Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 26
lífshlaup 26 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ekki almennilega þennan kauphallar- bisness, sem gengur útá að selja og kaupa með einhverjum pappírum þvers og kruss. Ég er ekki viss um að í þeim viðskiptum sé mikið af raun- verulegum peningaseðlum.“ Ef þú værir ungur maður núna, hvar myndir þú bera niður? „Ja, tímarnir eru gjörbreyttir og ég yrði að hugsa mig vel um. Aðild okkar að samevrópskum umgengnis- reglum á viðskiptasviðinu þýðir til dæmis, að ekki væri unnt að beita hryðjuverkum til hagsbóta fyrir þær tvær stóru blokkir sem hér réðu öllu, Kolkrabbann og Sambandið. Það gengi ekki núna. Starfsemi í flug- og ferðamálum færi ekki fram á sama sprengjusvæði og áður var. Maður þyrfti ekki að tapa aleigunni, einsog ég lýsi í bókinni varðandi Alþýðu- bankamálið svokallaða, þegar reynt var að stöðva atvinnurekstur minn og tókst að leggja flugreksturinn að velli.“ Skjöl hverfa, skjöl finnast „Þegar upp var staðið í því máli bað aðeins einn aðili um gjaldþrot; það var Olíufélagið, sem var í eigu Sambandsins. Nýja flugfélagið, Arn- arflug, sem tók yfir vélarnar okkar, rekstur og aðstöðu, var í eigu þess, ol- íustöðvarinnar í Hvalfirði og Regins, eintómra Sambandsfyrirtækja. Að vísu var til þessarar aðfarar stofnað til að rústa Sunnu, sem var stærsta ferðaskrifstofa landsins og veiddi í landhelgi Kolkrabbans hér á innan- landsmarkaði. Bankastjórar Seðla- bankans létu sig hafa það að vera í leynimakki við samgönguráðherra í þessu augnamiði, þótt þeir neituðu því á sínum tíma. En það liggur fyrir að þeir voru verndarenglar Kol- krabbans og SÍS og gerðu ekki uppá milli þessara óskabarna sinna. Þeir gerðu kröfu um að bankaráð Alþýðu- bankans, þar sem Sunna var þó aldrei í viðskiptum, krefðist sakarann- sóknar á mér og mínum fyrirtækjum. Þegar Þórður Björnsson saksóknari hafnaði því sögðu fulltrúar Seðla- bankans á fundi: Hvernig stendur á því að Guðni Þórðarson gengur enn þá laus og það er 24 tíma vakt hjá rannsóknarlögreglunni! Þetta hef ég frá fyrstu hendi manns sem sat fund- inn. Og þegar Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur, sem skrifar ævisögu mína, fer að afla gagna vegna hennar finnast leyniskjöl, sem höfðu villst úr samgönguráðuneytinu í möppu til Þjóðskjalasafnsins samkvæmt upp- lýsingalögum. Þetta eru minnisblöð skrifstofustjóra ráðuneytisins þar sem hann greinir nákvæmlega frá því þegar Seðlabankaforkólfarnir hringja þangað og funda um hvernig megi koma mér fyrir kattarnef. Það er margt sem er furðulegt í þessu máli, en þetta kom mér þó mest á óvart, því samgönguráðuneytið heyr- ir ekki undir Seðlabankann. Fleirum en mér hefur verið órótt yfir þessu vegna þess að líka kom í ljós við at- hugun að skjöl úr sama ráðuneyti, þar sem Seðlabankinn biður það um að stoppa Sunnu, eru horfin úr vörslu þess. Sama á við um öll skjöl um gjaldþrot Air Viking hjá embætti sýslumanns í Reykjavík; þau eru horfin samkvæmt skriflegri yfirlýs- ingu embættisins. Ef þessi skjöl fyndust hefðum við getað, og getum kannski enn, farið í stórfellt skaða- bótamál við eiganda Seðlabankans, ríkið. Það yrðu skaðabætur uppá milljarða eða milljarðatugi. Þessa spennusögu birtum við alla í bókinni, með ítarlegri heimildaskrá. Í mínum huga voru þetta hrein og klár hryðjuverk á viðskiptasviðinu. Ég skil vel ef einhverjum þyki þessi at- burðarás ótrúleg núna, en svona var hún samt.“ Stjórnvöld sæti ábyrgð Ertu í alvöru að íhuga skaðabóta- mál? „Það má vel vera. Þarna voru lög og réttur brotin. Og í raun mikilvægt fyrir réttlætið í landinu að stjórnvöld verði látin sæta ábyrgð á því. Þeir héldu að ekki yrði unnt að sanna slóð- ina, en hún er sönnuð. Erfiðara gæti reynst að sanna að gjaldþrot Air Vik- ing var óþarft, sem það var. Kröfur í búið voru ekki nema 236 milljónir og hefðu flugvélarnar verið seldar á eðli- legu verði hefði það eitt og sér nægt fyrir þeirri upphæð. Þar að auki átti ég fasteignir sem að núvirði næmu um 1,1 milljarði króna. Allur þessi málatilbúnaður var með endemum. Sunna var rekin með hagnaði öll árin sem ferðaskrifstofan starfaði og er ennþá til á sinni gömlu kennitölu.“ Gerðirðu sjálfur engin mistök í þessari atburðarás? „Jú. Stærstu mistökin voru þau að fara inná friðaðan starfsvettvang sem útvaldir höfðu fengið einkarétt á, bæði á landi, lofti og sjó. En ég gerði Fjórir Guðnar Guðni Þórðarson með þremur nöfnum sínum og afkomendum, f.v. Guðni Ing- ólfur, sonur Guðna, sem lést í umferðarslysi í Svíþjóð fyrir fimm árum, og dætrasynirnir Guðni Þór Árnason og Guðni Ólafsson. Morgunblaðið/Kristinn Huldufólkið Guðni með málverk Kjarvals af huldufólkinu sem Guðni sá í æsku heima á Hvíta- nesi. Í Kinshasa Fjölskylda starfsmanns ríkisflugfélagsins, sem þekkir Guðna frá sjónvarpsviðtölum, gefur sig á tal við hann á götu í höfuðborg Kongó. » „Þetta eru minn-isblöð skrifstofu- stjóra ráðuneytisins þar sem hann greinir ná- kvæmlega frá því þegar Seðlabankaforkólfarnir hringja þangað og funda um hvernig megi koma mér fyrir kattarnef …“ Hjónin Þessa mynd málaði Kjar- val af Sigrúnu og Guðna árið 1954. Um túlkun sína á Guðna sagði mál- arinn: „Þetta er einhver araba- höfðingi sem þú hefur áreiðanlega hitt og kannski er þetta bara þú sjálfur. Þannig lit- ir þú út ef þeir hefðu tekið þig.“ Morgunblaðið/Kristinn Í einni blaðamannsferðinni komst Guðni í kast við McCarthy-ismann í Banda- ríkjunum. „Þegar kalda stríðið stóð sem hæst fór ég til New York að skrifa um glæparéttarhöld sem þar stóðu yfir. Til þess að fá aðgang að dómssalnum þurfti ég að leggja fram blaðamanna- skírteini. Án þess að ég vissi hvers vegna var ég sendur með það í utanrík- isráðuneytið. Íslenska blaðamanna- félagið átti aðild að alþjóða- sambandi blaðamanna sem hafði höfuðstöðvar í Prag og í ljós kom að alþjóðlegt blaðamannaskírteini, sem gefið var út í austantjalds- ríki, þótti í meira lagi grun- samlegt. Og til að bæta gráu ofan á svart var vega- bréfsáritunin mín und- irrituð af manni með pólskt eftirnafn. Þessi skilríki mín fóru með hraði á milli allra skrifborða í Department of State í New York, því mönnum þótti ljóst að hér væri stórhættulegur kommi á ferð. Á meðan stóð ég skjálf- andi við afgreiðsluborðið, því ég vissi vel hvers McCarthy-istar voru megn- ugir. Ég var síðan tekinn til þriðju gráðu yfirheyrslu en sleppt eftir tvo tíma. Nið- urstaðan var sú að mér var ekki leyft að fylgjast með réttarhöldunum. Svona við- sjárverðir voru þessir tímar.“ Í klóm McCarthy- ismans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.