Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hér er gripið niður í frásögn af þeim ógnum sem ráðamönnum þótti steðja að öryggi ríkisins árin milli stríða og þeim vörnum sem þeir vildu grípa til. V iðbúnaður ríkisins var allur að komast í fastari skorður. Árið 1937 var svo komið að 60 manns voru í lögreglunni í Reykjavík og taldist tugur þeirra til ríkislögreglunnar. Liðið var líka bet- ur búið en áður og hafði í mörgu ver- ið farið að ráðum Jónatans Hall- varðssonar. „Bæjarlöggan“ bar þó ekki enn með sér að þar færi þaul- þjálfað og skipulagt varnarlið. Her- mann Jónasson forsætisráðherra taldi án efa að betur mætti ef duga skyldi. Hann hafði fengið miklar mætur á Agnari Kofoed-Hansen, ungum manni sem hafði gengið á liðsforingjaskóla í Danmörku og ver- ið í flugliði danska flotans. Agnar hafði snúið heim til Íslands og var nú flugmálaráðunautur ríkisins. En voru kraftar hans best nýttir þar? Í apríl 1939 tók Þjóðstjórnin, sam- stjórn Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks, við völdum en Hermann var áfram for- sætisráðherra. Um sumarið, þegar ófriðarský hrönnuðust upp í Evrópu, skrifaði hann Agnari Kofoed-Hansen að vísi að leynilögreglu eða örygg- isþjónustu þyrfti að koma upp á Ís- landi. Þetta yrði „eftirgrennsl- anakerfi“ sem gerði lögreglunni kleift „að fylgjast með ástandinu í bænum“, enda lægi það ljóst fyrir að fram færi „í leyni ýmiskonar starf- semi, sem virðist fara fram hjá lög- reglunni nú“. Agnar-Kofoed Hansen var sama sinnis og sagði ekki minnst um vert að fylgjast með grun- samlegum útlendingum: „Tel ég óhjákvæmilegt að viðhafa mun strangara eftirlit með erlendum mönnum stöddum hér á landi og helst á þann hátt að komið yrði upp og þá sem allra fyrst lítilli örygg- isdeild eða sem einnig mætti kalla hlutleysislögregludeild, hliðstæðri „Sikkerhedspolitiet“ í Danmörku.“ Upphaf öryggisþjónustu Hér segir frá fyrstu árum örygg- isþjónustu lögreglunnar í Reykjavík: Við vitum ekki hvenær örygg- isþjónusta lögreglunnar fékk þau njósna- og eftirlitstæki sem hana vantaði enn í árslok 1950. Hitt liggur fyrir að einhvern tímann um þær mundir hélt Árni Sigurjónsson á ný til Bandaríkjanna og lærði á búnað til gagnnjósna og öryggiseftirlits. Þá fór Pétur Kristinsson til Bretlands í árslok 1951 eða ársbyrjun 1952 og kom þaðan með diplómatapóst. Vel getur verið að sendiráðið í London hafi einfaldlega sætt lagi að senda skýrslur og bréf fyrst lögregluþjónn var á leiðinni heim. Hins vegar er líka hugsanlegt að Pétur hafi flutt með sér viðkvæm og leynileg tæki á Í þágu „innra öryggis“ Ýmislegt kemur í ljós um leynilegt eftirlit með borgurum lands- ins í nýrri bók Guðna Th. Jóhannessonar, Óvinum ríkisins. Þar er stuðst við gögn og heimildir og rakið hvernig staðið var að því að tryggja „innra öryggi“ á Íslandi. Geymslan Við áhaldahús Kópavogs á Kársnesi stuttu eftir að dínamítstuldinn þaðan snemma árs 1971. Forstöðumaður Pétur Kristinsson varð fyrsti forstöðumaður öryggisþjónustu lögreglunnar árið 1950. Myndin mun tekin sumarið 1958. Frumkvæðið Hermann Jónasson tekur til hendinni. Öryggismál ríkisins voru Hermanni hugleikin og átti hann m.a. frumkvæði að því að vísi að öryggisþjónustu var komið á fót í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Flugferð heim til Indónesíu eftir píla- grímaferð til Mekka er í þann veginn að hefjast með millilendingu á Sri Lanka. V erið var að búa Leif Ei- ríksson til flugtaks þetta miðvikudagssíðdegi. Þessi DC-8-63 þota hafði verið í eigu Flug- leiða frá því 1. júlí 1975, eins og Snorri Þorfinnsson sem var sömu gerðar. Vélin var smíðuð árið 1968. Flugleiðir áttu einnig þriðju DC-8 flugvélina. Vélin var rúmlega 56 metra löng og búin 92 þúsund lítra eldsneyt- istönkum. Hún var með 44,5 metra vænghaf og með fjóra hreyfla. Vélin náði 900 kílómetra hraða á klukku- stund og flugþolið var rúmlega 8 þús- und kílómetrar. Þessi tegund var tal- in framúrskarandi hvað varðaði öryggi, afköst og rekstrarhag- kvæmni. Þegar Leifur Eiríksson lyfti sér frá flugbrautinni í Jedda í Sádi- Arabíu voru 249 indónesískir farþeg- ar um borð og þrettán Íslendingar, þar af átta í áhöfn. Fram undan var tæpra sex klukkustunda flug til Sri Lanka. Lending var fyrirhuguð rétt undir miðnætti að staðartíma í Kó- lombó. Þar áttu allir Íslendingarnir að fara af, taka átti eldsneyti og áhöfn Dagfinns Stefánssonar átti síð- an að taka við og fljúga með farþeg- ana til Surabaya. Dagfinnur var farinn að undirbúa ferðina í huganum: „Ég vissi nokkurn veginn hverjir voru um borð í vélinni sem var vænt- anleg. Þórarinn Jónsson, for- stöðumaður flugdeildar, var að fara að ganga frá samningi Flugleiða við Air Lanka um stofnun flugfélags. Ég fékk að vita um þetta þegar ég hitti Dexter Nicole, forsvarsmann Air Lanka, sem var okkur til aðstoðar þarna. Hann sagði mér að hann væri spenntur að bíða eftir að Þórarinn kæmi til að ganga frá samningunum. Mér skildist að þeir væru hér um bil tilbúnir til undirritunar.Þá myndu Flugleiðir fara í flugrekstur sem rekstraraðili á Sri Lanka. Þetta virt- ist vera gott tækifæri til að hasla sér völl á erlendri grund.“ Jónína Sigmarsdóttir, sem var í raun aukafarþegi í þessari ferð og átti að fljúga áfram eins og Harald og Ásgeir, hafði verið beðin um að að- stoða eins og einn úr áhöfninni á leið- inni til Sri Lanka: „Ég gekk um farþegarýmið og leiðbeindi farþegunum við að spenna sætisólarnar, sagði þeim líka að setja ekki þunga hluti upp í rýmið fyrir of- an. Þetta var fyrsta ferð mín með pílagríma og var því upplifun fyrir mig. Hinar stelpurnar leiðbeindu mér. Mér fannst roskið fólk vera þarna í meirihluta. Ég bjóst því við að það yrði uppveðrað af því að ferðast í flugvél, flest líklega í annað skipti á ævinni, en svo virtist ekki vera. Það var rétt eins og fólkið væri heima í stofu hjá sér. Það tók matinn sem réttur var að því og borðaði, horfði ekki einu sinni út um gluggann. Þetta var æðrulaust fólk og ró yfir því. Aðaltilgangur ferð- arinnar hjá þessu fólki var Mekka, hafði kannski verið það allt lífið. Ann- að komst ekki að. Þessir Indónesar voru því gjörólíkir venjulegum ferða- mönnum sem við þekktum.“ Flugfreyjurnar þekktust flestar nokkuð vel. Þuríður, sú yngsta í hópnum, átti líka vinkonu þarna: „Við Oddný vorum vinkonur frá því í pílagrímafluginu árið áður svo að hún var sú sem ég þekkti best til. Við Kristín vorum svo báðar úr Garðabænum þannig að ég þekkti hana líka. Við Kristín og Jónína byrj- uðum allar að fljúga árið áður, sum- arið 1977. Oddný og hinar flugfreyj- urnar, Sigurbjörg og Erna, höfðu flogið lengur. Óvenjumargir í vélinni Jónína, Halli og Ásgeir voru ekki skráð í áhöfn. Það voru óvenjumargir í vélinni, setið á öllum prikum eins og það er kallað, öllum sætum sem voru um borð. Tveir aukamenn voru frammi í flugstjórnarklefanum, Har- ald var aftast og Ólafur Axelsson sat í aukasæti fremst í farþegarýminu.“ Fyrir pílagríma er það hápunktur lífsins að koma til Mekka. Hátíðleiki ferðarinnar víkur fyrir öllu öðru hjá þessu fólki. Yfirleitt skipti fólkið um föt á leiðinni áður en það kom til hinnar helgu borgar því að það vildi vera hreint, ekki síst eftir 12-13 klukkustunda ferðalag frá Surabaya til Jedda, með millilendingu á Sri Lanka. Pílagrímar eru sagðir deyja ánægðir eftir að hafa komið til Mekka. Harald hresstist við súpuna: „Eftir að lagt var af stað frá Jedda var flugið mjög þægilegt. Maturinn kom í pappaöskjum, kjúklingur, brauð, vatn og svo framvegis. Fólkið borðaði og allt gekk sinn vanagang. Þetta fólk drakk ekki áfengi. Við hreyfðum okkur svolítið og töl- uðum saman. Frammi í hjá flug- mönnunum voru tvö aukasæti sem Þórarinn og Ásgeir sátu í. Ég fór þangað og spjallaði við strákana í upphafi ferðarinnar, Hauk flugstjóra, Rúnar og Ragnar flugvélstjóra.“ Þuríður Vilhjálmsdóttir var full eftirvæntingar: „Pílagrímarnir voru þreyttir og slæptir þegar þeir komu inn í vélina. En það var ró yfir þeim. Þetta var sérstaklega áberandi þegar þeir komu um borð og voru búnir að fara til Mekka, sem þeir gera bara einu sinni á ævinni. Þeir voru fegnir að koma inn í vélina en áttu þó langt ferðalag fyrir höndum til Indónesíu. Við gáfum þeim að drekka og borða. Allir voru þakklátir. Sama hvort það var vatnsglas eða bara bros, þakklætið skein úr andliti allra. Fólkið var þreytt og svangt og hvíldi sig bara. Við töluðum ósköp lítið við farþeg- ana því að þeir töluðu ekki ensku. Ís- lendingarnir töluðu því mikið saman. Við hlökkuðum mikið til að koma til Sri Lanka, höfðum heyrt frá fólki sem þarna hafði verið að þetta væri yndislegur staður. Við áttum að stoppa í tvo til þrjá daga. Við köll- uðum Sri Lanka fyrirheitna landið af því að það var svo spennandi, nýjar slóðir. Haukur ætlaði líka að fagna flugafmæli þegar við kæmum á áfangastað, það var tilhlökkunarefni og það var verið að gantast á leiðinni. Þegar fór að líða á flugið notuðum við Brotlending á Sri Lanka Í nóvember 1978 brot- lenti flugvélin Leifur Eiríksson frá Flug- leiðum á Sri Lanka. Í bókinni Útkall, Leifur Eiríksson brotlendir, segir Óttar Sveinsson frá slysinu. Ljósmynd/Einar Guðlaugsson Flakið Björgunarmenn við rjúkandi flak Leifs Eiríkssonar. Ótrúlegt þótti að fólk skyldi komast lífs af úr slysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.