Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 61 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför KATRÍNAR MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Grandavegi 47. Örn Óskar Helgason, Svana Jónsdóttir, Hrafn Helgason, Sigríður Helga Ólafsdóttir, Stefanía Dagný Helgadóttir, Árni Ragnar Guðmundsson, Guðjón Helgason, Helga Sigríður Jóhannsdóttir og aðrir afkomendur. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR A. ÁSGEIRSSONAR, Suðurtúni 3, Álftanesi. Jóhanna Dahlmann, Sigurður Bragi Guðmundsson, Irina Kiry, Gunnar Karl Guðmundsson, Hrefna L. Hrafnkelsdóttir, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Margrét Helgadóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Bertrand Lauth, Bryndís Guðmundsdóttir, Ívar Kristjánsson og afabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, TÓMASAR JÓNSSONAR skipasmiðs frá Sandvík, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sigrún Stefánsdóttir, Eygló Tómasdóttir, Þorgils Sigurþórsson, Tómas Rúnar Andrésson, Hallmundur Andrésson og afabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúðar- kveðjur vegna andláts ÁSU KR. (STÍNU) INGÓLFSDÓTTUR, Gullsmára 5, Kópavogi, er lést sunnudaginn 19. nóvember. Kristinn Guðmundsson, Hildur Þorsteinsdóttir, Karl Bjarnason, Guðmundur Ingi Kristinsson, Anna Sigurborg Kristinsdóttir, Inga Sigrún Kristinsdóttir, Magnús Þór Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kæri vinur. Þú varst tekinn frá fjölskyldu þinni og vinum alltof, alltof snemma. Þú varst unglingum hér á Skagaströnd sem og annars staðar Guðmundur Ingi Ólafsson ✝ GuðmundurIngi Ólafsson fæddist á Akureyri 21. október 1989. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 8. nóvember síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd 18. nóvember. góð fyrirmynd. Lena Rut dóttir mín talaði oft um þig. Hvað þú værir sér góður vinur, skemmtilegur og hjartahlýr strákur, hægt að tala við þig um alla hluti. Ég man þeg- ar hún hringdi í mig úr skólanum á Króknum og sagði mér svo stolt að þú værir kominn með bílprófið sem þú tókst með miklum glæsibrag, gerðir allt rétt á prófinu eins og hún orðaði það. Ég veit að hún er nú þegar búin að lofa þér að reyna að verða góður bílstjóri eins og þú. Hún saknar þess nú sárt að hafa þig ekki lengur í herberginu þínu á vistinni. Hún var að reyna að brosa í gegnum tárin um daginn og sagði mér að þú skuldaðir sér tvo popppoka og app- elsín. Ég held hún hafi verið að reyna að ímynda sér að þetta væri allt bara ein hryllileg martröð og þú myndir fljótlega labba inn í herbergið hennar á vistinni með popp, appelsín og spólu undir hendinni til að horfa á með henni eins og þú gerðir stundum. Kæri vinur ég vil þakka þér fyrir að hafa valið Lenu sem einn af þínum vinum, hún kemur betri manneskja út í lífið fyrir vikið. Megi Guð og allir englar himins vaka yfir þér og allri þinni fjölskyldu, en henni votta ég mína dýpstu, dýpstu samúð. Lena og allir vinir þínir senda þér ótal kossa og knús. Þau munu aldrei gleyma þér. Ég kveð þig, elsku vinur, með þakklæti í hjarta fyrir dóttur mína. Kveðja Íris. Það var vorið 1997 og ákveðið að Hart í bak yrði fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar um haustið. Í þessu leik- riti Jökuls Jakobssonar er lítið hlut- verk og gæti auðveldlega gleymst áhorfanda jafnskjótt og leikarinn er horfinn af sviðinu. Maður nokkur kemur að rukka Áróru spákonu sem ekki getur staðið í skilum með raf- magn, húsaleigu og annað þvílíkt eftir að Finnbjörn ástmaður hennar sættir sig ekki lengur við að deila henni með öðrum karlmönnum og hættir að ala önn fyrir henni. Snemmsumars hafði verið skipað í öll hlutverk í fyrirhug- aðri leiksýningu, önnur en hlutverk Rukkarans. Þetta er ekki stórt hlut- verk, sagði ég við leikstjórann, sem var Eyvindur Erlendsson. Nei, það er ekki stórt, svaraði hann með sinni al- vöruþrungnu rödd, en góður leikari getur gert mikið úr því. Svo spurði hann: Hvernig er með hann Marinó? Heldurðu að þú getir ekki fengið hann til þess að leika þetta fyrir okk- ur? Þegar hér var komið sögu hafði ég gegnt starfi leikhússtjóra í Sam- komuhúsinu á Akureyri í eitt og hálft ár eða svo, og auðvitað hafði ég kynnst Marinó Þorsteinssyni lítil- lega. Hann vandi stundum komur sín- ar í leikhúsið, settist augnablik á kaffistofuna og vildi greinilega fylgj- ast með hjartslætti hússins. Hann gat verið með ólíkindalæti í orðum og svipbrigðum en þótt stundum væri fyrir þá sök erfitt að átta sig á því hvað honum fannst, þá fór ekki milli mála að leikhúsið átti mikið rúm í hjarta hans og hann vildi veg þess sem mestan, ekki einungis í verald- legu tilliti, heldur hafði hann ríkuleg- an listrænan metnað fyrir hönd Leik- félags Akureyrar. Marinó Eðvald Þorsteinsson ✝ Marinó EðvaldÞorsteinsson fæddist á Vegamót- um á Dalvík 30. ágúst 1920. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 18. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 27. nóvember. Ég sá Marinó Þor- steinsson fyrst á leik- sviði í hlutverki Alfier- is lögmanns í Horft af brúnni eftir Arthur Miller. Það var seint á níunda áratug síðustu aldar. Horft af brúnni hafði þá um margra ára skeið verið mitt eft- irlætisleikrit og ég hef aldrei verið alveg sam- ur eftir að hafa á ung- um aldri séð Róbert Arnfinnsson og Regínu Þórðardóttur, Krist- björgu Kjeld og Helga Skúlason fylla félagsheimilið í sveitinni minni með spennuþrungnu andrúmslofti þessa verks. Að ógleymdum hinum leikur- unum og fremstum meðal jafningja, Haraldi Björnssyni, sem fór þannig með hlutverk Alfieris að enn í dag get ég kallað raddblæinn og áherslurnar fram í huga mér um leið og ég sé Reg- ínu koma úr eldhúsinu og þurrka sér um hendurnar með þeim hætti að innibyrgð örvænting og ótti Beatrice, sem hún lék, leyndist engum í saln- um. Það var því nokkur kvíði í brjósti mér þegar ég fór í Samkomuhúsið á Akureyri til þess að sjá þetta eftirlæt- is leikrit mitt og samanburðurinn við sýningu Þjóðleikhússins mörgum ár- um fyrr hlaut að verða erfiður. Ég var handviss um að enginn íslenskur leik- ari gæti farið á jafn sannfærandi hátt með hlutverk Alfieris og Haraldur hafði gert, en hlutverkið er nokkuð erfitt, meðal annars fyrir þá sök að Alfieri lögmaður, sem sjálfur var fæddur á Ítalíu, er á vissan hátt utan við leikritið, eins konar áhorfandi að atburðarás, sem hann fær ekki stöðv- að né komið í veg fyrir meinleg örlög ítalskra innflytjenda í New York. En svo hófst sýningin og Marinó Þorsteinsson birtist á sviðinu og kvíði minn hvarf. Þarna var mér áður ókunnur leikari, glæsilegur maður á velli og gæddur dýpt sem erfitt getur orðið að lýsa, því að hún byggðist ekki á tækni sem hann hafði lært heldur reynslu sem lífið hafði fært honum. Röddin var styrk og augun frán, blæ- brigðin kannski færri en í fágætum leik Haraldar Björnssonar, en hér var mættur annar Alfieri en ég hafði séð mörgum árum fyrr og þessum trúði ég engu síður en hinum fyrri. Þó voru hin óljósu skil leiks og veruleika sem einkenna bernskuna löngu að baki og ég nú fullorðinn maður sem vissi mætavel að sagan sem mér var sögð af sviðinu var skáldskapur. Vegna þess hve ágætlega Marinó hafði farið úr hendi að túlka vanda- samt hlutverk Alfieris vissi ég líka vel hvað Eyvindur Erlendsson átti við þegar hann spurði: Hvernig er með hann Marinó? Heldurðu þú getir ekki fengið hann til þess að leika þetta fyr- ir okkur? Ég sá undireins að hug- myndin var góð og mælti mér mót við Marinó, kvaðst eiga við hann erindi. Hann færðist allur undan þegar ég fór þess á leit við hann að hann léki hið litla hlutverk Rukkarans í Hart í bak, bar því við að annarra vegna gæti hann ekki gert þetta kauplaust – slíkt væru svik við hugmyndina um atvinnuleikhús á Akureyri – og á hinn bóginn mætti hann heldur engin laun fá því að þá myndu skerðast allar bætur hans sem gamalmennis. En ég þæfði málið, fannst ég skynja að eitt- hvað annað byggi undir, eitthvað meira sem réði því hve maðurinn var tregur til að taka þetta lítilræði að sér. Og þar kom að Marinó sagði mér hug sinn. Gamlir mann eiga ekki að gera svona nokkuð, sagði hann, og bætti við: Það er svo hörmulegt þegar menn hafa ekki lengur dómgreind til að sjá og skilja að þeir ráða ekki við að leysa þau verkefni sem þeir inntu af hendi með þokkalegum hætti með- an þeir voru yngri. Ég vil ekki lenda í því. Hér bar ég giftu til þess að svara rétt. Í þessu máli verðurðu bara að treysta mér og Eyvindi, sagði ég. Marinó leit beint í augun á mér og spurði: Lofarðu mér því að segja mér frá því ef ég ræð ekki við þetta? Já, sagði ég. Svo var Guði fyrir að þakka að þetta loforð þurfti ég ekki að efna. Þegar Marinó lék Rukkarann í Hart í bak haustið 1997 var hann ekki ein- ungis heill á sál og sinni, heldur hafði einnig enn til að bera þá miklu ná- lægð líkamans á leiksviðinu, sem er aðall góðra leikara. Enda fór það svo að innkoma Rukkarans í veröld Áróru spákonu og Jónatans skip- stjóra, föður hennar, varð einn af há- punktum sýningarinnar. Eins og Ey- vindur Erlendsson hafði séð fyrir. Það var Guðbjörg Thoroddsen sem fór með hlutverk Áróru í þessari sýn- ingu á Hart í bak. Hún og Marinó höfðu áður leitt saman hesta sína á leiksviðinu, bæði í Jómfrú Ragnheiði Kambans og Bríetar Héðinsdóttur, þar sem hún lék Ragnheiði og hann Brynjólf biskup, og í Atómstöðinni þar sem Guðbjörg var Ugla og Mar- inó Organistinn. Þegar ég hugsa um Marinó núna að honum gengnum, sakna ég þess enn meir en áður að hafa ekki séð þessar sýningar. Sýningin á Hart í bak var á Renni- verkstæðinu við Strandgötu, einu skemmtilegasta og besta leikhúsi sem verið hefur á Íslandi, en er nú því miður af lagt. Þetta sama leikár, 1997–98, var Samkomuhúsið tekið aftur í notkun eftir nokkrar viðgerðir, og þótt hugmyndaflug leikhússtjór- ans hafi reyndar náð lengra en að bjóða áhorfendum upp á sýningu á Söngvaseiði sem opnunarsýningu hússins í nýjum búningi, varð amer- íski söngleikurinn Töfraflautu Moz- arts yfirsterkari í umræðum um verkefnaval í leikhúsráði. Áhorfendur tóku reyndar Söngvaseiði með kost- um og kynjum enda var þá vel sungið, og Þóra Einarsdóttir engu síðri María en hún hefði orðið Pamína í Töfraflautunni. Og nú brá svo við að það þurfti ekki að dekstra Marinó Þorsteinsson til þess að vera með í sýningunni. Hann sagði bara strax já og þótt ekki væri hlutverkið stórt þá mátti sjá í veislunni hjá von Trapp að þar sem Marinó fór var á ferð aust- urrískur aðalsmaður, holdgerður í leikara sem enn hafði listina á valdi sínu þótt tekinn væri að hníga á efri ár. Kynni mín af Marinó Þorsteinssyni voru ekki löng, en þau voru góð. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þeim heiðursmanni sem hann var á bak við grímuna sem hann kaus að bera frammi fyrir hversdeg- inum. Og hafi einhver átt skilda nafn- bótina heiðursfélagi þá hygg ég að hann hafi verið sá maður. Sem heið- ursfélagi Leikfélags Akureyrar kom Marinó á hátíðarsýningu á Vefaran- um mikla frá Kasmír á Renniverk- stæðinu í tilefni af áttatíu ára afmæli félagsins vorið 1997. Hvaða flotti maður var þetta? spurði ung leikkona mig í stuttu teiti að sýningu lokinni. Þetta var hann Marinó Þorsteinsson, svaraði ég. Hann er einn af heiðurs- félögum Leikfélagsins. Heiðursfélaginn Marinó Þorsteins- son er nú allur. Ég votta afkomend- um hans og fjölskyldum þeirra samúð mína við fráfall hans, og bið þá fyr- irgefa síðbúin kveðjuorð mín, en ég var erlendis þegar andlát Marinós bar að höndum og fékk ekki fregnina í tíma til þess að geta sýnt minningu hans virðingu á útfarardeginum. Trausti Ólafsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.