Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 56
|sunnudagur|27. 8. 2006| mbl.is
Staðurstund
Miðaverð á popp- og rokk-
tónleika fer sífellt hækkandi en
verð á geisladiskum lækkar
stöðugt » 60
viðskipti falsanir
Bandarískir söngvarinn Kurt
Elling er stærsta númerið á
Jazzhátíð Reykjavíkur sem
hefst 27. september » 57
djass
Skrítinn eða skrýtinn? Stemmning eða stemning?Hvort er rétt stafsett? Svörin við slíkum vanga-veltum má finna með því að fletta upp í nýútkom-inni bók, Stafsetningarorðabókinni, sem kemur
út á þriðjudaginn á vegum Íslenskrar málnefndar, en
JPV-útgáfa gefur bókina út. Í henni er að finna rétta ritun
meira en 65.000 íslenskra orða í ýmsum föllum, tölum og
myndum, auk þess sem tæplega sextíu blaðsíðna kafla aft-
ast í bókinni er varið í ritreglur í íslenskri stafsetingu. Þar
má fræðast um rétta notkun gæsalappa, magn n-a og r-a í
ýmsum orðum og orðmyndum og stóran og lítinn staf í
orðum, svo tekin séu fáein dæmi.
En meirihluti bókarinnar fer auðvitað í orðin sjálf og
rétta ritun þeirra, í samræmi við auglýsingar mennta-
málaráðuneytis. Komi til dæmis upp ágreiningur milli
manna um hvernig rétt stafsetning orðanna í upphafi
greinarinnar sé, er hægðarleikur að fletta því upp í staf-
setningarorðabókinni – og komast þar að því að báðir hafa
rétt fyrir sér í báðum tilfellum.
Málið tekur breytingum
Stafsetningarorðabók er frábrugðin hefðbundinni orða-
bók að því leyti að þar eru orðin ekki útskýrð merking-
arlega, heldur einungis rétt stafsetning þeirra birt. En þar
sem rétt stafsetning er almennt talin æskileg og jafnvel
gáfuleg meðal almennings er slíkur gripur líka pólitískur á
sinn hátt, því hann kveður úr um hvort skrifa megi orð
svona eða hinsegin – og ekki síður hvort yfirleitt megi
skrifa tiltekin orð í íslensku. Og niðurstaðan getur stund-
um verið á skjön við aðrar fræðibækur: Þannig er til að
mynda að finna orðið sjitt í nýjustu útgáfu Íslenskrar
orðabókar, en það er hins vegar ekki að finna í Stafsetn-
ingarorðabókinni.
Innt eftir þessu segir Dóra Hafsteinsdóttir, ritstjóri
bókarinnar, milliveginn oft hafa verið vandfetaðan þegar
kom að vali orða inn í bókina. Því þrátt fyrir að sjitt sé þar
ekki, eru þar hins vegar bæði orðið sjeik og sjokk. „Það
eru alls konar orð sem kannski teljast nýyrði í bókinni,“
segir Dóra, en bendir um leið á að málið taki stöðugum
breytingum og því erfitt að greina hvað séu nýyrði og hvað
ekki. Þannig hafi mörg orð verið talin dönsk fyrir 30–40
árum sem séu nú talin fullgild íslensk orð. „Maður veit
aldrei hvaða orð það eru sem sitja eftir. Til dæmis eru
mörg orð sem mér, sem komin er á eft-
irlaunaaldur, fannst vera daglegt tal í
mínu ungdæmi en ungt fólk skilur hins
vegar ekki núna – þetta eru þessi gömlu
orð eins og altan og fortó. Svo eru önn-
ur orð sem ég man síður eftir sem eru
nú talin alíslensk, en voru talin dönsk
á sínum tíma. Sem ritstjóri bók-
arinnar reyndi ég að feta einhverja
slóð í þessum efnum og bera undir
fólk hvað því fyndist að ætti að vera
inni og hvað væri úrelt, og svörin
voru mjög einstaklingsbundin. Í
raun gæti þetta verið efni í heila
rannsókn.“
Eðlismunur á sjitt og sjokki
Við athugun kemur í ljós að
hvorki altan né fortó eru í bók-
inni, en Dóra segist hins vegar
fullviss að það séu orð í bókinni
sem séu jafngömul, þó þau séu
nú talin eðlilegt mál.
Hvað varðar sjeik og sjokk
annars vegar og sjitt hins
vegar, segir hún hið síðast-
nefnda upphrópun og í raun
dæmi um slangur. „En svo
eru önnur orð sem lýsa
hreinlega hlutum eða hug-
tökum. Þannig er sjokk
allt annars eðlis en sjitt,
held ég,“ segir hún og
hlær, en bætir svo við að
sjokk sé dæmi um orð sem sé
orðið algengt í íslensku talmáli.
„Við reyndum að staðla ritháttinn á
þeim tökuorðum, þó sumum geti brugðið í
brún þegar þeir sjá þau. Þannig var það til dæmis
með sjeikinn.“
Dóra segir þessa hluti áreiðanlega verða það sem flestir
eiga eftir að velta fyrir sér þegar þeir skoða bókina – að athuga
hvaða orð séu höfð með og hver ekki, og þá hvernig eigi að skrifa
þau. „Það gæti í sjálfu sér orðið mjög fjörlegt umræðuefni og vakið
fólk til umhugsunar um hvað sé tækt og hvað ekki. En það eru auð-
vitað alltaf álitamál, enda breytist íslenskan stöðugt.“
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Pottþétt Finna má
rétta ritun ríflega
65.000 orða í Staf-
setningarorðabók-
inni sem kemur út á
þriðjudag.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hljómsveitinni Sign hefur verið boðið að hita upp fyrir banda-rísku sveitina Wednesday 13 á tónleikaferð þeirrar síðarnefnduum Evrópu í kjölfar útgáfu hennar á breiðskífunni Fang Bang.Tónleikaferðin hefst í Academy 2 í Manchester laugardaginn
16. september og lýkur í Mean Fiddler í London fimmtudaginn 5. október.
Utan Bretlands munu hljómsveitirnar spila í Þýskalandi, Frakklandi, Belg-
íu og Hollandi. Alls er um að ræða sautján tónleika á tuttugu dögum. Sign-
liðar hafa talsvert verið að túra erlendis á árinu og hafa fengið góða dóma í
erlendum fjölmiðlum. Hljómsveitin hefur verið dugleg að kynna sig í gegn-
um síðuna www.myspace.com/sign þar sem hún á nú fjölda „vina“.
Einnig tónleikaferð á Íslandi
Sveitin er nú að undirbúa útgáfu á nýrri smáskífu sem heitir So Pretty
og er hún endurgerð af samnefndu lagi sem finna á plötu þeirra Thank
God For Silence. Chris Sheldon sér um að endurhljóðblanda lagið en hann
er mikill reynslubolti og hefur m.a. unnið sem hljómsveitum á borð við Ra-
diohead, Therapy? og Foo Fighters. Stefnt er að því að lagið í hinni nýju út-
gáfu verði tilbúið í næstu viku en áætlað er að gefa það út í lok október.
Sign heldur í tónleikaferð um Ísland 5.–14. september og verður hún aug-
lýst nánar síðar.
Sign spilar
í Evrópu
Morgunblaðið/Eggert
Útrás Söngvarinn Ragnar Sólberg og félagar hans í hljómsveitinni Sign halda áfram að spila erlendis.
myndlist
Vefsetrið MySpace er orðið
helsta verkfæri tónlistarmanna
um allan heim til að koma sér
og tónlist sinni á framfæri » 58
tónlist
Bleia eða bleyja?
Skiltasýning
Stellu fram-
lengd
» 63
Um 80% af rússneskri
fornmunasölu fara
fram á svörtum eða
gráum markaði » 58