Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 18

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 18
18 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Tölvur | Um 90% tölvupóstsendinga eru svokallaður ruslpóstur og í sérstökum ruslpóstárásum getur magn hans sextíufaldast á einum degi. Mismunun | Mikil viðbrögð hafa verið við því í Noregi að meina á Lilian prinsessu að- gang að nóbelsveislu. Erlent | Með John Bolton hefur Bush misst einn öflugasta talsmann utanríkisstefnu sinnar. Launmorð | Rannsókn morðsins á Lítvínenko teygir sig víða. VIKUSPEGILL» Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Sæl og blessuð. Ég vona að þetta sérétta póstfangið þitt. Það var frá-bært að hitta þig í New York umdaginn. En varðandi þetta fyrirtæki [nafn fyrirtækisins fylgdi] sem ég sagði þér frá í trúnaði og er að fara á markað, þá ítreka ég að þú verður að kaupa bréfin um leið og þau bjóðast. Þá munu þau áreið- anlega margfaldast að verðgildi á skömmum tíma.“ Eitthvað á þessa leið var efni tölvupósts á ensku, sem barst í pósthólf á heimatölvu starfsmanns á Morgunblaðinu fyrir skömmu frá konu í Bandaríkjunum. Móttakandinn átti að skilja hann svo að sendandinn hefði óvart sent þetta trúnaðarmál á rangt póst- fang og tilgangurinn var áreiðanlega sá að fá móttakandann til að rjúka til og kaupa hlutabréf í einhverju tilbúnu fyrirtæki. Póstur þessi er skýrt dæmi um hvernig svokallaður ruslpóstur hefur breyst. Fyrir nokkrum árum fylltust pósthólf í sífellu af alls konar auglýsingum og áróðri, en sífellt öflugri ruslasíur urðu til þess að sendendur urðu að sýna æ meira hugvit. Öflug sían á Morgunblaðinu fer létt með að stöðva hinar hefðbundnu auglýsingar og hleypir ekki heldur í gegn „persónulegu“ bréfi frá „vin- konu“ í Bandaríkjunum á borð við það sem barst á heimapóstfang starfsmannsins. Sían á Morgunblaðinu hefur heldur betur sannað gildi sitt og fjarlægir um 80–90% af öllum pósti sem berst til blaðsins, því þar er rusl- póstur á ferð. Á aðeins einum degi stöðvar sían nokkur þúsund ruslpóstsendingar, sem annars myndu fylla pósthólf starfsmanna. Fyrir þremur árum lýsti Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, því yfir að rusl- tölvupóstur yrði úr sögunni árið 2006. En þótt Gates hafi löngum verið öðrum snjallari við að rýna í tækniframtíð hafði hann rangt fyrir sér. Ruslpóstur streymir inn í tölvu- pósthólf um allan heim sem aldrei fyrr. Sendendur ruslpóstsins bera lítinn kostn- að af tiltækinu, enda nýta þeir sér m.a. heimatölvur grunlauss almennings um allan heim. Þeir lauma forriti inn á tölvur í net- sambandi og láta tölvurnar svo vinna fyrir sig og dreifa ruslinu áfram um allan heim. Það er greinilega eftir töluverðu að slægj- ast. Ruslpóstinum er dreift með litlum kostnaði í tugmilljónum eintaka og ljóst að þótt aðeins 1% bíti á agnið og kaupi þjón- ustu eða vöru eða láti fé af hendi rakna í öðrum tilgangi, þá græðir sendandinn stór- kostlega. Vondu kallarnir sigra Dagblaðið International Herald Tribune birti í síðustu viku grein um tölvuruslpóst og var yfirskrift hennar að vondu kallarnir væru að sigra. Í greininni kemur fram að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setti nýlega ofan í við aðildarríki sín og þótti þau gera of lítið til að framfylgja rusl- póstbanni sambandsins. Framkvæmda- stjórnin sagði allt að 80% pósta í dæmigerðu tölvupósthólfi í Evrópu vera rusl. Mesta sök á því bera sendendur í Bandaríkjunum, en tæp 22% ruslpóstsendinga til Evrópu eiga uppruna sinn þar. Framkvæmdastjórnin hvatti ríkisstjórnir og tölvugeirann til að starfa saman, svo ná mætti betri árangri í baráttunni og að í ljós kæmi á næsta ári hvort nauðsynlegt yrði að setja nýjar regl- ur. Skilaboðin voru skýr: Takið hart á þessu núna, eða við grípum til okkar ráða. Í grein International Herald Tribune kemur fram að á degi hverjum bætist 250 þúsund nýjar tölvur í netið, sem nýtt er til að senda út ruslpóst, að eigendum tölvanna forspurðum. Það er því til að æra óstöðugan að elta uppi einstaka tölvu sem sendir frá sér ruslpóst. Björn Davíðsson, þróunarstjóri netþjón- ustufyrirtækisins Snerpu, segir að spádóms- gáfa Gates hafi áður brugðist; þetta sé sami maður og fullyrti eitt sinn að 640 kb minni ætti að vera nóg fyrir allar tölvur. 60-földun á einum degi Björn segir magn ruslpóstsendinga sem aldrei fyrr. „Frá síðari hluta sumars hefur orðið veruleg aukning. Staðan er sú núna að ruslpóstsendingar eru um og yfir 90% af öll- um póstsendingum, en lengi vel var þetta hlutfall í rúmum 60%. Svo standa öflugir að- ilar af og til að miklum ruslpóstherferðum og þá getur magnið skyndilega margfaldast. Ég get nefnt sem dæmi að fyrir skömmu sextíufaldaðist magn ruslpósts á einum degi. Slíkar árásir valda netþjónustum miklum vanda og geta t.d. tafið tölvupósta um nokkrar klukkustundir.“ Björn segir ruslpóstinn oft ættaðan frá Bandaríkjunum, en sendendur nýti gjarnan kínverskar netþjónustur, til að smeygja sér undan banni í heimalandi sínu. Hann segir að flestar netþjónustur hafi þann háttinn á að póstur til og frá netfangi fari fyrst um sí- ur netþjónustunnar, sem vinsi úr, en ýmsar stórar netþjónustu úti í heimi geri það ekki. Oft viti notendur ekki að tölvur þeirra séu nýttar til að dreifa ruslpósti. „Það er ekkert annað en þjófnaður á þjónustu notandans.“ Þá segir Björn netþjónustur vera í nokkr- um vanda, þegar þær flokki frá og hendi pósti sem þær dæma sem ruslpóst. „Vissu- lega hafa notendur samþykkt skilmála net- þjónustufyrirtækja, sem kveða á um slíka sí- un. Íslensk löggjöf hefur hins vegar ekki fylgt þróuninni. Í fjarskiptalögum segir t.d. að bannað sé að skjóta undan skeytum eða efni þeirra.“ Björn segir að þeir sem fái ruslpóst eigi að halda í heiðri þá reglu, að ef eitthvað hljómi of gott til að vera satt sé það áreið- anlega lygi. „Sá sem fær tilkynningu um að hann hafi unnið milljónir í erlendu happ- drætti getur verið viss um að þar séu fjár- svik á ferðinni.“ Ruslpósturinn streymir í tölvur TÖLVUR» Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnun nútíma lyklaborðs má rekja til uppgötvunar ritvélarinnar en það var Bandaríkjamað- urinn Christopher Latham Sholes sem fékk einkaleyfi á fyrstu ritvélinni árið 1868. Í HNOTSKURN »Ruslpóstsendingar á Netinu eru umog yfir 90% af öllum póstsendingum. Lengi vel var hlutfall ruslpósts rúm 60% af öllum sendingum. »Gullna reglan: Ef eitthvað hljómarof vel til að vera satt er það áreið- anlega lygi. Eru almennir tölvunotendur að tapa baráttunni við „vondu kallana“ um tölvupóstinn? Sænska hirðin fann upp á því íliðinni viku að meina Lilianprinsessu að sækja veislu,fyrir aldurs sakir, í kjölfar afhendingar Nóbelsverðlaunanna. Lilian prinsessa er 91 árs og sótti hina árlegu Nóbelsveislu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu árum, þá nýgift Bertil prins, og hefur aðeins misst af veislu- glaumnum einu sinni. Nóbelsverðlaunin eru veitt í dag, 10. desember, og eftir athöfnina er til siðs að efna til hátíðarkvöldverðar. Aftonbladet greindi frá þessu og sló á þráðinn til prinsessunnar sem kvaðst afar óhress með bannið, en henni er einungis boðið í verðlaunaaf- hendinguna sjálfa. „Ég hef alltaf farið í veisluna, ég bara skil þetta ekki. Þetta eru aldeilis fréttir, ég veit ekki betur en að ég fari. Ég verð að hringja í drottninguna og kanna mál- ið. Ég hef það fínt, það amar ekkert að mér,“ hefur Aftonbladet eftir prinsessunni. Þess má geta að Lilian prinsessa fæddist árið 1915 í Swansea í Wales og gekk í hjónaband með Bertil prins, frænda Svíakonungs, árið 1976. Blaðið hefur fengið mikil viðbrögð við þessum fréttaflutningi, frá les- endum og ýmsu frammáfólki, sem ekki fellir sig við þá röksemd að aldur prinsessunnar sé góð ástæða til þess að halda henni frá gleðskap. „Ég vona að það séu ekki aldurstakmörk í Nóbelsveisluna,“ er haft eftir einum lesanda. Annar fer fram á aðgerðir fyrir hönd prinsessunnar. „Það er ekkert annað en aldursmismunun ef prinsessan fær ekki sjálf að ráða því hvort hún mætir í veisluna eða ekki.“ Ekki er vitað til þess að prinsessan hafi farið yfir strikið í veislum af þessu tagi eða sullað kampavíni á borðherrana. Of gömul fyrir tískuna? Aldursmismunun einskorðast ekki við sænskar prinsessur, því ekki er langt síðan að umdeildar tískumyndir af Yoko Ono á stuttbuxum birtust í New York Magazine. Sýndi Yoko vortískuna 2005 og var meðal annars í buxum, sem stundum eru nefndar „hot pants“, þar eð faldurinn nemur nánast við lífbein. Viðbrögð sumra voru á þá lund, að Yoko Ono fann sig knúna til þess að svara skriflega og vitnaði meðal ann- ars í lesanda sem vildi vita hvaða skilaboð það væru til kvenna af eldri kynslóðinni að mynda konu á áttræð- isaldri á stuttbuxum. „Mér fannst hugmyndin beinlínis skelfileg,“ sagði lesandinn. Orðlaus Yoko kvaðst á hinn bóginn vera orðlaus yfir viðbrögðunum. „Hvers vegna vilja konur og karlar vera vel til fara? Það er vegna þess að við vilj- um láta okkur líða vel, láta öðrum líða vel með okkur og gera fjölskylduna ánægða. Börnin mín tvö eru ánægð með mig eins og ég er. Þau vilja ekki að ég sé niðurdregin, ósnyrtileg og með lélega sjálfsmynd. Kannski segir einhver að ég sé yfirborðskennd, að fegurð anda og hugar sé allt sem við þurfum. Er það svo? Þá hlýt ég að vera af annarri tegund. Mér finnst gaman að búa mig upp og líta vel út. Ég nýt þess að leika mér með fata- valið … Er til einhvers konar ein- kennisbúningur fyrir fólk eldra en fimmtugt, sextugt eða sjötugt? Er gamalt fólk ekki vel séð? Getum við ekki klætt okkur eins og við gerðum 18 ára? Af hverju ekki?“ Yoko Ono klykkir út með því, að fólk á hennar aldri vilji vera ánægt með sig, rétt eins og yngra fólk. „Það er enginn munur á okkur nema sá, að þið eigið seinna eftir að ná sama aldri og við erum á nú. Sýnið okkur þá virðingu og gefið okkur það frelsi sem þið munuð sjálf kjósa þegar þið kom- ist á okkar aldur.“ Prinsessa sögð of gömul fyrir veisluhöld Of gömul? Lilian prinsessa og hertogaynja af Hallandi þykir víst of gömul fyrir kvöldverðarboð. Hér er hún ásamt Carl Philip prins. MISMUNUN» » Lesandi vildi vitahvaða skilaboð þaðværu til kvenna af eldri kynslóðinni að mynda konu á áttræðisaldri á stuttbuxum. Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.