Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 59
frystihúsinu í talsverðan tíma og naut þar mikils trausts enda dugleg- ur og traustur starfsmaður þrátt fyr- ir ungan aldur. Kynni okkar urðu síðan meiri og nánari í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Þar hóf ég nám haustið 1982. Þar hafði Hilli þá verið við nám í 3 ár og var því öllum hnútum kunnugur. Hilli varð fljótlega góður vinur og fé- lagi í hópi sem varð mjög náinn og samrýmdur. Félagsskapur þessi var Hilli, undirritaður, Þórarinn Þór- hallsson, Gísli Auðbergsson, Ómar Kristjánsson og svo auðvitað her- bergisfélaga Hilla, Ingvar Kristins- son. Á heimavistinni eignuðust við að auki fjölmarga aðra góða vini. Minni- stæð eru kynni okkar félaganna við stelpurnar frá Seyðisfirði sem bjuggu á sama gangi og við. Hvorki er hér stund eða staður til að rifja upp allt það sem brallað var á þessum tíma enda örugglega ekki allt prent- hæft! Fullt af leyndarmálum sem ekki má tala um! Skemmtilegum leyndarmálum sem við upprifjun koma manni í gott skap. Þú varst stór þátttakandi í þessu öllu og það ber að þakka. Ég get fullyrt að sjaldan leiddist okkur félögunum í skólanum. Ekki fór nú alltaf mikið fyrir vinnu við námið enda er maður jú ekki bara í skóla til að læra eða hvað? Lífsins skóli kallar á iðjusemi og þar slógum við félagarnir sko ekki slöku við. Ég get jafnframt fullyrt að þessi tími á heimavistinni í ME er án efa eitt skemmtilegasta tímabil lífs míns. Hilli var okkur vinunum góður félagi. Hann var alltaf fljótur að hugsa og framkvæma, ráðagóður en fyrst og fremst skemmtilegur og traustur vinur. Við brölluðum margt, fórum víða og vorum m.a. duglegir við að grípa í vinnu til að drýgja tekjurnar. Fjölmörg ferðalög á bíl Þórarins víða um Austurland eru ævintýri út af fyrir sig en flokkast sem leyndarmál! Ferðir niður á Seyðisfjörð til að færa „björg í bú“, skotæfingar, vinna við síldarsöltun, útskipanir, ballferðir, hlusta á alls konar tónlist inni á her- bergi, heimspekilegar umræður um lífið og lífsins gátur, eru aðeins brot af minningum sem færa manni bros á vor og ánægjutilfinningu. Hilli var vel greindur og átti auð- velt með nám. Hann var vel lesinn og fljótur að átta sig á hlutunum. Það var mjög gleðilegt að hann skyldi finna sér farveg í Háskóla Íslands þar sem hann nam sagnfræði. Ein- hvern veginn fannst mér það eiga vel við hann. Alltaf sá ég fyrir mér að hann yrði kennari. Fannst það eiga vel við hann þar sem hann hafði miklu að miðla. Svo fór þó ekki þar sem hann kaus sér önnur störf að lifi- brauði. Leiðir okkar lágu lítið saman eftir menntaskóla og háskólanám eins og oft verður þar sem fólk heldur út í líf- ið hver í sína áttina. Hin síðari ár hef- ur mér oft verið hugsað til Hilla og til þess að við félagarnir þyrftum að hittast, rifja upp gamla tíma og eiga góða stund saman. Svo fór ekki og er ótímabært fráfall Hilla ísköld áminn- ing um að maður veit aldrei hvenær maður kveður vin í síðasta skipti. Ég kveð Ásgeir Hilmar Jónsson með söknuði. Ég votta honum virð- ingu mína og innilegt og kært þakk- læti fyrir góð viðkynni og ótal ógleymanlegar samverustundir. Ég óska honum góðrar ferðar á nýjum slóðum. Ég votta móður hans, systk- inum og öðrum aðstandendum inni- lega samúð mína. Minning um góðan dreng, traustan og skemmtilegan vin lifir. Jónas Andrés Þór Jónsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 59 ✝ Guðbjörn Pét-ursson fæddist í Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði 23. jan- úar 1927. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Hallgríms- dóttir húsfreyja, f. í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð í Skaga- firði 17. október 1892, d. 29. mars 1997, og Pétur Valdimarsson bóndi, f. á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 14. apríl 1896, d. 14. júní 1973. Guðbjörn var næst- yngstur fjögurra barna er for- eldrum hans varð auðið en hin eru Steingrímur, f. 12. mars 1916, Ing- ólfur, f. 31. desember 1920, d. 12. júní 1996, og Helga Ingibjörg, f. 3. desember 1933, d. 25. maí 1949. Eiginkona Guðbjörns er Hulda Kristjánsdóttir, f. á Siglufirði 3. ágúst 1942, en þau hafa verið gift í 45 ár. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríksson, f. 22. október 1894, d. 22. október 1966, og Sig- rún Sigurðardóttir, f. 8. maí 1913, d. 9. júní 1977. Börn Guðbjörns og Huldu eru: 1) Kristín, f. á Akureyri 8. janúar 1961, gift Arnari Jóhanni Arnarssyni, f. 4. janúar 1967, dótt- ir þeirra er Arna Sigríður, f. í Reykjavík 25. október 2004. Börn Kristínar af fyrra sambandi eru a) Ásbjörg Bergþórsdóttir Morthens, f. í Reykjavík 26. ágúst 1981, maki Artiomas Maminas, f. 23. febrúar 1976, sonur þeirra er Mikolas Berþór Maminas, f. í Reykja- vík 5. maí 2006 og b) Fannar Bergþórs- son, f. í Reykjavík 18. desember 1986. 2) Karl Ómar, f. á Akureyri 18. sept- ember 1963, maki Guðný Hlín Friðriks- dóttir, f. í Reykjavík 8. júní 1961. Sonur Karls Ómars af fyrra sambandi er Hörður Björn, f. í Reykjavík 31. desember 1986. 3) Kristján Sigurður sterki, f. á Ak- ureyri 13. mars 1966, maki Heið- rún Hjaltadóttir, f. í Englandi 9. maí 1975. Fyrri eiginkona Guðbjörns er Lilja Guðný Aðalsteinsdóttir, f. á Akureyri 15. október 1933. Sonur þeirra er Gunnar Aðalsteinn, f. á Akureyri 19. september 1951, kvæntur Erlu Sigurbjörgu Sig- ursveinsdóttur, f. 25. desember 1950. Börn þeirra eru: a) Kristjana Hildur, f. í Reykjavík 3. júlí 1971, gift Sigurvini Bergþóri Magn- ússyni, f. 25. febrúar 1968, dóttir þeirra er Sunna Líf Zan Bergþórs- dóttir, f. í Kína 8. júní 2001. b) Gunnar Davíð, f. í Reykjavík 15. desember 1975, maki Guðrún Jónsdóttir, f. 19. mars 1978, dóttir þeirra er Steinunn Erla, f. í Reykjavík 9. febrúar 2006. c) Lilja Íris, f. í Reykjavík 3. ágúst 1979. Útför Guðbjörns var gerð í kyrr- þey að ósk hins látna hinn 4. des- ember. Guðbjörn Pétursson er allur. Hann lést 24. nóvember sl. á líknardeild Landspítalans við Hringbraut eftir erfiða legu. Ég kynntist honum á unga aldri í byrjun barnaskóla sem vinur sonar hans Kristjáns Sig. og síðar Karls bróður hans og kynntist Kristínu systur þeirra lítillega einnig, allra að góðu einu. Guðbjörn hafði lág- stemmdan róm og mikla þolinmæði gagnvart okkur ungviðinu en var fylginn sér og mikill uppalandi er því var að skipta. Þrátt fyrir fötlun sína lét Guðbjörn heitinn það aldrei trufla störf sín, seinni árin fyrir Skeljung, og lét lík- amlega annmarka aldrei hefta för sína og bað ekki um aðstoð úr ríkis- og lífeyrissjóði eins og nú þykir sjálf- sagt. Hann lagði metnað sinn í að sjá fjölskyldu sinni farborða á þann hátt sem aldamótakynslóðin þekkti, með þrautseigjuna eina að vopni og án ut- anaðkomandi aðstoðar samhliða því að koma sér upp eigin húsnæði. Sjálf- hælni var honum ókunnug. Sjaldan kom það fyrir að hann þyrfti að þagga aðeins niður í okkur strákunum en ef því var að skipta hvíldi svo mikill al- vöruþungi í orðum hans að við þögn- uðum undireins. Slíkur er máttur hins meitlaða þögula uppeldis, ekki skammir, en velviljuð leiðsögn þess er veit betur. Hefur þetta skilað sér í orðræðu barna hans eftir því sem ég þekki best til. Þótt hann væri að nálgast áttrætt þurfti sex sjúkdóma samtímis til að leggja hann að velli og hafði hann þó barist hetjulegri baráttu síðustu árin. Þar komu til tvö krabbamein, þ.á m. bráðahvítblæði, til að leggja Guð- björn að velli. Átti hann eftir stutt í áttrætt, þ. 23. janúar nk., en enginn má við margnum. Sendi ég eftirlifandi konu hans Huldu og vinum mínum, börnum þeirra, mínar innilegustu samúðar- kveðjur og þökk fyrir gifturíka sam- leið. Þorsteinn Óttar Bjarnason. Guðbjörn Pétursson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919                   Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN V. ÞORSTEINSSON fyrrv. rafiðnfræðingur og kennari, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 4. desember, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 12. des- ember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði eða líknarstofnanir. Erla Guðmundsdóttir, Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Elfa Stefánsdóttir, Haraldur J. Baldursson, Víðir Stefánsson, Elín R. Sigurðardóttir, Magnús Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku dísin, litla dóttir okkar, systir og barnabarn, SVANDÍS ÞULA ÁSGEIRSDÓTTIR, sem lést af slysförum laugardaginn 2. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minn- ast hennar er vinsamlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, í von um bata Nóna Sæs, s. 543 3724. Hrefna Björk Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvi Jónsson, Pálmi Freyr Steingrímsson, Nóni Sær Ásgeirsson, Sigurður J. Pálmason, Auður Eysteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hjalti Svanberg Hafsteinsson, Þóra Kristjánsdóttir, Jón Guðmundsson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför bróður okkar, ÓSKARS AUÐUNSSONAR frá Minni-Völlum. Ásgeir Auðunsson, Guðbjörg Auðunsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, VIGDÍSAR FERDINANDSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Víðiness. Harvey Georgsson, Róbert Magni Ragnarsson, Ragnar Ragnarsson, Bryndís Ósk Erlingsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN ÞORVALDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, andaðist sunnudaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vinarhug. Helgi Bernharðsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.