Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 39
viðurkenna almenningssamgöngur
sem umhverfisvænan og hag-
kvæman kost. Það á að hampa
strætófarþegum og gera vel við
þá, öðruvísi fjölgar þeim ekki. Nú-
verandi meirihluti kýs frekar að
hampa mislægum gatnamótum en
takast á við rekstrarvanda Strætó
bs. Almenningssamgöngur verða
aldrei reknar nema með opinber-
um stuðningi, ekki frekar en skól-
ar. Það er mikilvæg pólitík falin í
almenningssamgöngum og hún
snýr að því hvernig borg við vilj-
um byggja. Almenningssamgöngur
þurfa ekki að standa undir sér,
þær eru sjálfsögð þjónusta fyrir
fólk sem þarf mikið á henni að
halda. Ekki tölum við um að
grunnskólar, leikskólar og eða vel-
ferðarþjónusta séu rekin með
milljarða tapi á ári hverju. Fjár-
magn sem fer til opinberrar þjón-
ustu hefur hingað til ekki verið
kallað tap heldur framlög, en
rekstrarsinnaðir stjórnarmenn
Strætó bs. eru greinilega með
aðra sýn. Samfylkingin lítur á
framlög til almenningssamgangna
sem sjálfsagðan og nauðsynlegan
lið í að byggja mannvænlega borg.
Það kostar sitt að flytja þúsundir
íbúa á milli svæða á hverjum degi,
en enn dýrara væri það fyrir okk-
ur öll, ef þeir íbúar færu allir hver
með sínum bíl.
Höfundur er borgarfulltrúi og fyrr-
verandi stjórnarformaður Strætó bs.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 39
Mjög gott stálgrindarhús á góðum stað í
Fossaleyni, gott auglýsingagildi. Skiptist í alrými
sem hentar undir verslun eða hvers kyns
iðnaðar/atvinnuhúsnæði, ca 734,9 fm og
skrifstofurými ca 93,5 fm. 19 bílastæði fylgja á
lóð samkv. teikningum.
Möguleiki á að stækka við húsið.
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
S: 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali
FOSSALEYNIR 2
Fyrrum Húsasmiðjuhúsið
til leigu eða sölu
Núverandi leigusamningur rennur út í okt. 2006
Mjög vönduð skrifstofu- og þjónustubygging. Byggð yfir gjána og á frábærum stað í
Kópavogi. Lyfta er í húsinu.
Jarðhæð: Verslun og þjónusta ca 523,2 fm. 2. hæð: Skrifstofur ca 874 fm.
Byggingin er miðsvæðis í hjarta Kópavogs. Stutt er í allar almenningssamgöngur og
þjónustu. Mikið auglýsingagildi.
Góð aðkoma er að húsinu, bæði fyrir bíla og gangandi vegfarendur og næg bílastæði eru
við bygginguna. Til afhendingar í nóv. 2006
TIL LEIGU EÐA SÖLU
Í MIÐBÆ KÓPAVOGS
Glæsileg nýbygging við
DIGRANESVEG 1, samtals 1.986,6 fm
Upplýsingar gefa sölufulltrúar Akkurat,
Bjarni Pétursson, s. 896 3875. og
Ingvar Ragnarsson, s. 822 7300
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
SKÓLABRAUT - SELTJARNARNESI
Falleg efri sérhæð og ris ásamt bílskúr í
fallegu 2-býlishúsi. Samtals 170 fm.
Hæðin skiptist í forstofu, hol, stofu, 3 stór
herbergi, eldhús, þvottahús og baðher-
bergi. Risið er eitt mjög stórt rými með
geymsluplássi undir súðinni. Stórar ný-
legar svalir til suðurs. Glæsilegt útsýni.
Íbúðin er laus fljótlega. V. 39,5 m. 6042
LEIRUTANGI - FRÁBÆR STAÐUR
Rúmgott og vel skipulagt 165 fm einbýli á tveimur hæðum á góðum stað í Mosfells-
bæ, ásamt 48 fm tvöföldum bílskúr. Alls 213 fm. Húsið er vel skipulagt. 4-5 svefn-
herbergi, 2 salerni, þvottahús og tvær stofur. Geymsluris. Fallegur og vel hirtur garð-
ur er við húsið ásamt sérlega góðum og skjólríkum sólpöllum og leiksvæði. Fallegt
og vel viðhaldið hús í frábæru umhverfi. V. 39,5 m. 6043
LÁGMÓI - REYKJANESBÆ
Fallegt og vel skipulagt 234 fm raðhús á
tveimur hæðum með innbyggðum bíl-
skúr. Húsið hefur verið mjög mikið endur-
nýjað. Hluti neðri hæðar er teiknaður og
hannaður af Rut Káradóttur á hinn glæsi-
legasta hátt með graníti og parketi á gólf-
um, sérsmíðuðum innréttingum, lýsingu
og vönduðum tækjum. V. 35,4 m. 6000
OPIÐ HÚS - FÁLKAGATA 13 2. H.
Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja
88 fm íbúð í eldra steinsteyptu þríbýlishúsi.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu
með útg. á rúmgóðar svalir, bjarta stofu og
stórt hjónaherbergi. EIGNIN VERÐUR TIL
SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 16-
17. V. 21,9 m. 5778
LAUFRIMI 2 - OPIÐ HÚS
Í dag, sunnudaginn 27. ágúst, milli kl. 15
og 17, er opið hús í þessari fallegu 96 fm
íbúð í Laufrima 2. Íbúðin er 4ra herbergja
á efri hæð og er hún með sérinngangi.
Fallegt útsýni. Haukur og Valgerður taka
á móti fólki í dag. V. 21,9 m. 5914
Álfheimar - Falleg íbúð 2ja herb. 60
fm björt íbúð auk 2ja sérgeymslna í lítið nið-
urgröfnum kjallara. Hagstætt lán getur fylgt.
Frábær staðsetning. V. 14,8 m. 6038
Efstaland - Sérgarður Einstaklega
falleg 45 fm íbúð á jarðhæð með verönd og
garði út af stofu. Geymsla og sameiginlegt
þvottaherbergi á hæðinni. Parket á gólfum.
Fallegt eldhús. Verið er að yfirfara og mála
húsið að utan á kostnað seljenda. Hér er
gott að búa. V. 14,0 m. 6022
Tjarnarmýri - Seltjarnarnesi Falleg
2ja herb. íbúð á vinsælum stað. Íbúðinni er á
jarðhæð og fylgir henni sérgarður. Parket er
á flestum gólfum. Rúmgóð íbúð á frábærum
stað. V. 17,4 m. 6037
Kringlan - Endaraðhús Vandað 174
fm endaraðhús á eftirsóttum stað. Húsinu
fylgir auk þess 26 fm stæði í bílageymslu.
Húsið skiptist m.a. í rúmgóðar stofur með
fallegum arni, stórt eldhús og þrjú rúmgóð
svefnherbergi. Úr stofum er gengið út í garð.
Stórar suðursvalir eru út af efri hæð hússins.
Mikil lofthæð er á efri hæð. Parket og flísar á
gólfum. Vandaðar innréttingar. V. 48,9 m.
5754
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Falleg 77 fm 3ja herb. íbúð á
2. hæð með sérinngangi í góðu
tvíbýlishúsi ásamt 6,4 fm sér-
geymslu og 28 fm sérstæðum
bílskúr. Flísalögð forstofa, hol, 2
parketlögð herb., bæði með
skápum, eldhús, björt stofa
með útg. á svalir til suðausturs
og baðherb., flísalagt í gólf og
veggi. Gler í gluggum að mestu
nýlegt. Hellulögð innkeyrsla við
bílskúr. Verð 23,9 millj.
Kaldakinn 19 - Hafnarfirði
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
Fréttir í tölvupósti