Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 11
á annað hundrað jarðir vítt og breitt um landið, félagið kaupi bújarðir, færi saman greiðslumark á einum og leggi aðrar um leið í eyði. Eignar- hald svona félags til viðhalds hefð- bundnum búskap gangi ekki upp. Aðrir segja framkvæmdir félagsins jákvæðar fyrir bændur og búskap; bændur fái sómasamlegt verð fyrir jarðir sínar og breyttir búskap- arhættir kalli á sameiningu og stækkun búa. Bæði Ingvar J. Karlsson, stjórn- arformaður Lífsvals ehf., og Jón Björnsson, framkvæmdastjóri þess, neituðu að eiga orðastað við blaða- mann Morgunblaðsins um félagið og rekstur þess og sögðu það sama gilda um félaga þeirra. Samkvæmt því sem næst varð ko- mizt er Lífsval sá aðili á almennum markaði, sem á flestar jarðirnar, á fjórða tug talsins. Fyrirtækið er hins vegar ekki við eina fjölina fellt, því samruni við Hvítagil ehf. stendur yf- ir, en það fyrirtæki varð til úr skipt- ingu Svartagils hf., en tilgangur þess félags er m.a. eignarhald á jörðum. Ingvar J. Karlsson er líka stjórn- arformaður þess og framkvæmda- stjóri Guðmundur A. Birgisson, Núpum 3, sem sæti á í stjórn Lífs- vals. Þeir eru ekki einir um að sitja gþróun eða framþróun? Morgunblaðið/Brynjar Gauti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 11 Ég er búinn að vera í þessarijarðasölu í tuttugu ár og getekki merkt það á viðskipt- unum hjá mér, að svo miklu fleiri jarðir skipti nú um eigendur en áður. Auðvitað eiga sér stað sölur, sem ekki koma til minna kasta, en engu að síður held ég að umræðan um upp- kaup á jörðum sé einum of kraftmikil miðað við staðreyndirnar,“ segir Magnús Leopoldsson fasteignasali. Breytingar síðustu ára segir hann felast fyrst og fremst í því að menn eru að skipta jörðum, selja hluta út úr þeim, til dæmis undir sumar- bústaði. Áður fyrr var jörðum helzt skipt, þegar til þess lágu persónu- legar ástæður, eins og til dæmis þeg- ar tveir bræður kvæntust og eign- uðust fjölskyldur. Nú er þróunin alls staðar sú, að hinn hefðbundni land- búnaður hopar undan byggðinni og utan þéttbýlisins hefur orðið spreng- ing í sumarbústaðalöndum, smáum og stórum og reyndar eru sum jarð- arígildi. Með þessu segir Magnús jarðar- verð hafa hækkað gríðarlega og það er löngu liðin tíð, að jarðir séu bara auglýstar á hurðarkarminum í kaup- félaginu. Nú er öldin allt önnur. „Þegar ég var að byrja fyrir tutt- ugu árum var algengt jarðarverð á bilinu 5 –10 milljónir króna, en er nú 50–100 milljónir. Áður gátu menn að- eins keypt 3–4 herbergja íbúð í næsta þéttbýli fyrir fína jörð, þannig að jarðaverðið hefur hækkað til muna meir en íbúðaverðið og sú hækkun hefur verið mest síðustu tvö, þrjú ár- in. Þetta þýðir að ákveðinn kaup- endahópur hefur dottið út og eftir standa færri en oft á tíðum fjársterk- ari kaupendur. Það urðu mikil umskipti, þegar jarðalögunum var breytt 28. maí 2004. Þá var forkaupsréttur sveitar- félaga afnuminn og einnig réttur þeirra til að endurmeta jarðaverð, ef þeim sýndist svo. Áður voru margir orðnir þreyttir á því að kaupa jarðir og horfa svo upp á sveitarfélögin ganga inn í kaupin og selja svo ein- hverjum allt öðrum jörðina. Nú er þetta liðin tíð. Þá skipti líka verulegu máli sá kraftur sem kom inn á íbúða- markaðinn, hann hafði ekki einasta áhrif í þéttbýlinu, heldur gætti hans líka út í sveitunum.“ Magnús segir obbann af auknum hópi landkaupenda vera alls konar fólk, einstaklinga sem vilja fyrst og fremst eignast afdrep fyrir sig og fjölskylduna og vissulega eru menn misstórtækir allt eftir efnum og ástæðum. „Ef ég færi með þér um Snæfellsnesið, held ég að ég gæti bent þér á 70–80% jarðanna í eigu einstaklinga í Reykjavík.“ Hlut út- lendinga segir hann óbreyttan, þetta eina til tvær jarðir á ári, og oftast eru þau kaup tilkomin vegna einhverra tengsla við Ísland og Íslendinga. Þá væri alltaf eitthvað um það, að Ís- lendingar, sem hefðu starfað og búið erlendis, festu kaup á landi. Þegar spurt er um kaup efna- manna, einna og fleiri, á jörðum í stórum stíl, segir Magnús að það hafi lengi tíðkazt að efnamenn kaupi upp jarðir, oft við laxveiðiár, stundum einir eða í félagi við aðra. Alþekkt væri samstarf Eggerts Kristjáns- sonar og Egils Vilhjálmssonar við Laxá í Kjós, Thor Jensen keypti á sínum tíma allar jarðir, sem liggja að Haffjarðará, og Jóhannes á Borg stundaði jarðakaup tengd laxveiði- rétti. Veiðirétturinn kemur enn við sögu; menn keppast við að kaupa jarðir við einstakar ár, en svo hefur fleira komið til en sumarbústaðirnir, eins og hestamennska og skógrækt og svo sú tilfinning, sem Magnús seg- ir skemmtilegast að sjá þróast; ein- lægur áhugi á landinu sjálfu. Obbinn af kaupendum í leit að persónulegu afdrepi Morgunblaðið/Jim Smart Tífalt jarðaverð Magnús Leopolds- son: á 20 árum hefur jarðaverð hækkað úr 5–10 milljónum í 50–100. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.