Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góð í skóinn Mörkinni 1 • Sími 588 24 00 Gullfalleg og ódýr bók Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 10. 12. 2006 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 10.076 » Innlit 18.154 » Flettingar 142.035 » Heimild: Samræmd vefmæling VINSÆLT AÐ VERA FLUGFREYJA STARFIÐ ER SKEMMTILEGT OG TILBREYTINGARÍKT, SEGIR RANNVEIG EIR EINARSDÓTTIR >> 10 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 55 Veður 8 Myndasögur 70 Staksteinar 8 Dagbók 73 Hugsað upphátt 39 Menning 64/71 Sjónspegill 46 Staður og stund 74/77 Forystugrein 40 Leikhús 68 Reykjavíkurbréf 40 Bíó 74/77 Umræðan 47/54 Sjónvarp 78 Minningar 57/61 Víkverji 76 * * * Innlent  Ruslpóstur er nú um og yfir 90 prósent af öllum póstsendingum á Netinu, en ekki er langt síðan hlut- fallið var 60 prósent, að sögn Björns Davíðssonar, þróunarstjóra netþjón- ustufyrirtækisins Snerpu. Fyrir nokkrum árum spáði Bill Gates, stofnandi Microsoft, að slíkum pósti yrði útrýmt fyrir 2006. Annað hefur heldur betur komið á daginn. » 18  Afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta til hins verra á heitum og þurrum svæðum jarð- arinnar en byrjunin annars staðar, t.d. á norðurslóðum, kann að vera til hins betra, þótt hvítabjörninn eigi þegar bágt vegna hlýnunarinnar. Þóra Ellen Þórhallsdóttir segir í fréttaskýringu um loftslagsbreyt- ingar í Morgunblaðinu í dag að áhrif þeirra séu óviss, en hugsanlega svo alvarleg að við getum ekki leyft okk- ur að taka neina áhættu. » 10-17  Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir Sundagöng að sjálf- sögðu góðan kost og telur eðlilegt að Vegagerðin og borgaryfirvöld hafi komið sér saman um að leggja göng- in í umhverfismat. Nauðsynlegt sé að bera þau saman við aðra kosti. » 1  Lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda á gosdrykkjum og öðrum drykkjarvörum með viðbættum sykri samræmist ekki manneld- issjónarmiðum sem ættu að vera lögð til grundvallar í breytingum af þessu tagi, segir meðal annars í um- sögn Lýðheilsustöðvar vegna frum- varps um lækkun virðisaukaskatts á matvælum. » 80 Erlent  Fjörutíu og fimm konur biðu bana í Moskvu aðfaranótt laug- ardags þegar þær lokuðust inni á sjúkrahúsi í miklum bruna. Talið er að kveikt hafi verið í sjúkrahúsinu og hafa saksóknarar hafið glæpa- rannsókn vegna meintrar vanrækslu við brunavarnir í byggingunni. » 1  Hópur kínverskra atvinnurek- enda sem framleiða vörur fyrir bandarísku smásölukeðjuna Wal- Mart greiðir ekki lágmarkslaun, út- vegar starfsfólki sínu ekki heilsu- tryggingar og býður því upp á öm- urlegar vinnuaðstæður. » 1  Íraskir og bandarískir embætt- ismenn gáfu til kynna í gær, að ný lög um skiptingu tekna af olíusölu á milli helstu trúarhópanna í Írak, þar sem íbúafjöldi ræður tekjudreifingu, kynnu að vera á næsta leiti en deilur um hana eru almennt álitnar hafa spillt fyrir einingu landsins. Banda- ríska dagblaðið New York Times skýrði frá þessu á vefsíðu sinni.  Rússnesk yfirvöld eru sökuð um að standa fyrir herferð gegn bresk- um hagsmunum í Moskvu, að því er breska dagblaðið Times greindi frá í gær. Var þar sagt frá því, að breska sendiherranum í borginni hefðu bor- ist hótanir og lokað hefði verið fyrir útsendingar breska ríkisútvarpsins, BBC, í Rússlandi.  Annar fellibylurinn á skömmum tíma reið yfir Filippseyjar í gær, innan við hálfan mánuð eftir að byl- urinn Durian dró á annað þúsund manns til dauða. Ekki var ljóst hversu miklu tjóni bylurinn, sem hefur verið gefið nafnið Utor, olli þegar Morgunblaðið fór í prentun. ALLS 4.634 börn í 2.977 fjölskyldum teljast hafa búið við fátækt á árinu 2004 þegar miðað er við aðferðafræði Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD. Barnafjölskyldur teljast hafa verið rúmlega 41 þúsund árið 2004 og er hlutfall fátæktar þannig 6,6%. Ísland er þó í hópi þeirra landa innan OECD þar sem fátækt barna mælist hvað minnst, en þetta kemur fram í skýrslu um fátækt barna, sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi síðastliðinn föstudag að beiðni Sam- fylkingarinnar. Veigamestu skýringarþættir mældrar fátæktar barna eru aldur foreldra, hjúskaparstaða og tíma- bundnar aðstæður. Þannig mældist hlutfallslega mest fátækt hjá einstæð- um foreldrum innan við tvítugt; hlut- fall fátækra barnafjölskyldna af öllum barnafjölskyldum er um 2⁄3 þegar for- eldrarnir eru innan við tvítugt. Hjá foreldrum eldri en 30 ára er hlutfallið um 4%. Fátæktin varir hins vegar í stuttan tíma hjá flestum, en í skýrsl- unni segir að sérstök athugun hafi leitt í ljós að ¾ fátækra fjölskyldna ár- ið 2000 voru það ekki lengur árið 2004. Skattar draga úr fátækt Í skýrslunni kemur fram að ef fá- tækt er mæld miðað við tekjur ein- vörðungu teljast 12,7% barna hafa búið við fátækt árið 2004. Hlutfallið lækki hins vegar um 6,1 prósentustig fyrir áhrif skattkerfisins og þá sér- staklega vegna barna- og vaxtabóta. Þegar tekið er tillit til námslána frá LÍN lækki hlutfallið í 6,3%. Meðlags- greiðslur til einstæðra foreldra lækki hlutfallið enn frekar en ekki liggi fyrir fullnægjandi tölulegar upplýsingar um þessar fjárhæðir. Samkvæmt aðferðafræði OECD miðast fátæktarmörkin við ráðstöfun- artekjur heimilanna, eða 50% af mið- tekjum, en það eru þær tekjur þar sem jafnmargir eru með hærri tekjur og lægri. Þetta þýðir að ávallt mælast einhverjir fátækir, sama hversu vel tekst til um þjóðfélagsþróunina. Fjöldi barna sem teljast undir fátækt- armörkum sveiflast því nokkuð í sam- ræmi við þróun fátæktarmarkanna. Þannig voru fátæktarmörkin nær 50% hærri að raunvirði árið 2004 en 10 árum áður. Álíka hátt hlutfall barna telst hafa búið við fátækt á ár- unum 1994 og 2004, en árið 1999 var hlutfallið í kringum 4,8%. 6,6% íslenskra barna teljast búa við fátækt Fátækt mest hjá börnum einstæðra foreldra innan við tvítugt að því er segir í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi Í HNOTSKURN » Samkvæmt aðferðafræðiOECD teljast 6,6% ís- lenskra barna hafa búið við fá- tækt árið 2004, eða 4.634 börn. » Skatta- og bótakerfið hef-ur þau áhrif að fátækum börnum fækkar um helming. GLATT var á hjalla á skógræktarsvæði skógræktarfélag- anna í Brynjudal í Hvalfirði þegar vel á þriðja hundrað starfsmenn Eimskips og fjölskyldur þeirra lögðu leið sína þangað fyrir skemmstu. Var þeim þar boðið að velja og höggva sitt eigið jólatré í skógi sem ræktaður hefur verið í botni dalsins. Ekki spillti fyrir þegar þrír jólasveinar mættu á svæðið og glöddu ungviðið. Við þetta sama tækifæri var undirritaður samstarfs- samningur milli Eimskips og Skógræktarfélags Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Brynjólfi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélagsins, felur samningurinn í sér frekari uppbyggingu og bætta aðstöðu fyrir gesti sem leggja leið sína í Brynjudalinn, en samningurinn er til þriggja ára. Ljósmynd/Daníel Bergmann Sóttu sér jólatré í Brynjudal Handsal Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri Norður Atlantshafssviðs Eimskips, og Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, undirrituðu samninginn en hann gildir til þriggja ára. UNG kona fannst látin á gisti- heimili í Rangárvallasýslu á þriðjudagsmorgun og var dánaror- sökin hjartastopp. Að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli, sem kvödd var á vettvang, var um að ræða rúmlega þrítuga íslenska konu sem gisti á gistiheimilinu ásamt karlmanni aðfaranótt þriðjudags. Staðfest er að fíkniefna var neytt en lögregla kveður ekki upp úrskurð um það hvort banamein konunnar hafi verið of stór skammtur fíkniefna þá um nóttina. Karlmaðurinn sem var herberg- isfélagi konunnar lét lögreglu vita þegar hann varð áskynja um ástand hennar og var tekin lög- regluskýrsla af honum í tengslum við málið. Hann var þó ekki yf- irheyrður með réttarstöðu grunaðs í málinu enda ekki talin ástæða til þess að sögn lögreglunnar. Ekkert benti enda til þess að um átök eða ofbeldi hefði verið að ræða þá um nóttina og málið því ekki rann- sakað sem sakamál. Lögreglan segir afskiptum sínum af málinu lokið og verður það ekki rann- sakað frekar. Fannst látin á gistiheimili LÓÐIR við fimmtán skóla í Reykja-vík verða endurgerðar og endurbætt- ar á næsta ári samkvæmt samþykkt framkvæmdaráðs borgarinnar. Sam- tals verður framkvæmt fyrir 150 milljónir kr. á næsta ári og samhliða farið yfir áherslu í þriggja ára áætlun. Fram kemur að ástand skólalóðanna er misgott og eru verkefni misstór. Þær skólalóðir sem hér um ræðir og tekið verður til hendinni á eru lóð Álftamýrarskóla, Fellaskóla, Folda- skóla, Langholtsskóla, Laugarnes- skóla, Laugalækjarskóla, Klébergs- skóla, Hólabrekkuskóla, Hlíðaskóla, Vesturbæjarskóla og Vogaskóla. Mestu er varið í framkvæmdir á lóð Laugalækjarskóla eða 22 milljónum króna. 150 millj. í skólalóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.