Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIN ár hefur stytt- ing náms til stúdentsprófs verið mikið í umræðunni. Háar raddir og sterkar skoðanir hafa fengið að líta dagsins ljós og er ljóst að skoðanir eru skiptar. Þrátt fyrir mikil mótmæli fólksins sem stytt- ingin hefur bein áhrif á standa þessi áform enn eftir því sem ég best veit. Háttvirtur mennta- málaráðherra hefur gefið óljós skilaboð síðastliðna mánuði og vita flestir framhalds- skólanemar ekki hvort eða hvað stend- ur til. Umræðan um „styttinguna“ hefur þokast út. Er okkur alveg sama? Hefur rík- isstjórn Íslands enn og aftur tekist að þagga niður í okkur með því einu að halda okk- ur óupplýstum? Eða er samfélagið uppgefið og segir „þetta mun ger- ast sama hvað við segjum eða ger- um“? Það er auðvitað draumur stjórnmálamannanna, að þeir fái bara að stjórna í bananalýðveld- inu! Þetta er nákvæmlega það sem er gerast! Áður en við vitum af þá er styttingin orðin að veruleika og við áttum okkur á að mennta- málaráðuneytið hætti ekki skipu- leggja voðaverkið þótt við höfum hætt að hugsa um það! Þetta hefur gerst svo oft áður og má þar nefna laun grunnskóla- kennara og aðstæður á leik- skólum. Þó að kennarar hafi gefist upp og hætt í verkfalli þá þýðir það ekki að þeir séu ánægðir með þessi svívirðilegu laun. Börnum á leikskólum er ennþá sýnd ótrúleg óvirðing, með eina menntaða fóstru á hverri deild með tugum barna og aðrir starfsmenn þurfa bara að vera „svona fullorðins eitthvað“. Þessa baráttu er enn verið að heyja en auðvitað hafa ný umræðuefni komið uppá yfirborðið t.d. Kárahnjúkar, glæný ríkisstjórn, Ólafur Ragnar í Kína o.fl. Hefur hitt þess vegna lent neðar í bunkanum yfir frétta- efni í Kastljósinu. Þessi málefni mega ekki gleymast og er nú tímabært í tilefni af nýju skólaári að taka upp þráðinn og minna fólkið á efri hæðinni á að það er ekki eitt hér á Íslandi og á að vera að vinna í þágu allra landsmanna. Það er heildin sem á að ráða í lýðveldum. Í mínum augum er menntun æsku landsins eitthvað sem ætti alltaf að vera í umræðunni! Ekki bara stundum! Nú eru alþingiskosningar í vændum og ætti því að vera auð- velt að hrinda umræðunni aftur af stað, en mér finnst það ekki ásættanlegt að það sé aðeins á fjögurra ára fresti sem einhver ráðamaður hlusti á mann. Þau ættu alltaf að hlusta og það með báðum eyrum og framkvæma það sem við segjum þeim að gera, við! Fólkið í landinu. Stundum er það sem telst hag- kvæmast og kannski sniðugast að gera ekki það sem lýðurinn vill. Þá hugsa alþingismenn að við séum einungis vitleysingar sem komust ekki á þing og gera það samt, en bíddu við viljum þetta ekki! Árið 1992 var stofnuð nefnd af menntamálaráðherra til að móta menntastefnu ríkisins sú nefnd lagði síðan til 1994 að námsárum til stúdentsprófs yrði fækkað um eitt. Ótal nefndum og fleiri menntamálaráðherrum en hug- myndum síðar kom út skýrslan Breytt námsskipan til stúdents- prófs – aukin samfella í skóla- starfi. Þessa skýrslu las ég, heilar 73 blaðsíður, með opnu hugarfari og þá von í hjarta að hún hefði eitthvað til brunns að bera því fólkið sem vann að henni var á launum eins og allir sem hafa komið að þessari breytingu – margar milljónir króna. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með skýrsluna! Samt sem áður standa nokkrir hlutir í mér, eins og t.d. háu upphæðirnar sem sparast og samanburðurinn við nágranna- löndin o.fl. Gert er ráð fyrir að sparist um 700 milljónir kr. á hverju ári en ekki er greint frá því hvert þær fari. Þá berum við okkur saman við nágrannalöndin þar sem nem- ar útskrifast einu ári á undan, en ekkert er talað um að bæði at- vinnumarkaðurinn og háskólar úti segja útskriftarnema ekki nógu vel undirbúna og þurfa flestir að eyða minnst einu ári í aukanám. Ekki er minnst á mánaðarlegu styrkina sem nemendur í þessum löndum fá frá ríkinu o.m.fl. Gæti kannski verið að hug- myndin um styttinguna sé léleg og að það sé verið að reyna laga eitt- hvað sem er ekki bilað. Ég veit að þetta vitið þið flest öll en aldrei er góð vísa of oft kveðin! Þó að styttingin standi mér kannski næst af þeim öllum þess- um málefnum þá eru ótal svona mál sem ættu að vera í lagi og eru það í mörgum löndum heims. Stöndum nú upp, verum gagn- rýnin og látum í okkur heyra Nú tala ég beint til þín Ásgeir Guðmundsson skrifar um styttingu náms til stúd- entprófs » Vonandi fær þessipistill þig til að hugsa, ekki endilega vera sammála heldur hugsa: Hvað getur þú gert. Ásgeir Guðmundsson Höfundur er formaður Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 164,6 fm einbýli með 38 fm sérstæðum bílskúr við Miðbraut á Seltjarnarnesi, alls 202,6 fm. Húsið skiptist í forstofu, gestasalerni, forstofuherb., stofu, garðskála, arinskála, eldhús, svherbergisgang, tvö barnaherb., hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu/kyndiherbergi og bílskúr ásamt geymslu. 8029. V. 49,9 m. Miðbraut – Seltjarnarnes 126 fm mjög góð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í nýlegu þriggja hæða fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni. Íbúðin skiptist í anddyri, rúmgóða stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla. Sérinngangur. 7972. V. 29,3 m. Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Íbúð 106. Kristnibraut 51A – Opið hús 109,3 fm góð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð með aukaherbergi í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús með borðkrók, rúmgóða stofu með svölum í vestur, herb. í kjallara og sérgeymslu í sameign. 7980. V. 19,9 m. Opið hús í dag milli kl. 15.00 og 16.00. Íbúð 303, Valur Norðhdal. Hraunbær 86 – Opið hús 101,3 fm glæsileg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þriggja hæða húsi við Sólvallagötu. Íbúðin skiptist í hol, rúmgóða stofu, glæsilegt eld- hús, borðstofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi með hornbaðkari. Í kjallara er sérgeymsla. Amerískur tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél í eldhúsi fylgja, bæði stáltæki. Laus fljótlega. 8016. V. 24,9 m. Sólvallagata 164,8 fm falleg 5 herb. íbúð í tvíbýlishúsi auk 18,1 fm geymslu, alls 182,9 fm. Húsið er kjallari og þrjár hæðir og er íbúðin á tveimur efri hæðunum. Á neðri hæð íbúðar er stigapallur, borðstofa, eldhús, búr, þvottahús, glæsilegt baðher- bergi, hjónaherbergi og eitt barnaherbergi. Geymsla með útgangi út á litlar svalir. Á efri hæð er stofa og svefnherbergi. 7969. Tilboð óskast. Bjargarstígur - Laus strax 100 fm góð efri hæð í fjórbýlishúsi auk 36,8 fm bílskúrs, alls 136,7 fm. Íbúðin skiptist í anddyri/gang, tvær stofur, tvö barnaherbergi, hjónaberbergi, baðher- bergi og eldhús, í kjallara er geymsla og skápur. Bílskúr er rúmgóður með tveim- ur geymslum, góð gryfja er í bílskúrnum. 8018. V. 29,7 m. Bólstaðarhlíð - Með bílskúr 98,8 fm glæsileg, 3ja herbergja endaíbúð á efri hæð í 2ja hæða húsi í Garðabæ. Sérinngangur. Íbúðin er með glugga á fjóra vegu. Íbúðin skiptist í forstofu, geymslu, hol, stofu með mikilli lofthæð og vestursvölum, fallegt eldhús, baðher- bergi með þvottahúsi innaf og tvö svefnherbergi. Skipti á stærri eign í Garðabæ koma mjög vel til greina. Einbýli, parhús eða raðhús. 7941. V. 29,5 m. Ögurás – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sölusýning í dag Blikaás 56 H.firði - Parhús Sýnum í dag mjög glæsi- legt alls ca 170 fm parhús á góðum útsýnisstað innst í botnlanga. Húsið er fullbúið að utan sem innan og er mjög vandað í alla staði. Iberaro-parket á gólfum ásamt náttúrusteini. Upp- tekin loft á efri hæð m. innb. halogenlýsingu. Stór- ar flísalagðar útsýnissvalir. Mjög fallegur garður með verönd. Sólskáli ca 8,5 fm. Hellulagt bílastæði með hitalögnum. Eign fyrir vand- láta. Verð 44,9 millj. Lárus frá fasteign.is tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16 Glæsilegt 230 fm einbýlishús á einni hæð sem skiptist í anddyri, 3 svefnherbergi, baðherbergi, tvær stofur, eldhús, bílskúr og möguleika á auka íbúð í rými við hlið bílskúrs. Stór lóð er með húsinu sem gefur möguleika á að byggja um 280 fm hús á lóðinni sem væri sérbygging. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu. V. 59,0 m. 6265 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Lækjarfit 12 1.h.einb. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Góð úr fyrir sjóndapra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.