Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 22
K ettir lenda í ýmsum ævintýrum. Fæst rata þau ævintýri samt inn á síður dagblaðanna og enn færri koma út á bók en það er einmitt raunin um fræga svaðilför kattarins Mosa úr Reykjavík. Mosi, sem þá hét raunar Moli, komst í fréttirnar sumarið 2003 þegar hann fannst soltinn og hrakinn á Holtavörðuheiði eftir 35 daga dvöl í óbyggðunum. Eigendur hans höfðu velt bíl sínum með þeim afleiðingum að búr Mosa kastaðist út og hann hvarf líkt og jörðin hefði gleypt hann. Ekkert spurðist til Mosa í rúman mánuð eða þar til flutningabílstjóri nokkur kom auga á hann í vegkantinum á heiðinni einn morguninn. Kom hann Mosa í öruggar hendur í Kattholti. Tvísýnt var um líf Mosa en hægt og bítandi náði hann fyrri styrk enda lífskraftur í honum. Hafði Sig- ríður Heiðberg, húsráðandi í Katt- holti, á orði að æðruleysið hefði bjargað Mosa og bætti við að hún hefði ekki treyst öðrum ketti í þessa raun. Eigendur Mosa gátu ekki tekið við honum eftir hrakningana og því fékk hann nýtt heimili í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem hann býr nú við gott atlæti. Þar sótti blaðamaður hann heim á dögunum í tilefni af því að saga hans er komin út á bók sem skráð er í máli og myndum af núver- andi eigendum hans, hjónunum Halldóri Guðmundssyni og Önnu Björnsdóttur. Halldór Baldursson eykur við bókina með teikningum. Gestrisnin uppmáluð Mosi er gestrisnin uppmáluð þeg- ar blaðamann ber að garði. Tekur hátt og snjallt undir kveðjuna og snýst í kringum gestinn. Það er greinilegt að frægðin hefur ekki stigið honum til höfuðs. „Mosi veit fátt skemmtilegra en að fá gesti, að ég tali nú ekki um svona á miðjum degi,“ útskýrir Halldór en Mosi þykir með afbrigðum mannblendinn og félagslyndur. Mikill gleðigjafi. Og forvitnin er vitaskuld á sínum stað. Göngulag Mosa er óvenjulegt en vinstri framlöppin er brotin og því gengur hann á þremur löppum en styður sig við stúfinn á milli og því er eins og hann gangi í bylgjum, svo vísað sé til lýsingarinnar í bókinni. Ekki er vitað hvernig Mosi slasaðist en Halldór fullyrðir að hann geti þrátt fyrir fötlunina hlaupið jafn- hratt og aðrir kettir – ef ekki hrað- ar. Mosi hefur nú dvalist í þrjú ár á heimili þeirra Önnu og löngu orðinn einn af fjölskyldunni. Tilurð bókarinnar „Sagan af Mosa og hugprýði hans“ lýsir Hall- dór með þeim hætti að góður vinur þeirra hjóna sem þekkir vel til bóka- útgáfu hafi hvatt þau til að segja ævintýralega sögu kattarins. „Það var svo meðan við vorum stödd í sumarfrí erlendis í fyrra að ég lét slag standa og skrifaði söguna. Anna hefur frá fyrstu tíð tekið mikið af myndum af Mosa en hún er einn- ig grafískur hönnuður, þannig að það voru hæg heimatökin við hönn- un bókarinnar. Þetta er svona smá- heimilisiðnaður hjá okkur,“ segir Halldór. Óþolinmóðir að eðlisfari Hjónin sendu söguna í barna- bókasamkeppni Vöku-Helgafells snemma á þessu ári en hún hlaut ekki framgöngu þar. Þau báru sög- una undir tvö forlög í sumar en hvorugt þeirra var tilbúið að efna til útgáfu fyrr en næsta haust. „Þar sem við Mosi erum óþolinmóðir að eðlisfari, sérstaklega kötturinn, ákváðum við að gefa bókina út sjálf undir merkjum AD útgáfu,“ segir Halldór sem stytti söguna nokkuð og slípaði til í haust. Hann er stjórnarformaður aug- lýsingastofunnar Hvíta hússins og segir það nýja reynslu fyrir sig að vera útgefandi með öllu sem því til- heyrir. „Okkur finnst við vera hálf- gerðar boðflennur í þessari miklu jólaveislu enda nóg af góðu efni fyr- ir börn í boði. En við erum fyrst og síðast að þessu til að skemmta okk- ur og vonandi einhverjum fleirum í leiðinni,“ segir Halldór og bætir við að bókin sé ekki eingöngu ætluð börnum. „Dýravinir gætu haft gam- an af þessu líka.“ Fram kemur í bókinni að heim- ilisfaðirinn var ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að taka Mosa að sér í upphafi. „Það er rétt,“ útskýrir Halldór. „Ástæðan er sú að við höfð- um átt kött í átta ár, Snotru, sem nýlega var fallin frá í hárri elli, 23 ára. Var þá elsti köttur á Íslandi. Ég vildi því fá andrými áður en annar köttur kæmi inn á heimilið.“ Anna, sem nú hefur blandað sér í samtalið gegnum síma frá Kali- forníu, þar sem hún dvelst þessa dagana, staðfestir þetta. „Ég las um hrakninga Mosa í blöðunum og hafði samband við Sigríði í Kattholti til að spyrjast fyrir um líðan hans. Þá Félagar Halldór Guðmundsson og Mosi í gönguferð. Frá svaðilför til góðs atlætis Út er komin barnabókin „Sagan af Mosa og hugprýði hans“ eftir hjónin Halldór Guðmundsson og Önnu Björnsdóttur. Hermir þar af ævintýrum kattar sem sannarlega á níu líf. Orri Páll Ormarsson ræddi við hjónin og köttinn víðförla. daglegtlíf Elín Eyþórsdóttir syngur ljóð Einars Más Guðmundssonar á plötu Barkar Hrafns Birg- issonar, Þriðja leiðin. » 28 frumraun Víkingagarðar eru vinsælir á Norðurlöndum og nokkur slík verkefni eru í undirbúningi á Íslandi. » 30 frumherjar Jólamyndirnar í ár eru af ýms- um toga og verður meðal ann- ars frumsýnd ein íslensk mynd, Köld slóð. » 32 frumsýningar Robert Ripley var bandarískur þúsundþjalasmiður. Hann kom til Íslands og eftir liggja for- vitnilegar teikningar. » 34 frumlegur „Ég hef þá trú að við höfum ekki allt í eigin höndum,“ segir Guðni í Sunnu í viðtali um ævi sína og störf » 24 frumkvöðull |sunnudagur|10. 12. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.