Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór ReynirÁrsælsson, Dóri, fæddist í Holti í Gerðahreppi hinn 17. júní 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 16. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ársæll Valdi- mar Sveinbjörnsson vélstjóri og síðar múrarameistari, f. 16. september 1910 á Eiði í Gerða- hreppi, d. 26. júlí 1974, og Ragna Sigríður Jörg- ensdóttir húsfreyja og matráðs- kona í Reykjavík, f. 21. júní 1911 á Þverá í Ölfusi, d. 2. ágúst 1998. Fósturfaðir Dóra var Sigurður Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. 19. maí 1915, d. 16. apríl 1986. Systkini Dóra, sam- mæðra, eru Guðmundur Ingi Sig- urðsson lögreglumaður í Reykja- vík, f. 2. ágúst 1942, og Kristín Ósk Sigurðardóttir, búsett í Stykkishólmi, f. 2. júní 1945. Upp- eldissystir Dóra er Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 5. júlí 1950. Systk- ini Dóra, samfeðra, eru Guðbjörg Ársælsdóttir, f. 30. júní 1939, og Sveinbjörn Ársælsson, f. 1. febr- Gunnlaugur, f. 16. desember 1997, c) Reynir Logi, f. 16. desember 1997. 3) Halldór, f. 19. nóvember 1971, kvæntur Elfu Íshólm Ólafs- dóttur, f. 28. júní 1976. Sonur þeirra er Elfar Ísak, f. 2. apríl 2002. Dóttir Finnu og fósturdóttir Dóra er Áslaug Jóna Sigurbjörns- dóttir, f. 13. ágúst 1954, gift Sig- urði Jóhannssyni, f. 7. september 1952. Börn þeirra eru: a) Halldóra Eldon, f. 20. ágúst 1970. Sonur hennar, Arnar Eldon, f. 14. febr- úar 1997. b) Brynja Eldon, f. 1. nóvember 1980, unnusti hennar er Róbert Þór, f. 5. september 1979. Börn þeirra eru Emma Eldon, f. 6. október 2003, og Hrafn Eldon, f. 15. október 2006. c) Sigurður Logi, f. 12. ágúst 1995. Dóri ólst upp á Bergþórugöt- unni og gekk í Austurbæjarskóla. Ungur fór hann í sveit að Torfa- stöðum í Grafningi þar sem hann átti lengi sitt annað heimili og sótti hann þangað mikið alla tíð. Á yngri árum var Dóri til sjós. Sjó- inn stundaði hann fram til ársins 1962 en þá hóf hann störf í Kötlu þar sem hann starfaði til síðasta dags. Hann starfaði lengst af við útkeyrslu en síðustu árin starfaði hann við pökkun og framleiðslu. Í Kötlu kynntist Dóri eftirlifandi eiginkonu sinni en þar hafði hún starfað í nokkurn tíma þegar hann hóf þar störf. Útför Dóra var gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 28. nóv- ember síðastliðinn, í kyrrþey að hans ósk. úar 1941, d. 27. nóv- ember 1985. Eftirlifandi eig- inkona Dóra er Guð- finna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 3. ágúst 1933. Guðfinna er dóttir hjónanna Sig- urjóns Pálssonar, f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968, og Áslaug- ar Guðmundsdóttur, f. 6. október 1901, d. 29. apríl 1961. Sig- urjón og Áslaug bjuggu í Reykjavík, lengst af á Sölvhólsgötu. Dóri og Finna giftust hinn 16. október 1965. Þau hófu búskap sinn á Langholtsvegi 162 þar sem þau bjuggu alla tíð. Börn þeirra eru: 1) Ragna Ingibjörg, f. 7. maí 1966, gift Óskari Þór Nikulássyni, f. 2. júní 1962. Börn þeirra eru: a) Anna Lóa, f. 1. janúar 1999, b) Nikulás Dóri, f. 9. maí 2001, c) Halldóra, f. 8. apríl 2006. Dóttir Óskars er Kristín, f. 6. janúar 1993. 2) Sigurður Jörgen, f. 18. september 1967, kvæntur Jó- hönnu Sigríði Gunnlaugsdóttir, f. 21. október 1965. Börn þeirra eru a) Ólöf Ragna, f. 7. júní 1994, b) Hann Dóri afi minn er dáinn, ég vil ekki trúa því enn að hann hafi verið tekinn svona fljótt frá okkur. Hann átti að koma heim í byrjun desember úr dekri með ömmu í Hveragerði sem nýr maður eftir smávægilega aðgerð á hné. En hann kvaddi þennan heim í skyndi. Ég var svo heppin að það var lítill fugl sem hvíslaði því að mér að hringja í þau daginn áður og heyra í þeim hljóðið og fyrir það þakka ég guði í dag. Afi sagðist hafa það ofsa- lega gott og var hann ánægður með að vera þarna í rólegheitum með sinni heittelskuðu og láta dekra við þau. Ekki var að heyra á þessari elsku að daginn eftir myndi hjarta hans hætta að slá og hann yfirgefa þennan heim. Ég á rosalega erfitt með að sætta mig við að við eigum aldrei aftur eftir að heyra hláturinn hans, aldrei eftir að kyssa hann á skeggjaðan vangann, halda í hrjúfar hendur hans og aldrei á ég eftir að fara aftur í hesthúsið með honum að hjálpa honum við að moka og gefa. Það er svo endalaust sem ég gæti talið upp sem ég sakna, og leitt finnst mér að litlu börnin mín fengu ekki að kynnast þessum yndislega manni betur, ég á ekki einu sinni mynd af litla syni mínum með langafa sínum. Afi rétt kíkti inn í bíl til okkar þegar við vorum að koma heim af fæðingardeildinni og sagði: „Ég skoða hann betur seinna, þau eru öll eins þessi litlu börn.“ Þetta var fyrsta og eina skiptið sem þeir hittust afi og Hrafn litli sonur minn. Við afi eigum óteljandi minningar saman. Afi dekraði við mig alla tíð og áttum við einstakt samband. Ég hef alla tíð verið ofsalega mikil afastelpa og á ég honum margt að þakka. Afi kenndi mér svo margt um lífið og til- veruna og kunni ég alltaf svo að meta allt sem hann gerði fyrir mig og hann gaf mér, andlegt og veraldlegt. Afi var ofsalega óeigingjarn maður og vildi hann allt fyrir fjölskylduna sína gera. Það er honum að þakka að ég er svona mikið sveita- og náttúrubarn. Hestarnir tengdu mig og afa að stórum hluta saman ásamt því að við vorum ofsalega góðir vinir og áttum ofsalega vel saman. Ég er svo lánsöm fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hans svona lengi, þó að ég hefði viljað hafa hana miklu lengri. Elsku hjartans Dóri afi minn, þú átt stóran hlut af hjarta mínu. Þín afastelpa Brynja. Mig langar til að minnast hans afa míns, elsku afa Dóra, sem hefur verið svo stór hluti af lífi mímu frá því að ég man eftir mér. Óteljandi minningar tengjast afa á einn eða annan hátt. Hann var alltaf svo góður og fór með mig og ömmu í bíltúr. Hann hugsaði alltaf fyrst um ömmu, börnin sín og barnabörnin áður en hann hugsaði um sjálfan sig. Stundum fór hann með mig upp í hesthús og ég fékk að fara á hestbak á Tomma eða Móa, sem var uppáhaldshesturinn hans afa. Og aldrei gleymi ég því þegar afi tók mig með sér í grillveislurnar hjá Kötlu. Mér fannst gaman að afi og amma skyldu hafa mig með innan um alla vinnufélagana hans afa. Það er skrýt- ið til þess að hugsa að afi sé horfinn frá okkur því að ég hélt að hann yrði hérna næstu tíu árin því að afi var aldrei veikur eða kvartaði um að sér liði ekki nógu vel. Það var alltaf gaman að heimsækja afa og ömmu á Langholtsveginn og mun ég sakna þess mikið. Og hlátr- inum hans afa mun ég aldrei gleyma. Það hló enginn eins og afi. Elsku afi minn, minning þín mun lifa í hjarta mínu alla ævi. Ólöf Ragna. Okkur setti hljóð þegar við fréttum af ótímabæru andláti Dóra. Margar minningar flugu í gegnum hugann og margs er að minnast. Hann kom í sveit að Torfastöðum 11 ára gamall og hélt tryggð við það heimili síðan. Okk- ur fannst alltaf gaman þegar Dóri kom í heimsókn með fullt af dóti sem hann hafði keypt í útlöndum en þá var hann til sjós á togurum. En einu urð- um við að lofa, og það var að vera búin að eyðileggja dótið þegar hann kæmi næst, annars fengjum við ekki meira. Eftir að hann fór að vinna í landi var hann alltaf jafn áhugasamunr um störfin í sveitinni, sama hvort það var við sauðburð á vorin, í heyskap að sumri eða smalamennsku að hausti, alltaf var Dóri mættur kátur og hress. Áhuginn alveg ódrepandi. Stundum smáskammast ef honum þótti ganga hægt, bitið í handarbakið og bölvað hressilega. En þótt stundum hvessti var það bara á yfirborðinu því á næstu mínútu var það gleymt. Ef þurfti að útrétta eitthvað í Reykjavík, fara með hjól í viðgerð eða kaupa eitt og annað var sjálfsagt að biðja Dóra, hann var í augum okkar krakkanna mikilvægari en mjólkurbíllinn og pósturinn. Ekki var nú leiðinlegt þegar Dóri og hans fjölskylda komu í heimsókn og yfirleitt var það til að aðstoða við bústörfin. En minningarnar eru margar um góðan dreng og nú er úti- dyrahurðinni á Torfastöðum ekki hrundið upp og kallað: „Komið þið blessuð.“ Eða: „Hvað segið þið nú, elsku hlandkönnurnar mínar?“ En þannig ávarpaði hann yngstu kven- þjóðina á bænum. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að fá að kynnast Dóra. Kæru vinir, Finna, Áslaug, Ragna, Siggi, Halldór og fjölskyldur. Hugur okkar er hjá ykkur. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Fyrir hönd allra á Torfastöðum. Birgir Árdal. Halldór Reynir Ársælsson ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, INGU ÓLAFSDÓTTUR frá Eystra Geldingaholti. Hrafnhildur Stefánsdóttir, Sigurður Stefánsson, Marta Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Atli Jóhann Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÞORLÁKSSONAR bónda á Hrauni í Ölfusi. Helga Sigríður Eysteinsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Hjördís Ólafsdóttir Origer, Marc Origer, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir J. Matthíasson, Þórhildur Ólafsdóttir, Hannes Sigurðsson, Herdís Ólafsdóttir, Þórhallur Jósepsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, SIGRÍÐAR GIZURARDÓTTUR lífeindafræðings, Kvisthaga 29, Reykjavík. Lúðvík Gizurarson, V algerður Guðrún Einarsd., Bergsteinn Gizurarson, Marta Bergman, Sigurður Gizurarson, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir, Trausti Pétursson, Dóra Lúðvíksdóttir, Einar Gunnarsson, Einar Lúðvíksson, Georgina Anne Christie, Gizur Bergsteinsson, Bylgja Kærnested, Dagmar Sigurðardóttir, Baldur Snæland, Magnús Sigurðsson, Júlía Sigurðardóttir, Gizur Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnar Loftsson. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og vináttu við andlát og útför HALLGRÍMS MAGNÚSSONAR verkstjóra, Söndum, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness. Aldís Petra Albertsdóttir, Albert Hallgrímsson, Hinrik Helgi Hallgrímsson, Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Sigurður Már Jónsson, Petrína Hallgrímsdóttir, Ragnhildur Ásta Hallgrímsdóttir, Guðjón Arnar Sigurðsson, Svafa Þóra, Hallgrímur Þór, Martin, Sindri, Aldís Petra, Kolbrún Tara, Hugi, Steinunn Vala, Þórunn Sara, Hinrik Viðar og Hektor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.