Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 30
daglegt líf 30 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Víkingagarður Langhús eru yfirleitt miðjan í víkingagörðum Norðurlanda. Þau eru endurgerð húsa frá víkingaöld, meðal annars húsa sem fundist hafa í gömlu hringvirkjunum í Danmörku. Myndin er Gestirnir lifa sig inn í fortíðina í víkingagörðum Víkingagarðar og lifandi sögusöfn eru fjölsóttir ferðamannastaðir á Norðurlöndunum og hér á landi eru nokkur slík verkefni í undirbúningi. Helgi Bjarnason heimsótti nokkra víkingagarða og kynnti sér stöðu mála hér. Varðturn Björn kongungur í Foteviken er afar stoltur af nýja varðturn- inum og lætur gæta hans vel. Úr honum sést vel yfir víkingaþorpið. starfseminni, og síðan er gjarnan byggð upp ferðaþjónusta til að nýta aðstöðuna á sumrin. Mikið líf var í Foteviken-safninu á Skáni í Svíþjóð þegar ég kom þangað um mánaðamótin júní og júlí. Þar var þá hafinn stærsti víkingamark- aður Svíþjóðar. Víkingar frá allri Evrópu streymdu að, alls hátt í sex hundruð frá yfir 50 löndum. Víking- arnir seldu eigið handverk og fatnað og unnu í smiðjum. Einnig voru sýndir leikir fornmanna, bardagar, sagðar sögur og sungið. Hátíðin var í svipuðu formi og menn þekkja frá al- þjóðlegu víkingahátíðunum í Hafn- arfirði nema hvað allt var stærra í sniðum. Unnið hefur verið að uppbyggingu lifandi sögusafns í Foteviken í ellefu ár. Þar eru nú 22 hús í víkingaaldar- stíl. Varðturninn er nýjasta bygg- ingin, timburturn sem stendur á hól og gætt er af vörðum. Þaðan er gott útsýni yfir þetta vaxandi þorp. Björn M. Jakobsen forstjóri safnsins, Björn konungur eins og hann kýs að kalla sig í víkinga- heimum, situr í hásæti sínu þegar hann veitir blaðamanni viðtal. Segir að markmiðið sé að byggja heild- stætt þorp frá seinni hluta víkingaaldar, með götum og öllu til- heyrandi. Hann segir að ætlunin sé að koma upp aðstöðu til að sýna hvernig líf forfeðranna var í raun og veru. „Þorpið er búið til fyrir víkingana. En ferðafólkið er líka velkomið,“ segir Björn konungur. Sænska eyjan Gotland á Eystra- salti var útnefnd „víkingaeyja“ á árinu 2005. Af því tilefni var lögð sérstök áhersla á þann þátt í sögu eyjarskeggja. Leonard Nordin, vík- ingur í víkingabænum Tofta sem er sunnan við höfuðstaðinn, Visby, seg- ir að þessi nafngift hafi hjálpað mjög við kynningu á víkingamenningu eyjarinnar, ekki síst heimsókn Svía- konungs sem efnt var til af þessu til- efni. Á Gotlandi er vart þverfótað fyrir minjum frá miðöldum og forsögulegum tíma og er reynt að gera þá aðgengilega fyrir ferðafólk. Í Tofta hafa verið byggð hús í víkingaald- arstíl á síðastliðnum fimmtán árum, hið stærsta er langhús en einnig á annan tug smærri húsa. Víkinga- þorpið er byggt upp af einstaklingi sem hluti af ferðaþjónustufyrirtæki og þarf aðgangseyrir að standa und- ir kostnaði. Leonard segir að gestir komi víða að, sumir frá fjarlægum löndum í þeim eina tilgangi að kynn- ast víkingatímanum. Sögumiðstöð í hverju fylki Byggður hefur verið upp bónda- bær í víkingaaldarstíl á Bukkøy við Ögvaldsnes (nú Avaldsnes) í Noregi, í nágrenni Haugasunds. Víkinga- bærinn er skammt frá Ólafskirkju sem Hákon Hákonarson Noregs- konungur byggði á Ögvaldsnesi um 1250. Bærinn er byggður upp eftir niðurstöðum fornleifarannsókna í nágrenninu. Langhús og nokkur minni hús og svo stórt víkingaskip- anaust. Tilgangurinn er fyrst og fremst að fræða börnin í skólum sveitarfé- lagsins um líf fólksins á víkingaöld, segir Cathrine Glette sem tekur á móti blaðamanni. Lögð er áhersla á að sýna daglegt líf fólksins en ekki bardagamenninguna. Starfsmenn eru aðeins tveir og þeir höfðu lítið að gera þann daginn vegna þess að það rigndi ósköpin öll og fáir lögðu það á sig að ganga tíu mínútna leið frá Ólafskirkju að bænum. Meira líf er þar þegar börnin koma á heimsókn og á víkingahátíðunum sem þar eru árlega haldnar. Á Ögvaldsnesi hef- ur nýlega verið byggð sögu- miðstöðin Nordve- gen þar sem lögð er » Sagnaarfurinn skilur íslensku verkefnin vel frá hinum hefð- bundnu víkingagörðum á hinum Norðurlönd- unum og skapar mögu- leika á sérstöðu og fjöl- breytni. áhersla á að segja sögu þessa merka staðar í Noregssögunni. Þaðan stjórnaði Haraldur hárfagri samein- uðum Noregi, svo eitt atriði sé nefnt. Nordvegen er ein af mörgum sögu- og menningarmiðstöðvum sem Norðmenn reistu í tilefni árþúsunda- skiptanna, árið 2000. Eitt safn var sett niður í hverju fylki landsins. Gestir taka þátt Þróaðasti víkingagarðurinn sem ég skoðaði er Víkingamiðstöðin í Ribe á Jótlandi, en fjölmargir aðrir víkingagarðar eru í Danmörku. Rétt utan við Ribe hefur verið byggður fjöldi húsa sem mörg hver eru stór og mikil, eftir niðurstöðum fornleifa- rannsókna í héraðinu. Þarna býr fólk að víkingasið í húsum og tjöldum allt sumarið og sýnir gestum vinnu- brögðin. Fólki gefst kostur á að fara í víkingabúninga og taka þátt í starf- inu og ýmsum viðburðum. Skjóta af boga, fylgjast með þjálfun veiðifálka, vinna við járnsmíði og trésmíði og gera skartgripi svo nokkuð sé nefnt. Húsdýrin draga að sér börnin, ekki síst íslensku hestarnir. Markaðstorg er í víkingamiðstöð- inni, byggt upp eins og borgin sjálf. Ribe er elsta borg Danmerkur og var í upphafi markaðstorg. Þar var mikil starfsemi, ekki síst við járn- smíði og skartgripagerð og að sjá nokkuð lífleg viðskipti. Inni í borginni er síðan safnið Ribes víkingar. Borgin var ein af mikilvægustu verslunarborgunum á víkingatímanum og er sú saga sögð á sýningunni. Víkingagarðar í undirbúningi Á Íslandi er aðallega einn staður sem hægt er að tala um sem lifandi sögusafn. Það er bær Eiríks rauða á Eiríksstöðum í Dölum. Starfsfólkið klæðist víkingabúningum og reynt er að hafa umhverfið sem eðlilegast miðað við þann tíma sem verið er að fjalla um. Alltaf er eitthvað um að vera og gestir geta tekið þátt í ýms- um störfum og uppákomum. Stað- urinn er orðinn vinsælasti ferða- mannastaðurinn í Dölum. Þá er verið að setja upp Leifssýningu í Búðardal en hún er hluti af Eiríks- staðaverkefninu. Fleiri slíkir „víkingagarðar“ eru í vinnslu. Nefna má Víkingaheima í Njarðvík en þar verður vík- ingaskipið Íslendingur í aðal- hlutverki og Grettisból í Mið- firði þar sem verið er að koma upp fjölskyldu- og skemmti- garði til heiðurs Gretti sterka. Brautryðjandinn í því að innleiða víkingaöldina inn í ferðaþjónustuna hér á landi er þó Jóhannes Viðar Bjarnason, veit- ingamaður í Fjörukránni í Hafnar- firði. Þegar hann stofnaði veitinga- stað sinn fyrir sautján árum var hann undir frönskum áhrifum. Napóleon tók á móti gestum, sungin voru frönsk lög og franskur matur var á boðstólum. Þegar hann fékk leyfi til að stækka staðinn með stóru F erðamenn sýna svokall- aðri menningartengdri ferðaþjónustu vaxandi áhuga. Undir það fellur sögutengd ferðaþjón- usta og hefur hlutur hennar farið vaxandi. Töluvert hefur verið byggt upp til að mæta vaxandi eftirspurn, meðal annars á Norðurlöndunum, þar sem víða er að finna aðstöðu þar sem ferðafólk getur upplifað söguna. Hér á landi hefur einnig verið byggt upp og mörg verkefni í bígerð og ný- lega voru stofnuð Samtök um sögu- tengdra ferðaþjónustu með þrjátíu þátttakendum. Áhugi á víkingatímanum er mjög áberandi í Evrópu og fjöldi ferða- fólks heimsækir víkingagarða og söfn á Norðurlöndunum sem gera sögunni skil. Ekki er óalgengt að heyra töluna 40 þúsund þegar spurt er um fjölda gesta yfir sumarið. Auð- vitað er öðrum tímabilum einnig haldið á lofti í söfnum, ekki síst lífinu á forsögulegum tíma, járnöld, brons- öld og steinöld, eftir því sem unnt er. Einnig eru einstökum efnisatriðum frá miðöldum og seinni tímum gerð skil á sérstökum söfnum og sýn- ingum. Í þetta sækir ferðafólk í vax- andi mæli. Talað er um tímabilið frá því um 800 og fram um 1050 sem víkingaöld. Miðað er við þann tíma sem norræn- ir sæfarar stunduðu kaupskap, sjó- rán og strandhögg. Víkingarnir urðu frægir fyrir hrottaskap sinn. Þeim þætti í fari víkinganna, sem þeir þó draga nafn sitt af, er ekki haldið mjög á lofti í þeim víkingagörðum og söfnum sem blaðamaður heimsótti á Norðurlöndunum, heldur fremur daglegu lífi þeirra, störfum og húsa- kynnum. Bardagasýningar eru hins vegar oftast í öndvegi á víkinga- hátíðum enda draga þær gesti frek- ar að en handverksfólk og lág- stemmdari skemmtanir. Sýna líf forfeðr- anna Í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi eru víkingunum gerð skil á mörgum stöðum. Grunnurinn er oft endurgerð húsa sem hönnuð eru samkvæmt vísbendingum sem feng- ist hafa úr fornleifarannsóknum á húsum frá víkingaöld. Smám sam- an eru byggð heilu þorpin. Að- staðan er síðan notuð til að fræða skólabörn um þennan tíma, það er í sumum til- vikum meginþátturinn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.