Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 26
daglegt líf 26 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ G ræni stóllinn sem Helgi Aðalsteinsson hefur boðið mér sæti í stingur í stúf við innviði heimilis- ins. „Þessi var eitt sinn í utanríkisráðuneytinu,“ út- skýrir hann. „Jón Baldvin skipti öll- um húsgögnunum út þegar hann tók við ráðuneytinu og þeim var komið fyrir í Sölu varnarliðseigna. Þar kom ég auga á hann.“ Sé sagan sönn veit Jón Baldvin ekki af hverju hann hefur misst því þetta er góður stóll. Helgi og kona hans, Kristín Sigríður Óskarsdóttir, sem er kölluð Kiddý, búa í lítilli íbúð í Breiðholtinu. Þar eru margir forvitnilegir munir, s.s. grimmúðleg líkneski, svipmiklar grímur, upp- stoppaður hrafn og brosmildar hauskúpur. Kannski má mylja þetta allt saman ofan í duft og nota í gott kukl gegn krabbameini en líklega þyrfti samt eitthvað meira til að stöðva útbreiðslu meinsins sem lagst hefur á lungu Helga. Hann á stutt eftir því samkvæmt lækninum hans á hann varla meira en hálft ár eftir ólifað. „Samt veit maður aldr- ei,“ bætir læknirinn við í símann þegar við tölum saman. Hálft ár, endurtek ég við Helga, hvernig finnst þér það? „Í samanburði við að labba út og verða fyrir bíl?“ spyr hann á móti. Ég kinka kolli. „Forréttindi, mikil forréttindi.“ Og þegar Helgi segir frá því sem bíður hans eftir dauðann er næst- um því auðvelt að trúa honum. „Við tekur hvíld og frí þar til kemur að næsta verkefni og ég verð aftur sendur hingað til Jarðarinnar í leið- angur. Þá held ég áfram þar sem frá var horfið. Þess vegna er ég viss um að ég verði áfram listamað- ur, hvort sem ég vinn við tattú eða eitthvað annað. Ég gæti dúkkað upp aftur árið 2180 jafnt sem 1980. Þannig safnar sálin reynslu. Þegar fólk segir að einhver hafi dáið er ég viss um að hann hafi fæðst annars staðar. Það finnst mér skýra hvers vegna sumir eru með gamla sál en aðrir unga. Kiddý, konan mín, er með unga sál en Albert, bróðir minn, gamla. Ég er einhvers staðar mitt á milli.“ Er Guð til í þessum heimi sem þú trúir á? „Að sjálfsögðu er til æðri máttur.“ Helgi hefur hafnað hefðbundinni krabbameinsmeðferð, enda myndi hún ekki lengja líf hans meira en sem nemur tveimur mánuðum. Meðferðin hefur jafnan erfiðar aukaverkanir í för með sér auk þess sem hún þarf að fara fram inni á spítala. Þá finnst Helga hljóta að vera skárra að njóta tímans sem hann á eftir heima við með sínum nánustu. Hann lætur sér nægja að taka inn lyf sem slá á kvalirnar, stilla andnauð og bægja kvíðanum frá. Tattúveruðu hauskúpurnar sem mynda keðju á hálsi Helga fá ekki hrakið óttann hjálparlaust á brott. Tattúveraðir sjóliðar í bænum Helgi hefur ekki verið mikið fyrir að láta á sér bera í fjölmiðlum. Ástæðan er einföld. „Ég veitti einu sinni viðtal í helgarblað en var ekki sáttur við það. Þar var tattúið tengt sýkingarhættu og talað við lýta- lækni um það hvernig hægt væri að ná því af. Viðtalið vakti upp fleiri spurningar en það svaraði. Þess vegna tók ég þá ákvörðun að fara ekki aftur í viðtal. Mig langar hvort sem er ekki að vera frægur. Ég þoli heldur ekki þegar fólk reynir að sleikja mig upp.“ Helgi tekur fram tölublað af tímaritinu Sánd sem gefið var út um tíma. Á forsíðunni sést hann þykjast vera að tattúvera rokk- arann Magna sem gert hefur garð- inn frægan að undanförnu í raun- veruleikaþáttunum Rockstar: Supernova. Það er dæmigert fyrir Helga að hann kýs að snúa sér und- an myndavélunni svo hann þekkist ekki. Hann var heldur ekkert fyrir að láta bera á sér í æsku. „Ég var feit- ur,“ segir Helgi strax þegar hann er beðinn um að lýsa sér sem barni. Svo bætir hann við: „Ég var einfari og mér gekk illa í skóla. Það eina sem ég kunni var að teikna. Ég gat dundað mér við það tímunum sam- an.“ Helgi ólst upp í Heiðargerði í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Sonju Sjafnar Albertsdóttur hjúkr- unarfræðings og Aðalsteins Helga- sonar húsgagnasmiðs sem byggði sjálfur húsið sem fjölskyldan bjó í. Helgi á tvo bræður, Albert, sem er fjórum árum eldri en hann og starf- ar fyrir lyfjafyrirtæki, og Ólaf Ís- feld, sem er tíu árum yngri, og er tattúlistamaður á Hawaii. Æska Helga var ekki skemmti- legri en svo að hún er honum að mestu gleymd. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var 11 ára. Ég tók það mjög nærri mér. Annars finnst mér erfitt að rifja upp æsku mína. Mér finnst ég ekkert muna. Helstu minningar mínar snúast um skóla- gönguna og skilnað pabba og mömmu. Stundum fannst mér ég vera fyrir þegar ég var lítill. Þá lok- aði ég mig af inni í herberginu mínu, teiknaði og hlustaði á Kan- ann.“ Einn atburð man Helgi þó nokk- uð vel úr bernsku og hafði af- drifarík áhrif á líf hans. „Ég var staddur ofan í bæ á góðviðrisdegi þegar ég rakst á hóp erlendra sjó- liða. Þeir voru með tattú á hand- leggjunum og þessar myndir, akk- erin, skipin, hjörtun og kvenmannsnöfnin, stimpluðust inn í huga minn. Allar teikningarnar mínar fóru að snúast um þetta. Ég gerði endalausar útlínur og sér í lagi fannst mér gaman að draga upp myndirnar í Súpermanblöð- unum í gegn.“ Móðir Helga fluttist til San Francisco þegar Helgi var 17 ára gamall og tók hann með sér. Bræð- ur hans urðu eftir heima. Helgi var samt ekki nema í 2–3 mánuði vest- anhafs og kom þá aftur heim. Þá fannst honum hann vera orðinn of fullorðinn til að flytja aftur til pabba síns. Síðan hefur hann séð um sig sjálfur. Þetta var árið 1969 og ómenntuðum unglingnum biðu ekki margir atvinnumöguleikar en kannski urðu tattúveruðu sjólið- arnir til þess að hann munstraði sig á bát. „Ég fór á sjóinn og var á ver- tíð í Þorlákshöfn. Þar kynntist ég alkóhólinu og var sjómaður og brennivínsalki í tíu ár.“ Litlu síðar var Helgi kominn á togarann Mars frá Reykjavík sem var í svokölluðum beittúrum. „Við fórum út og fiskuðum, sigldum til Tattúveruð tilvera Helga Listamaðurinn Helgi Aðalsteinsson vinnur verk sín í mannshúð og er fyrsti Íslendingurinn, sem vitað er um að hafi lært að tattúvera hjá nafntoguðum, erlend- um fagmönnum. Hann sagði Gerði Kristnýju frá þró- un tattúlistarinnar á Íslandi, skrautlegu lífi sínu, þar sem fíkniefni og fangelsi hafa komið við sögu, og krabbameininu, sem senn dregur hann til dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.