Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á árinu 1906 keyptu fimm ungir menn fyrsta þil- farsvélbátinn til Akra- ness. Bátinn nefndu þeir Fram og er það nafn táknrænt, með tilliti til fram- halds útgerðar og uppbyggingar á Akranesi. Báturinn var 12,27 smá- lestir og þótti stór, 38 fet (um 12 m) að lengd, 12½ fet (um 4 m) að breidd og 5 fet (um 1,6 m) á dýpt, og var hann stærsti vélbáturinn sem þá hafði verið smíðaður hér á landi. Fram var smíðaður af Otta Guð- mundssyni, skipasmið í Reykjavík. Í bátnum var 10 hestafla, tveggja strokka þungbyggð Alphavél, sem þá þótti mikið vélarafl í ekki stærra skip. Bátnum fylgdi eitt stórsegl, tvö forsegl, eitt akkeri og 30 faðmar (um 56 m) af keðju; ennfremur spil og aukastykki, eins og venja var að fylgdi. Kaupverðið var 8.000 krónur sem greiddust með þremur afborg- unum, 2 þús. kr. við undirskrift samnings, 2 þús. kr. litlu síðar og loks 4 þús. kr. við afhendingu bátsins – „svo vel útbúinn, að hann fáist tryggður í þilskipaábyrgðarfélagi við Faxaflóa“, eins og skrifað stendur í kaupsamningnum. Seljendur við samning voru þeir Þorsteinn Þor- steinsson kaupmaður og Matthías Þórðarson skipstjóri, báðir til heim- ilis í Reykjavík. Trúðu á framtíðina Hinir fimm ungu kaupendur voru Magnús Magnússon á Söndum, Ólaf- ur Guðmundsson á Sunnuhvoli, Bjarni Ólafsson á Litlateig, Loftur Loftsson í Aðalbóli og Þórður Ás- mundsson á Háteig, allir til heimilis á Akranesi. Um þessi kaup skrifar Ólafur B. Björnsson ritstjóri í Sögu Akraness: „Ekkert áttu þessir ungu menn til nema hugrekki sitt, trúna á framtíðina, og að þeir væru hér á réttri leið; að vinna sjálfum sér, þorpi sínu og þjóð nokkurt gagn. Engir þessara manna voru þá myndugir, er þeir réðust í þetta, og urðu því feður þeirra eða nánir venslamenn að vera við samningana riðnir fyrir þeirra hönd.“ Útgerðin hófst og var Bjarni Ólafsson fyrsti skipstjórinn en Þórð- ur Ásmundsson vélamaður á bátnum. Vélstjóraprófið var í því fólgið að fá tilsögn um gang og meðferð vél- arinnar í einni ferð, inn og út Hval- fjörð. Meiri kröfur voru ekki gerðar í upphafi vélbátaaldar. Allt gekk þó slysalítið. Fram var álitinn góður og traustur bátur og færði hann tölu- verð verðmæti á land á þess tíma mælikvarða. Einnig var hann hafður í „transporti“ eins og það var kallað og fólksflutningum milli Akraness og Reykjavíkur. Þeir frændur Bjarni og Þórður höfðu ásamt fleiri ungum pilt- um af Akranesi, verið skipverjar á kútter Haraldi, með þeim góðkunna skipstjóra Geir Sigurðssyni, sem gerði sjálfan sig, Harald og Akranes frægt með sinni landskunnu vísu „Kátir voru karlar á kútter Haraldi“. Skútuöldin var að renna sitt skeið á enda en Akurnesingar höfðu verið eftirsóttir á skúturnar, því að þeir höfðu á sér gott orð sem dugnaðar sjómenn og fiskimenn. Önnur fræg skúta – kútter Sigurfari – er nú til sýnis í Byggðasafninu á Görðum á Akranesi, ásamt ýmsum bátum öðr- um og búnaði tengdum sjávarútvegi frá liðnum öldum. Útgerð á Skaganum fyrr á öldum Óvíða á landinu hefur útgerð verið stunduð í jafn miklum mæli og yfir svo langt tímabil og hér á Akranesi. Annálar geta þess að töluverður út- vegur hafi verið þar árið 1428. Þá er vitað að fram eftir öllum öldum hafi vermenn úr öllum áttum gert út héð- an frá Akranesi. Bændur áttu hér verbúðir og skip, einnig Skálholts- stóll, a.m.k. á dögum Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar, en Skálholt hafði um langt árabil verið höfuðstaður landsins. Á dögum Brynjólfs biskups er talið að fyrsti vísir að sjávarþorpi hafi myndast á Íslandi, einmitt hér á Skipaskaga um miðja 17. öld, enda bendir nafnið til þess, sem fram að þeim tíma var einfaldlega „Skagi“. Meðal útgerðarmanna á Akranesi á 17. öld er líklega frægastur (í seinni tíð) Jón Hreggviðsson á Reyni undir Akrafjalli, en sjóbúð hans var „Hret- bryggja“ hjá Skálatanga; þaðan lét hann ganga áttæring þegar hann fékk því við komið, og einnig tvö tveggja manna för, svo ekki hefur Jón verið neinn kotbóndi eða smáút- gerðarmaður um þær mundir. Alla 18. og 19. öld er stundaður sjávar- útvegur í töluverðum mæli frá Skag- anum, m.a. fyrir tilverknað þeirra Stephensensfeðga Ólafs og Magn- úsar, en þá eingöngu á árabátum eða seglskipum, eins og frá upphafi byggðar á Íslandi. Þá geta heimildir þess að um 1870 hafi einn stærsti bátafloti Íslands verið á Akranesi og að fyrsta þil- skipið hafi komið þangað árið 1876. Á árinu 1881 flutti Pétur Hoffmann til Akraness, og voru miklar vonir bundnar við þann merkismann. Hann hóf mikla uppbyggingu á Skaganum í sambandi við verslun og útgerð, en Pétur fórst með allri áhöfn sinni í hákarlalegu 8. janúar 1884, í veðri sem við hann er kennt, svoköll- uðu Hoffmannsveðri. Vélbátavæðing á Akranesi og í Sandgerði Sama árið og félagið um Fram var stofnað, hóf Haraldur Böðvarsson út- gerð sína með því að kaupa sex- æringinn Helgu Maríu, og átti hann einnig eftir að verða umsvifamikill útgerðarmaður á Akranesi. Árið 1911 verða eigendaskipti á Fram, þannig að Loftur og Þórður kaupa hlut hinna eigendanna. Í árslok 1913 kaupa þeir félagar mikla útgerð- arstöð í Sandgerði af Matthíasi skip- stjóra frá Móum Þórðarsyni, og þar með hófst útgerð Akurnesinga í Sandgerði, sem stóð með miklum blóma næstu 14 árin. Þeir félagar „Til fiskiveiða fóru – frá A 100 ára afmæli vél- bátaútgerðar á Skipa- skaga, elsta útgerðar- plássi landsins, er á þessu ári. Ásmundur Ólafsson rekur upphaf og sögu hennar á þess- um tímamótum. Skipaskagi Loftmynd af Akranesi tekin um miðja síðustu öld. Ljósmynd/Ásmundur Ólafsson Flaggskipið Togarinn Víkingur, flaggskip flotans á síðari hluta seinustu aldar, kemur til löndunar á Akranes í maí 1961 með 427 tonn af Vestur- Grænlandi. Skipstjóri hans var þá Hans Sigurjónsson og skipið þá gert úf af Síldarverksmiðjunni. Skipinu var síðar breytt í nótaskip og það gert út af HB Granda. Skipstjóri eftir þær breytingar var lengst af Viðar Karlsson. LjósmyndÁrni Böðvarsson Landað í Steinsvör Fyrstu vélbátarnir á Akranesi landa afla við bryggj- una í Steinsvör um eða uppúr 1910. FRAM er næstu bryggju í hægri röð. Myndina tók Árni Böðvarsson ljósmyndari, sem síðar liðtaði myndina. Bjarni Ólafsson Haraldur BöðvarssonLoftur LoftssonÞórður Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.