Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - kr. 4800 Sýningar í ágúst og september Fös. 25. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 26. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 2. sept. kl. 20 uppselt Sun. 3. sept. kl. 15 uppselt Sun. 3. sept. kl. 20 uppselt Fim. 7. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 8. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 9. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 10. sept. kl. 16 Laus sæti RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/9 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS. Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20 FOOTLOOSE Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20 Fim 21/9 kl. 20 Fös 22/9 kl. 20 EYFI STÓRTÓNLEIKAR Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22 MANNAKORN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Þri 5/9 kl. 20 Þri 5/9 kl. 22 HÖRÐUR TORFA AFMÆLISTÓNLEIKAR Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22 PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. OPIÐ HÚS Sunnudaginn 3.september verður opið hús í Borgarleikhúsinu. Allir velkomnir. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin - síðustu aukasýningar! Lau. 2/9 kl. 19 UPPSELT Lau. 2/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 3/9 kl. 20 UPPSELT Fös. 8/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 10/9 kl. 20 Fös. 15/9 kl. 19 Lau. 16/9 kl. 19 örfá sæti laus www.leikfelag.is Miðasala 4 600 200 Í ÁGÚSTHEFTI breska tónlist-artímaritsins Q er áhugaverðgrein sem fjallar um síhækk- andi miðaverð á popp- og rokk- tónleika í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Í greininni er sérstaklega horft til nýafstaðinnar tónleika- ferðar Madonnu um Bretlands- eyjar, en ódýrustu miðar á tón- leika í ferðinni kostuðu 80 pund, eða rúmlega 10.000 krónur, en þeir dýrustu kostuðu 160 pund, eða rúmlega 21.000 krónur. Þá eru nefnd fleiri dæmi um hátt miðaverð á tónleika í Bretlandi í sumar, til dæmis á tónleika Roll- ing Stones, Billy Joel og Eagles, þar sem miðinn kostaði allt að 150 pundum, sem nemur um 20.000 krónum. Samkvæmt greinarhöf- undi hefur miðaverð á tónleika farið stighækkandi að undanförnu, og telur hann að ballið sé rétt að byrja.    Öfugt við miðaverð á tónleikahefur verð á plötum farið lækkandi á undanförnum árum, og samkvæmt skýrslu Alans Krueger, hagfræðiprófessors við hinn virta Princeton háskóla í Bandaríkj- unum er nú svo komið að einungis fjórir af 35 tekjuhæstu tónlist- armönnum heims hagnast meira á plötusölu en á tónleikahaldi. Sem dæmi um þetta eru öldungarnir í Rolling Stones nefndir, en þeir fengu 39,6 milljónir dollara fyrir tónleikahald í Bandaríkjunum árið 2002, en það nemur tæpum þrem- ur milljörðum króna. Á sama tíma græddu þeir 900.000 dollara á plötusölu – rúmlega 63 milljónir króna.    Í skýrslunni kemur fram að ááttunda og níunda áratugnumhafi tónlistarmenn oftar en ekki tapað peningum á tónleika- haldi, peningarnir hafi fyrst og fremst komið í kassann við plötu- sölu. Í dag hafi dæmið hins vegar snúist við og tónlistarmenn fái sí- fellt lægri summur fyrir plötusölu. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að fólk nái í síauknum mæli í tónlist- ina á netinu, oftar en ekki án þess að borga krónu fyrir. Þeir sem hins vegar kjósi að borga fyrir tónlistina á netinu kaupi í mörgum tilfellum aðeins eitt lag í stað heillar plötu eins og víða er boðið upp á, en eins og gefur að skilja skilar það færri krónum í vasa tónlistarmannsins.    Því stóla margir tónlistarmenn ídag á tónleikahald sem tekju- lind, og á meðan fólk er tilbúið til þess að borga svimandi háar upp- hæðir fyrir miðana er líklegt að miðaverðið muni hækka enn frek- ar. Þá er nú hægt að kaupa miða á tónleika á uppboðssíðum á netinu á borð við eBay og eru þar boðnar upphæðir sem eru langt yfir því sem nefnt var hér að framan. Sam- kvæmt prófessornum í Princeton eru á bilinu fimm til 15 prósent miða á alla stóra tónleika til sölu á eBay, og í flestum tilfellum er verðið langt yfir markaðsverði, en samt sem áður hikar fólk ekki við að kaupa miða á slíku verði. Tón- listarmennirnir sjálfir eru farnir að átta sig á þessu og sem dæmi má nefna að fyrir tónleika Mad- onnu, Coldplay, Bon Jovi og Roger Waters í Bandaríkjunum hafa ver- ið haldin uppboð þar sem fólki gafst kostur á að bjóða í bestu sæt- in. Þá voru allir miðar á tónleika INXS í Santa Barbara fyrir stuttu seldir á uppboði á netinu. Í upp- hafi var lægsta boð í miðana einn dollar, en að morgni tónleikadags hljóðuðu sum boðin upp á 230 doll- ara – um 16.000 krónur.    Það eru þó ekki allir tónlist-armenn sem hugsa eingöngu um að maka krókinn. Hljómsveitin Korn hefur verið á tónleika- ferðalagi um Bandaríkin í sumar og hefur rúmlega helmingur af öllum miðum á tónleika sveit- arinnar verið seldur á 10 dollara, sem nemur um 700 krónum. „Hvers vegna ættum við að taka þátt í því að hækka miðaverð upp úr öllu valdi, bara af því að við getum það?“ spyr Jonathan Davis, söngvari sveitarinnar. „Sem lista- menn höfum við auðvitað ákveðnar skyldur gagnvart aðdá- endum okkar,“ bætir hann við. Nokkrir þekktir listamenn í Bretlandi hafa einnig gert hvað þeir geta til þess að halda miða- verði á tónleika sína í lágmarki, til dæmis Morrissey og hljómsveitin Arctic Monkeys sem krefst þess að miðar á tónleika þeirra kosti ekki meira en 15 pund – um 2.000 krón- ur.    Hér á landi er svipað uppi áteningnum; miðaverð á popp- og rokktónleika fer hækkandi með hverju árinu sem líður. Í sumum tilfellum láta Íslendingar það ekki á sig fá og fjölmenna á tónleika þótt miðaverð sé hátt í 10.000 krónur. Sem nýlegt dæmi má nefna tónleika Björgvins Halldórs- sonar og Sinfóníuhljómsveit- arinnar, en miðar á tónleikana kostuðu 6.500 og 7.500 krónur, jafnvel þótt hið sívinsæla fyrirtæki Alcan sé helsti bakhjarl þeirra. Miðasala á tónleikana fór fram á föstudaginn var og seldust alls 3.000 miðar upp á 90 mínútum, þrátt fyrir að miðaverðið hafi ver- ið eins hátt og raun bar vitni. Í öðrum tilfellum hafa Íslend- ingar fussað og sveiað yfir háu miðaverði og eins og dæmin sanna hafa tónleikahaldarar neyðst til að flytja ófáa tónleika til vegna lé- legrar miðasölu að undanförnu – eða hreinlega gefið miða til þess að reyna að fylla tónleikastaðinn.    Hvort sem um er að kenna nið-urhali tónlistar, miðaupp- boðum á netinu eða einhverju allt öðru er stöðug hækkun miðaverðs á tónleika slæm þróun fyrir tón- listaráhugamenn, og jafnvel fyrir tónlistarmennina sjálfa sem eiga á hættu að fá aðdáendur sína upp á móti sér, leyfi þeir græðginni að ráða. Þá er vænlegri kostur að fylgja fordæmi Korn, Morrissey og Arctic Monkeys og ákveða að halda miðaverði í lágmarki. Svo má jafnvel ganga jafnlangt og strákarnir í Sigur Rós gerðu í sumar þegar þeir hreinlega buðu fólki á fjölmarga tónleika, eins og frægt er orðið. Þetta rausnarlega boð á kannski sinn þátt í því að sveitin á þrjár plötur á meðal þeirra 30 mest seldu á Íslandi um þessar mundir. Madonna, Sigur Rós; græðgi eða gjafmildi? ’Er nú svo komið að einungis fjórir af 35 tekjuhæstu tónlistarmönnum heims hagnast meira á plötusölu en á tónleikahaldi.‘ Morgunblaðið/Eggert Ókeypis Hljómsveitin Sigur Rós bauð fólki á fjölda tónleika í sumar. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson Reuters Dýrt Miðar á tónleika Madonnu kosta allt að 21.000 krónum. ) *  +  $ $  ,- .   / 0 $      $*  ) $   - 12  $* 34 - *    5 *'' 4'6 7 2    / $*  3 2  5 -   5 *'' 4'6 (* 4 4            Hjartaknúsarinn föngulegiBrandon Routh sem lék Of- urmennið í samnefndri kvikmynd hefur trúlofað sig unnustu sinni Courtney Ford. Brandon, sem er 26 ára gamall, bar fram bónorð sitt fyrr í mán- uðinum, og ugglaust margar stúlk- ur og piltar sem myndu vilja vera í sporum Courtneyjar þessa dag- ana.    Gamli Stones-melurinn RonnieWood er að gera það gott sem listamaður. Á milli þess sem hann hefur rokkað frá sér allt vit með kempunum í Rolling Stones hefur Ronnie bæði fengist við þrykkimyndir og málverk, en hann hélt á dögunum sýningu í Lund- únum þar sem mörgum helstu listaverkasöfnurum borgarinnar var boðið. Þó Ronnie skorti ekki fé selur hann verk sín ekki ódýrt. Fyrir þrykkimynd í takmörkuðu upplagi sem sýnir Charlie Watts þarf að reiða fram rösklega 130.000 kr, og málverk af hestinum Alchiea fer ekki fyrir minna en fimm milljónir. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.