Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 12. desember 1976: „Hvað er okkur kærara en einmitt landið sjálft og náttúrufegurð þess og þau menningarlegu verðmæti, sem við munum skilja eftir fyrir ókomnar kynslóðir, verðmæti, sem munu tengja þær við þetta einstæða land og sögu þess, alveg eins og það hefur valdið því, að við, sem hér lifum nú höfum fest hér svo djúpar rætur? Við höfum efni á því að verja umtalsverðum fjár- munum til þessara verkefna nú í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Við höfum efni á því að veita okkur þann munað að leggja verulega fjármuni til þessara verðugu verkefna, enda í samræmi við annað á Þjóðhátíðarárinu að veita þessu fé til varðveizlu menningarverðmæta, eins og forsætisráðherra benti á í ræðu sinni, þegar hann tók við gjöf Seðlabankans. Margvísleg merk verkefni voru ákveðin í sambandi við þjóðhátíðina 1974, sem nú stafar ljómi af, s.s. hringveg- urinn, Gjábakkavegur, sem nú nýtur mikilla vinsælda, söguritunin í samráði við Hið íslenska bókmenntafélag og vel er á veg komin o.fl.“ . . . . . . . . . . 7. desember 1986: „Gangi sá vilji samningsaðila eftir, að hagur hinna lægst launuðu batni í raun meira en ann- arra, er miklum árangri náð. Reynslan segir mönnum, að umhyggjan fyrir hag þeirra, er lökust hafa launin, sé oft meiri í orði en á borði. Þegar ég reyndi í samningunum núna, kom það einnig í ljós að talsmenn sumra hópa töldu sér fyrir bestu að draga sig í hlé og bíða átekta.Yfirlýs- ingar samningsaðila um að hinn nýi samningur tryggi efnahagslegan ávinning febr- úarsamninganna, verða marklausar, ef kaupmáttur allra launa hækkar um 30% milli ára eins og lágmarks- launanna. Verði ekki unnt að segja skorður við því, eru samningamennirnir að hefja hraðferð inn í nýja verðból- guiðu.“ . . . . . . . . . . 8. desember 1996: „Rekstur sjálfstæðs GSM-símakerfis er fyrsta skrefið í þá átt að afnema einkarétt Pósts og síma á þessu sviði viðskipta- lífsins og á eftir að skila sér í lægri kostnaði fyrir neyt- endur. Eins og nú háttar er GSM-símaþjónustan alltof dýr. En jafnframt hefur sam- gönguráðuneytið tilkynnt, að sérstakt gjald verði tekið fyr- ir starfsleyfi bæði Pósts og síma og hins væntanlega nýja samkeppnisaðila. Á gjaldið að standa undir kostnaði við útboðið og önnur verkefni þessu tengd. Þessi gjaldtaka er mikilvægt skref í rétta átt en aðeins fyrsta skref. Þar sem einungis er gert ráð fyrir, að tveir aðilar hafi rétt til að reka slíkt símakerfi hér er augljóst, að um takmörkuð gæði er að ræða.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GREINING Á HÆTTU Athyglisverðar upplýsingarkoma fram í grein DavíðsLoga Sigurðssonar, blaða- manns Morgunblaðsins, hér í blaðinu í gær um að sérstök greiningardeild hjá sýslumannsembættinu á Kefla- víkurflugvelli hafi um tveggja ára skeið unnið að greiningu á áhættu á þeim svæðum, sem íslenzkir friðar- gæzluliðar starfa á. Þetta er að sjálf- sögðu skref í rétta átt en jafnframt kemur á óvart að ekki hafi verið sagt frá þessari starfsemi fyrr. Þessar upplýsingar vekja hins veg- ar upp þá spurningu hvernig staðið er að gerð áhættumats á því hver staðan er í öryggismálum okkar Íslendinga sjálfra hverju sinni. Er unnið jafn skipulega að því og gert er í þessu til- viki varðandi störf friðargæzlu- manna? Meðan á viðræðum við Bandaríkja- menn stóð um framtíð varnarliðsins hér á Íslandi var ljóst að einn af veik- leikum íslenzku samninganefndar- mannanna var sá að þeir byggðu ekki á jafn sterkum grunni og Bandaríkja- menn í greiningu á þeirri hættu sem að Íslandi gæti steðjað. Nú eru að hefjast viðræður við Norðmenn og fleiri þjóðir um sam- starf við þær um öryggismál á Norð- ur-Atlantshafi. Þá er auðvitað mikil- vægt að við Íslendingar höfum á að byggja sjálfstæðu mati á því hvað að okkur snýr í þessum efnum. Höfum við í okkar höndum sjálfstæða grein- ingu á því? Hefur slíkri starfsemi ver- ið komið á fót í utanríkisráðuneytinu eða dómsmálaráðuneytinu? Það er mikilvægt þegar horft er til framtíðar að við getum byggt á traustum grunni í samskiptum okkar við aðrar þjóðir á þessu sviði. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að mikilvægt sé að koma á fór eins konar rannsóknar- stofnun í utanríkis- og öryggismálum sem byggðist á svipuðum grunni og norska utanríkismálastofnunin. Eðlilegt er að þetta sé rannsókn- arstofnun sem hafi yfir að ráða starfskröftum ungra og eldri fræði- manna á þessu sviði og geti verið ein- hvers konar sjálfstæður bakhjarl greiningadeildar á vegum utanríkis- ráðuneytisins sem geti líka orðið gagnrýnandi þeirrar stefnu sem mörkuð er á hverjum tíma á vegum stjórnvalda. Telja má víst að pólitísk samstaða sé um að koma upp slíkri greining- ardeild á vegum utanríkisráðuneytis og sjálfstæðri utanríkismálastofnun sem hugsanlega mundi starfa í tengslum við Háskóla Íslands. Og vegna þess að sú pólitíska sam- staða er áreiðanlega fyrir hendi er í raun og veru ekki eftir neinu að bíða að koma þessari starfsemi af stað. Æskilegt er að sjálfstæð utanrík- ismálastofnun verði sett á stofn snemma á næsta ári og helzt fyrir kosningar þannig að stefna sé mörk- uð að þessu leyti. Við eigum nú yfir að ráða nokkrum fræðimönnum og sér- fræðingum á þessu sviði sem æskilegt væri að fá til starfa hjá slíkri stofnun. Starfsemi sjálfstæðrar utanríkis- málastofnunar mundi verða íslenzk- um stjórnvöldum mikill styrkur í þeim viðræðum sem framundan eru við Norðmenn, Dani, Breta, Kanada- menn, Atlantshafsbandalagið og hugsanlega Þjóðverja um öryggismál á Norður-Atlantshafi. Í kjölfar frétta um greiningardeild- ina hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli er ástæða til að beina þessum málum í tvo fasta far- vegi. Annars vegar að sú starfsemi verði þróuð og færð yfir í utanríkis- ráðuneytið eða dómsmálaráðuneytið og hins vegar að Utanríkismálastofn- un Íslands verði sett á stofn, sem sjálfstæð rannsóknarstofnun, sem verði stjórnvöldum til ráðuneytis. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að viðbrögð íslenzkra stjórnvalda hafi verið snögg í kjölfar brottfarar varnarliðsins og að þau séu í réttum farvegi. S íðustu daga hafa farið fram áhuga- verðar umræður hér á síðum Morg- unblaðsins um einstaka þætti heil- brigðiskerfisins og þá ekki Sízt um eftirlit með einkastofum, sem orðið hafa til á seinni árum þar sem mikill fjöldi aðgerða er framkvæmdur ár hvert. Segja má að með einkastofunum sé til orðinn einkarek- inn valkostur í heilbrigðiskerfinu vegna þess að þær aðgerðir sem þar eru framkvæmdar eru orðnar býsna umfangsmiklar. Segja má með nokkrum sanni að stærstu einkastofurnar séu orðnar litlir spítalar ef horft er til fjölda lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem þar er að finna, aðstöðu og tækjabúnaðar. Hins vegar er þar ekki um innlagnir að ræða svo vitað sé. Vegna umfangs þessarar starfsemi er eðlilegt að spurningar vakni um hvernig eftirliti sé háttað með henni, ekki sízt í kjölfar dóms um mistök við brjóstastækkun. Í frétt í Morgunblaðinu í gær, föstudag, um þetta mál segir m.a.: „Landlæknisembættið hefur ekki haft nægilegt eftirlit með einkareknum læknastofum, sem þeg- ar eru í rekstri en eftirlit með þeim er mun minna en með heilsugæzlu og sjúkrahúsum, segir Matt- hías Halldórsson landlæknir. Til að stofna einka- rekna læknastofu þurfa læknar að hafa aflað sér sérfræðimenntunar auk þess, sem þeir þurfa að fá leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu. Til langs tíma var ekki sérstakt eftirlit með því að einkareknar skurðstofur uppfylltu allar kröfur, sem gerðar eru. Samkvæmt gæðastaðli, sem gefinn er út af Landlæknisembættinu um svæfingar og deyfing- ar á einkaskurðstofum í apríl 2003 ber að skipa nefnd, sem tryggja á að kröfur, sem gerðar eru um aðstöðu, tækjabúnað og starfsfólk séu upp- fylltar. Það á þó eingöngu við um nýjar stofur, sem opnaðar eru en síðan staðallinn var gefinn út hefur engin ný stofa verið opnuð og nefndin því ekki verið stofnuð. Matthías segir að engin ákvæði í þessum nýja staðli kveði á um, að nefndin skuli hafa eftirlit með að staðlinum sé fylgt á þeim skurðstofum sem þegar eru með starfsemi. Allir svæfingalæknar eigi þó að vita af staðlinum og fara eftir honum enda hafi þeirra félög staðið að útgáfunni ásamt landlæknisembættinu.“ Starfandi landlæknir segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið: „Það má segja, að enn þá hafi ekki verið komið á nægilegu eftirliti með þessu … Það verður að segjast eins og er að það er ekki viðunandi, að við séum með minna eftirlit með einkareknum stofum en með heilsugæzlunni og sjúkrahúsunum. Það er jafnvel ástæða til að fylgjast betur með þeim, því að þar eru menn að vinna einir en á spítölunum er líka innra eftirlit þar sem læknar vinna með koll- egunum á spítalanum.“ Miðað við það sem gengur og gerist í opinber- um umræðum er lofsvert hvað landlæknir er op- inn í þessum ummælum, ekki sízt í ljósi þess að embættið hefði augljóslega getað gert betur. Það er t.d. erfitt að skilja hvers vegna ekki hefur verið tekið upp virkt eftirlit með þeim stofum sem fyrir voru, jafnvel þótt þess sé ekki sérstaklega getið í umræddum staðli að hann skuli virka aftur á bak ef svo má segja. Auðvitað er ekki síður nauðsyn- legt að fylgjast með þeim stofum sem hafið höfðu rekstur áður en staðallinn var tekinn upp en þeim sem kunna að verða settar á stofn eftir tilkomu hans. Í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir Ragnar Jónsson, formaður Íslenzka bækl- unarlæknafélagsins, að mun minni líkur hefðu verið á læknamistökum árið 2001 ef gæðastaðlar fyrir einkastofur hefðu þá verið komnar fram og bætir við: „Það geta alltaf orðið óhöpp og komið óvæntir fylgikvillar í aðgerð. En ég held að líkurnar á því séu mun minni. Tækjabúnaður er alltaf að verða betri og lyf sömuleiðis, auk þess sem rútínan við aðgerðir er orðin meiri. En óhöpp geta alltaf gerzt.“ Sveinn Einarsson, svæfingalæknir og stjórn- arformaður Læknahússins í Domus Medica, þar sem umrædd læknamistök áttu sér stað fyrir nokkrum árum segir að við gerð gæðastaðalsins hafi staðið til að skipa eftirlitsnefnd með einka- stofum en af því hafi ekki orðið vegna anna og bætir síðan við: „En við Matthías töluðum um það í gær (fimmtudag) að þetta gæti orðið til þess að við settum nefndina á fót og ég reikna með að það verði upp úr áramótum.“. Það vekur auðvitað athygli að settur er upp gæðastaðall en ákvæðum hans ekki fylgt eftir að þessu leyti fyrr en þetta mál kemur upp sem aug- ljóslega verður til þess að slík eftirlitsnefnd verð- ur sett á fót. En jafnframt lofsvert að læknarnir gera enga tilraun til að leyna þessari staðreynd. Um þetta segir svo Kristján Guðmundsson, stjórnarformaður Læknastöðvarinnar í Glæsibæ: „Við höfum býsna lítil samskipti við embættið. Landlæknir hefur helzt kallað eftir yfirliti um sjúkdómsgreiningar og í fljótu bragði er það hið eina, sem embættið hefur gert að eigin frum- kvæði. Á hinn bóginn kemur það reglulega fyrir, að ég hringi í landlækni til að spyrja hann álits á hinum ýmsu málefnum. En landlæknir sinnir ekki virku eftirliti á læknastofum úti í bæ. Það væri ekki mikil fyrirhöfn fólgin í því að hann kæmi hér við tvisvar á ári til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Það væri hið bezta mál og ég tel, að menn myndu fagna auknu eftirliti.“ Og Kristján Guðmundsson bætir við: „Skoðun mín er sú, að faglegt eftirlit frá land- lækni mætti vera meira. En ég held, að emb- ættið hafi ekki haft bolmagn til að sinna eftirlit- inu. Okkur, sem störfum utan spítala er það mjög í óhag að það sé einhver óregla á hlut- unum.“ Á þeim þremur læknastofum, sem hér hafa verið nefndar eru framkvæmdar um 14 þúsund aðgerðir á ári. Það gefur auga leið hversu mik- ilvægt það er að vel sé fylgzt með starfsemi þeirra. Forráðamenn þeirra eru að kalla eftir auknu eftirliti. Þeim er auðvitað ljóst að sjúk- lingar gangast ekki undir aðgerðir utan spítala nema þeir séu nokkuð vissir um að vinnubrögð og tækjabúnaður uppfylli þær ýtrustu kröfur sem gerðar eru á sjúkrahúsum. Þess vegna er allra hagur að stíft eftirlit verði með rekstri einkarekinna læknastofa og væntanlega verður það tekið upp frá og með áramótum. Aðrir staðlar Á allmörgum undanförnum árum hefur töluvert verið rætt um nauðsyn þess að koma á fót einkareknum valkosti í heilbrigð- iskerfinu. Um það hafa farið fram umræður á hinum pólitíska Laugardagur 9. desember Reykjavíkur Keilir kuldalegur á að líta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.