Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 57 MINNINGAR Í dag kveð ég systurson minn Al- bert Rúnar og minningarnar hrann- ast upp. Ég man þegar hann var lítill og fallegur drengur með ljósa lokka og stórt bros. Ég man aldrei eftir honum nema brosandi. Um 15 ára aldur var Albert orðinn stæltur og myndarlegur strákur. Hann var vel gefinn og framtíðin blasti við honum. Hann kom til Kaliforníu og var um tíma hjá okkur og var þá mikið gam- an. En hann var líka að mennta sig og þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér að hann hafi verið að mennta sig alla ævi, hann var alltaf að fræðast. Albert Rúnar Aðalsteinsson ✝ Albert RúnarAðalsteinsson fæddist 30. nóv- ember 1950. Hann lést á heimili sínu, Gaukshólum 2, hinn 21. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Aðalsteinn Helgason hús- gagnasmíðameist- ari og Sonja Albertsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Leiðir þeirra skildi. Albert á tvo bræður á lífi, Helga og Ólaf. Helgi er kvæntur og á tvö börn, og Ólafur er kvæntur og búsettur á Hawaii. Útför Alberts var gerð í kyrr- þey að ósk hins látna. Albert ferðaðist líka um allan heim og kom hann víða við. Eitt skipti fór hann til Tíb- et og dvaldi þar í tvö ár. Þegar hann kom til baka var hann orðinn búddaprestur. Albert var raungóð- ur og gott að tala við hann. Hann var hægur í framkomu, skemmti- legur og með þægileg- an málróm. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Stund- um þótti honum gott að vera einn með sjálfum sér og íhuga lífið. Hann sóttist aldrei eftir dauðum hlutum og tók ekki þátt í lífsgæðakapphlaup- inu. Hann hafði um aðra hluti að hugsa sem gáfu honum meiri lífsfyll- ingu. Albert hafði lært að lifa lífinu og nýta tímann vel í þessu jarðlífi. Það er svo ótalmargt sem ég á í minningunni með mínum hjartkæra systursyni. Hann hefði viljað hafa þessa kveðju stutta, eins og hann vildi kveðja í kyrrþey. Albert var búddatrúar og trúði á endurfæðingu og fleira. Við viljum votta ástvinum hans, foreldrum, bræðrum, fjöl- skyldu, Bjarna og Eyva tryggum vinum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Elísabet Albertsdóttir og Ólafur Gunnarsson. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja vin minn og nágranna Svein Wium Sigurðsson. Leiðir okk- ar lágu saman eftir að við fjölskyldan fluttumst á Baldursgarð í Keflavík árið 1997. Svenni, eins og við vorum vön að kalla hann, ólst upp í góðu at- læti og ástúð hjá föður sínum Sigurði Sveinn Wium Sigurðsson ✝ Sveinn WiumSigurðsson fæddist í Keflavík 30. október 1977. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Auður Berta Sveins- dóttir, húsmóðir, f. 14.3. 1941, d. 10.6. 1983, og Sigurður Wium Árnason, bif- reiðarstjóri, f. 15.1. 1935. Sveinn ólst upp í föðurhúsum á Baldursgarði 9 í Keflavík. Að loknu grunn- skólaprófi vann hann ýmis störf en lengst af sem bifreiðarstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Útför Sveins var gerð í kyrr- þey. Wium en Svenni missti móður sína aðeins fimm ára gamall. Það fyrsta sem við tókum eftir í fari Svenna var óslökkv- andi áhugi á bílum og bílaíþróttum. Þær voru ófáar stundirnar sem Svenni og maður minn undu við formúluáhorf. Stærstu stundir hans voru m.a. þegar hann fór til útlanda til að horfa á átrúnaðargoð sitt Schumacher keppa í formúlunni. Svenni átti marga góða bíla í gegnum árin. Það vakti athygli þeirra sem til sáu hversu natinn hann var í viðhaldi þeirra enda snyrti- menni fram í fingurgómana. Svenni vann sem bifreiðarstjóri hjá Íslensk- um aðalverktökum og má því segja að þar hafi hann að nokkru fengið útrás fyrir þennan áhuga á bifreiðum. Hann hafði einnig lifandi áhuga á tón- list og sótti marga tónleika til út- landa. Svenni var mikið prúðmenni og reglumaður. Hann var þægilegur í viðkynningu og traustur vinur. Í fyrrasumar þurftum við hjónin t.d. að laga þakið á húsi okkur og var Svenni strax mættur með föður sínum boð- inn og búinn til að rétta vinum og grönnum hjálparhönd. Þá skipti engu þótt Svenni væri orðinn kvalinn af óþekktum kvilla. Stuttu síðar greind- ist Svenni með illkynja sjúkdóm sem nú fyrir nokkrum vikum dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu. Það var aðdáunarvert að sjá með hversu jákvæðu hugarfari Svenni tókst á við veikindi sín. Aldrei var langt í gamanyrði og húmor af hans hálfu og segir mér svo hugur að þar hafi farið leynivopn hans í þessu stríði. Kynni okkar af þessum ágæta dreng voru með eindæmum góð. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu samverustundir sem við áttum með honum. Minning um góðan dreng lifir áfram í huga okkar. Elsku Siggi, við vottum þér okkar innilegustu samúð. Kallið er komið , komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Thelma Hrund Guðjónsdóttir. FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Eftir mikinn og breiðan stuðn- ing í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eru allar líkur á að Árni Johnsen taki sæti á Alþingi Ís- lendinga eftir næstu alþingiskosn- ingar. Árni Johnsen hefur áður set- ið á þingi og varð þá m.a. uppvís og sakfelldur fyrir alvarleg afbrot í starfi. Árni hefur tekið út sína refs- ingu, hlotið uppreist æru hjá emb- ætti forseta Íslands og hefur því ótvírætt kjörgengi fyrir næstu al- þingiskosningar. Stjórn Sjálfstæðis- félagsins Miðgarðs telur það því vera skýlausan rétt Árna Johnsen að taka sæti á Alþingi, fái flokk- urinn fylgi til þess. Það er ekki ein- ungis réttur Árna, heldur líka allra þeirra kjósenda er veittu honum umboð til þess í prófkjörinu. Vilji kjósenda flokksins í Suðurkjördæmi er skýr og hann ber að virða enda er slíkur vilji forsenda lýðræðis í land- inu. Stjórn Miðgarðs telur þó að Árni Johnsen hafi brotið trúnað við Sjálf- stæðisflokkinn og landsmenn alla með afbrotum sínum. Þann trúnað á Árni eftir að ávinna sér. Stjórn Mið- garðs elur hins vegar með sér þá einlægu von að Árni muni nýta tækifærið og byggja trausta brú yf- ir þá gjá sem myndast hefur milli hans og almennings í landinu. Sjálfstæðisfélagið Miðgarður vill því lýsa yfir að það sé reiðubúið að veita Árna Johnsen annað tækifæri sem fulltrúa sjálfstæðismanna á Al- þingi Íslendinga. Bifröst, 7. desember 2006. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Miðgarðs, Arnar Már Frímannsson.“ Ályktun frá Miðgarði, félagi sjálfstæðis- manna á Bifröst ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BJARNEYJAR RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR frá Þrúðvangi, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalar- heimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum fyrir fallega framkomu og góða umönnun. Örn Aanes, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson, Gerður Guðríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Einar Þ. Waldorff, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, sonar og afa, SIGURÐAR MÁS GESTSSONAR, Kirkjustétt 7a, 113 Reykjavík. Anna Karelsdóttir, Gestur Már Sigurðsson, Harpa Þorleifsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Maríanna Sigurðardóttir, Tómas Bentsson, Rut Ingimarsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SONJA HJÁLMARSDÓTTIR, Hlíðarvegi 12, Ísafirði, lést á heimili sínu föstudaginn 8. desember. Útförin verður auglýst síðar. Kristján R. Finnbogason, Anna Kristín Hauksdóttir, Þorsteinn Sigtryggsson, Gísli Hjálmar Hauksson, Halldór Sveinn Hauksson , Sigurlaug R. Halldórsdóttir, Birna Guðbjörg Hauksdóttir, Þröstur Eiríksson, Kristinn Finnbogi Kristjánsson, Jón Brynjar Kristjánsson, Júlíanna Ingimarsdóttir, Guðrún Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur Högnason, María Sonja Thorarensen, Thomas Rognli, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN ÁRNI GUÐLAUGSSON frá Vestmannaeyjum, (BJÖSSI FRÁ LAUGARLANDI), lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 1. desem- ber síðastliðinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki MS heimili- sins og hjúkrunarheimilisins Eir. Hjördís Guðbjörnsdóttir, Þorsteinn, Guðbjörnsson, Helga Hauksdóttir, Guðbjörg Erla Guðbjörnsdóttir, Ragnar Guðbjörnsson og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar ♦♦♦ ÍSLANDSPÓSTUR hefur opnað nýjan jólakortavef á heimasíðu sinni www.postur.is. Þar er hægt að hanna eigin jólakort með mynd- um og texta og sér Pósturinn um að prenta þau út og koma til viðtak- enda. Til þess að hvetja fólk til að senda kortin út tímanlega þetta ár- ið býður Íslandspóstur afslátt af öll- um kortum sem send eru út fyrir 15. desember. Sem dæmi má nefna að 1.000 krónum ódýrara er að senda út 25 kort fyrir 15. desember en eftir þann tíma. Kortin eru öll prentuð út í mikl- um gæðum sem tryggir að bæði myndir og texti eru skýr og falleg, segir í fréttatilkynningu. Jólakortavefur Íslandspósts IKEA hefur ákveðið að styrkja Barna- heill um 100 krónur af hverju seldu taudýri í versl- un sinni fram að jólum. Geng- ið var frá samningi um samstarf IKEA og Barnaheilla hér á landi nýverið en alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, og IKEA hafa um nokkurra ára skeið starfað saman í þágu barna víða um heim. Af hverju keyptu taudýri hjá IKEA til 24. desember renna 100 krónur óskiptar til starfsemi Barnaheilla. Viðskiptavinir versl- unarinnar geta þannig styrkt þau innlendu verkefni Barnaheilla sem unnin eru í þágu velferðar og rétt- inda barna. IKEA styrkir Barnaheill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.