Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is GEORGE W. BUSH tapaðienn einni orrustunni íliðinni viku þegar forset-inn neyddist til að sam- þykkja „með semingi“ afsögn Johns Boltons, sendiherra Banda- ríkjastjórnar hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þessi niðurstaða er til marks um breyttan veruleika á stjórnmálasviðinu vestra eftir ósig- ur repúblíkana í haustkosningun- um. Afsögn Boltons er ennfremur nokkurt áfall fyrir svonefnda nýja- íhaldsmenn í Bandaríkjunum sem kunnu vel að meta gagnrýni þá sem sendiherrann hafði uppi gagn- vart Sameinuðu þjóðunum, efa- semdir hans um alþjóðlega sátt- mála og gildi þess að Bandaríkjamenn leiti eftir samráði við aðrar þjóðir þegar verja þarf bandaríska hagsmuni. Og þótt for- setinn bæri sig vel varð það tæpast til að auka kátínu í herbúðum hans að þverpólitísk nefnd virtra sér- fræðinga og fyrrverandi þing- manna sagði í liðinni viku í skýrslu sinni að brýna nauðsyn beri til að horfið verði frá ýmsum grundvall- aratriðum í stefnu stjórnarinnar í málefnum Íraks. Bush skipaði Bolton tímabundið sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun- um 1. ágúst í fyrra. Þing var þá ekki starfandi en öldungadeild þess hafði áður neitað að leggja blessun yfir skipan hans. Forsetinn lagði nafn Boltons fram á ný í nóvem- bermánuði en demókratar sem taka munu við sem meirihlutaflokk- ur á þingi í janúar gáfu Bush skýrt til kynna að þeir myndu ekki sam- þykkja þann ráðahag. Vitað er að Bush og undirsátar hans höfðu í hyggju að tryggja Bolton áfram embættið og lögmenn Hvíta hússins höfðu leitað leiða til að gera forsetanum það kleift án þess að bera þyrfti þá ákvörðun undir öldungadeild þingsins. Þótti m.a. koma til álita að skipa Bolton í ótiltekið embætti sem ekki krefðist samþykkis öldungadeildarinnar og gera hann síðan að „starfandi sendiherra“ Bandaríkjastjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Til þessa kom ekki. Ráðgjafar forsetans og Bolton sjálfur munu hafa greint Bush frá því að ekki væri hyggilegt að efna til ófriðar við demókrata áður en nýi meirihlutinn tekur við á þingi. Bush leyndi ekki óánægju sinni er hann ræddi stuttlega við frétta- menn á skrifstofu sinni. „Þetta er mér ekki gleðiefni. Ég tel að hann hafi verðskuldað staðfestingu þingsins. Og ástæðan fyrir því að ég tel að hann hafi átt það skilið er sú að ég tel hann hafa unnið þjóð- inni stórkostlegt gagn,“ sagði for- setinn. Og sennilega verður því ekki á móti mælt að John Bolton náði um- talsverðum árangri á því rúma ári sem hann gegndi stöðu sendiherra. Stíll hans og ögrandi framganga var hins vegar ekki fallin til að auka vinsældir hans og samskipti hans og Kofi Annans, fráfarandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, voru erfið. Ummæli Ann- ans voru enda óvenju kuldaleg er hann var inntur eftir viðbrögðum við afsögn Boltons. „Sem fulltrúi Bandaríkjastjórnar fór hann eftir þeim fyrirmælum sem honum voru gefin og hann reyndi eftir megni að starfa með öðrum sendiherrum,“ sagði Annan sem lætur af embætti um áramótin. Óhefðbundinn diplómat Mikla athygli vakti er Bush skip- aði Bolton sendiherra og þótti mörgum það til merkis um að Bandaríkjaforseti hefði ákveðið að efna til ófriðar á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Það mat kom til sök- um þess að Bolton var annálaður fyrir gagnrýni sína á þetta mikla stofnanaveldi. Í frægri ræðu sem Bolton flutti árið 1994 lýsti hann yfir því að engu myndi breyta þótt tíu hæðir hyrfu af byggingu Sam- einuðu þjóðanna í New York. Raunar virtist Bolton efast um að unnt væri að ræða um Sameinuðu þjóðirnar sem sjálfstætt fyrirbæri. Bolton hélt því jafnan fram að Sameinuðu þjóðirnar væru óskil- virk samtök og barðist sem sendi- herra fyrir ýmsum breytingum á þessum vettvangi. Varð sú fram- ganga ekki síst til að skapa erf- iðleika í samskiptum hans og Kofi Annans. Sagt hefur verið um Bolt- on að hann leitist jafnan við að sanna að nákvæmlega ekkert virki sem skyldi innan Sameinuðu þjóð- anna. Bolton kom einnig til Sameinuðu þjóðanna sem yfirlýstur harðlínu- maður, „haukur“ í utanríkis- og varnarmálum Bandaríkjanna. Sem aðstoðarutanríkisráðherra á sviði afvopnunarmála hafði hann þrá- faldlega boðað að Bandaríkjamenn gætu einir síns liðs varið banda- ríska hagsmuni væri þeim ógnað. Hér fór sumsé ekki hefðbundinn diplómat enda fór svo að 102 fyrr- verandi sendiherrar Bandaríkja- stjórnar rituðu nafn sitt undir bréf þar sem öldungadeildin var hvött til að staðfesta ekki skipun hans. Sendiherrann reyndist á hinn bóg- inn öflugur fulltrúi Bandaríkja- stjórnar á vettvangi öryggisráðsins og þegar frammistaða hans síðustu mánuðina er skoðuð verður ekki annað sagt en hann skilji eftir sig umtalsverða afrekaskrá. Ef til vill hefur Bolton reynst mun öflugri diplómat en flestir hefðu ætlað. Nefna má að Bolton tókst að ná samstöðu í öryggisráðinu um harð- orða ályktun vegna kjarnorkutilra- unar stjórnvalda í Norður-Kóreu. John Bolton fæddist 20. nóvem- ber 1948 í Baltimore í Maryland- ríki. Hann lauk lagaprófi frá Yale- háskóla og sinnti ýmsum störfum í ráðuneytum utanríkis- og dóms- mála í forsetatíð þeirra Ronalds Reagans og George Bush eldri. Ár- ið 2000 var hann einn fulltrúa George W. Bush þegar atkvæði í forsetakosningunum voru endurtal- in. Bolton þótti standa sig afar vel er deilt var um réttmæti og fyr- irkomulag endurtalningar atkvæða í forsetakosningunum og var í kjöl- farið skipaður aðstoðarráðherra á sviði afvopnunar- og alþjóðlegra ör- yggismála. Í því embætti fór hann iðulega hörðum orðum um áform Írana og Norður-Kóreumanna. Eitt sinn lýsti hann lífinu í Norður- Kóreu sem „martröð í helvíti“. Viðræður við „útlagaríki“ Bolton hefur og verið samstarfs- maður James Bakers, fyrrverandi utanríkisráðherra og nánasta vinar og ráðgjafa Bush-fjölskyldunnar. Baker er annar formanna þverpóli- tískrar nefnar um málefni Íraks sem skilaði skýrslu sinni á miðviku- dag. Líkt og búist hafði verið við leggur nefndin til að stefnu Banda- ríkjastjórnar í málefnum Íraks verði breytt í grundvallaratriðum. Einna mesta athygli vekur að nefndarmenn leggja til að efnt verði til viðræðna við Sýrlendinga og Írana um framtíð Íraks í því augnamiði að tryggja þar stöðug- leika. Bush forseti hefur sagt að Sýrland og Íran myndi ásamt Norður-Kóreu „öxul hins illa“ í heimi hér. Niðurstaða skýrsluhöf- unda gengur því þvert gegn stefnu forsetans og fram kom á blaða- mannafundi Bush á fimmtudag að hann hyggst ekki heimila beinar viðræður við fulltrúa þessara tveggja þjóða án strangra skilyrða. Slíku sambandi kann á hinn bóg- inn að vera unnt að koma á með því að efna til fjölþjóðlegrar ráð- stefnu um málefni þessa heims- hluta. Í því viðfangi má vísa til ráð- stefnunnar um frið í Mið-Austurlöndum sem efnt var til í Madríd haustið 1991. Í skýrslunni er hvatt til þess að leitað verði leiða til að leysa svæðisbundin ágreiningsefni í Mið-Austurlönd- um, þau tengist ástandinu í Írak. Mótvindur í Washington George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur misst einn öflugasta talsmann utanríkisstefnu sinnar og þverpólitísk nefnd kveður róttæka stefnubreytingu óhjákvæmilega í málefnum Íraks REUTERS Kveðjustund George W. Bush og John Bolton takast í hendur eftir að greint hafði verið frá afsögn þess síð- arnefnda. Zalmay Khalilzad, sendiherra í Írak, þykir koma sterklega til greina sem eftirmaður hans. ERLENT» »Hætt er við aðskýrsla þingnefnd- arinnar móti alla um- ræðu í Bandaríkjunum um framtíð Íraks og stefnu forsetans þar í landi Rannsóknin á morðinu á Alexander Lítvínenko er farið að teygja anga sína víða í Evrópu, nú síðast til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundust vísbendingar um geislavirka efnið pólon-210 í íbúð Dímítrís Kovt- úns á föstudag. Kovtún hitti Lítv- ínenko daginn sem hann varð fyrir banvænni eitrun af völdum pólons. Lítvínenko var liðsmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB og arftaka hennar, þar sem hann vann við rann- sóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Honum var úthýst úr leyniþjónust- unni 1998 eftir að hann hafði lýst því yfir á blaðamannafundi að hann hefði fengið það verkefni að myrða auðkýfinginn Borís Beresovskí. Lítvínenko var handtekinn, en látinn laus á ný og fór hann í útlegð til London þar sem hann var myrtur. Lítvínenko var ekki hættur að gagnrýna rússnesk stjórnvöld og skrifaði m.a. bók þar sem hann sagði að leyniþjónusta Vladimírs Pútíns forseta hefði verið á bakvið spreng- ingar í íbúðarhúsum í Moskvu og víðar sem kostuðu 246 manns lífið. Röð fórnarlamba Lítvínenko er ekki fyrsti gagnrýn- andi Pútíns, sem verður morðingjum að bráð. „Það fer ekki á milli mála: Þeir eru að vinna sig eftir lista. Ríkið hefur breyst í raðmorðingja,“ á Lítv- ínenko að hafa sagt eftir minning- arathöfn um blaðamanninn Önnu Politkovskaju, sem var skotin til bana í Moskvu í október. Fórn- arlömbin eru fleiri. Frá árinu 2000 hafa þrettán blaðamenn látið lífið við grunsamlegar kringumstæður. Eitr- að var fyrir lífverðinum Roman Ze- pov í september 2004, sennilega var eitrað fyrir þingjanninum Júrí Stsje- kosjsjín í júlí 2003, Jan Travinskí blaðamaður var skotinn í Irkútsk í Síberíu 2004, Movladí Baíssarov, fyrrverandi yfirmaður téténsku leyniþjónustunnar, var skotinn í nóvember, Dímítrí Fotjanov borg- arstjóraefni var skotinn í október og Andrei Koslov aðstoðarseðla- bankastjóri var skotinn í september. Pútín hefur brugðist fálega við þessum atburðum. Hann lýsti yfir því eftir dúk og disk að morðið á Po- litkovskaju yrði rannsakað, en gerði um leið lítið úr henni og áhrifum hennar. Á blaðamannafundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði Pútín að Lítvínenko væri ekki „þannig persóna að tví- hliða samskiptum [við Bretland] væri stefnt í hættu hans vegna“. Það var ekki fyrr en í liðinni viku að Rússar ákváðu að rannsaka dauða Lítvínenkos „sem morð“. Lítvínenko var þess fullviss að Pútín stæði á bak við tilræðin við gagnrýnendur sína. Vinur Lítv- ínenkos, Andrei Nekrasov, sem sat við rúm hans síðustu dagana, sem hann lifði, er ekki þeirrar hyggju að Pútín hafi sjálfur fyrirskipað að eitr- að skyldi fyrir Lítvínenko. Hann tel- ur hins vegar að Pútín geti ekki hamið tiltekin öfl í kringum sig. „Fólk sem sest niður í dötsjum sín- um og gufuböðum og slær um sig með því að það muni hvenær sem er, sama hvar á jörðinni, hafa uppi á þeim, sem þeim mislíkar, og myrða þá,“ er haft eftir Nekrasov í þýska vikuritinu Der Spiegel. Hið nýja Rússland Margt hefur breyst í Rússlandi frá því að Sovétríkin hrundu. Landið Röð pólitískra launmorða? Reuters Útförin Alexander Lítvínenko borinn til grafar í Highgate-kirkjugarðinum í London á fimmtudag. Sama dag lýstu Rússar yfir að hafin værirannsókn á andláti hans vegna eitrunar af völdum geislavirka efnisins pólons. Lítvínenko sagði fyrir andlátið að rúss- neska ríkið hefði breyst í raðmorðingja LAUNMORлEftir Karl Blöndal kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.