með hækkun skatts af fjármagnstekjum. Því má bæta við að skattur hefur áður verið greiddur af þeim tekjum sem mynduðu fjármagnið og tillit verð- ur að taka til þess í landi sem búið hefur við mikla verðbólgu að hluti fjármagnstekna gengur til þess að viðhalda skattstofninum.“ Af líkum má ráða, að almennar „launatekjur“ hafi verið hverfandi hluti af „þeim tekjum sem mynd- uðu fjármagnið“ heldur sé þar fyrst og fremst um að ræða „tekjur“ af eignasölu og framsali veiðiréttinda innan kvótakerfisins. Það liggur ekki í augum uppi hvers vegna „tekjur“ af þessu tagi skuli njóta skattfríðinda umfram „launatekjur“. Eins er vandséð hvað „viðhald skattstofnsins“ kemur málinu við. „Tekjur“ af sölu eigna og veiði- réttinda 2006 mynda „skattstofn“ ársins – sú staðhæfing að „taka verði tillit til þess að hluti fjár- magnstekna gengur til þess að við- halda skattstofninum“ er með öllu óljós. Gunnar Tómasson Í tilefni af Reykjavíkurbréfi Höfundur er hagfræðingur. Fréttir á SMS Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.