Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 17 vaffi felst í nýjum orkugjöfum. Einn góðan veðurdag verður það sólar- orkan, segir Þór, og menn eru líka að fikra sig áfram með vindorku og sjáv- arfallaorku. Bílaframleiðendur eru með sínar rannsóknadeildir, því þeir ætla ekki að sitja eftir með sárt ennið, þegar ný tækni tekur við. Að endingu vitnar Þór í stjörnu- postulann Carl Sagan, sem sagði manninn þeirrar gerðar að átta sig á hættunni, þegar hann er kominn á gnípuna og söðla um, en steypa sér ekki fram af eins og læminginn. „Ég held að þetta sé allt að koma hjá okk- ur.“ Getum ekki tekið neina áhættu Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasa- fræðingur, segir fyllstu ástæðu til þess að taka loftslagsbreytingarnar alvar- lega. Áhrifin séu óviss, en hugsanlega svo alvarleg að við getum ekki leyft okkur að taka neina áhættu. Hún bendir líka á, að sumt af því sem vís- indamenn spáðu fyrir áratug hefur verið að ganga eftir og þeim mun meiri ástæða sé til þess að taka hlutina alvarlega. Hún segir faglega viðhorfið innan alþjóðavísindasamfélagsins vera, að þessar loftslagsbreytingar séu í gangi og að þær megi að minnsta kosti að stórum hluta rekja til umsvifa manns- ins og þeirra gróðurhúsalofttegunda, sem við sleppum út í andrúmsloftið. Hins vegar er mikil óvissa um, hver áhrifin verða nákvæmlega, en þó telja menn sig vita, að þau verða áreið- anlega mjög slæm fyrir flesta jarð- arbúa, þótt eflaust kunni þau að verða jákvæð fyrir einhverja. Þessar breytingar segir Þóra Ellen að muni valda röskun bæði á landslagi og gróðri, sem getur orðið svo stór- tæk, að varla er hægt að ímynda sér afleiðingarnar til fulls. Meðal annars er spáð tíðari fellibyljum og hærri sjávarstöðu, sem ógnar mörgum þétt- býlustu svæðum jarðar á strandlengj- unni, og inni á meginlöndum, þar sem öll ræktun byggist á áveitum, mun koma til þurrka, sem einnig hafa áhrif á neyzluvatn. Þessir erfiðleikar bætast við vatnsvandræði, sem þegar eru fyr- ir hendi til dæmis í Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum, og nýjustu þurrkafréttir berast okkur nú frá Ástralíu. Rannsóknir sýna sérstök áhrif hlýn- unarinnar á heimskautasvæðum, þau eru minni við miðbaug, en fara vax- andi með hækkandi breiddargráðu. Þóra Ellen segir þegar fyrir hendi sterkar vísbendingar um breytingar á stórum svæðum N-Ameríku, þar sem eru feikilega miklar móbirgðir. Þetta eru lífrænar leifar sem rotna hægt í kuldanum. Þarna er sífreri í jörðu, sem sumarið hefur aðeins náð að bræða 50–80 sentimetra ofan af, en með hlýnuninni bráðnar meira ofan af sífreranum, þannig að ófrosna yf- irborðslagið dýpkar. Þessi svæði, sem hafa verið eins konar svelgir, þar sem kolefni hafa safnazt fyrir, eru að breytast með hraðari rotnun og meiri uppgufun í svæði, sem skila frá sér koltvísýringi út í andrúmsloftið. Þessi þróun gæti orðið að hringrás, eða víta- hring, þar sem aukin rotnun skilar meiri koltvísýringi sem hækkar loft- hita sem eykur enn á rotnun. Með hlýnun, sem ofan á allt annað hefur áhrif á úrkomu, má reikna með að gróðurbelti hliðrist til. Í breyt- ingum í nútímanum segir Þóra Ellen hægt að sjá slíkar sveiflur í takt við loftslagsbreytingar; skógarmörk fær- ast til í fjallshlíðum og þau færast norður á hlýskeiðum en suður á kulda- tímabilum. Hún segir líka margt benda til þess að gróður færist ekki til í heildstæðum samfélögum, heldur bregðast tegundirnar við á ein- staklingsbundinn hátt. „Ef litið er til Evrópu eftir ísöld voru til plöntu- samfélög, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nútímanum, plöntusamfélögin hafa raðazt öðru vísi upp og loftslagsbreyt- ingin leitt af sér meiri uppstokkun en ella. Aðstæður nú eru líka öðruvísi að því leyti að víða, til dæmis í Evrópu og austanverðum Bandaríkjunum er maðurinn búinn að taka mestallt land til sinna þarfa sem akurlendi eða beiti- land. Þessi umsvif mannsins hafa leitt til þess að villtar tegundir dýra og plantna eiga aðeins athvarf á litlum og einangruðum blettum, þar sem þær búa viðmiklu skertari möguleika til þess að bregðast við breytingum; svara loftslagsbreytingum með því að breiðast út til annarra svæða. Þannig hefur náttúrulegum fjölbreyttum vist- kerfum verið skipt út fyrir manngerð og líffræðilega fábreyttari svæði.“ Þegar Þóra Ellen er spurð, hvort hún sjái breytingar á Íslandi af völd- um hlýnunar, svarar hún: „Ég held það, ef við lítum aftur um 20 ár. Það er reyndar erfitt að meta breytingar á landinu af völdum lofts- lagsbreytinga vegna þess að á sama tíma hafa orðið miklar breytingar á landnýtingu. Til dæmis var sauðfjár- eign landsmanna í sögulegu hámarki 1977, þegar um 900.000 fjár voru á vetrarfóðrum, en sauðfjáreignin er nú tæplega helmingi minni. Afréttar- nýting og búsetumynztur hafa líka breytzt. En hvað sem því líður, gæti hlýn- unin skipt miklu máli gróðurfarslega séð á ýmsum jaðarsvæðum. Rann- sóknir á Skeiðarársandi hafa sýnt gíf- urlegar breytingar á síðustu 30 árum. Þar er mjög ör framvinda í gangi og töluvert birki komið á miðjan sandinn. Ég sé sjálf miklar breytingar í Þjórs- árverum, þar sem ég hef samanburð frá 1981. Þar er landið reyndar ekki lengur notað sem afréttur austan að, þannig að fé hefur fækkað, en breyt- ingarnar eru meiri en svo að þær verði eingöngu raktar til þess. Víða um land sjá menn breytingar og þær eru ekki sízt í þekju víðiteg- unda.“ – Þannig að land verði víði vaxið milli fjalls og fjöru? „Sögurnar herma, að landið hafi verið viði vaxið. Og ég held að það hafi orðið meiri breytingar á Íslandi en menn gera sér almennt grein fyrir. Birkiskógurinn hefur þó líklega aldrei verið eins þéttur eða hávaxinn og í Skandinavíu. Ég held að svæði á lág- lendi, sem ekki voru of blaut, hafi verið vaxin birkikjarri, en óvissa er um gróðurmörkin á hálendinu. Kjölur hef- ur sennilegast verið gróinn endanna á milli, en óvíst hvort Sprengisandur hefur verið verulega betur gróinn við landnám en nú er. Jaðarsvæði inn til landsins hafa verið vaxin víðikjarri og mín tilfinning er sú að gróður hafi ver- ið verulega útbreiddari á hálendinu en hann er núna.“ Þegar Þóra Ellen er spurð um ágæti samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og sérstaklega Kyotobókunarinnar við hann, hugsar hún sig vel um. „Kyotobókunin er merkur áfangi. En ég held að betur megi ef duga eigi. Það eru ýmsar blikur á lofti; menn horfa meðal annars til þess, að Kín- verjar og Indverjar eru komnir með stórfellda iðnvæðingu á dagskrá og skriðþunga á að láta hana bæta lífs- kjörin. Og það hefur heldur ekki allt gengið í haginn síðan í Kyoto. Meðan til dæmis Bandaríkjamenn eru ekki með er auðvitað miklu minni slagkraftur í átakinu en annars hefði verið. Ef hins vegar Al Gore hefði orð- ið forseti er aldrei að vita, nema...“ Þóra Ellen lætur setninguna fjara út um gluggann. Jöklar bráðna, sjávarborð hækkar „Jöklarnir hopa hratt og minnka og til lengri tíma litið er talið að jöklar ut- an heimskautasvæða geti hækkað sjávarmál um hálfan metra. Þetta ferli gengur tiltölulega hægt og skellur ekki yfir á næstu árum. Yfirborð sjáv- ar hefur að meðaltali hækkað um 20 sm á síðustu öld, svo hækkunin er um 2 mm á ári. Þetta er þó erfitt að mæla, svo ekki er hægt að segja með fullri vissu að hraðinn sé að aukast. Það er hins vegar mjög líklegt. Sjávaryf- irborðið gæti núna verið að hækka um 3 mm á ári. Jöklarnir eiga þar tals- verðan hlut að máli, um 20–30% eða jafnvel meira,“ segir Tómas Jóhann- esson, jarðeðlisfræðingur. Tómas segir að þegar líða fari á öld- ina geti yfirborð sjávar hafa hækkað um einhverja tugi sentimetra frá því sem nú er og það geti skipt töluverðu máli þar sem láglent sé við strendur. „Sum strandsvæði eru miklu lakar sett en önnur, til dæmis þar sem land- sig bætist við. Hækkun yfirborðs sjáv- ar getur haft alvarleg áhrif á þeim svæðum. Hins vegar er talsverður munur á milli afleiðinga af loftslags- breytingum, þótt þær séu oft settar undir sama hatt í fjölmiðlum og stund- um blandað saman við þætti sem eiga lítið eða ekkert skylt við breytingar á loftslagi. Stór hluti af flóðatjóni og öðru tjóni af völdum veðurs, sem í fréttum er oft tengt loftslagsbreyt- ingum, er í rauninni af völdum þess hvernig byggð hefur þróazt í átt að þeim stöðum sem verða fyrir áföllum í ofsaveðri og flóðum. Tjón á flóðasvæð- um er stundum gríðarlegt og miklu meira en áður þekktist, en ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að nú er meiri verðmæti að finna á þessum svæðum. Áður bjó fólk þar ekki í sama mæli. Veðurfarsbreytingar og hækk- andi sjávarmál eiga þar ekki stóran hlut að máli.“ Sumt ljóst, annað ekki Tómas segir að eftir nokkra áratugi muni ákveðnar afleiðingar veðurfars- breytinga koma skýrar fram, en aðrar breytingar hafi þegar gert það. „Litlar deilur eru um það meðal vísinda- manna að styrkur gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftinu fari vaxandi og að hlýnun sé þegar orðin af þessum sökum. Aðrar breytingar eru í far- vatninu og munu koma fram síðar. Svo eru menn ekki á eitt sáttir um önnur hugsanleg áhrif, til dæmis hvort veð- urfarsbreytingar ráði útbreiðslu sjúk- dóma, aukningu storma og fleiru af því taginu.“ Á undanförnum 15 árum hafa spár vísindamanna um hlýnun lítið breytzt. Þeir telja að hlýna muni um 2–3 gráð- ur að meðaltali á jörðinni á næstu hundrað árum og að á undanfarinni öld hafi loftslagið hlýnað um tæpa gráðu. „Þótt töluverð óvissa ríki um marga þætti, þá eru vísindamenn flestir á einu máli um þetta og hafa verið lengi. Efasemdaraddir voru tals- vert meira áberandi meðal vísinda- manna fyrir nokkrum árum en nú. Í mörgum tilvikum hafa frekari rann- sóknir staðfest álit vísindamanna, sem töldu gróðurhúsaáhrif mikilvæg og rök gagnrýnenda hafa ekki staðizt nánari skoðun. Hins vegar er töluvert flóknara að meta hvernig hafs- straumar bregðast við þessum breyt- ingum, svo dæmi sé tekið. Menn gera raunar ráð fyrir að ekki verði miklar umpólanir í hafstraumum næstu ára- tugina, þótt ýmsar kenningar þar um hafi skotið upp kollinum. Þau líkön, sem við höfum, sýna það hins vegar ekki með neinni vissu.“ Tómas bendir á að fyrir nokkrum árum hafi komið í ljós að úthöfin eru að súrna umtalsvert. „Þetta kom mönnum mjög á óvart, en stafar af því að koltvísýringurinn í andrúmsloftinu gengur í efnasambönd í yfir- borðslögum sjávar. Til langs tíma litið er þessi súrnun talin hafa áhrif á svifið í sjónum og er veruleg breyting á líf- ríki sjávar. Þetta er skýr vísbending um að við þekkjum ekki til hlítar þau áhrif sem við munum þurfa að horfast í augu við í framtíðinni.“ Hraðari kelfing Tómas víkur máli sínu aftur að jökl- um og segir að áhrif loftslagsbreyt- inga á þá séu með tvennum hætti. „Annars vegar eru áhrifin á stóru heimskautajöklana og hins vegar á minni jökla, eins og Vatnajökul, jökla í Alaska, Noregi, Chile og víðar. Þessir litlu jöklar eru taldir geta hækkað sjávarborð, ef þeir bráðna allir, um hálfan metra. Það er mjög líklegt að þeir muni að stórum hluta bráðna á næstu 100–200 árum. Stóru jöklarnir, á Suðurskautslandinu og Grænlandi, bregðast miklu hægar við og reyndar er talið að Suðurskautsjökullinn muni hugsanlega stækka þegar hlýnar, að minnsta kosti fyrst í stað. Grænlands- jökull mun hins vegar bráðna og leggja talsvert til heimshafanna. Til að byrja með verður það ekki eins mikið og frá litlu jöklunum kemur.“ Framlag Grænlandsjökuls til heimshafanna er með tvennum hætti. Þegar hann er í jafnvægi þá snjóar á hann ofarlega og síðan leysir á stórum svæðum á suðurhluta jökulsins og rennur í sjó fram. Það er hins vegar bara um helmingur ákomunnar sem bráðnar með þessum hætti, hinn helminginn losar jökullinn sig við er hann kelfir í sjó fram í fjörðum og myndar ísjaka og hröngl. „Í greiningu manna á því hver hlutur Grænlands- jökuls yrði í hækkun yfirborðs sjávar var gert ráð fyrir að hann myndi hegða sér eins og aðrir jöklar og við hlýnun myndi leysa heldur meira af honum,“ segir Tómas. „Hins vegar var ekki gert ráð fyrir að kelfingin myndi breytast mikið, en þar voru menn á villigötum. Á undanförnum 5–10 árum hefur hlýnað mikið á Grænlandi og leysingavatnið, sem hripar niður í gegnum jökulinn frá yfirborðinu, eyk- ur mjög mikið skrið jökla niður að fjörðum og hraðar kelfingunni stór- kostlega.“ Tómas segir að vísindamenn hafi hvorki séð súrnun úthafanna né stór- aukna kelfingu Grænlandsjökuls fyrir. „Þrátt fyrir að margt hafi verið óbreytt um langa hríð í spám vísinda- manna um áhrif loftslagsbreytinga, þá voru þetta óvænt tíðindi og mikilvæg. Þegar til lengri tíma er litið ráðast af- leiðingar alls þessa auðvitað að miklu marki af því hvernig þjóðfélög bregð- ast við. Sjávarborðshækkun er til dæmis talin hafa einna mest áhrif í Bangladesh og ýmsum löndum þriðja heimsins, þar sem fátæk fiski- mannaþorp eru á sandrifjum sem fara í kaf í fellibyljum. Ef sjávarborðið hækkar enn verður þetta fólk enn verr sett, enda á það litla möguleika á að bregðast við. Það er líka hugsanlegt að ákveðin gróðurbelti hnikist til og til dæmis er því spáð, að miklu heitara og þurrara verði á Miðjarðarhafssvæð- inu. Aðstæður samfélaga til að bregð- ast við eru mjög misjafnar. Hollend- ingar standa til dæmis vel að vígi, þótt land þeirra liggi lágt, enda hafa þeir þekkingu og peninga til að bregðast við. Víða er því ekki að heilsa.“ Tómas segir að erfitt geti verið að mynda sér skoðun á loftslagsbreyt- ingum, þegar þeim sé kennt um öll frávik. „Ef snjóar á Spáni, hitabylgja gengur yfir Frakkland eða fellibylur skellur á Bandaríkjunum, þá halda menn því fram að það stafi af loftslags- breytingum. Slíkar upphrópanir hafa ekki mikið skýringargildi, því það er mjög vafasamt að taka einstök veð- urfyrirbrigði og kenna loftslagsbreyt- ingum, sem safnast upp á mörgum áratugum, um það. Líkur á hitabylgju geta farið vaxandi þegar hlýnar al- mennt, en það hefur litla merkingu að kenna loftslagsbreytingum um veðrið einn ákveðinn dag.“ Miklar afleiðingar Veðurfarsbreytingar á milli ísalda og hlýskeiða hafa falið í sér miklar sveiflur í gróðurhúsalofttegundum. „Núna eru mennirnir að valda breyt- ingum í gróðurhúsalofttegundum, sem þegar eru orðnar jafn miklar og þess- ar náttúrulegu sveiflur. Við teljum okkur skilja þátt gróðurhúsaloftteg- unda í fyrri breytingum og getum þess vegna séð í stórum dráttum hvaða breytingar muni koma fram í framtíð- inni. Ef heldur fram sem horfir og við losum svo mikið af þessum loftteg- undum í andrúmsloftið, að breyting- arnar verði margfalt meiri en venju- legar sveiflur milli ísalda og hlýskeiða, þá er ljóst að afleiðingarnar verða miklar,“ segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur. Morgunblaðið/Golli Mengunarvaldurinn Með bílnum mengar maðurinn umhverfi sitt. Loftslagsbreytingar af manna völdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.