Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 27 líka ótal smærri mistök. Það hefði ýmislegt betur mátt fara, en aðal- atriðið var þó að bæði ferðaskrif- stofan og flugreksturinn skiluðu hagnaði. Sjálfsagt hefði ég getað grætt enn meira ef ég hefði gætt bet- ur að mér. Ég hafði sjálfur stundum enga einkaskrifstofu og treysti mínu góða starfsfólki fyrir mikilvægum ákvörðunum, sem gafst almennt vel.“ Ertu bitur? „Nei. Ég væri að vísu mjög auð- ugur maður í dag ef ég hefði fengið að halda áfram þessari starfsemi. En hverju væri ég bættari? Ekkert tek ég með mér yfir landamærin, þegar þar að kemur. Sá biturleiki, sem ég fann á sínum tíma, snerist um órétt- lætið: Hvernig menn misnotuðu valdastöðu sína, aðilar sem enginn hafði kosið til valda, mestu valda síð- an á Sturlungaöld. En ég er fyrir löngu búinn að fyrirgefa þeim.“ Já, maður tekur eftir því að í bók- inni liggur þér almennt gott orð til flestra samferðamanna þinna? Helsti keppinautur þinn Ingólfur Guð- brandsson, en þið tókuð margan slag- inn opinberlega, er t.d. aðeins nefnd- ur tvisvar sinnum og það frekar lofsamlega. „Ég sé enga ástæðu til að vera með illindi. Við Ingólfur tókumst á í við- skiptum. Þau átök voru ekki persónu- leg, þótt fólk gæti hafa haldið það.“ Var sársaukafullt að rifja þennan tíma upp? „Nei, ég get ekki sagt það. Kannski er ég svona skrýtinn, en ég finn eng- an sársauka lengur.“ Einkalíf og afskiptaleysi Ævisögur hafa orðið æ opinskárri í seinni tíð og eru stundum eins konar játningabækur. „Ekkert dregið und- an“ er vinsæll auglýsingafrasi. Þín bók gerist ekki mikið inná heimili ykkar Sigrúnar Jónsdóttur, eigin- konu þinnar, og fjögurra barna. Ákvaðstu að ævisagan yrði frekar at- hafnasaga en einkalífssaga? „Já, ég vildi það. Einkalíf fólks á ekkert erindi til almennings. Það get- ur að vísu verið ágætt til að selja bækur og blöð, en ég hef ekki áhuga á slíku.“ Eitt atriði situr þó sterkt í lesanda. Það er að þú ólst ekki upp hjá for- eldrum þínum heldur rétt hjá þeim, á heimili afa þíns og ömmu. Þú segir að það afskiptaleysi hafi mótað tilfinn- ingalíf þitt allar götur síðan og valdið því að þú varst ekki eins góður eigin- maður og faðir og þú hefðir átt að vera? „Já, ég held að þannig sé þetta. Það hefur ekki verið mér eðlilegt að tjá tilfinningar mínar og sýna t.d. börnum mínum föðurlegan kærleika, vegna þess að ég þekkti ekki slíkt í minni æsku. Ég bara veit ekki hvað það er.“ En þú veist það samt? „Í undirmeðvitundinni veit ég það, já.“ Hefurðu reynt að breyta því? „Ég held ég geti það ekki. Ekki úr þessu. Þetta er í sálarlífinu. Hefur mótað mína persónugerð.“ Er margs að iðrast, finnst þér? „Nei, það finnst mér ekki.“ Hefur það þá gefið þér meira að vera athafnamaður en prívatmaður? „Já, ég held að mér hefði þótt lífið ósköp litlaust og bragðlaust ef ég hefði verið skrifstofumaður frá níu til fimm alla daga alla ævi. Ég hef lent í mjög lifandi atvinnugreinum sem um leið hefur bitnað á einkalífinu.“ Ertu ævintýramaður að upplagi? „Já, ekki vil ég þvertaka fyrir það.“ Hvað gleður þig mest þegar þú lít- ur yfir farinn veg? „Að hafa kynnst þjóðinni, landinu og náttúrunni í gegnum blaða- mennskuna, og hafa gert mörgum kleift að njóta þeirra lífsgæða að kynnast öðrum þjóðum í öðrum lönd- um með ferðalögum. Mitt keppikefli í ferðabransanum var að ekki væri lengur forréttindi fárra að kynnast heiminum. Viðmiðunin var sú, að fólk á lægstu töxtum gæti keypt sér þriggja vikna orlofsferð til sólarlanda fyrir ein mánaðarlaun. Enn þann dag í dag fer ég varla útí búð án þess að bláókunnugt fólk komi og þakki mér fyrir þetta. Það gleður mig. Þá finnst mér einsog allt þetta stríð hafi verið til einhvers.“ Ný ævintýri í Afríku Það vita kannski ekki margir hvað þú hefur verið að gera eftir að seinna fyrirtæki þitt í ferðabransanum, Flugferðir-Sólarflug, leið undir lok í upphafi 10. áratugarins og þú hvarfst að mestu úr sviðsljósinu? „Ég hef talsverða þekkingu og reynslu af flugmálum, kynntist mikl- um fjölda manna sem að þeim starfa og lærði sjálfur að fljúga til að þurfa ekki að láta segja mér alla hluti þar að lútandi. Atvikin hafa hagað því þannig að ég hef verið beðinn um að aðstoða stjórnvöld, einkum í Miðaust- urlöndum og Afríku, og vera þeim til ráðgjafar um þessi efni. Einn af æðstu mönnum Boeing-verksmiðj- anna um langt skeið, Borge heitinn Boeskov, var frændi minn. Milli okk- ar var gott samband og samskipti um flugrekstrarmál og flugvélaviðskipti. Fyrir fimm árum varð stjórnarbylt- ing í einu auðugasta ríki Afríku, Kongó og einræðisherrann Mobuto, sem ríkt hafði þar í tæpa þrjá áratugi, var hrakinn frá völdum. Allt athafna- líf í landinu var þá rúst, en þarna eru t.d. mestu gimsteina- og koparnámur í veröldinni, olíulindir sem ekki er farið að nýta og ekki síst kóbalt, en Bandaríkin héldu alla tíð hlífiskildi yfir Mobutu til að hindra að aust- urblokkin kæmist yfir það til kjarn- orkuvopnagerðar. Samgöngur í land- inu reiða sig mest á flug en þar er mikið uppbyggingarstarf fyrir hönd- um því vélakostur er gamall og öll að- staða ófullkomin. Boeing-verksmiðj- urnar sendu fulltrúa til að ræða þessi verkefni við nýja valdhafa, en fengu þurrlegar viðtökur vegna stuðnings Bandaríkjanna við einræðisherrann fyrrverandi. Borge Boeskov bað mig að taka upp þennan þráð, sem ég og gerði, fór til Kongó, hef verið þar tuttugu sinnum síðan og gert samn- inga um flug með Boeing-vélum og skipulagt flugsamgöngur fyrir þá. Ég hef notið mikils trúnaðar stjórnvalda í Kongó sem nú hafa verið lýðræðis- lega kjörin og er grundvöllur þess að uppbyggingarstarf geti hafist. Reyndar er það svo að stjórnvöld í ýmsum Afríkuríkjum hafa mikið samband og samráð sín á milli, sem hefur leitt til þess að fleiri þeirra hafa leitað eftir minni aðstoð á þessu sviði. Þetta á einnig við um verklegar fram- kvæmdir á öðrum sviðum, t.d. varð- andi fiskveiðar, sem geta haft tölu- verða þýðingu fyrir íslenska aðila til framtíðar.“ Þetta hljómar dálítið einsog þú sért aftur kominn í stórbissniss? „Ja, mig langar ekki aftur í stórbissniss. Ég hef bara lent í þessu óviljandi og losna ekki frá því. Að mörgu leyti er þetta þó skemmtilegt og ég hef kynnst indælisfólki. Kabila forseti Kongó og fleiri helstu ráða- menn þar minna mig á gamla ungmennafélagsandann íslenska. Það er einsog Jónas frá Hriflu sé mættur holdi klæddur með afstöðu sína til nýlenduvelda og föðurlands- ástar!“ Þetta er kannski eitthvað sem til- heyrir nýfrjálsum löndum? „Já, ég held það. Og Íslendingar gera sér almennt ekki grein fyrir þeim geysilegu tækifærum sem bíða ónotuð í þessum Afríkulöndum. Þau hafa af eðlilegum ástæðum varann á sér andspænis gömlum nýlenduveld- um, en Norðurlöndin eiga þarna mikla möguleika því þau hafa að mestu hreinan skjöld í þeim efnum. Í Kongó er núna 80% læsi, góðir há- skólar, frjálsir fjölmiðlar, frjáls gjald- eyrismarkaður, mikil auðæfi og lýð- ræðislegir stjórnarhættir.“ Og ert þú að vinna að því að ís- lenskir verktakar komi að þessu starfi? „Það gæti endað með því, já. Meira um það síðar!“ Léttirinn Hvernig viltu sjálfur verja þeim tíma sem eftir er og þú veist ekki hversu langur er? „Mér finnst gott að vera uppí Borgarfirði þar sem við eigum gam- alt íbúðarhús á æskuslóðum mínum. Ef ég hef lausan tíma ligg ég í bókum, alls konar bókum.“ Hvernig tilfinning er að vera sjálf- ur orðinn að bók? „Ja, ég finn eiginlega ekki mikið fyrir því. Ég er mjög ánægður með samstarfið við Arnþór Gunnarsson og útgefanda okkar, Eddu útgáfu. Þetta er í góðum höndum.“ Kannski léttir að hafa losnað við þessa sögu? „Að vissu leyti, já. Ég vona að þessi bók sé nógu mikil spennusaga til að lesendum leiðist ekki, þótt hún sé sönn. Og að í henni sé töluverður fróðleikur fyrir nýjar kynslóðir um land og þjóð og stjórnarhætti fortíðar sem gætu virst býsna ótrúlegir nú á dögum.“ Ljósmynd: Ólafur K. Magnússon Air Viking Flugfélag Guðna flaug með þremur Boeingþotum til 30 landa á 21 mánuði, aðallega fyrir erlend flugfélög og ferðaskrifstofur. Náttúruunnandinn Guðni nýtur sveitasælunnar með tveimur barna sinna. ath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.