Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ mjög megi kenna því um loftslags- breytingar og gróðurhúsaáhrif og hver sé hlutur mannsins í þróuninni og hver náttúrunnar. Fáir vilja þó frýja manninn af allri sök og þess vegna standi það okkur sjálfum næst að grípa í taumana, hafa hemil á skemmdarverkunum og helzt snúa þróuninni við. Út hafa komið margar skýrslur vísindamanna um áhrif þess að ekk- ert verði gert og ganga þær allar út á það að mannkynið fljóti þá sofandi að feigðarósi og hann sé hreint ekki langt undan, reyndar segja sumir hann í góðu sjónmáli. Þangað til að honum kemur hlýnar jörðin, sjórinn hitnar og súrnar, og hætta steðjar að vistkerfum um láð og lög og ekki bara lífinu, heldur líka landinu og sjónum. Í skýrslu Umhverfisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga, sem kynnt var í tengslum við loftslagsráðstefnuna í Naíróbí, segir m.a. að í hlýnun lofts- lags með tilheyrandi hækkun sjáv- armáls, flóðum og öðrum breyt- ingum í náttúrunni felist ógn við framtíð mannsins. Og hver skýrslan rekur aðra. Nú síðast sendi Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna frá sér skýrslu um að húsdýrahald valdi meiri gróðurhúsaáhrifum en bílar og önnur flutningatæki og að auki valdi greinin spjöllum á jarð- vegi og vatni. Það er því í mörg horn að líta. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, tók svo djúpt í árinni að segja loftslagsbreytingar þegar ógna friði og öryggi og krafðist þess að ráða- menn sýndu mengun og loftslags- breytingum ekki minni áhuga en styrjöldum og tilraunum til að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðing- arvopna. Hann benti í leiðinni á að þegar litið væri til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum byggi heim- urinn við „skelfilegan skort á for- ystu“. Og umhverfisráðherra Íslands, Jónína Bjartmarz, segir það skoðun íslenzkra stjórnvalda að hefja þurfi yfirgripsmikla endurskoðun á Kýótósáttmálanum og að allar þjóð- ir heims verði að grípa til hertra að- gerða. En það er þetta með orðin og efndirnar. Það virðist nokkuð ljóst að okkur ætli að ganga erfiðlega að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum og að til áfram- haldandi breytinga mun koma. Þeirra gætir fyrst þar sem fyrir er heitt og þurrt og þá til hins verra, eins og við sjáum nú þegar á því að fólk er farið að flýja slík heimkynni sín vegna ótíðar. Slíku raski geta fylgt hættur á átökum og ófriði. Annars staðar, eins og á okkar slóð- um, geta breytingar byrjað til hins betra og menn íhuga nú þau tæki- færi sem geta falizt í breyttu um- hverfi á norðurslóðum. Sannfærandi eða bull En sem sagði eru ekki allir á einu máli um þróun mála. Menn skiptast í lið með og á móti. Margt er það af einlægni og góðum hug en hags- munir segja líka til sín þar sem ann- ars staðar. Þannig voru olíufélög og bílaframleiðendur sögð styðja af- neitun á hættunni frá loftslags- breytingunum leynt og ljóst, en nú hafa bílaframleiðendur að minnsta kosti vent kvæði sínu í kross og sett upp rannsóknastofur sem eiga að tryggja þeim áframhaldandi tilveru með nýrri tækni. Vísindamenn eru ekki frekar en aðrir á einu máli. Sumir segja sterkustu varnaðar- orðin sízt ofsögð, en aðrir malda í móinn og segja fullmikið áróðurs- bragð hafa lengi verið á umfjöllun um gróðurhúsaáhrifin. Halldór I. Elíasson prófessor talar hreint út um kjánaskapinn í skýrslu Stern og telur sjónarmið um gróðurhúsa- áhrifin hæpin. Hann segir það bull að tala um gróðurhúsategundir eins og lofttegundir, sem myndi hvel um jörðina. Katrín Ólafsdóttir hag- fræðilektor segir hins vegar Stern- skýrsluna mjög yfirgripsmikla og sannfærandi. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur segir okkur ekki geta tekið þá áhættu að horfa aðgerða- laus fram hjá þætti mannsins í lofts- lagsbreytingunum og Tómas Jó- hannesson jarðeðlisfræðingur segir mennina valda breytingum í gróð- urhúsalofttegundum sem þegar eru orðnar jafn miklar og náttúrulegar sveiflur milli ísalda og hlýskeiða. Ef breytingarnar verða margfalt meiri er ljóst að afleiðingarnar verða miklar. Ný tækni og ný orka En hvar liggur lausnin? Eigum við að hverfa aftur til lífshátta pabba og mömmu eða jafnvel afa og ömmu? Engan finnum við sem mæl- ir með slíkri lausn. Auðvitað getur hver og einn lagt sitt af mörkum með góðu lífslagi og sú viðleitni, sem felst í Kýótóbókuninni er góðra gjalda verð. En lausnin liggur í nýrri tækni og nýjum orkugjöfum. Enn er þó of litlu fjármagni varið til rannsókna á þeim. Þeir sem hvetja til meiri rannsókna segja að hættan hljóti að herða á mönnum. Rannsóknir á náttúrunni þarf líka að auka. Þótt menn telji sig vita margt á því sviði er fleira okkur hul- ið. Ný sannindi líta stöðugt dagsins ljós. Rannsóknir sýna að áta í Suð- ur-Kyrrahafi hefur staðbundin áhrif á skýjamyndun þar og nýlega birt- ust í brezku vísindatímariti nið- urstöður rannsókna, sem sýna að Heklugosið 2000 olli staðbundinni þynningu ósonlagsins, sem varði í um tvær vikur og jafnaði sig að lok- um. Við þurfum því stöðugt að vera á tánum. Við getum lappað upp á Eyðing ósonlagsins skelfdi okkur í eina tíð. Nú virðist það standa í stað. Sumir segja það órækan vitn- isburð þess, að hlutirnir lagist bara af sjálfu sér. En Þór Jakobsson veð- urfræðingur er á öðru máli. Hann segir reynsluna varðandi ósónlagið sýna okkur „að við getum lappað upp á það sem við höfum skemmt. En við þurfum að grípa til aðgerða. Gegn eyðingu ósonlagsins brugðust menn við með því meðal annars að banna úðabrúsa. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess, að eyðingin virðist hætt.“ Stern-skýrslan brýtur í blað Kræfustu andstæðingar brezku ríkisstjórnarinnar segja reyndar að á bak við fyrirheit hennar um að taka Stern-skýrsluna alvarlega búi ekki áhugi á umhverfismálum held- ur nýrri skattheimtu. Hvað sem því líður má segja að skýrslan brjóti í blað. Trausti Jóns- son veðurfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt fátt í skýrslunni kæmi á óvart hvað veð- urfræði áhrærði sýndi hún að um- ræðan um loftslagsbreytingar væri nú komin yfir á svið hagfræði og stjórnmála. Reuters Á myrkum morgni Reykfylltur rennur dagurinn upp yfir byggingaverka- menn í Cape Town, Suður-Afríku, sem trónir á toppi þeirra landa sem framleiða hvað mest af gróðurhúsalofttegundum. Loftslagsbreytingar af manna völdum S tern-skýrslan er mjög yfirgripsmikil og um leið sannfærandi. Ég hef áður séð hagfræðilegar úttektir á efnahags- legum áhrifum loftslagsbreytinga, en þessi sker sig frá þeim vegna þess hversu víða Stern leitar fanga,“ segir Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, sem hefur kynnt sér skýrslu hagfræðingsins Nicholas Stern um efnahagsleg áhrif loftslags- breytinga. Í skýrslunni, sem Stern vann fyrir bresku ríkisstjórnina, kemur fram að verði ekki gerð- ar tafarlausar ráðstafanir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heiminum geti það orðið til þess að heimsframleiðslan minnki um 5–20% á ári til frambúðar. Katrín segir að efnahagsspám fylgi alltaf mikil óvissa, hvað þá þegar reynt sé að horfa öld fram í tímann. „Öllum tölum verður þess vegna að taka með fyrirvara, en hins vegar eru þau hlutföll, sem Stern setur fram, miklu áhugaverðari. Hann áætlar hvað það muni kosta mannkynið ef það heldur að sér höndum og gerir enga tilraun til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Á móti áætlar hann hver lágmarks tilkostnaðurinn er við að stöðva aukningu í losun á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaðan er sú að kostnaðurinn við að stöðva aukninguna og byrja strax er mun minni en kostnaðurinn við að aðhafast ekkert. Þetta er stóri boðskapurinn í skýrslunni.“ Katrín segir að 5–20% samdráttur í heims- framleiðslu á ári séu gríðarlega háar tölur. „Auðvitað er þetta bara vísbending, enda getur margt gerst á 100-200 árum, sem við getum ekki séð fyrir í dag. Hins vegar gerir Stern ágæta grein fyrir forsendum útreikninga sinna og mér finnst alls ekki hægt að hunsa niður- stöður hans, eins og sumir vilja gera. Stern færir góð rök fyrir því hverjar efnahagslegar afleiðingar gætu orðið, ef við grípum ekki til neinna aðgerða vegna loftslagsbreytinga.“ Áhrif misþung eftir svæðum Í skýrslunni er einnig fjallað sérstaklega um hve misþung áhrif loftslagsbreytinga verða eftir heimshlutum. „Hlýnun loftslagsins þarf ekki að vera neikvæð fyrir Norðurlöndin, svo dæmi sé tekið. Ræktun verður til dæmis auðveldari í hlýrra loftslagi og ferða- mannastraumur eykst. Hins vegar eru svo svæði sem verða afskaplega illa úti, eins og Afríka og Asía, lönd sem núna eru skrefi á eft- ir Vesturlöndum. Þarna er auðvitað fólgin hættan á að ekkert verði gert, því afleiðing- arnar verða minnstar í þeim heimshlutum sem ráða yfir mesta fjármagninu. Aðgerðir verða að ná til heimsins alls, en auðvitað blasa við endalaus vandamál í framkvæmdinni. Þar nægir að benda á hversu erfiðlega hefur gengið að ná almennri sátt um Kyoto bók- unina, um að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda.“ Það blasir við, að þau ríki sem nú leggja mesta áherslu á vöxt efnahagslífins, s.s. Kína, munu seint sætta sig við að snúa af þeirri braut, með vísan til þess að mengun í heim- inum sé þegar of mikil, segir Katrín. „Vest- rænar þjóðir bera mesta ábyrgð á losun gróð- urhúsalofttegunda og aðrar þjóðir vilja auðvitað fá sín tækifæri til betra lífs. Það er því ekkert sjálfsagt mál að samstaða náist um aðgerðir. Stern bendir líka á, að jafnvel þótt við hættum að auka útblásturinn núna, þá mun magn gróðurhúsalofttegunda halda áfram að aukast á næstu árum. Ástandið á því eftir að versna, áður en það batnar, jafnvel þótt við snúum alveg við blaðinu núna.“ Hamfarir og heilbrigði Stern segir að mannkynið þurfi að greiða umhverfisskatta eða setja útblásturskvóta til að afstýra efnahagsöngþveiti sem yrði á við kreppuna miklu á 4. áratug 20. aldar. Aðrir ganga lengra, t.d. sagði umhverfisráðherra Bret- lands að loftslagsbreyt- ingar gætu kostað meira en kreppan mikla og heimsstyrjaldirnar tvær á síðustu öld samanlagt. „Þetta eru auðvitað svaka- lega tölur,“ segir Katrín. „Í úttektum af þessu tagi hefur yfirleitt verið miðað við almennan kostnað, en Stern gengur lengra, því hann segir að loftslagsbreytingum fylgi aukin hætta á miklum hamförum á borð við fellibylinn Katrínu, sem færði New Or- leans á kaf. Hann tekur kostnað vegna slíkra atburða inn í útreikninga sína, sem mér finnst skynsamlegt, en vissulega hækkar það töl- urnar til muna. Hann gengur svo enn lengra og tekur með ýmsan kostnað vegna áhrifa á almennt heilbrigði og fleira af því tagi. Þegar sá kostnaður er tekinn með er Stern kominn í efri mörk útreikninga sinna, þ.e. að samdrátt- urinn verði 20%.“ Þótt miðað sé við lægri mörk Stern, um 5% samdrátt á ári, þá er sá samdráttur tilfinn- anlegur. „Ef það kostar okkur aðeins 1% af landsframleiðslu á ári að snúa þróuninni við, þá finnst manni blasa við að það verði gert, til að forðast verri niðurstöðu. Það eru helstu skilaboð skýrslunnar.“ Nýir möguleikar Í skýrslunni er m.a. nefnt að Ísland sé að verða einn stærsti álframleiðandi heims, mið- að við fólksfjölda og álframleiðslan byggist á endurnýjanlegri orku. Þá nefnir Stern einnig vetnisframleiðslu á Íslandi. „Hann setur þetta hlutlaust fram og leggur t.d. ekkert mat á það hversu mikil vetnisframleiðsla verði í framtíð- inni.“ Stern sér ekki bara kostnað og erfiðleika samfara því að snúa þróuninni við. Hagkerfi heims myndu halda áfram að vaxa um leið og umskiptin myndu skapa spennandi við- skiptatækifæri með því að mynda eftirspurn eftir nýrri framleiðslu og fjármálaþjónustu. „Viðskipti með mengunarkvóta eru einn þess- ara nýju möguleika og nýr markaður myndi skapast fyrir tækni sem leiðir til minni los- unar gróðurhúsalofttegunda. Ég ímynda mér að hann hafi reiknað þessa jákvæðu þætti á móti kostnaðinum, þótt ekki sé hægt að lesa það beint út úr skýrslunni, enda erfitt að spá um hag okkar af tækni sem enn hefur ekki orðið að raunveruleika.“ Katrín segir að viðbrögð hagfræðinga við skýrslunni séu almennt mjög góð. Hún þyki mikilvægt innlegg í umræðuna um efnahags- leg áhrif loftslagsbreytinga. „Stern setur fram hugmyndir að ýmsum lausnum, t.d. að huga að mengunarkvótum, leggja á umhverf- isskatta og styðja við tækniþróun, til dæmis með því að eyrnamerkja slíka skatta svo þeir renni til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Hann leggur áherslu á að engin ein töfralausn sé til, heldur þurfi að sækja fram á öllum víg- stöðvum.“ Niðurstaða Katrínar Ólafsdóttur er að skýrsla Stern sé bæði mjög yfirgripsmikil og sannfærandi. „Skýrslan er vel unnin og það er auðvitað mikill gæðastimpill á henni að Nicholas Stern hafi unnið hana. Hann er ekki sérfræðingur á sviði loftslagsbreytinga, en er afar virtur hagfræðingur, bæði fyrir fræði- störf sín og fyrir stefnumótun sem fyrrver- andi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Í skýrslunni eru ræddar allar hliðar málsins og svo virðist sem Stern hafi kynnt sér flestar fyrri rannsóknir um þetta efni. Reyndar hlýt- ur heill her manns að hafa unnið að skýrsl- unni, þótt hún sé sett fram í nafni Stern. Sem dæmi má nefna að heimildaskrá hvers kafla er oft upp á margar blaðsíður.“ Katrín Ólafsdóttir ÓDÝRARA AÐ GRÍPA Í TAUMANA EN GERA EKKERT Í HNOTSKURN »Menn greinir á umástæður loftslagsbreyt- inga og afleiðingar en fleiri telja aðgerða þörf, þar sem við höfum alla vega ekki efni á því að taka neina áhættu. »Framkvæmdastjóri SÞkrefst þess að ráðamenn sýni takmörkunum á lofts- lagsbreytingum af manna- völdum ekki minni áhuga en styrjöldum og takmörkunum á útbreiðslu gereyðing- arvopna. »Kýótó-bókunin um að-gerðir gegn útstreymi gróðurhúsalofttegunda renn- ur út 2012 og samkomulagið frá Naíróbí í síðasta mánuði felur í sér að menn verði þá tilbúnir með framhaldið til 2017. »Afleiðinga loftslagsbreyt-inga gætir til hins verra þar sem heitt er og þurrt en á norðurslóðum fara mál á annan veg, þótt hvítabjörn- inn eigi þegar bágt vegna hlýnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.