Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 67 Erlendar bækur í miklu úrvali eftir vinsæla höfunda. Margar útgáfur af erlendum Biblíum, NIV, NKJV, KJV, Amplified o.fl. Gott verð. Bókabúð Vegarins l Sími: 564 2355 Smiðjuvegi 5 l 200 Kópavogi Kristilegar bækur, tónlist, myndbönd og gjafavara Opið virka daga frá 13:00 – 16:30. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Jólatónleikar LAUGARDAGINN 16. DESEMBER KL.14.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 16. DESEMBER KL. 17.00*– ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hulda Jónsdóttir Kór ::: Gradualekór Langholtskirkju tónsprotinn í háskólabíói Leroy Anderson ::: Jólaforleikur Pjotr Tsjajkovskíj ::: Hnotubrjóturinn, 6 þættir Henryk Wieniawski ::: Polonaise brillante Franz Xaver Gruber ::: Heims um ból Jórunn Viðar ::: Það á að gefa börnum brauð Jórunn Viðar ::: Jól Hrafnkell Orri Egilsson ::: Jólasyrpa í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar *tónleikar utan áskrifta þennan hátt. Loks má nefna að vorið 1952 var Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóri í Bandaríkjunum og kynnti sér ýmislegt í sambandi við lögreglumál, meðal annars hjá FBI. „Skoðaði þar deildirnar og reyndi pi- stolur og nýtísku hríðskotabyssu,“ skrifaði hann Pétri Kristinssyni. Í Noregi og Danmörku (og vita- skuld víðar) kom fyrir að húsakynni væru hleruð með hljóðnemum en engar beinar heimildir eru um slíkar aðgerðir hérlendis á sjötta áratugn- um. Þegar komið var fram í árs- byrjun 1956 sögðu bandarískir emb- ættismenn það enn há íslensku öryggisþjónustunni að hún réði ekki yfir nauðsynlegum búnaði. Hér vant- aði til dæmis bifreiðar með tal- stöðvum og hlerunarútbúnað – „au- diosurveillance equipment“ – til að fela innandyra eða hlusta úr fjar- lægð. Íslendingar hefðu þó „einhver tök á að fylgjast með undirróð- ursstarfsemi“. Vitað er að með ár- unum fengust ýmis tæki að utan; myndavélar með sérstökum aðdrátt- arlinsum, leynihljóðnemar, nætur- sjónaukar og fleira. Nákvæmar upp- lýsingar fást ekki um það hvar og hvernig þessum búnaði var beitt í kalda stríðinu, enda langt um liðið. Eflaust var það minna en gerðist og gekk annars staðar á Vesturlöndum og dómur Bandaríkjamanna um innra öryggi á Íslandi var áfram dap- ur: Eftirliti og vörnum gegn und- irróðri væri ábótavant sem leiddi til þess að trausta vitneskju vantaði um leynilega starfsemi og áætlanir er- lendra og íslenskra kommúnista í landinu. Þótt svo væri í pottinn búið var áfram unnið að því af veikum mætti að efla öryggisvarnir landsins. Lög- regluliðið var vandlega valið sem fyrr og reynt að tryggja að stuðn- ingsmenn sósíalista væru ekki ráðnir til starfa. Árið 1953 lögðu yfirmenn varnarliðsins jafnframt til að lög- reglan yrði styrkt svo hún gæti varið mikilvægar byggingar á hættustund; virkjanir, verksmiðjur, vatnsveitur, fjarskiptamiðstöðvar, stjórnarbygg- ingar og Alþingi. Nokkur samvinna komst á í þessu augnamiði. Starfs- menn Flugmálastjórnar voru um 120, undir stjórn Agnars Kofoed- Hansen, sem mun hafa valið þá alla og gengið úr skugga um að þeir væru honum handgengnir. Bandaríkja- menn töldu að um helmingur mann- anna gæti unnið við öryggisgæslu ef á þyrfti að halda og þjálfuðu þeir um tuttugu þeirra í vopnaburði. Skæruliðasamtök og dínam- ítstuldur Í þessum kafla er greint frá hug- myndum um stofnun „skæruliða- samtaka“ og dínamítstuldi í Kópa- vogi snemma árs 1971: Þegar Fylkingarstrákarnir þrír voru sestir inn í Benzinn á Lauga- veginum komu þeir Jón og Guð- mundur sér strax að efninu eins og einn piltanna rakti síðar: „Mikið var rabbað í bílnum. Þeir spurðu mig hvort ég treysti mér til að standast yfirheyrslur langan tíma ef á þyrfti að halda, hvort ég ætti hugsjón sem ég væri tilbúinn að leggja lífið í söl- urnar fyrir og fleira þessháttar. Ég jánkaði því. Þeir sögðu mér að ég yrði strax samsekur ef þeir segðu mér hvað þeir hefðu í hyggju. Kom síðan ráðagerð um að stofna skæru- liðasamtök en til þess þyrfti að afla áhalda og koma sér vel fyrir. Einnig þyrftu félagarnir að vinna heit um að leysa aldrei frá skjóðunni þótt þeir jafnvel sætu inni alla ævi. Ég sam- þykkti með því skilyrði að menn yrðu ekki drepnir. Guðmundur svaraði því ekki beint en talaði um að maður gæti aldrei vitað slíkt fyrirfram. Ég sagðist ekki vilja vera með í neinu sem manndráp fælist í.“ Áformin þurfti að ræða frekar. Ákveðið var að halda til Hafn- arfjarðar þar sem einn hinna ungu Fylkingarfélaga bjó í foreldrahúsum. Á leiðinni kom upp úr kafinu að til stæði að stela dínamíti úr skúr við áhaldahús Kópavogskaupstaðar á Kársnesi. Jón og Guðmundur höfðu haldið þangað um viku áður og kann- að aðstæður. Sprengiefnið yrði síðan hægt að nota til hótana og skemmd- arverka, til dæmis við álverið eða sendiráð Bandaríkjanna. Einnig kæmi til greina að rjúfa rafmagns- línur til ratsjárstöðvarinnar Rock- ville skammt frá Sandgerði eða eyði- leggja rafmagnsspennistöðvar og díselstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þá vaknaði sú hugmynd einhvern tím- ann að sprengja sendiráð Sovétríkj- anna „eða jafnvel eignir Alþýðu- sambands Íslands ef ASÍ sviki í verkalýðsmálum“. Gestgjafinn í Hafnarfirði sagði síð- ar svo frá að þeir þrír sem höfðu ver- ið kallaðir inn í Benzinn við hús Fylk- ingarinnar hefðu allir ítrekað að þeir tækju ekki þátt í neinu sem gæti valdið manntjóni. Þeir hefðu þó að- eins fengið þau svör á ný hjá Guð- mundi „að það væri ekki hægt að taka tillit til þess ef hagsmunir bylt- ingarinnar krefðust þess“. Jafnframt hefði verið rætt um það að stofna 3–5 manna skæruliðaflokka og „ræna einhverjum háttsettum stjórnmála- manni og kúga út fé á sama hátt og Tupamaros“ [skæraliðasamtök í Uruguay]. Menn hefðu þó nánast um leið komist að því að þótt slíkar bar- áttuleiðir gengju í Uruguay væru að- stæður allt aðrar á Íslandi. Allt að einu lá fyrir að halda í Kópavog, stela sprengiefninu og sjá svo til hvort og hvernig það yrði nýtt. Hafnfirðingurinn ungi gat þó ekki gerst þjófur og „borgarskæruliði“ eins og hann lýsti síðar í yfirheyrsl- um lögreglu: „Ég sagði þeim að ég mundi aldrei taka þátt í að stela, hvorki dínamíti né öðru, enda hefði ég ekki fengið að fara út heiman að frá mér umrætt kvöld svo seint sem áðurnefndir menn voru á ferðinni.“ Bókin Óvinir ríkisins, Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi, eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing er 411 síður með nafnaskrá og kemur út hjá Máli og menningu. tímann vel til að taka til og gera klárt fyrir næstu áhöfn sem átti að taka við, raða í skápana og gera allt fínt. Þannig létum við tímann líða. Við ræddum um ókyrrðina á leiðinni. Það var hristingur meginhluta ferð- arinnar, ókyrrð yfir Indlandshafi.“ Jónína vann störf sín með bros á vör. Hún var líka full eftirvæntingar: „Allir voru í góðu skapi, við Íslend- ingarnir hlökkuðum til að fá nú smáhlé eftir langt og mikið ferðalag: Keflavík-Lúxemborg-Aþena-Jedda og nú Sri Lanka. Mér þótti strax svo gaman að fljúga eftir að ég byrjaði árið áður að ókyrrð truflaði mig aldrei. Einhver sagði að þó að vélin hefði flogið á hvolfi hefði ég ekki tekið eftir því. Mér fannst þetta dásamlegt líf og var ekkert að hugsa um óveður.“ Á hótelinu í Negombo var íslenska áhöfnin að búa sig undir brottför út á Katunayake-flugvöll. Einhver beyg- ur var í Lilju Sigurðardóttur: „Að morgni brottfarardagsins vöknuðum við Sigrún á hótelinu, fór- um niður í kaffiteríu og horfðum út. Mér brá. „Guð hjálpi okkur, Sigrún, við för- um ekki í loftið í þessu veðri,“ sagði ég. „Það flýgur enginn í þessu veðri“ Það var svo snarvitlaust veðrið strax þarna um hádegið. Ég fór að verða verulega áhyggjufull. Dag- urinn lagðist illa í mig. „Það flýgur enginn í þessu veðri, það er snarvitlaust,“ sagði ég. Það var grenjandi rigning og rok og þrumur og eldingar. Ég hafði miklar áhyggjur af veðrinu. Þegar við vor- um að keyra út á völl seint um kvöld- ið sagði ég við Sigrúnu: „Guð minn góður, mér er svo illa við að fljúga í svona veðri. Ég get ekki hugsað mér að fara í loftið við þessar aðstæður.“ Mér leið illa.“ Þegar líða tók á kvöldið og klukkan var að nálgast ellefu var áhöfn Dag- finns Stefánssonar á leið út á flugvöll. Það gekk á með þrumum og eld- ingum. „Vá, heyrið þið í þessari?“ sagði Sigrún Baldursdóttir þegar óvenju- voldug skrugga reið yfir. Dagfinnur kippti sér ekki mikið upp við þrumur og eldingar. Hann hafði séð ýmislegt á starfsævi sinni sem flugmaður: „Flugvöllurinn, sem við áttum að fljúga frá, var sunnan við höfuðborg- ina Kólombó, kannski álíka langt frá henni og er á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þarna var mikið um millilendingar fyrir flug, m.a. til Ástr- alíu, Indónesíu og Austurlanda fjær. Við fórum í bílum út á flugvöll. Þetta var átta manna áhöfn. Einar Guðlaugsson var flugmaður og Skúli Theodórs flugvélstjóri. Yfirflugþjónn var Guðjón Guðnason og með honum Friðleifur Helgason flugþjónn og flugfreyjurnar Lilja Sigurðardóttir, Sigrún Baldursdóttir og Kristín Geirsdóttir. Mikið þrumuveður gekk yfir með mikilli úrkomu. Í bílnum á leiðinni út á völl var talað um að það yrði erfitt að koma með vélina inn í þessu veðri. Við höfðum oft lent í þrumuveðri þannig að það var ekki óvanalegt. Aðalatriðið var að að- flugstæki og annað væri í lagi. Við vorum á leið að flugstöðinni þar sem við áttum að bíða í brottfar- arsalnum eftir að Flugleiðavélin kæmi.“ Þegar klukkuna vantaði sjö mín- útur í ellefu að kvöldi að staðartíma á Sri Lanka höfðu flugmennirnir á Leifi Eiríkssyni samband við aðflugs- stjórn Ratmalana. Þeim var sagt að flugbraut 04 á Katunayake-flugvelli í Kólombó væri í notkun. Flugmenn- irnir óskuðu eftir að fá að nota flug- braut 22. Þeir vildu í ljósi aðstæðna fara í blindaðflug (nota blindlending- arkerfi, Instrumental Landing Sys- tem, ILS) og styðjast við blind- aðflugstæki á jörðu niðri. Þau sýndu stefnu og aðflugshallageisla. Klukkan 23.06 voru flugmennirnir komnir í samband við ratsjárflug- umferðarstjóra í flugturninum. Þá voru um 150 kílómetrar eftir að Kat- unayake-flugvelli. Útkall, Leifur Eiríksson brotlendir, kemur út hjá Útkalli ehf. Bókin er 206 síður með nafnaskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.