Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 28
daglegt líf 28 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ir fangar ekki hika við að misnota hann líka. Núna vissu hins vegar allir að Svíinn tilheyrði svertingj- anum. Mér misbauð að sjálfsögðu og sagði Svíanum að ég skyldi reyna að hjálpa honum. Ég hafði kynnst einum kapóanum nokkuð vel og lét hann vita af nauðgununum. Ekki var að spyrja að viðbrögð- unum því Spánverjarnir urðu brjál- aðir af reiði. Þeir klófestu svertingj- ann og lömdu hann passlega lítið með bambusprikum til að geta mis- þyrmt honum í klukkutíma. Hann var allur örum settur eftir þessa meðferð. Fangaverðirnir fylgdust þegjandi með án þess að hreyfa legg né lið. Aldrei áður hafði ég orðið vitni að barsmíðum án þess að neinn reyndi að stöðva þær. Þetta minnti á fótboltalið sem sparkar bolta á milli sín. Mér fannst þetta óhugnanlegt en allt þetta fangelsi var líka óhugnanlegt.“ Helgi segir að eftir þennan at- burð hafi svertinginn verið settur í einangrun og loks fluttur í annað fangelsi en það urðu líka vistaskipti hjá öðrum föngum. „Daginn eftir var Svíinn látinn pakka saman dótinu sínu, honum afhent vega- bréfið sitt og loks sleppt. Ekki leið heldur á löngu þar til mér var líka gefið frelsi. Ég fékk svolítið klink til að geta hringt í ræðismanninn til að fá aðstoð við að koma mér heim. Ég er alveg handviss um að ég slapp bara vegna þess sem Svíinn hafði orðið fyrir og viðbragða Spán- verjanna við því.“ Þráðurinn tekinn upp aftur í tattúinu Önnur fangelsi sem Helgi hefur orðið að sitja í hafa reynst saklaus- ar heimavistir miðað við gæslu- varðhaldsfangelsið á Malaga. Hann kveðst hafa varið u.þ.b. sjö árum af lífi sínu innan fangelsisveggja á Litla-Hrauni, Kvíabryggju, í Malaga en líka í Danmörku. „Í Kaupmannahöfn sat ég inni í tvo mánuði fyrir yfirhylmingu. Sænsk- ur maður hafði stolið bíl í Svíþjóð og reyndi að selja hann í Kaup- mannahöfn. Löggan hirti okkur nokkra sem bjuggum í Kristjaníu og spurði okkur um mál sem tengd- ist eiturlyfjum. Þegar ég vildi ekki veita neinar upplýsingar um það var ég dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að vilja ekki segja til Svíans. Þegar ég hafði setið þá af mér var mér vísað úr landi. Ég mátti ekki koma aftur til Danmerk- ur næstu fimm árin.“ Helgi segir að sér hafi aldrei liðið neitt sérstaklega illa innilokaður. „Ég leit bara á fangelsisvistina sem biðtíma. Ég vann 2–3 tíma á dag þegar ég var á Litla-Hrauni og nýtti síðan tímann til að teikna.“ Þegar Helgi var ungur maður sat hann aðallega inni fyrir innbrot.„Ég gerði líka margt heimskulegt af mér þegar ég var í black-outi. Til dæmis fór ég stundum einhvers staðar inn þar sem ég var síðan staðinn að verki við að telja bréfa- klemmur. Ég hafði aldrei neitt upp úr þessu og var alltaf einn á ferð,“ segir Helgi og hristir höfuðið. Síðar fékk hann erlenda vini sína, meðal annars frá Brasilíu, til að smygla fyrir sig fíkniefnum. Þegar þeir náðust bárust böndin fljótlega að höfuðpaurnum Helga. Í eitt skiptið náðist mesta magn af kók- aíni sem lögreglan hafði þá komið höndum yfir. „Mér hafði tekist að koma mér upp samböndum út um allan heim meðal annars í gegnum tattúið en líka í fangelsinu. Ég gat alltaf reddað fíkniefnum.“ Árið 1979 gaf Helgi sér tíma til að setjast niður og kryfja líf sitt. Þá áttaði hann sig á því að hann hafði ekki náð þeim markmiðum sem hann setti sér á Ráðhústorginu forðum daga þegar hugljómunin varð. Drykkjan bar hann alltaf af leið. „Brennivínið át upp bæði tíma minn og peninga. Mér tókst aldrei að ná árangri í tattúinu. Þess vegna dreif ég mig heim í meðferð árið 1979. Ég ætlaði að hætta að drekka brennivín en var staðráðinn í því að halda áfram að reykja hass. Með- ferðin gekk eins og í sögu, að minnsta kosti snarhætti ég að drekka brennivín og hef ekki gert síðan,“ segir Helgi kankvís. Fleira græddi hann á meðferð- inni en aðeins lausn frá alkóhólinu því ástin var ekki sein að leggja snörur sínar fyrir hann og hefur ekki sleppt honum aftur svo heitið geti. Móðir Kiddýjar hafði áhyggjur af dóttur sinni og hafði farið með hana á Vífilsstaði svo hún gæti rætt þar við ráðgjafa. Þar lágu leiðir hennar og Helga saman. „Á fimmtudagskvöldum var boðið upp á bíó á Vífilsstöðum og Helgi var bíóstjórinn,“ segir Kiddý og hlær. „Hann bauð mér því í bíó eitt kvöldið og skömmu síðar byrjuðum við saman.“ Myndin sem skapaði þessar róm- antísku aðstæður var engin önnur en gamanmynd með þeim nær gleymdu kempum Abbot og Cos- tello. „Þetta var örugglega leið- inlegasta mynd sem ég hef séð,“ segir Kiddý og brosir við minn- inguna. Í læri hjá þeim bestu Fyrstu tvö ár sambúðar Helga og Kiddýjar bjuggu þau hjá móður Helga í Bandaríkjunum. Það stóð reyndar aðeins í starfsmönnum bandaríska sendiráðsins að veita þessum unga manni vegabréfsárit- un þar sem sakavottorðið var svolít- ið flekkótt en samt létu þeir að lok- um til leiðast. Elsta barn Helga og Kiddýjar, sonurinn Óskar, fæddist þeim vestanhafs. Hann er nú 25 ára. Síðar eignuðust þau dótturina Anítu sem er orðin 19 ára. Bæði eru þau fagurlega tattúveruð af föð- ur sínum en á baki Anítu getur að líta fallega rós og orðin Only God Can Judge Me. Fyrstu tattústofuna stofnaði Helgi í barnaherberginu á heimili fjölskyldunnar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Óskar litli svaf vært á meðan faðir hans vann. Fyrstu við- skiptavinirnir voru flestir félagar Helga af sjónum. „Til að byrja með tattúveraði ég stundum frítt en ég man líka eftir því að hafa sagt við einn félaga minn að ef hann yrði óánægður með myndina myndi ég greiða honum 500 kall. Ef hann á hinn bóginn yrði sáttur fengi ég peningana. Þá lét hann til leiðast og varð að sjálfsögðu glaður með hvernig til tókst. Bubbi Morthens var einn þeirra sem kom til mín á Reykjavíkurveginn og fékk sér svartan pardus á handlegginn. Björk Guðmundsdóttur og Diddu ljóðskáld tattúveraði ég heima hjá mér. Þær komu saman og fengu sér báðar sama galdrastafinn.“ Hvernig finnst þér að sjá gamlar myndir eftir þig? „Mér finnst ég hafa verið furðu- naskur frá upphafi.“ Aðrir listamenn geta sagt að verkin þeirra séu ódauðleg en það getur þú ekki. „Nei, list mín hverfur með þeim sem hafa verið skreyttir henni. Þess vegna ætla ég að taka mig til og fara að mála myndir á næstu vikum.“ Helgi nikkar í áttina að blindrömmum og málningartúpum í einu horni stofunnar. Reglulega flaug Helgi til London til að læra meira í listinni hjá Bret- unum George Bone og Mickey Sharp. Alls fór hann 13 ferðir á ár- unum 1983–86. „George Bone og Mickey Sharp tóku mér afskaplega vel, enda fannst þeim heiður að fá að taka þátt í því að móta fyrsta ís- lenska tattúlistamanninn.“ Kiddý samsinnir því og bætir við: „Þessir menn sáu líka að Helgi bjó yfir hæfileikum. Hann var alltaf að keppa við þá bestu.“ Helgi segist aldrei hafa getað far- ið út án aðstoðar konu sinnar. „Á þessum tíma vann Kiddý í fiski og því hafði ég ráð á því að fara út að læra.Í 12 ár var ég fyrsti og eini tattúistinn á Íslandi. Ég átti mér þann draum að tattúið festi rætur sínar hér á landi svo því yrði sinnt áfram þótt ég félli frá. Nokkrir þeirra sem nú starfa hér sem tattú- istar hafa lært af mér, þ.á m.Ólafur, bróðir minn, Óskar, sonur minn, og Jón Þór Ísberg.“ Helgi segir mikilvægt að hafa lært hjá þekktum listamönnum því þegar hann er staddur í útlöndum og hittir þar aðra menn í faginu spyrja þeir hann alltaf að því hverj- ir hafi kennt honum. Þar hafa nöfn þeirra George Bone og Mickey Sharp fleytt honum langt. Sá fyrr- nefndi á heiðurinn af hauskúpuröð- inni á hálsi Helga. Skreyttir klobbar Frá upphafi leit Helgi á sig sem fagmann í sínu fagi og því fannst honum mikilvægt að fá leyfi frá Landlæknisembættinu áður en hann opnaði eigin stofu. Leyfisveit- ingin reyndist aftur á móti mikill barningur. „Allir sem ég talaði við héldu að tattú væri bannað á Ís- landi en ég sagði að það væri ekki hægt að banna það sem aldrei hafið verið leyft. Ég fékk strax leyfi til að tattúvera frá heilbrigðisyfirvöldum í Hafnarfirði þar sem fyrsta stofan mín var en ég vildi líka leyfi frá Landlæknisembættinu. Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, hafði mikið á móti tattúi og virtist ekki vilja skipta sér neitt af þessari starfsemi. Ég mátti vinna við þetta heima hjá mér en ekki fá nein leyfi. Við þrættum um þetta sitt á hvað. Að lokum fékk ég mann til að fara í gegnum tattútímaritin mín þar sem fjallað er um smit sem hætt er við ef ekki er rétt að farið. Maðurinn samdi greinargerð upp úr þessum greinum og fékk Ólafi. Landlæknir sendi síðan húðsjúkdómalækni á minn fund sem skoðaði græjurnar mínar gaumgæfilega. Þá loks fékkst líka leyfið. Tattúistar voru frá upp- hafi afar meðvitaðir um það hvernig HIV-veiran gat smitast ef ekki var rétt að farið því áður hafði farið fram mikil fræðsla um smitleiðir gulu. Það var því engin ástæða til að mála skrattann á vegginn þegar umræðan um HIV skaut upp koll- inum.“ Helgi yfirgaf Hafnarfjörðinn um miðjan 9. áratuginn og opnaði stofu í húsnæði í Þingholtsstrætinu sem hann leigði af sr. Auði Eir. Litlu síðar þurfti hann að sitja af sér dóm. „Þessir dómar voru alltaf að flækjast fyrir mér. Það er eitt að brjóta af sér og vera handtekinn en annað að bíða eftir því að þurfa að taka þá út.“ Þegar Helgi kom aftur út opnaði hann stofu í Þingholtsstræti 6 og þar var hann lengst af. Þangað kom ég fyrir tíu árum og fékk sverð tattúverað á fótlegginn á mér í til- efni af því að hafa skilað inn hand- riti af fyrstu skáldsögunni minni. Ekki eru allir þó svo penir að biðja um tattúveringu á fótinn. Helgi segist hafa tattúverað alla þá lík- amshluta sem hægt er að tattúvera. Líka kynfæri?„Að sjálfsögðu. Það er algengara erlendis en hér.“ Hvað fær kvenfólk sér á pjöll- una? „Oft nöfn eða lítil ættbálkatákn frá raufinni.“ Hvað um karlmennina? „Það er einn hér inni í Keflavík sem er með fótspor á typpinu. Einu sinni tattúveraði ég rauðar rendur á liminn á einum eins og þessar sem eru á súlum framan á rakarastof- unum. Síðan hef ég tattúverað kónginn sjálfan svartan. Inn í þetta spilar oft masókismi. Í gegnum tíð- ina hafa menn komið til mín í tattú- veringu sem sækjast meira eftir til- finningunni en sjálfri myndinni.“ Finnst þér ekkert skrýtið að taka þátt í þannig athöfnum?„Nei, ég lít ekki svo á að ég taki þátt í þeim. Þegar ég hef sett upp gleraugun og hanskana og er byrjaður að vinna er húð bara húð.“ Helgi vinnur iðulega í hljóði. „Það er skrýtið en þegar fólk sest í stólinn á tattústofu kemur það nið- ur á jörðina, alveg sama hvernig það er dagsdaglega. Maður getur átt von á því að það segi manni dýpstu leyndarmálin sín. Það er gjörsamlega á valdi manns. Þetta gerist ósjálfrátt og þegar ég sest í stólinn verð ég var við sömu tilfinn- ingu.“ Það þarf mikið til að ganga fram af Helga og þá sjaldan hann hefur vísað fólki út er það oftast vegna þess að það er undir áhrifum. Sög- urnar um mennina sem vakna að loknu góðu fylliríi með ókunnugt kvenmannsnafn á annarri rasskinn- inni hafa aldrei gerst hjá Helga. Hafa viðskiptavinirnir breyst í gegnum tíðina? „Já, um daginn var ég að tattú- vera unga konu sem er öryrki og býr í Hátúninu. Það er mikið stökk frá því þegar tattúveraðir sjóarar voru þeir einu sem fengu sér tattú. Árið1984 kom Mickey Sharp hingað til lands og við héldum ljós- myndasýningu í skemmtistaðnum Hollywood af tattúi sem hann hafði gert. Þegar við mættum á staðinn var okkur bent á að við fengum ekki að fara inn með upprúllaðar skyrtuermarnar. Svona myndi eng- inn haga sér núna. Tattú þykja flott á hverjum sem er hvar sem er.“ Í upphafi 10. áratugarins kom upp bylgja í tattúinu þegar leikarar og popparar tóku að skreyta sig með fallegum myndum sem oftast var saga á bak við. Kryddpíurnar, Robby Williams og aðrar saklausar táningsstjörnur fengu sér tattú. Heimspressan fylgdist vel með og lét oft söguna á bak við flúrið fylgja með myndum af herlegheitunum. „Tattú er svo persónulegt. Af öllu myndi ég ekki vilja missa tattúið mitt,“ segir Helgi. Sjálfur er hann með svokallaðar ermar sem enn hafa ekki náð fótfestu hér á landi Morgunblaðið/ÞÖK Í það heilaga Kiddý og Helgi voru gefin saman í hjónaband fyrir skemmstu. Ungir foreldrar Helgi og Kiddý með Óskar, son sinn. Vinir Með Big Will, stofnanda Hell’s Angels í Hollandi, fyrir tveimur árum. Allir sem ég tal- aði við héldu að tattú væri bann- að á Íslandi en ég sagði að það væri ekki hægt að banna það sem aldrei haf- ið verið leyft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.