Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á ÁRI aldraðra 1999 varð Kópa- vogur fyrstur sveitarfélaga til að opna félagsstarf aldraðra fyrir fólki á öllum aldri. Síðan hafa fé- lagsheimilin Gjá- bakki og Gull- smári iðað af mannlífi og hóp- astarf utan og á vinnutíma hefur verið afar fjöl- breytt. Þetta er m.a. ástæða þess að félagsstarf aldraðra í Kópa- vogi er eitt fjölbreyttasta ef ekki allra fjölbreyttasta félagsstarf aldr- aðra á landinu. Þessa fjölbreytni má rekja til þess að fólkið sjálft – hver og einn – er virkur þátttak- andi í að móta starfsemina og framkvæma með félagslegum stuðningi frá starfsmönnum Kópa- vogsbæjar. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir í félagsstarfi aldraðra í Kópavogi gerir ráð fyrir að fé- lagsstarf, í hverri mynd sem það birtist, þurfi að mótast af við- horfum og gildum í samfélaginu á hverjum tíma. Þátttaka í fé- lagsstarfi takmarkast af því að þátttakendur hafi gagn eða gaman af þátttökunni og best er að hvoru- tveggja sé. Enn á ný eru á ferðinni nýjar áherslur í starfsemi félagsstarfs aldraðra í Kópavogi. Í vetur verða m.a. í boði Handa- vinnukvöld í Gullsmára frá kl. 20– 22. Þangað geta einstaklingar á öll- um aldri og báðum kynjum komið með sína handavinnu, notið leið- sagnar eða hitt mann og annan, sér að kostnaðarlausu. Þá verða einnig jógaæfingar tvisvar í viku og al- menn líkamsþjálfun kl. 18.15 þar sem öllum gefst tækifæri á að njóta leiðsagnar fagaðila og ef nægur áhugi reynist verða á námskeiðum í Gullsmára á kvöldin þar sem fólki á öllum aldri er boðin þátttaka. Að sjálfsögðu verður þátttaka tak- mörkuð við 10 manns á hverju námskeiði. Þessum áherslubreytingum er ætlað að gefa þeim sem enn eru á vinnumarkaði tækifæri til að kynna sér þá möguleika af eigin raun til að viðhalda andlegri og líkamlegri færni sem fæst með þátttöku í fé- lagsstarfi. Þá reynist án efa ekki erfið ákvörðun að verða virkur þátttakandi þegar launavinnu lýk- ur. Starfsemi í félagsheimilunum verður kynnt í Gjábakka, Fannborg 8 fimmtudag 31. ágúst og í Gull- smára, Gullsmára 13 miðvikudag 6. sept. og hefjast kynningarnar, sem eru öllum opnar, kl. 14.00. SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi Þátttaka í félagsstarfi – lífsstíll Frá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur: Sigurbjörg Björg- vinsdóttir Sumarbústaður HVAMMMUR - SKORRADAL Glæsilegt og mjög vandað 100 fm heilsárshús í landi Hvamms í Skorradal. Húsið skilast fullbúið að utan með 110 fm verönd og skjólveggjum og fok- helt að innan. Falleg lóð stutt frá Skorradalsvatni. Í dag sunnudaginn 27. ágúst, milli kl. 15 og 17 er opið hús í þessari fallegu 96 fm íbúð í Laufrima 2. Íbúðin er 4ra herbergja á efri hæð og er hún með sérinngangi. Fallegt útsýni. V. 21,9 m. 5914 Haukur og Valgerður taka á móti fólki í dag. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Laufrimi 2 - Opið hús Skeifunni 11 Sími 534 5400 www.klettur.is SJÁVARGATA 18 - ÁLFTANESI OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 27. ÁGÚST MILLI KL. 17:00-18:00 Eignin er með fallegu útsýni til fjalla og stendur við lokaða botnlangagötu. Útsýni er að Snæfellsjökli og einnig að Esjunni úr húsinu og af lóð. Eignin er alls 166,2 fm, þar af bílskúr 35 fm (íbúð 131,2 fm). Húsið stendur á eignarlóð. Nánari lýsing á eigninni: Komið er inn í flísalagða forstofu, úr forstofu til vinstri er gengið að herbergjum, sjónvarpsstofu, þvottahúsi og baðherbergi en til hægri er gengið að stofu og eldhúsi. Barnaherbergin tvö eru með parketi á gólfi, baðherbergið er með sturtu og baði sem nýlega hefur verið standsett, þar eru flísar á gólfi og veggjum, hjónaherbergið er rúmgott með dúk á gólfi og nýjum sérsmíðuðum fataskáp, sjónvarpsholið er parketlagt og inn af því er gengið inn í þvottahús og geymslu með hillum, útgengt er út í garð úr þvotta- húsi. Stofan er parketlögð með eikarparketi, hátt er til lofts og loft klædd með hvíttuðum viðarpanel, úr stofu er útgangur á verönd. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og góðum borðkrók, útgengt er úr eldhúsi á verönd og sólpall. Bíl- skúrinn er nokkuð stór og rúmgóður með sjálfvirkum bílskúrshurðaopnara. Húsið stendur á stórri lóð, fyrir framan bílskúr er stórt og mikið malbikað bíla- plan með hitalögn. Húsið stendur við fallega götu og stutt er í fallegar göngu- leiðir og fallegt útsýni er af lóð og úr húsinu eins og áður sagði. Með eigninni fylgir gervihnattardiskur og sá búnaður sem tengist notkun hans. Þetta er sannarlega eign sem vert er að skoða. Sölumaður Kletts fasteignasölu tekur á móti gestum. Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasts. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SKÖMMU eftir níræðisafmæli Gríms Gíslasonar á Blönduósi í ársbyrjun 2002 hófust handa nokkrir velunnarar og ættmenni hans í samráði og samvinnu við bæjarstjóra og bæjarstjórn Blönduóssbæjar að vinna að því að fá afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara setta upp á Blönduósi. Stytta hins mikla listamanns heitir Veðurspámaður og stendur frummyndin fyr- ir framan safn Ásmundar eða Listasafn Reykjavíkur við Sigtún í Reykja- vík. Þetta yrði öðrum þræði gert til að prýða Blönduós en einnig til að heiðra Grím. Fátt gleður auga vegfar- enda í bæjum og borgum meira en höggmyndir listamanna þjóð- arinnar og mættu þær vera fleiri og víðar. Skemmst er frá að segja að af- steypan er nú fyrir tilstilli Lista- safns Reykjavíkur komin til lands- ins frá Englandi þar sem hún hefur verið unnin af meisturum þar í landi, sjá annars frétt á for- síðu Morgunblaðsins 2. október 2005. Ætlunin er að afhjúpa Veð- urspámanninn á Blönduósi snemma í haust 2006. Verður það að vonum stór stund á Blönduósi og í héraðinu að eignast slíka bæj- arprýði, verk eins ástsælasta lista- manns þjóðarinnar, og jafnframt ánægjustund hjá þeim sem unnið hafa að þessari framkvæmd Grími til heiðurs. „Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi.“ Kunnugleg kveðja en svo lýkur Grímur frétta- maður Ríkisútvarpsins fréttapistli sínum í útvarp um helstu tíðindi í Húnaþingi. Fátt fer fram hjá aldursforseta fréttamanna á Íslandi. En á langri ævi hefur hann ekki látið sér nægja að fylgjast með og segja frá heldur látið að sér kveða á mörg- um sviðum þjóðlífs allt fram á þennan dag. Enn á hann annríkt við samningu frétta, tímarits- greina og blaðagreina, æfir í kirkjukór, sækir fundi, mót og há- tíðir, sinnir gestum og fjölda af- komenda og öðrum ættmennum. Hann skirrist þá ekki við að bregða sér milli landshluta ef svo býður við að horfa. Grímur fylgist með þjóðmála- umræðunni og ber fyrir brjósti hag lands og þjóðar. Og ekki eru kraftar á þrotum því daglega ekur heiðursborgari Blönduóssbæjar, annar tveggja, fram í hesthús fyr- ir utan bæ til að sinna hestum sín- um og gáir til veðurs í leiðinni, gamall bóndi í Vatnsdal og þraut- reyndur veðurathugunarmaður á Blönduósi til skamms tíma. Góðum tíðindum fylgir nú hvatning til unnenda Gríms, Blönduóss og Húnaþings og til þeirra sem stuðla vilja að því að treysta listir í landinu. Dýrt er Drottins orðið segir máltækið en kostnaður við afsteypu og flutning mun jafnast á við kaup á með- aljeppa. Það yrði því vel þegið ef lesendur þessara orða vildu góð- fúslega taka þátt í komu Veð- urspámanns Ásmundar til Blöndu- óss og leggja af mörkum í sjóð til styrktar framangreindu. Þótt vissulega muni um stóru framlögin er minnt á að margt smátt gerir eitt stórt. Hver króna léttir róðurinn. Nöfnum gefenda verður haldið til haga í skjali en sjálfir geta þeir til gamans státað af því um ókomin ár að „eiga“ nokkra rúmsentímetra af Veð- urspámanninum á Blönduósi. Er hér að lokum vísað með fyr- irfram þökk í reikning hjá Glitni, útibúinu í Kringlunni: Veð- urspámaður, reikningsnúmer 0515-14-611888. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur og formaður undirbúningsnefndar. Til prýði og til heiðurs – Blönduós, Grímur og Ásmundur Sveinsson Frá dr. Þór Jakobssyni: Þór Jakobsson Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ásmundur Sveinsson myndhöggvara hjá styttu sinni, Veðurspámanninum. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.