Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 34
furðufréttir 34 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er tvennt sem sam- einar bandarísku þjóð- ina, þjóðsöngurinn og fáninn. Robert Ripley er sagður ábyrgur fyrir því að bandaríski þjóðsöngurinn var lög- bundinn. Í teikningu í nóvember árið 1929 hélt hann því fram að Banda- ríkin ættu engan þjóðsöng. Þinginu bárust ótal bréf í framhaldi af því sem varð til þess þjóðsöngurinn var færður í lög árið 1930. Lifibrauð þessa óvenjulega manns var í hans eigin orðum „að sannleikurinn er ótrúlegri en skáldskapur“. Ripley fæddist árið 1890 í Santa Rosa í Kaliforníu. Listrænir hæfi- leikar hans komu snemma í ljós og hann þótti frambærilegur íþrótta- maður. Hann hætti skólagöngu árið 1908 og seldi fyrstu myndasöguna sama ár til tímaritsins Life fyrir átta dollara, „The Village Belles are Wringing“. Ári síðar var hann ráðinn til San Fransisco Bulletin og fljót- lega eftir það til San Fransisco Chronicle. Hann flutti til New York árið 1912 og gerði fyrstu teikninguna fyrir The New York Globe árið 1913. Um svipað leyti reyndi hann fyrir sér hjá New York Giants en meiddist og þar með lauk hafnaboltaferlinum. Ripley var framan af íþrótta- fréttamaður á „The Globe“. Hann fór að safna skrýtnum staðreyndum og upplýsingum um einstæð og óvenjuleg afreksverk í desember ár- ið 1918 og gerði myndskreytta frá- sögn af því undir yfirskriftinni „Meistarar og minnipokamenn“. Það féll í kramið hjá lesendum og rit- stjórinn skoraði á hann að finna efni í aðra slíka teikningu, sem honum tókst vikuna eftir. Afskiptum ritstjórans var ekki lokið, því hann vildi að yfirskriftin yrði meira krassandi. Það varð úr að teikningarnar kölluðust „Ótrúlegt en satt!“ eða „Believe it or not!“ og varð frasinn brátt á hvers manns vörum. Ripley ferðaðist víða um ævina og hafði árið 1940 komið til 201 lands, þar á meðal Íslands. Hann fór í fyrstu heimsferðina árið 1922. Alls staðar leitaði hann uppi það sem gat vakið furðu og notaði í teikningar sínar, sem birtust þegar frægðarsól hans reist hæst í dagblöðum á sautján tungumálum og náðu þau til 80 milljóna lesenda. Honum bárust að meðaltali 3 þúsund bréf á viku í yfir tuttugu ár, yfir milljón á ári, og þegar hann sló því fram að Lind- bergh hefði verið 67. maðurinn til að fljúga yfir Atlantshafið fékk hann yf- ir 170 þúsund athugasemdir frá les- Ótrúlegt lífshlaup, en satt! Ævintýramaðurinn og skopteiknarinn Robert Ripley, sem leitaði furðulegra staðreynda um allan heim, kom til Íslands árið 1926 og hitti meðal annars Jó- hannes á Borg. Pétur Blöndal kynnti sér feril Ripleys og Ísland í meðförum hans. Ævintýramaðurinn Robert Ripley ferðaðist um allan heim, líka til Íslands. Fjörutíu vetra Íslenski hesturinn Pat varð fjörutíu vetra, að sögn Ripleys. Glíma Ripley hitti Jóhannes á Borg á Íslandsglímunni. Það er ekki á margra vitorði að Ripley fór til Íslands sumarið 1928. Hann skrifar í Reykjavík 26. júní: „Fyrir þau ykkar sem hafa oft velt því fyrir sér hvað Íslendingar gera fyrir utan fiskveiðar, þá ætla ég að segja ykkur frá glímu. Ég var svo lánsamur að koma til þessa lands söngva og sagna (sem ætti að vera kallað Grænland – ekki Ísland) þegar átjánda Íslandsglíman var þreytt.“ Hann segir að glíma sé ís- lensk fjölbragðaglíma, forn af- þreying sem hafi aldrei verið iðk- uð eða kunn utan Íslands heldur haldið leyndri á sama hátt og jiu- jitsu af Japönum. Ripley lýsir því síðan þegar hann gengur með stráhatt eftir Pósthússtræti til að skýla aug- unum fyrir miðnætursólinni og rekst á plakat með auglýsingu: „Íþróttavellinum 18. Íslands- glíman: Þriðjudaginn 26. júní 1928.“ Og fyrsti maðurinn sem hann rekst á þegar hann mætir á völlinn er Jóhannes Jósefsson, bet- ur þekktur sem Jóhannes á Borg. „Munið þið eftir honum,“ spyr Ripley lesendur. „Munið þið eftir „Josefsson-hópnum“ sem ferðaðist með „Ringling’s Circus“ árum saman. Hann hafði sítt víkingahár og var með uppistöðuatriðið, ís- lenska fjölbragðaglímu og sjálfs- vörn þar sem hann varðist atlögu sex manna. Ég kynntist honum í New York þegar hann kom fram í Vetrargarðinum og Hippodrome og í gamla Madison Square Gar- den með sirkusnum; núna er hann vel stæður og sestur í helgan stein í heimalandi sínu.“ Ripley segir Jósefsson mesta glímumeistara sem uppi hafi verið á Íslandi: „Hann er Babe Ruth heimskautsbaugsins hvað vinsæld- ir varðar – svo það féll í hans hlut að flytja upphafsávarpið fyrir þrjú þúsund áhorfendur á Íþróttavell- inum. Síðan settist hann með Benedikt Waage og mér á meðan við fylgdumst með glímukeppn- inni. Waage er forseti ÍSÍ, en í því eru 103 íþróttafélög, meðal annars í glímu, sundi, fimleikum og tennis (þið gerðuð ykkur ekki í hug- arlund að keppt væri í tennis á Ís- landi, er það?).“ Fjallið sem vex Ripley gerir grein fyrir glím- unni og segir meðal annars: „Grunnhugmyndin að glímu er að gera veikbyggðari manni kleift að keppa við sér sterkari mann. Lík- amsþungi hefur ekkert að segja og sjálfsvörn er það sem leikurinn gengur út á. Glíma er nánast eins í dag og hún var fyrir 800 árum.“ Og Ísland kemur oft fyrir á teikningum Ripleys. Hann teiknar mynd af „fjallinu sem vex“ 17. júní árið 1935 og segir um það að „snævi þakið fjallið – sem gnæfir yfir norðvesturhluta Íslands“ fari stöðugt hækkandi. Hann bætir við að sumarsólin sé ekki nógu heit til að bræða snjóinn sem safnast fyrir yfir veturinn og á þá líklega við að það hækki stöðugt vegna þess að það hlaðist sífellt ofan á snjóinn. Að sögn Stefáns Þorlákssonar, leiðsögumanns og fyrrverandi menntaskólakennara, sem mynd- irnar voru bornar undir, á hann þarna líklega við einhvern hinna horfnu Vestfjarðajökla, þannig að hann reyndist ekki alveg sannspár. Á einni af teikningum Ripleys frá árinu 1942 segir að ein tegund fiðrilda, „The Painted Lady“, flytj- ist frá Íslandi til Afríku og byggir það á því að fiðrildið ferðist á milli eftir árstíðum. Á teikningu frá árinu 1945 er „Greyhound“ og sagt að hundurinn heiti það ekki vegna litarháttarins heldur vegna þess að hann hafi upprunalega komið frá Íslandi; „Grey“ þýði hundur á íslensku. Stefán segir þetta skemmtilega kenningu. „Vissulega þýðir grey grár hundur í fornum sögum, en ég held að kenningin hafi fyrst og fremst skemmtanagildi.“ Sveltandi og hálffrosin Á teikningu frá 3. október árið 1930 segir að heitasti hver á Ís- landi sé 50 gráðum yfir suðumarki og á teikningu frá 21. október 1930 er teikning af „Pat, íslensk- um hesti“ sem sagður er 40 ára. „Þetta getur vel staðist,“ segir Stefán. „Íslenskur læknir bjó í Danmörku og hélt lífi í hestinum sínum í yfir 60 ár.“ Þá er Erlingur Pálsson yfirlögreglumaður að synda þvert yfir Skagafjörð á teikningu frá 20. apríl 1931 og við myndina stendur: „Hann var fimm klukkutíma á sundi og [loft]hitinn 19 gráður yfir frostmarki.“ Á einni af teikningum Ripleys er Hótel Laugarvatn sem „hefur hvorki ofna né reykháfa“ af því að „heitar uppsprettur eru notaðar til hitunar, eldamennsku og bað- ferða“. Þá er teikning af skútunni „Columbine“ sem var yfirgefin af áhöfn sinni í Leirvík. „En í flýt- inum gleymdu þeir kvenfarþega, frú Inge Bjorn, sem rak með skip- inu, sveltandi og hálffrosin úr kulda, í 108 daga milli Íslands og Noregs.“ „Þetta er stórkostleg saga,“ seg- ir Stefán hrifinn. „Og hún lifði þetta af, ekki satt? Allsber og klæðlaus. Jú, jú, náttúrlega.“ Íslandsheimsókn Ripleys Heitur hver Ripley segir frá heitasta hver á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.