Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna BjörgThoroddsen Ingimundardóttir fæddist í Gerði á Barðaströnd 10. jan- úar 1921. Hún lést 27. júlí 2006 á Drop- laugarstöðum. For- eldrar hennar voru Jón Kristinn Ingi- mundur Jóhann- esson, f. 3. mars 1895, d. 8. apríl 1973, og Guðbjörg Bjarnveig Jóhann- esdóttir, f. 28. októ- ber 1887, d. 22. mars 1962. Jóhanna var eitt af níu börnum þeirra hjóna. Hin eru: Magnús, f. 1914, d. 1997, Þórður, f. 1916, d. 2005, Kristín, f. 1919, Kjartan, f. 1923, Lilja, f. 1924, d. 2000, Ólafur, f. 1927, Hjálmar, f. 1928, og Sigrún, f. 1939. Hinn 30. nóvember 1943 giftist Jóhanna Ólafi Breiðfjörð Þórarins- syni bifreiðarstjóra, f. 11. október og Ásgeir. 4) Guðjón, f. 29. apríl 1952, maki Finnbjörg Skaftadóttir. Dætur: Erna Rós, Ólöf Aldís, lést 2004, Guðrún Karólína og Tinna. 5) Guðmundína Sigurrós, f. 6. janúar 1954, maki Guðmundur Bjarnason. Börn þeirra eru: Jóna Dagbjört og Sævar Bjarki. Barnabarnabörn eru 15. Jóhanna og Ólafur byrjuðu sinn búskap á Patreksfirði en fluttu árið 1963 í Kópavoginn og héldu heimili á Digranesvegi 36 allt þar til Ólafur lést, þá bjó Jóhanna þar ein um tíma. Hún flutti síðar í Hafnarfjörð- inn, þar bjó hún um nokkurra ára skeið. Þaðan fluttist hún á Sléttu- veg 15 og þar hélt hún heimili á meðan heilsa hennar leyfði. Síðustu árin bjó hún á Droplaugarstöðum. Jóhanna lærði klæðskerasaum ung að árum og starfaði við það með heimilisstörfum. Útför Jóhönnu var gerð frá Foss- vogskirkju mánudaginn 31. júlí síð- astliðinn. 1916, d. 26. janúar 1974. Foreldrar hans voru Þórarinn Krist- ján Ólafsson, f. 12. júlí 1885, d. 11. apríl 1959, og Guðmundína Sigurrós Guðmunds- dóttir, f. 11. desember 1878, d. 12. mars 1979. Börn Jóhönnu og Ólafs eru: 1) Þóra Friðrika, f. 29. apríl 1947, maki Sigvaldi Sigurjónsson. Dætur: Guðbjörg, Margrét og Sigurrós Björg. 2) Kristbjörg, f. 25. september 1948, maki Halldór Valdin Gíslason. Börn: Jóhanna Björg, Ólafur Vald- in og Gísli Elvar. 3) Þórarinn Krist- ján, f. 2. desember 1950, maki Arn- hildur Ásdís Kolbeins. Börn Þórarins eru: Kristín Helga, Jón Michael, Páll Agnar og Rannveig Björg. Fóstursynir Þórarins, synir Arnhildar Ásdísar, eru: Kristófer Elsku mamma mín, mikið á ég erf- itt með að hugsa mér tilveruna án þín, alla tíð höfum við tvær verið í daglegu sambandi við hvor aðra og stundum oft á dag. Það var líka gantast með það inn- an fjölskyldunnar að það hefði gleymst að klippa á naflastrenginn þegar þú áttir mig. Við vorum vissu- lega að mörgu leyti líkar en nærvera þín var mér dýrmæt og ég naut hverrar stundar sem við áttum sam- an. Við fráfall þitt, elsku mamma, koma fram í hugann margar minn- ingar allt frá barnæsku til fullorðins- áranna, ég var ekki há í loftinu þegar þú tókst á það ráð að binda utan um mittið mitt spotta og festa mig við snúrustaurinn úti í garði svo að ég gæti leikið mér án þess að fara mér að voða í tröppunum við útidyrnar. Ég undi mér vel en kom reglulega í neðstu tröppuna og kallaði á þig, þú varst þolinmóð við að svara mér, en ég er ekki viss um að þér hafi orðið mikið úr verki þó leikurinn hafi verið til þess gerður að skapa þér vinnu- frið smástund. Við systkinin ólumst upp við mikið ástríki og umhyggju hjá þér og pabba, þið kennduð okkur að það væri mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, þið kennduð okkur bænir og góða siði, þú varst trúuð kona og trúðir því að eitthvað biði okkar að lokinni þessari jarðvist. Ég man þegar við vorum börn, þegar þú og pabbi fóruð með okkur til dvalar á Koti á hverju sumri og eftirminnilegar eru ferðirnar okkar til berja, það var vel þegin búbót að fá krækiberin út á hafragraut eða skyrhræruna sem þú gafst okkur. Þú varst húsmóðir fram í fingur- góma, ein af þessum af gamla skól- anum, sem kunnir að nýta og spara. Þú varst snemma handlagin svo að eftir var tekið og sem unglingur varst þú lánuð milli bæja í sveitinni þinni til að hjálpa til við saumaskap og önnur heimilisstörf. Þú varst ekkert að tvínóna við hlutina heldur lagðir þú land undir fót og fórst til Reykjavíkur sem þótti langt í þá daga og lærðir klæðskera- saum, þeir voru ófáir ballkjólarnir sem runnu í gegnum þínar hendur svo ekki sé minnst á brúðarkjólana. Þetta nám nýttist þér ávallt gegn- um lífið og þú kenndir okkur stelp- unum þínum allt varðandi sauma- skap, þú lagðir áherslu á þolinmæði og vönduð vinnubrögð. Samhliða húsmóðurstarfinu vannst þú sem saumakona og lagðir mikinn metnað í þær flíkur sem þú saumaðir. Þegar við bjuggum á Digranes- veginum voruð þið Vilborg á efri hæðinni í samvinnu og tókuð að ykk- ur saumaskap, Vilborg sneið og þú saumaðir, þá var samgangurinn á milli hæða með efni og snið. Oft þeg- ar þú skaust upp til hennar þá stalst ég í saumavélina þína, þá búin að verða mér út um efnisbút í dúkkuföt, aldrei minnist ég þess að þú skamm- aðir mig fyrir tiltækið og þú minntir mig á að rugla ekki stillingunni á sporinu og þú frekar hvattir mig í sköpunargleðinni. Í gegnum árin studdum við hvor aðra, þú varst hjá mér þegar ég eignaðist Jónu Dag- björtu, mitt fyrsta barn, þú varst henni og Sævari Bjarka ómetanleg, þú hvattir þau til dáða og huggaðir ef eitthvað bjátaði á, þú varst minni fjölskyldu svo óendanlega dýrmæt, elsku mamma mín. Þú hélst í hönd mína þegar ég þurfti á þér að halda, þegar heilsan og sjónin fóru að svíkja þig þá héldum við í þína hönd. Við eigum eftir að sakna stundanna með þér, það verður tómlegt án þín. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Þín dóttir, Rósa, Guðmundur og Sævar Bjarki. Á fallegum sumardegi kvaddi amma mín þetta líf og þó að ég hafi vitað að það myndi styttast í kveðju- stundina er enginn undirbúinn þegar að því kemur. Amma hefur alla tíð verið stór hluti af mínu lífi, ég sótti gjarnan í fé- lagskap hennar þegar ég var lítil og skipti þá engu hvort ég vildi stoppa stutt eða lengi ég var alltaf velkomin. Þegar svo fullorðinsárin tóku við urðum við amma bestu vinkonur og héldum alla tíð góðum tengslum við hvor aðra. Amma kenndi mér margt á lífs- leiðinni, hún lagði höfuðáherslu á að vera trúr sjálfum sér, virða náung- ann og koma fram við aðra eins og þú vildir að væri komið fram við þig. Sanngirni, trú, von og kærleikur og þolinmæði voru dyggðir sem ömmu þóttu tilkomumiklar, hún amma mín ætti best að vita að ég þarf stundum að taka á honum stóra mínum til að sýna þolinmæði. Í minningunni var alltaf jafngam- an hjá ömmu, við styttum okkur stundir við að spila á spil lönguvit- leysu eða olsen olsen, amma sá eitt- hvað listrænt í mér sem barni og var óspör að rétta að mér liti og blýanta og hvetja mig áfram á þeirri braut. Ég held að hún hafi líka verið pínulít- ið stolt þegar ég svo útskrifaðist sem stúdent af myndlistarbraut. Ég man eitt sinn þegar ég var hjá ömmu fengum við okkur melónu og eftir að hafa gætt sér á henni kenndi hún mér að búa til hálsmen úr stein- unum, það fannst mér merkileg upp- götvun. Það voru ófá handtökin sem amma kenndi okkur afkomendum sínum, það var árviss viðburður að baka fyr- ir jólin og taka slátur á haustin og þá var nú handagangur í öskjunni það þurfti að setja í vambir og sauma fyr- ir svo þurfti að kenna unga fólkinu að elda, borða og njóta. Amma æfði litlar hendur í hagnýt- um heimilisstörfum og kenndi mér líka að axla ábyrgð, það var mjög ábyrgðarmikið hlutverk að fara til kaupmannsins á horninu og kaupa mjólk og aðrar nauðsynjar, fyrst átti að nota krónur og aura, passa budd- una og koma beint heim, og passa sig á bílunum. Um hugann leita ótal minningar og ein af þeim er að mér fannst ég alltaf eiga fallegustu ömmuna, amma mín var alltaf fallega klædd í pilsi sem nam við hné og í fallegri peysu eða bol sem voru undantekningar- laust rautt að lit það var liturinn hennar ömmu og um hálsinn hafði hún fallegt hjartahálsmen. Hún var listfengin kona enda sást það á verkum hennar sem hún lagði alúð við þegar hún vann við störf sín sem saumakona. Á lífsleiðinni hafði amma þurft að mæta ýmsum áföllum en hún tókst á við storma og stórsjó með æðruleysi og trúði alltaf á það góða í öllum, hún hlustaði á og hlúði að og ef eitthvað bjátaði á var víst að amma mín var fyrst til að rétta hjálparhönd. Ein af mínum kærustu minningum er þegar við amma sátum saman. Við héldumst í hendur og ræddum um daginn og veginn, þá fannst mér ég alltaf svo örugg það var eins og tím- inn stæði í stað og við værum bara tvær í veröldinni og allar áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Það er því með virðingu og þökk sem ég kveð ömmu mína elskulega og þakka henni allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú fagnaðir mér, amma mín, með knúsi og kossum, ég finn enn þitt síð- asta faðmlag, það var sterkt og hlýtt, þannig varst þú og þannig vil ég muna þig, ég bið góðan Guð að geyma þig og kveð þig með bæninni sem mamma þín bjó til og þú kenndir okkur: Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær. Svo vil ég glaður sofna nú sætt í nafni Jesú. Takk fyrir allt, amma mín. Takk fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig. Þín, Jóna Dagbjört. Elsku Hanna, amma mín. Ég veit að þú ert sátt núna, hvar sem þú ert, þá ertu á góðum stað með þeim sem hafa beðið eftir þér. Þú gafst af þér mörg líf og skilur eftir sífjölgandi spor hérna megin. Ég vildi ekki þurfa að sjá af þér á minn barnalega hátt. Þú hafðir talað um það við pabba, er ég sá þig sein- ast, á heimleið í bílnum. Þú spurðir hann hvort allt væri nú ekki tilbúið fyrir brottför, eins og ekkert annað væri sjálfsagðara, sem það var, býst ég við. Ég vildi ekki kveðja þig þá, því ég vissi að það væri líklegast í seinasta sinn. Ætli, þegar ég hugsa til baka, að þú hafir vitað það sama, þetta samtal í bílnum hafi verið þinn mögulegi máti að vekja þá hugsun upp hjá mér. Ég var ekki tilbúin þá og aðeins í huganum get ég nú kvatt þig í hinsta sinn. Ég veit þú munt líta eftir mér áfram, eins og þú gerðir úr fjarlægð, Jóhanna Björg Thoroddsen Ingimundardóttir Árið 1570 varð ungurmaður, 28 eða 29 áraað aldri, biskup áHólum, og jafnframtannar í röðinni til að gegna því embætti nyrðra eftir siðbreytingu. Þetta var Guð- brandur Þorláksson. Fór hann utan og hlaut vígslu 8. apríl árið 1571, í dómkirkjunni í Kaup- mannahöfn, Frúarkirkju. Þegar Guðbrandur hafði vígst til Breiðabólstaðar í Vesturhópi, árið 1567, var sonur forvera hans, Jóns Matthíassonar „hins sænska“, orðinn eigandi prent- smiðjunnar, sem þar var og Jón Arason hafði flutt til landsins í kringum 1530. Sá hét einnig Jón og hafði viðurnefnið prentari. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli, en víst er, að eftir að hinn fyrst nefndi er orðinn biskup líð- ur ekki á löngu áður en prent- smiðjan og Jón prentari eru komin til Hóla og undirbúningur hafinn að bókaútgáfu. Alls er kunnugt um 100 bækur eða svo, er prentaðar voru á Hól- um eða Núpufelli í biskupstíð hans, og þar af hafa 79 varðveist. Hann sjálfur er talinn höfundur 11 bókanna, sá þar að auki um útgáfu 9 og þýddi 32. Af öllum hinum ólöstuðum greinir menn þó síst á um, að einhver mesti skerfur til ís- lenskrar menningarsögu fyrr og síðar, og um leið gersemi ís- lenskrar bókagerðar, hafi verið sú prentun heilagrar ritningar, sem birtist í fyrsta skipti öll í ís- lenskri þýðingu 6. júní árið 1584, og er nú löngum kennd við útgef- anda sinn og nefnd Guðbrands- biblía. Urðu Íslendingar þar með hinir 20. í röðinni, til að gefa út Biblíuna á móðurmáli sínu. Guðbrandur notaði, að svo miklu leyti sem hægt var og til náðist, eldri þýðingar í hina miklu smíð. Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, sem út hafði komið árið 1540, tók hann upp nálega óbreytt. Og hvað Gamla testamentið snertir voru notaðar þýðingar Gissurar Ein- arssonar á Orðskviðunum og Sí- raksbók, og e.t.v. Samúelsbók- unum. Þá hefur Guðbrandur notað þýðingar Odds Gottskálks- sonar á Davíðssálmum og líklega Spámannabókunum og Makka- beabókunum. Ekki mun með öllu ljóst hvor þýddi Jobsbók, Gissur eða Oddur. Þessar bækur notaði Guðbrandur, auk þýðinga ann- arra manna og sinna eigin. Þá hefur hann reynt að samræma þýðingarnar og færa til betri vegar þar sem hægt var, því vit- að er að hann var málvönd- unarmaður. En ekki var það eitt nægilegt að hafa prenthæfan texta, heldur þurfti að auka útbúnað prent- verksins, sem mun hafa verið í rýrara lagi. Naut Guðbrandur þar aðstoðar vinar síns og fyrr- um kennara, sem var Páll Mad- sen Sjálandsbiskup. Ennfremur aflaði Guðbrandur myndamóta frá útlöndum, en hnútar og ann- að skraut, munu vera eftir hann og aðra. Að því er sagnir herma eiga 7 menn að hafa unnið við prentun Biblíunnar í alls tvö ár. Er það afrek út af fyrir sig, miðað við af- köst þess tíma í prentsmiðju, alla jafna. Af þeim eru aðeins tveir nafngreindir; annar er Jón Jóns- son prentari, áðurnefndur, og hinn Guðmundur Erlendsson, sem um svipað leyti verður prestur í Felli í Sléttuhlíð. Hafa einhverjir hinna eflaust verið skólapiltar, því vitað er að Guð- brandur setti þá drengi að ein- hverju leyti til starfa í prenthús. Um Biblíuna er það annað að segja, að hún var öll prentuð í svörtum lit, nema hluti titilsíðu, sem var rauður. Upplagið var 500 eintök, sem telja verður mjög stórt, ef litið er á allar aðstæður. Erlendur bókbindari, Jurin að nafni, var fenginn til þess að sjá um bókbandið, og batt helming upplagsins; 120 eintök voru send til bands í Kaupmannahöfn, en afgangurinn svo falinn íslenskum manni, Jóni Arngrímssyni, sem lært hafði bókband af hinum er- lenda. Var bandið allt hið vand- aðasta, eins og raunar bókin öll, slegið utan með spennum og doppum. Brotið var stórt, svo- kallað fólíó, og blaðsíður um 1.250. Ef pappír hefði ekki verið kominn til sögunnar, hefði þurft 311 kálfskinn í hvert eintak. Þá heyrði til nýjunga í íslenskri bókagerð, að Biblían var skreytt myndum, hátt í 30 talsins. Guðbrandsbiblía mun ekki hafa farið að koma úr bandi fyrr en árið 1585. Hún var dýr, hvert eintak kostaði 8–12 ríkisdali, sem var feiknaverð á þeim tíma og svaraði til tveggja eða þriggja kýrverða. Sé það umreiknað til nútímans, erum við að tala um eina og hálfa milljón og upp í rúmar tvær. Jafnvel enn meira, að sumra áliti. Biskup gaf fátækum kirkjum í Hólastifti 20 eintök og hugðist gera eins við fátækar kirkjur í Skálholtsstifti, þótt nú sé ekki vitað hvort af hefur orðið. Nýja testamentið, sem hann lét prenta eitt og sér árið 1609, var einkum hugsað til þeirra, sem ekki höfðu efni á að kaupa Biblíuna sjálfa. Á árunum 1824–1825 lét Hið íslenska Biblíufélag gera könnun á biblíueign landsmanna og birt- ust niðurstöður hennar árið 1826. Samkvæmt þeim voru til 160 Guðbrandsbiblíur, ýmist í op- inberri eign eða einkaeign. Hver þessi tala er núna er ekki vitað, en einhverjir hafa giskað á 30–40 bækur, og af þeim eru örfáar taldar í einkaeigu. Guðbrandsbiblía er ein af örfá- um fyrri alda útgáfum, sem end- urprentuð hefur verið í óbreyttri mynd, og það í tvígang. Fyrst var hún ljósprentuð og útgefin af Litho-prenti á árunum 1956– 1957, í 500 eintökum, og síðan ljósprentuð og gefin út öðru sinni af bókaforlaginu Lögbergi, árið 1984, í 400 eintökum. Guðbrandsbiblía sigurdur.aegisson@kirkjan.is Einhver mesti skerfur til íslenskrar menning- arsögu fyrr og síðar er biblíuútgáfan 1584, sem jafnan er kennd við Guðbrand Þorláksson. Sigurður Ægisson greinir frá tilurð hennar í þessum pistli. HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.