Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mikið endurnýjuð íbúð í góðu lyftu- húsi sem stendur vestast í Engi- hjallanum með fallegu útsýni. Eld- húsið er glæsilegt og nýstandsett með vandaðri innr. og graníteldhús- borði. Borðkr. er við glugga með góðu útsýni til Esjunnar. Baðh. var endurn. fyrir nokkrum árum, flísa- lagt í hólf og gólf, með handklæða- ofni og rúmgóðri innr. Gólfefni íbúðar er eikarparket. Ásett verð 17,4 millj. Engihjalli 25, íb. 3c, Kópavogi Tekið er á móti gestum í dag frá kl. 14-15. Uppl. í síma 697-7714 Elín. LINDARBYGGÐ 7 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15:00 OG 16:00 Í dag frá kl. 15-16 verður opið hús í Lindarbyggð 7 í Mosfellsbæ. 182 fm parhús við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. Húsið er hannað af Ingimundi Sveinssyni arki- tekt. Vönduð gólfefni og innréttingar. Mikil lofthæð. Sólskáli og fallegur garður. Hellulagnir með snjóbræðslu. Topp eign. Getur losnað fljótlega. V. 42 m. 5574 Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson lögg. fasteignasali ÆGISÍÐA Vel staðsett 261,4 fm einbýlishús við Ægisíðu. Íbúðarrými er skráð 231,5 fm og bílskúr 29,9 fm. Húsið stendur á 797 fm glæsilegri horn- lóð á eftirsóttum útsýnisstað. Arkitekt er Aðalsteinn Richter. Á aðal- hæð hússins eru 2 glæsilegar stofur sem gengið er í niður af palli, borðstofa, eldhús, snyrting, rúmgott hol og forstofa. Gengið er út í garð úr stofu og borðstofu. Á efri hæð eru 3-4 herb., baðh. og hol. Rúmgóðar svalir útaf hjónah. Í kjallara eru herbergi, baðh., þvotta- hús, búr og hol. Mikil lofthæð er í húsinu. Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið. Húsið er laust til afh. fljótlega. Verð 95 millj. #6005 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HINN 6. desember sl. skrifar „kjós- andi“ greinarstúf um Vinstri græna í Suðurkjördæmi og spyr hvernig staðið hafi verið að vali á framboðs- lista hreyfingarinnar í kjördæminu. Þá telur hann Vestmannaeyinga hafa verið hunsaða í vali á listann og að á honum sé enginn úr röðum okkar Eyjamanna. Að lokum hefur „kjósandi“ efasemdir um jafnrétti kynjanna á listanum. Þar sem mér er málið skylt lang- ar mig að upplýsa „kjósanda“ um hvernig staðið var að uppröðun á listann. Það var gert með þeim hætti að almennur kjördæmisráðs- fundur í Suðurkjördæmi öllu (þar sitja að sjálfsögðu fulltrúar Vest- mannaeyja) skipaði uppstilling- arnefnd til að gera tillögu um fram- boðslista. Uppstillingarnefndin leitaði til félaga Vinstri grænna úr öllu kjördæminu og bað um ábend- ingar frá þeim. Þær ábendingar létu ekki á sér standa og í framhaldi af því lagði uppstillingarnefndin til þann lista sem var samþykktur samróma á almennum kjördæm- isráðsfundi 2. des. síðastliðinn. Á framboðslistanum eru tveir Vestmannaeyingar, tvær ungar, dugandi og glæsilegar konur, þær Jórunn Einarsdóttir og Aldís Gunn- arsdóttir. Ég tel þær vera mjög verðuga fulltrúa Vestmannaeyja enda njóta þær tvímælalaust trausts félaga sinna úr Suður- kjördæmi öllu. Vera þeirra á listan- um er auðvitað eitt dæmið um vand- aða og ígrundaða vinnu uppstillingarnefndarinnar þar sem áhersla var m.a. lögð á jafnvægi milli byggðarlaga í hinu stóra kjör- dæmi. Ein forsenda uppröðunar á lista Vinstri grænna á Suðurlandi var sú að gætt skyldi jafnræðis milli kynja. Ekki mætti vera yfir 60% hlutfall annars kynsins á listanum. Þessa var gætt þegar listinn var ákveðinn. Raunar er það þannig að konur skipa 60% en karlar 40%. Slík staða er vissulega óvenjuleg en e.t.v. und- irstrikar hún best að Vinstri grænir eru í raun jafnréttisflokkur og af því getum við verið stolt. Ég vil þakka þér „kjósandi“ fyrir áhuga á málefnum Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en ég taldi nauð- synlegt að leiðrétta það sem þú sagðir um hlut Vestmannaeyinga á listanum og skýra að öðru leyti at- riðin um hvernig raðað var á listann og hvernig reglan um hlutfall karla og kvenna speglast á honum. RAGNAR ÓSKARSSON, fulltrúi Vestmannaeyja í uppstill- ingarnefnd Vinstri grænna í Suður- kjördæmi. Vinstri grænir í Suðurkjördæmi og Vestmannaeyjum Frá Ragnari Óskarssyni: EFTIR að Árni Johnsen náði öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suður- kjördæmi hafa ungir sjálfstæð- ismenn og fé- lagar sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík lýst því yfir að þau séu hrædd um að árangur Árna Johnsen í próf- kjöri og vænt- anleg endurkoma hans á Alþingi í vor hafi neikvæð áhrif á fylgi flokksins og flokkurinn tapi at- kvæðum á landsvísu. Þau eru að leita að blóraböggli vegna hræðslu um tap í kosningunum í vor og ekki að ástæðulausu. Það er ekki endurkoma Árna Johnsen sem mun orsaka mikið tap flokksins í vor, heldur þeir sem hafa stjórnað þessu landi undanfarin ár og farið illa með eldri borgara þessa lands. Yfir þrjátíu þúsund eldri borgarar þessa lands eru á kjörskrá í vor og haldið þið, sjálfstæðismenn og -konur, að eldri borgari sem hef- ur, litlar, eitt hundrað þúsund krónur í lífeyri og þarf að borga 36% skatt af þessum nauma lífeyri hugsi sig ekki um tvisvar um áður en hann kýs Sjálfstæðisflokkinn aftur? Sama er að segja um fólkið sem tók út séreignarsparnaðinn, seldi hlutabréfið sitt og fékk lítinn hluta af þeim peningum í vasann, vegna þess að ríkið hafði hirt meginhluta þess í formi tekju- skatts og niðurfellingar á tekju- tengdri lífeyrisgreiðslu. Eldri borgarar sem sjá aukna skattbyrði á sínar litlu tekjur, þrátt fyrir hól og sjálfumgleði ráðamanna þjóð- arinnar um skattalækkanir, haldið þið að þau greiði flokknum aftur atkvæði? Ég er ekki hissa þótt ungir sjálfstæðismenn og konur séu hrædd um fylgishrun á lands- vísu í kosningunum í vor, en það er ekki vegna þess að dugnaðar- forkurinn Árni Johnsen er vænt- anlegur á þing, heldur vegna þess hvernig þið eruð búin að fara með eldri borgara þessa lands. Þið skulið leita að blóraböggli í eigin ranni en ekki í einum einstaklingi sem við höfum veitt stuðning í Suðurkjördæmi. GÍSLI JÓNASSON, verslunarmaður og fyrrverandi skipstjóri, Áshamri 3f , Vestmannaeyjum. Sjálfstæðisflokkur í leit að blóraböggli Frá Gísla Jónassyni: Gísli Jónasson AÐ UNDANFÖRNU höfum við orðið vitni að býsna sérkennilegri umræðu um stuðningsúrræði sem nokkrir skólar hafa verið aðnjótandi um mislangt skeið. Þessi stoðþjón- usta hefur gengið undir nafninu „Vinaleið“. Í Varmárskóla í Mos- fellsbæ hófst þessi starfsemi árið 1999 og hefur staðið óslitið síðan við mikla ánægju nemenda, foreldra og starfsfólks skólans og hefur for- eldrafélagið veitt forvígismanni Vinaleiðarinnar, Þórdísi Ásgeirs- dóttur sérstaka viðurkenningu fyrir þetta verkefni. Hún hefur breiðan faglegan grunn sem menntaður leik- skólakennari, grunnskólakennari og er einnig menntuð sem djákni. Þór- dís er ráðin sem starfsmaður skól- ans og þiggur laun frá sveitarfé- laginu. Vinaleiðin felst í því að veita stuðning þeim sem þangað leita og eiga við margvísleg vandamál að etja en af þeim er meira en nóg í okkar fjölskrúðuga samfélagi. Að leiða nemendur í gengum sorgarferli t.d. vegna veikinda eða andláts ná- inna ættingja, skilnaða eða annarra tilfinningalegra truflana er kjarninn í þessari þjónustu. Vissulega er kristið siðgæði haft að leiðarljósi enda játa allflestir kristna trú og kennsla í kristnum fræðum er lög- boðin í grunnskólum. Einnig segir í 2. grein grunnskólalaga að starf grunnskólans skuli mótast af kristi- legu siðgæði. Með Vinaleiðinni er ekki vegið að neinum trúarskoð- unum enda grundvallaratriði í öllu uppeldis- og skólastarfi að virða trú- frelsi einstaklinga og fræða um helstu trúarbrögð heims. Það hlut- verk teljum við okkur rækja af kost- gæfni. Mér finnst sú umræða sem átt hefur sér stað og hefur teygt sig upp í æðsta stjórnkerfi landsins með ólíkindum. Einhvers staðar sá ég að því var fundið til foráttu að „boð- orðin tíu“ væri að finna í viðtals- herbergi sem Vinaleiðin hefur til umráða. Sem leikmaður hef ég litið svo á að ef 1.boðorðið er undanskilið þá séu þau kjarninn í ríkjandi þjóð- skipulagi bæði í siðferðislegu og réttarfarslegu tilliti. Ágætu les- endur. Það er dýrmætt að eiga hug- sjónir, einkum ef þær snúast um að bæta mannlífið. Vinaleiðin hefur hjálpað mörgum. Það sannast á því að fjölmargir einstaklingar finna þar huggun og þeir koma þangað aftur og aftur, hver á sínum forsendum. Öll siðmennt hlýtur að byggja á því að rækta einstaklinginn, veita hon- um stuðning og leiða hann til aukins þroska og mannkærleika. Það hlut- verk rækir Vinaleiðin. VIKTOR A. GUÐLAUGSSON skólastjóri Varmárskóla. Vinaleiðin Frá Viktori A. Guðlaugssyni: Fréttir á SMS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.