Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldóra Guð-mundsdóttir
fæddist á Litlu
Grund, síðar Berg-
staðastræti 16, í
Reykjavík 13. októ-
ber 1912. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 28. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðmundur
Kr. Halldórsson
trésmiður, f. 1883,
d. 1976, og Sím-
onína M. Guðleifs-
dóttur, f. 1878, d. 1918. Systkini
Halldóru sammæðra voru Guð-
leifur, f. 1909, d. 1981, Sigurður,
f. 1914, d. 1918, og Kristján, f.
1917, d. 1991. Systkini samfeðra
voru Sigmar, f. 1921, d. 2004,
Margrét, f. 1924, d. 1983, og
Sesselja, f. 1925, en móðir þeirra
var Vigdís Jóns-
dóttir, seinni eig-
inkona Guðmundar
Halldórssonar, f.
1887, d. 1970.
Halldóra vann
ýmis störf á fyrri
árum, en í u.þ.b.
tvo áratugi ann-
aðist hún móttöku
á röntgendeild
Landspítalans í
Reykjavík, þar til
hún lét af störfum
1979. Sama ár gift-
ist hún eftirlifandi
manni sínum, Guðmundi Jó-
hannssyni byggingameistara, f.
1914, og bjuggu þau lengst af í
Hraunbæ 103 í Reykjavík. Síð-
asta æviárið dvaldist Halldóra á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Halldóra var jarðsungin í
kyrrþey 14. ágúst.
Halldóra Guðmundsdóttir fæddist
í Reykjavík fyrir tæpum 94 árum og
var því sex ára, þegar spánska veik-
in tók að herja á bæjarbúa í lok fyrri
heimsstyrjaldar, 1918. Þessi mann-
skæðasta farsótt aldarinnar markaði
Halldóru að ýmsu leyti örlög, en hún
missti móður sína og einn bróður í
sóttinni. Var áhrifamikið að heyra
Halldóru lýsa þessum skelfilega
tíma í sjónvarpsþætti, þar sem reisn
hennar og fallegt málfar naut sín
vel. En harm sinn frá þessum tíma
bar Halldóra ekki á torg, því að hún
var í eðli sínu dul, hlédræg og sein-
tekin, þó að viðmót hennar væri al-
úðlegt. Í Reykjavík átti hún sér
djúpar rætur. Faðir hennar, Guð-
mundur, var einn af virtustu tré-
smiðum bæjarins ásamt eldri bróður
sínum, Sigurði, sem var lengi í for-
ystu iðnaðarmanna og kunnur fróð-
leiks- og félagsmálamaður. Þeir
bræður voru af þeim kynslóðum iðn-
aðarmanna, sem áttu drjúgan þátt í
að byggja bæinn, ekki aðeins með
húsasmíð, heldur einnig með áhuga
sínum á hvers kyns framfara- og
menningarmálum. Metnaður og
stórhugur iðnaðarmanna um alda-
mótin 1900 sést enn í þokkafullum
timburhúsum við Tjörnina: gamla
Iðnskólanum, Iðnó og fríkirkjunni,
sem fjölskylda Halldóru var tengd
sterkum böndum. Halldóra hafði við
orð að hún hefði gjarnan viljað halda
áfram skólagöngu lengur en henni
og flestum jafnöldrum hennar stóð
til boða. Víst er að bóknám hefði leg-
ið vel fyrir henni, svo skörp, stál-
minnug og bókhneigð sem hún var
allt fram á síðustu ár. Halldóra vann
lengi að hússtörfum með fósturmóð-
ur sinni á fjölmennu heimili þeirra í
Þingholtunum. Á kreppuárunum
byrjaði hún síðan að vinna í verk-
smiðju, en þoldi það illa heilsu sinn-
ar vegna. Um þetta leyti vantaði
Korpúlfsstaðabú Thors Jensens bíl-
stjóra til að aka út mjólk til kaup-
enda í bænum. Halldóra tók þetta að
sér, en á þessum tíma var það frem-
ur fátítt að konur ækju bílum, hvað
þá vörubílum. Líkaði henni starfið
mæta vel og þótti hressandi að
sleppa úr loftlausum verksmiðju-
kjallaranum. Ekki leið þó á löngu
þar til Ríkisstjórn hinna vinnandi
stétta, sem svo nefndi sig, kippti fót-
unum undan Korpúlfsstaðabúinu,
glæsilegustu tilraun til stórrekstrar
í íslenskum landbúnaði, og Halldóra
missti vinnuna. Allt fram til hins síð-
asta minntist hún hins vegar Thors-
feðga með vinsemd og rifjaði gjarn-
an upp daga sína sem mjólkurpóstur
í Reykjavík. Síðar vann Halldóra
m.a. við vefnað, afgreiðslu í verslun
og á Landspítalanum, en hélt einnig
hús fyrir Sigurð föðurbróður sinn og
hjúkraði honum síðustu æviár hans.
Árið 1979 giftist Halldóra Guð-
mundi Jóhannssyni byggingameist-
ara og hófust með því kynni okkar
undirritaðra, dóttur og tengdasonar
Guðmundar, af henni. Hann átti að
baki hjónaband, en þau Halldóra
höfðu lengi þekkst, því að Guðmund-
ur nam trésmíði hjá föður hennar.
Hjónaband þeirra Halldóru var far-
sælt, þau áttu sér fagurt heimili með
óviðjafnanlegu útsýni yfir borg og
Sund og nutu lengst af efri áranna,
eins og best verður á kosið.
Frá barnæsku var Halldóra trú-
hneigð. Hún gekk í KFUK, hélt til
Noregs í biblíuskóla og kynntist þar
stúlkum, sem hún bast við ævilangri
vináttu. Um skeið var hún ritari í
stjórn KFUK. Trú sinni og lífsskoð-
unum hélt hún lítt að öðrum, en
sýndi þær m.a. í verki með því að
færa Barnaspítalanum Hringnum
stórgjafir í kyrrþey. Slíkir borgarar
eru hverju þjóðfélagi mikilvægir,
engu síður en hinir, sem kjósa að
hafa sig í frammi.
Þeir, sem ná svo háum aldri sem
Halldóra og njóta daganna, hafa oft-
ast kjölfestu, sem veitir lífi þeirra
jafnvægi, hvernig sem heimurinn
byltist í tímans straumi. Halldóra
studdist við Bjargið alda og meðfætt
æðruleysi, fátt gat raskað ró hennar
og yfirvegun. Andlátið bar upp á
mildan sumardag, hægt og hljótt,
eins og það líf, sem hún hafði sjálf
kosið að lifa. Blessuð sé minning
hennar.
Gerður Guðmundsdóttir
og Þór Whitehead.
Halldóra föðursystir mín var á 94.
aldursári er hún lést og hafði svo
sannarlega lifað tímana tvenna.
Dóra frænka fæddist í Litlu
Grund, þar sem afi fæddist einnig, á
horni Bergstaðastrætis og Spítala-
stígs, og hefur verið u. þ. b. 3 ára er
foreldrar hennar fluttust að Grund-
arstíg 5 og þar bjuggu þau alla ævi.
Hún mundi eftir þeim flutningum er
hún og pabbi minn voru að rogast
með dót í bala í nýja húsið. Þá var
hvorki búið að malbika eða leggja
stéttir, þannig að hún var nú ekki al-
veg tandurhrein eftir flutninginn, en
balann komust þau með alla leið.
Minningarnar sem hún átti um
dauða móður sinnar og litla bróður
Sigurðar 4 ára gamlan, sem létust í
Spænsku veikinni 1918 gleymdust
aldrei. Þá var pabbi minn 9 ára,
Dóra 6, en Kristján var aðeins 1 árs.
Þau eldri áttu ekki að gráta, bara
vera dugleg og bera harm sinn í
hljóði. Það var erfitt fyrir 6 og 9 ára
börn.
Margir aðrir áttu um sárt að
binda þennan vetur, þar sem veikin
lagði svo marga að velli, eins og kom
fram í sjónvarpsþætti sem Elín
Hirzt gerði um Spænsku veikina, en
Dóra var ein af viðmælendum henn-
ar.
Afi giftist öðru sinni, Vigdísi Jóns-
Halldóra
Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSA Þ. OTTESEN,
andaðist á elliheimilinu Grund mánudaginn
21. ágúst.
Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins
mánudaginn 28. ágúst kl. 15.00.
Þuríður Hermannsdóttir,
Þorlákur Hermannsson, Alma Róberts.,
Herdís Hermannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BERGUR Ó. HARALDSSON
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Hrauntungu 22,
Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. ágúst.
Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju þriðju-
daginn 29. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahjúkrunarþjónustuna
Karitas, sími 551 5606.
Kristín L. Valdemarsdóttir,
Frosti Bergsson, Halldóra M. Mathiesen,
Valdimar Bergsson, Helga M. Geirsdóttir,
Anna Rós Bergsdóttir, Haraldur Guðfinnsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ SIGBJÖRNSDÓTTIR
frá Fáskrúðsfirði,
síðar til heimilis í
Álfheimum 30,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. ágúst.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.00.
Stefán Þórhallsson, Sigríður Ingvarsdóttir,
Elín Þórhallsdóttir, Ellert Eggertsson,
Ragnar Blöndal Birgisson,
Þórhallur Atlason, Dagný Gísladóttir,
Sigurður Ágúst Marelsson,
Oddný Blöndal Ragnarsdóttir,
Eggert Ellertsson,
Andri Þór Ellertsson
og langömmubörn.
Vinur minn,
RAFN ÞÓRÐARSON,
Vesturgötu 32,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 30. ágúst kl. 14.00.
F.h. ættingja og vina,
Auður Halldórsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
LAUFEY KARLSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 16. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilisins
Höfða.
Þökkum vinsemd og hlýhug.
Karl Svanhólm Þórðarson, Ingibjörg Sölvadóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Stefán Kjartansson,
Bjarndís Gunnarsdóttir,
Sigvaldi Gunnarsson, Sigurlaug Garðarsdóttir
og ömmubörn.
✝ Hafdís Jóels-dóttir Rebish
fæddist í Reykjavík
4. júlí 1937. Hún
lést í Bandaríkj-
unum 3. ágúst síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Jó-
els Sigurðssonar
frá Hraunbóli í
Hörglandshreppi í
Vestur-Skaftafells-
sýslu, f. 21. júní
1904, d. 27. mars
1986, og konu hans
Jónínu Hólmfríðar
Jóhannsdóttur frá Skógum á
Þelamörk í Eyja-
firði, f. 4. nóv.
1900, d. 15. apríl
1989. Hafdís var
þriðja í röð fjög-
urra systkina, hin
eru Lilja, f. 1931,
Jóhann, f. 1933 og
Leifur, f. 1946.
Hafdís giftist
Harvey Rebish, f. í
Bandaríkjunum
1934 og eiga þau
þrjú börn, Stuart,
Karen og Jeffrey.
Útför Hafdísar
var gerð ytra.
Nú hefur kvatt kær vinkona mín
Hafdís Jóelsdóttir, eftir baráttuna
við þann illvíga sjúkdóm krabba-
mein.
Kynni okkar hófust í gagnfræða-
skóla. Milli okkar mynduðust strax
sterk vináttubönd, sem aldrei slitn-
uðu.
Ég fann fljótt, þó ung væri, að hún
hafði skarpar gáfur og var mjög
raunsæ, alltaf með báða fætur á jörð-
inni.
Hún giftist ung Bandaríkjamanni
Harvey Rebish, það fór ekki fram
hjá neinum hve hjónaband þeirra var
gott og ástríkt.
Ég gleymi aldrei hvað þau tóku vel
á móti okkur Agnesi vinkonu þegar
við heimsóttum þau árið 1991. Við
fórum þrjár í ferðalag í nokkra daga.
Hafdís var löngu búin að panta gist-
ingu fyrir okkur, útvega miða í Hvíta
húsið og í leikhús. Líka hafði hún
safnað að sér spólum með öllum lög-
unum sem mest voru leikin þegar við
vorum unglingar. Allt hafði hún
skipulagt og undirbúið svo vel.
Hún hafði mikinn metnað fyrir
velferð barnanna sinna þriggja –
hvatti þau og studdi til náms. Tvö
eldri eru lögfræðingar en sá yngsti
læknir. Mikil var gleði hennar yfir
barnabörnunum fjórum, sem eru því
miður svo ung enn þegar þau missa
sína góðu ömmu, það elsta aðeins
þriggja ára.
Hafdís kom oft til Íslands undan-
farin ár, þó að hún ætti orðið mjög
erfitt með það vegna veikindanna.
En ást hennar á landinu og fjölskyld-
unni hér knúði hana áfram. Undan-
farin ár vorum við í símasambandi
minnst einu sinni í mánuði. Síðast
þegar hún hringdi fann ég að hún var
að kveðja. Hún var búin að ganga frá
öllu og var tilbúin í hinstu ferðina.
Samt sló hún á létta strengi rifjaði
með mér upp gömul ævintýri.
Nú kveð ég með þessum fátæk-
legu orðum góða og trygga vinkonu,
sem sýndi mér svo mikla samúð og
skilning á sorgarstundum og gladd-
ist með mér á gleðistundum.
Ég bið Guð að styrkja manninn
hennar og börnin í þeirra miklu sorg.
Málfríður Gunnarsdóttir.
Hafdís
Jóelsdóttir Rebish